Þjóðviljinn - 26.02.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.02.1986, Blaðsíða 1
MENNING LANDSBYGGÐIN HEIMURINN Skemmtiiðnaður Umdeild sýning Svipa og handjárn á nektarsýningu. Póstverslun sérhæfð í „Hjálpartœkjum ástarlífsinsu. Sýnir á skemmtistöðum og í einkasamkvœmum. Ein sýningarstúlknanna: Nœ ekki endum saman með dagvinnu- laununum. Þessi aukavinna erfjárhagsleg nauðsynfyrir mig hendi gerði sér dælt við hann. Aðspurður hvort ekki mætti líta t.d. á þetta atriði sem klám, svar- aði annar eigandi Pan að það væri fráleitt að gera það. „Ég myndi aldrei orða þetta við klám, heldur lít ég á þetta sem hressleika og „djók“. Þetta er spurning um stemmningu. Það sem við erum að gera með þessum sýningum er fyrst og fremst að sýna „smart“ náttkjóla og „djókvörur". Þá sagði viðmælandi að ekki hefði verið sótt um leyfi fyrir sýn- ingunum enda sæi hann ekki að þess þyrfti „frekar en maður sem færi í sund þyrfti leyfi til þess að vera í sundskýlu“. Böðvar Bragason lögreglu- stjóri sagði að honum væri algjör- lega ókunnugt um þetta mál en að það yrði skoðað. „Það eru jú lög í landinu sem lúta að velsæmi og í því ljósi verðar þetta mál at- hugað“ sagði lögreglustjóri. Eigendur póstverslunarinnar Pan heita Sæniundur Haukur Haraldsson og Guðntundur Ás- mundsson. „Fyrir mig er aukavinna algjör fjárhagsleg nauðsyn. Ég er ein- stæð móðir í leiguíbúð og næ ekki endum saman með daglaununum mínum. Þessi vinna er betur borguð en önnur störf sem ég á kost á og þess vegna þáði ég boð- ið“. Þetta segir ein stúlkan sem sýnir fyrir Pan. -K.Ól. Póstverslunin Pan, „sérverslun með hjálpartæki ástarlífsins" hefur hafið sýningar á hluta af vöruúrvali sínu á nokkrum skemmtistöðum borgarinnar þar á meðal í Sigtúni og á staðnum Upp og Niður. Þá hefur verslunin einnig tekið að sér að skemmta gestum einkasamkvæma með sams konar sýningum. Sýningarnar, sem hafa verið bókaðar 2-3 mánuði fram í tím- ann, fara þannig fram að ungt fólk á aldrinum í kringum tvítugt kemur fram á svið skemmtistað- arins klætt fáu öðru fata en fyrir- ferðalitlum og oftast gegnsæum undirfötum og í sumum tilfellum eru þau vopnuð „hjálpartækjum ástarlífsins“ s.s. svipum. í einu atriði sýningarinnar í Sigtúni sl. föstudag sem bar heitið „Einræðisfrúin" voru hendur piltsins í handjárnum fyrir aftan bak á meðan fáklædd stúlka með nasistahúfu og svipu í Filippseyjar Marcos flúinn Úr einu atriði sýningarinnar í Sigtúni síðastliðið föstudagskvöld. Karlmaðurinn á myndinni er í handjárnum. Margir telja að sýningar af þessu tæi lýsi þjóðfélagsástandi í viðkomandi löndum. Mynd E.ÓI. Byrðarnar 51 % fyrirtækja tekjuskattslaus Ragnar Arnalds: Ríkisstjórnin hefur opnað ótalglufur til að atvinnurekstur komist hjá skattgreiðslum Manila — Ferdinand Marcos flúði forsetahöllina í Manila um miðjan dag í gær um borð í bandarískum herþyrlum sem fluttu hann til Clark herflug- vallarins norðan við Manila. Þar ætlaði hann að dveljast í nótt og var búist vð að hann myndi fljúga til Bandaríkjanna í dag eða næstu daga. Þar með er lokið 20 ára harð- stjórnartímabili Marcosar á Fil- ippseyjum. Corazon Aquino fékk hamingjuóskir víða að, meðal annars frá Bandaríkjafor- seta. Hún er nú óumdeilanlegur forseti Filippseyja. Marcos sem hafði harðlega neitað að víkja úr forsetaembætti fyrripartinn í gær, var snöggur til þegar fulltrúi Aq- uino hafði lofað því að hann og fjölskylda hans gætu yfirgefið Fil- ippseyjar á öruggan hátt. Strax og sú frétt barst út að Marcos væri horfinn á brott hópaðist fólk inn á lóðina umhverfis forsetahöllina og var talið að þar hefðu verið um það bil 20.000 manns. Fólk rudd- ist inn í höllina og reif niður myndir af Marcos sem hafði ekki lokið við matinn sinn eftir því sem fréttaritari Reuter í Manila sagði. —IH/Reuter Sjá nánar Heimur bls.13 og viðtal við Guðna Bragason bls.16. Meira en helmingur allra með- alstórra og stórra fyrirtækja í landinu greiddi cngan tekjuskatt á síðasta ári. Þetta kemur m.a. fram í greinargcrð með tillögu um endurskoðun skattalaga sem Ragnar Arnalds hefur lagt fram á alþingi. Ragnar bendir á að atvinnu- reksturinn í landinu beri sára- lítinn hlut af sameiginlegum út- gjöldum og skattbyrðin lendi af þeim mun meiri þunga á launa- fólki. Ástæðan sé sú að ríkis- stjórnin hefur opnað fyrirtækjum ótal glufur og smugur til frádrátt- ar frá skattskyldum tekjum og nú greiði stór hluti fyrirtækja engan tekjuskatt. Samkvæmt upplýsingum ríkis- skattstjóra voru í fyrra 3890 fyrir- tæki í landi sem veltu meira en hálfri miljón króna hvert. Þjóð- hagsstofnun áætlar að þessi fyrir- tæki hafi samanlagt velt 136 mil- jörðum króna og var aðstöðu- gjaldsstofn þeirra ekki langt frá því eða 100 miljarðar. Tekju- skattstofn þessara sömu 3890 fyr- irtækja var hins vegar aðeins cinn hundraðasti hluti eða 1,4 milj- arður króna. Af því leiddi að álagður tekjuskattur þessara fyr- irtækja var aðeins 700 miljónir króna! Þann skatt greiddu 1922 fyrirtæki en 1968 greiddu ekki krónu. 51% fyrirtækjanna eru því skattlaus! Gildandi skattareglur eru bæði hóflausar og siðlausar gagnvart öðrum skattgreiðendum, segir Ragnar og leggur m.a. til að tekjuskattur fyrirtækja verði hækkaður, frádráttur vegna fjár- festingar í atvinnurekstri og framlaga í varasjóði verði num- inn úr gildi, arður af hlutabréfum verði skattlagður og loks að eftir- lit með bókhaldi og framtölum fyrirtækja verði hert. -Á1 Skák Helgi á mót í Moskvu Sovétmenn hafa boðið Skák- sambandi Islands að senda einn stórmeistara á mjög sterkt skákmót sem hefst í Moskvu 4. mars nk. Er um að ræða 14 manna stórmeistaramót og mun Helgi Ólafssson fara á mótið. Þá hefur einnig borist boð frá Finn- um um að senda skákmann á af- mælismót fínnska skáksam- bandsins sem fram fer í maí og mun Jón L. Árnason fara á það mót því mótið gefur möguleika á stórmeistaratitli fyrir hann. Þorsteinn Þorsteinsson forseti Skáksambands íslands sagði að Geller hefði borið fram boðið á mótið í Moskvu 4. mars, en síðan hefði verið hringt í sig frá Moskvu og þetta staðfest. Sagði Þorsteinn að boð streymdu nú inn til SÍ. Boð hefði komið unt að senda mann á skákmót í Jerevan í Sov- étríkjunum en ekki væri ákveðið hver færi þangað. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.