Þjóðviljinn - 26.02.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.02.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvóldsfmi: 681348. Helgarsími: 81663. DJÓÐtflUINN Flugstöðin Miðvikudagur 26. febrúar 1986 47. tölublað 51. örgangur. Ekki farið að lögum Nýtt deiliskipulag afflugstöðvarsvœðinu. Réttur Miðneshrepps að enguhafður. Sveitarfélög á Suðurnesjum mótmœla. Elsa Kristjánsdóttir: Verður kœrt tilfélagsmálaráðuneytisins Málið snýst um hvaða lög eiga að gilda í þessu landi. Svæð- ið sem flugstöðin stendur á til- heyrir lögsögu Miðneshrepps og því er það okkar að fjalla um skipulagsmál á þessu svæði. Við teljum að þarna hafi ekki verið farið að lögum og munum því kæra málið til félagsmálaráðu- neytisins, sagði Elsa Kristjánsdótt- ir oddviti Miðneshrepps í samtali við Þjóðviljann í gær. í síðasta mánuði auglýsti flug- vallarstjóri Keflavíkurflugvallar nýtt deiliskipulag af svæðinu í kringum nýju flugstöðina, en ekkert samráð var haft við hreppsnefnd Miðneshrepps. Það sama var uppi á teningnum þegar aðalskipulagið var samþykkt. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mótmælti þessum vinnubrögðum í gær í bréfi til skipulagsstjórnar ríkisins og telur að réttur sveitarfélagsins hafi ver- ið hundsaður. Skilningur utanríkisráðun- eytisins á þessu máli hefur verið sá, að þar sem þarna sé um að ræða svonefnt varnarsvæði og þar að auki í eigu ríkisins, sé það utanríkisráðuneytisins að fjalla um þessi mál en ekki Miðnes- hrepps. Varnarmáladeild hefur jafnframt neitað að greiða bygg- ingargjöld vegna flugstöðvarinn- ar, en það mál er komið til kasta dómstóla. „Samkvæmt lögum skiptir ekki máli hver er eigandi landsins, hreppamörkin gilda ávallt. Flug- stöðin er talin borgaraleg bygging svo og þær byggingar sem eru á nýja deiliskipulaginu, og því er það okkar hlutverk að fjalla um þessi mál. Þetta staðfestir enn eina ferðina að það virðist vera stefna varnarmáladeildar að hafa frekju og yfirgang að leiðarljósi í samskiptum sínum við sveitarfé- lögin á þessu svæði“, sagði Elsa Kristjánsdóttir í gær. -gg- AB-Reykjavík Listinn lagður fram Steinar Harðarson kosningastjóri: Rífandi startfyrir kosningarnar. Á morgun, fímmtudag verður haldinn félagsfundur í Alþýðu- bandalaginu í Reykjavík, þarsem tillaga kjörnefndar um framboðs- lista í komandi kosningum verður lagður fram. „Þetta er góður listi, sterkur framboðslisti og er í sjálfu sér ríf- andi start fyrir kosningarnar", sagði Steinar Harðarson kosn- ingastjóri ABR í samtali við Þjóðviljann í gær. „Ég álít að við eigum mikla möguleika á að bæta heilmiklu við okkur hér í Reykja- vík. Að kosningu lokinni um list- ann, verður umræða um stefnu- mál Alþýðubandalagsins í borg- armálum. Félögum hefur verið sent bréf um ýmsar hugmyndir og við hvetjum sem flesta að mæta á fundinn og taka þátt í stefnumót- uninni", sagði Steinar Harðar- son. Fundurinn hefst kl. 20.30 að Hverfísgötu 105. -óg Sjá flokksdálk bls. 14 Filippseyjar að má hiklaust segja að með- an ég var í Manila hafí allt samfélagið verið undirlagt af stjórnmálabaráttunni og allir virtust samdóma um að ekki yrði aftur snúið. Fólkið þarna var í sigurvímu, vongott og fulll bjartsýni, sagði Guðni Bragason fréttamaður sjónvarpsins, í sam- tali við Þjóðviljann í gær, en hann kom til landsins í fyrrakvöld eftir nokkurra daga dvöl í Manila á Filippseyjum. Guðni fylgdist með atburðum á Filippseyjum í síðustu viku og fram á laugardag. í gær urðu þau tíðindi hins vegar að Marcos for- seti lét af völdum og flýði í her- stöð Bandaríkjanna utan við Manila. Guðni sagði að allt fram að þeim tíma hafi menn búist við hverju sem var af Marcosi, hann hafi verið vís til að leggja út í blóðuga borgarastyrjöld og freista þess að halda völdum sín- um. Hann hefur verið við völd á Filippseyjum í um 20 ár og hafa herlög gilt í landinu lengst af þeim tíma. „Fólkið bindur miklar vonir við Corazon Aquino og hún hef- ur verið sameiningartákn and- stöðuaflanna. En þess ber að gæta að stjórnarandstaðan er samansett af mjög sundurleitum hópi og það er með öllu óljóst hvað gerist á næstunni. Fólkið er mjög bjartsýnt, en það er hætt við að það verði fyrir vonbrigðum þegar reynt verður að mynda nýja stjórn“, sagði Guðni í gær. íslenskir fjölmiðlar hafa ekki verið mjög iðnir við að senda fréttamenn á vettvang atburða í fjarlægum heimshlutum og því vekur þessi för Guðna nokkra at- hygli. Aðspurður um þetta sagði hann að það væri að sjálfsögðu mjög fróðlegt fyrir fréttamenn að geta kynnt sér atburði þar sem þeir eru að gerast. „Þetta gerir mannig kleift að segja betri fréttir af gangi mála. En guð minn góð- ur, ég hefði vissulega ekkert haft á móti því að vera þarna lengur, °g fylgjast með því sem gerst hef- ur eftir heimkomuna". -gg Guðni Bragason nýkominn frá Filipseyjum: blaðamenn þurfa oftar að eiga þess kost að komast á vettvang og kynna sér atburði af eigin raun. Ljósm. E.OI. Fólkið í sigurvímu Marcos kominn í Clark herstöðina. Guðni Bragason fréttamaður nýkominn frá Manila: Mikil bjartsýni ríkjandi. Gœti reynst erfitt að mynda nýja stjórn Húsafriðun Bjamaborg endurbyggð Borgarráð ákvað ígœr að ganga að tilboði Dögunar íhúsið. Möguleiki á að Dögunfallifrá tilboðinu? Sigurjón Pétursson: Viljayfirlýsing um varðveislu Borgarráð ákvað á fundi í gær að ganga að tilhoði Dögunar s.f. í Bjarnaborg sem stcndur á horni Hverfisgötu og Vitastígs. Dögun bauð 3.4 miljónir í húsið og hyggst endurbyggja það með það í huga að þar vcrði 10-13 íbúðir. Sigurjón Pétursson borgar- ráðsmaður sagði í símtali við Þjóðviljann í gær að hann liti á þetta sem viljayfirlýsingu borg- arráðs til að varðveita húsið, en mikil áhersla hefur verið lögð á það. M.a. hefur Ragnheiður Þór- arinsdóttir borgarminjavörður beint því til borgarráðs. Gengið var að tilboði Dögunar með þeim fyrirvara að ekki var gengið að skilyrði fyrirtækisins um að stækka lóð Bjarnaborgar í átt að Vitatorgi. Sá möguleiki er því fyrir hendi að Dögun falli frá til- boðinu. Auk Dögunar bauð Hvoll h.f. í húsið til niðurrifs. „Það var mjög ánægjulegt að fá þetta tilboð og það sýnir að það er hægt að varðveita Bjarnaborg. Það er auðvitað það sem mestu máli skiptir", sagði Sigurjón. Samningarnir Fiskvinnslan segir nei Enn voru kvöld- og næturfund- ir hjá samninganefndum ASÍ/VSÍ í gær. Það sem helst gerðist í gær var það að fulltrúar fískvinnsl- unnar afsögðu með öllu að skrifa undir fast gengi. Þar með er talið að hugmyndin að því að koma verðbólgu niður í 7% sé úr sög- unni og aftur verði farið að miða verið 9% verðbólgumarkið. Samningafundur stóð cnn þegar Þjóðviljinn fór í prentun. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.