Þjóðviljinn - 26.02.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.02.1986, Blaðsíða 4
UIÐARI Tímabundin verðstöðvun í kjarasamningunum sem hafa verið í gangi síðustu vikur hefur meginþunginn legið á því að færa niður verðbólguna. En möguleikar á því hafa ekki verið jafn sterkir um hríð og einmitt nú, sökum sérlega hagstæðra ytri aðstæðna. Launafólk hlýtur að sjálfsögðu að fagna því, ef tekst að færa niður verðbólguna með viðun- andi hætti. Engum dylst, að atvinnurekendur og ríkisvald hafa einmitt notað hana sem hag- stjórnartæki til að ná aftur öllum kauphækkun- um, sem um hefur samist. Hjöðnun verðbólgunnar mun að sjálfsögðu færa almenningi umtalsverðan ávinning. En sá hagnaður sem lægra verðbólgustig færir launa- fólki er ekki á kostnað atvinnurekenda, einsog og Ólafur Björnsson, fyrrverandi prófessor, benti á í merkri grein í Morgunblaðinu í síðustu viku. Þetta er auðvitað umhugsunarefni. Það er klárt, að atvinnurekendur lifa nú meira góðæri en um langt skeið, og allt bendir til að hagur þeirra muni vænkast enn á árinu. Þeir ættu því að vera meir en aflögufærir. Samt sem áður er það svo, að þær viðræður sem hafa verið í gangi um lækkun verðbólgunnar gera ráð fyrir því, að launafólk sjálft muni í einu formi eða öðru leggja til það fé sem þarf til að greiða niður verðbólguna. Þannig ertil að mynda rætt um að lífeyrissjóðir þess leggi til röskar sex hundruð miljónir til að færa hana niður. Vandséð er hvernig afganginum af fénu sem þarf til niður- færslunnar verður aflað, nema úr ríkissjóði. Að sjálfsögðu mun sá reikningur fyrr eða síðar lenda á launafólki. Þó hjöðnun verðbólgunnar sé kjarabót, þá er það auðvitað ótækt að launafólk þurfi sjálft að greiða fyrir þá kjarabót. Það einfaldlega gengur ekki upp, hvorki út frá pólitískum né sanngirnissjónarmiðum. En í grein Ólafs Björnssonar er drepið á leið, sem vert er að íhuga miklu nánar og sem gæti leitt til verulegrar hjöðnunar verðbólgu, án þess að launafólk borgaði brúsann. Ólafur bendir á, að tímabundin verðstöðvun gæti reynst bjargráð til að koma verðbólgunni niður. Nú er það svo, að beinar verðlagsaðgerðir einsog tímabundin verðstöðvun, eru auðvitað eitur í beinum þeirra liðsodda frjálshyggju sem fara með völdin í VSÍ og fjármálaráðuneytinu. Þær sníða að sjálfsögðu ræturnar undan sam- keppni hinnar frjálsu verslunar. En í grein sinni slær Ólafur Björnsson einmitt óþyrmilega á fingur þeirra markaðspostula sem hafa uppi samkeppnisrök af þessu tæi. Hann segir: „Hátt verðbólgustig kippir fótum undan eðlilegri verðsamkeppni og getur þannig valdið neytendum ómældri kjaraskerðingu.“ Fallist menn á þessi rök, þá verður ekki betur séð en að tímabundin verðstöðvun sé úrræði, sem vert er að athuga af íhygli og fordómaleysi. Forsenda þess að hægt sé að beita þessari aðferð er að hægt sé að fylgja mjög aðhalds- samri gengisstefnu. En aðstæður í þjóðarbú- skapnum hafa að undanförnu allar færst á þann veg, að fastgengisstefna er orðin raunhæfur möguleiki. Viðskiptakjör hafa þróast okkur í hag, þannig að það er tæpast annað hægt að segja en það sé kafgresi á völlum þjóðarbúsins. Verðþróun á olíu hefur verið okkur mjög hag- stæð, og sama er að segja af þróun verðlags á fiskafurðum okkar á erlendum mörkuðum. Doll- arinn hefur að vísu sigið nokkuð, en verðhækk- anir í dollurum talið munu vega það upp. Sömu- leiðis veldur sig dollarans og lækkun vaxta í Bandaríkjunum því, að greiðslubyrði okkar af erlendum lánum fer minnkandi. Tímabundin verðstöðvun, til 8-9 mánaða, er því mjög raunhæf leið til að koma niður verð- bólgunni. Hún er mun fýsilegri frá sjónarhóli launafólks en „niðurgreiðsluleiðin" sem þýddi í raun að launafólk myndi sjálft greiða fyrir kjara- bæturnar, en atvinnurekendur sleppa. -ÖS SKORIÐ Petta er auðvitað hárrétt hjá Mogganum, - oft var þörf en nú er nauðsyn. í fyrsta lagi eru til nægir peningar meðan launafólk- ið er á núllinu, - og svo auðvitað hitt, að það gengur ekki lengur að þessir öfgamenn séu að valsa um, með alls konar skoðanir útum hvippinn og hvappinn. Það er al- gert lágmark að símarnir hjá þessu liði séu hleraðir og kikkað í bréfinu hjá þessu „pakki“. Hvaða lið? Það er auðvitað Ijóst að Morg- unblaðið er að leggja til að leyni- þjónustan kanni og afhjúpi pólit- íska öfgamenn; þetta lið sem er að misnota aðstöðu sína hjá rík- inu. Hugsaðu þér til dæmis lesandi góður, hvort að leyniþjónustan hefði ekki komist í feitt, þegar uppgötvaðist, að Björn Bjarna- son aðstoðarritstjóri Morgun- blaðsins fór í tvær ferðir á kostn- að ríkissjóðs til útlanda á síðasta ári til að ræða „öryggismál“, - kostnaður 132 þúsund krónur. Eða haldið þið að ekki hefði ver- ið verkefni fyrir leyniþjónustuna að fara yfir kostnað ríkisins af ferðum . manna einsog Páls Heiðars Jónssonar, Hrólfs Eg- gertssonar og Jóns Hákons Magnússonar á Natóklúbbaþing á stjórnartímabilinu með kostn- aði sem nemur 167 þúsundum sem íslenskir launamenn greiða. Það er auðvitað ljóst að þar- sem við höfum vopnaða víkinga- sveit, bandarískan her, - og svona ríkisstjórn, þá hljótum við að vilja líka leyniþjónustu. Einu sinni var talað um gagnvkæmt traust samborgara í litlu þjóðfé- lagi. En launaþjóðin á núllinu verður að sætta sig við að fyrst hún umber herinn og ríkisstjórn- ina, - þá hlýtur hún líka að sætta sig við leyniþjónustu. En hvað er þá næst lesandi góður? -óg Ríkisútþensla Það er dálítið merkilegt með Sjálfstæðisflokkinn hversu seinheppinn hann er með „prins- ippin“ sín, grundvallaratriðin í stefnunni. Nú hefur flokkurinn verið að vinna að því svo árum skiptir að koma þjóðinni í skilning um að ríkið væri til óþurftar, að ekki megi þenja ríkið út, það væri óvinur fólksins, að þeir sem vinna hjá hinu opinbera séu eiginlega afætur o.s.frv. Nú er það staðreynd að ríkið gleypir sífellt meira fjármagn til sín og það sem meira er, það gleypir æ fleiri hugmyndafræð- inga Sjálfstæðisflokksins. Slík er útþensla ríkisins. Haralz og Haarde Margir heiðursmenn hafa orð- ið ríkinu að bráð úr Sjálfstæðis- flokknum. Jónas Haralz, sem alltaf er að agnúast útí blessað ríkið er einn þeirra, -en hann lifir dágóðu lífi sem bankastjóri ríkis- banka, - og er einn þeirra manna sem áreiðanlega mun ekki sætta sig við kaupmáttaraukninguna núll á þessu ári. Annar slíkur þungavigtarmað- ur í Sjálfstæðisflokknum, sem eytt hefur nær öllu sínu pólitíska púðri á aumingja ríkið er Geir Haarde, aðstoðarmaður fjár- málaráðherra, hverju nafni sem hann nefnist hverju sinni. Geir var formaður SUS og opnaði varla munninn á málþinginu eða drap svo vart penna á blað öðru- vísi en hann færi að skammast yfir útþenslu ríkisins af afætuliðinu, sem þar væri á spena. Hann er nú vel fyrir ofan meðaltalsforstjóra á launum hjá ríkinu - á stærsta spenanum fastur. KUPPTOG Eimreiöar- klíkan Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins er einn þess- ara boðbera frjálshyggjunnar og sérlegur bókarhöfundur einsog Haralz og Haarde að bók um frjálshyggjuna, gegn ríkinu. Þorsteinn Pálsson hefur verið í sérstakri klíku í Sjálfstæðis- flokknum sem hefur haft frjáls- hyggjuna að leiðarljósi, Eimreiðarklíkunni. Með Þor- steini þar hafa verið menn á borð við Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóra VSÍ, Hannes Hólmstein hugmyndafræðing og Davíð Oddsson borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins. Fangar mótsagna Flestir þessir menn hafa um síðir gerst fangar mótsagnarinnar - og farið að vinna hjá hinu opin- bera með einum eða öðrum hætti. Einn hinna nýju hugmynda- fræðinga frjálshyggjunnar og flokksins er Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur VSÍ og formaður SUS. Vilhjálmur hefur fram að þessu þótt vera samkvæmur sjálf- um sér í pólitíkinni og notið nokkurrar virðingar af þeim sökum, bæði í eigin flokki og meðal pólitískra andstæðinga. En nú er svo komið að einnig hann er genginn í björgin sem samferðarmaður Magnúsar Gunnarssonar úr Eimreiðarklík- unni. Veskú Þorsteinn Og það er í meira lagi hlálegt að Vilhjálmur og Magnús frjáls- hyggjustrákar úr Flokknum skuli nú þvert á meginstefnu sína, grundvallarprinsipp sín um „frjálsa samninga aðila vinnu- markaðar um kaup og kjör án af- skipta ríkisins", - eyða mörgum vikum í að afhenda Þorsteini Pálssyni frjálshyggjumanni úr flokknum og nýsmurðum hold- gervingi ríkisins þetta hlutverk sem þeir vilja ekki að ríkið komi nærri. Veskú Þorsteinn, - ríkið á að sjá um málin. Það á að sjá um að millifæra fjármagnið frá launafólki til launafólks í staðinn fyrir að atvinnurekendur borgi hærra verð fyrir vinnuaflið. Og meiraðsegja Vilhjálmur tekur þátt í þessu! Áður var annar Villi uppi hjá VSÍ. Leynilögreglan Meiraðsegja Morgunblaðið, sem hefur haldið mun betur í grundvallarstefnu heldur en Sjálfstæðisflokkurinn, er komið á ríkisútþensluflippið með strák- unum hjá VSÍ og í flokksforyst- unni Flokksins. í fúlustu alvöru er rætt um það í leiðara Morgunblaðsins á sunnu- daginn, að nú sé málið að „stofn- uð verði íslensk leyniþjónusta eða öryggislögregla“. DJOÐIflUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ární Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Friðþjófsson,' Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljó8myndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.