Þjóðviljinn - 26.02.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.02.1986, Blaðsíða 2
_____________________________FRETT1R_______________ Krítarkortin Vafasamir dráttarvextir Krítarkortafyrirtœkin geta náð 2ja mánaða dráttarvöxtum á einum mánuði. Grétar Haraldsson hjá Kreditkortum: Fullkomlega löglegt Fólk hefur komið að máli við Þjóðviljann og bcnt á að krít- arkortafyrirtækin nái 2ja mán- aða dráttarvöxtum á aðeins ein- um mánuði. Grétar Haraldsson hjá Kreditkortum h.f. sagði þetta hártogun, það sem fólk væri að tala um væri fullkomlega löglegt og bankarnir færu alveg eins að. Dæmi um þetta er reikningur manns sem Þjóðviljinn ræddi við komu til Kreditkorta h.f. 18. jan- úar sl. Maðurinn sagðist hafa far- ið 2. febrúar til að greiða reikningana og þá hefðu verið 'komnir á þetta dráttarvextir fyrir einn mánuð. Hann sagðist þá hafa ákveðið fyrst vextirnir væru komnir á, að bíða til 18. feb. með að greiða. Þegar hann kom 18. feb. til að greiða voru komnir aðrir mánaðarvextir á allt saman. Grétar segir aftur á móti að Kreditkort h.f. taki ekki dráttar- vexti fyrr en 3. hvers mánaðar, og verði þá viðkomandi að ljúka greiðslu 17. dag mánaðarins, annars komi á annar mánuður í dráttarvexti. Þetta sé fullkom- lega löglegt, þar sem greiðslu- máðurinn hjá þeim sé frá 18. til 18. hvers mánaðar. -S.dór Hvernig haldið þið að Kim II Sung tali um okkur núna? Skák Hannes til New York? Hefurfengið óformlegt boð um þátttöku í skákmóti vestanhafs ísumar Miklar líkur eru á því að Han- nesi Hlífari Stefánssyni skákmanni verði boðið á skákmót sem haldið verður í New York í júní í sumar. Þar munu tefla ýms- ir sterkir skákmenn og m.a. er stefnt að því að fá sjálfan hcims- meistarann Garrí Kasparof til leiks. Þetta hefur ekki verið staðfest, en bandaríski skákmaðurinn Eric Schiller nefndi þennan mögu- leika við Hannes í hófi á niánu- dagskvöldið. Hannes tefldi sem kunnugt er með miklum glæsi- brag á Reykjavíkurskákmótinu, stóð uppi með 5 1/2 vinning. Hann sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að hann væri mjög ánægður með þessa útkomu enda hefði hann stefnt að því að ná 5 1/2 vinningi. Það er ekkert sér- stakt framundan á skáksviðinu hjá Hannesi, en hann segist ák- veðinn í að fara til New York ef af verður. ~SS Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í end- urnýjun hitaveitulagna í Bergstaðastræti, Þing- holtsstræti, Spítalastíg, Fjölnisveg og Sjafnar- götu. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 6. mars nk. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fnkirkjuvogi 3 Sinn 25800 get raina- ^VINNINGAR! 26. leikvika - 22. febrúar 1986 Vinningsröð: 21X-21X-222-11X kr. 891.675,- kr. 23. 884,- 1. Vinningur: 12 réttir 50131 (4/11) 2. Vinningur: 11 réttir 10612 44397*+ 70223 126772*+ 134759 28560+ 53187+ 80297* 132031 * = 2/11 Kærufrestur er til mánudagsins 17. mars 1986, kl. 12:00 á hádegi. tslenskar Gelraunir. tþróltamidstödinm vlSif’tún. Reykjuvík Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða tekn- ar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til íslenskra Getrauna fyrir loka kæru- frests. Skrafað á Búnaðarþingi: Jón Kristinsson bóndi í Lambey í Fljótshlíð spjallar við einn gesta þingsins, Guðmund Jónsson fyrrum skólastjóra á Hvanneyri. Ljósm. E. Ól. Búnaðarþing Rætt um breytt jarðræktarlög Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri: á dagskrá eruflestmál landbúnaðarins Aþessu Búnaðarþingi, sem nú fyrir íslenskan landbúnað, bæði er nýhafið, verður ekki síður nú á þessari stundu og þróun hans en áður fjallað um mörg mál og og gengi í framtíðinni, sagði Jón- viðamikil og sem miklu skipta as Jónsson, búnaðarmálastjóri, er blaðið innti hann eftir þeim málum, sem koma munu fyrir þingið. - Kannski koma þar til með að bera eirina hæst breytingar á jarðræktar- og búfjárræktarlög- unum, en segja má að þau hafi verið einskonar grundvallarlög- gjöf íslensks landbúnaðar undan- farna áratugi. Breyttar aðstæður í landbúnaðarmálum kalla á breytingar á löggjöfinni og hefur hún verið í endurskoðun nú und- anfarið. Þá mun þingið fjalla unr fyrir- komulag rannsókna og tilrauna í landbúnaði en rannsóknir og til- raunir gerast nú æ þýðingarmeiri á öllum sviðum atvinnulífsins og er landbúnaðurinn þar síður en svo nokkur undantekning. Yfir hafa staðið umræður um félagskerfi landbúnaðarins og um það hefur verið fjallað í milli- þinganefnd. Það mál mun óefað koma til kasta þingsins. Nefna má og frumvarp um starfsréttindi í landbúnaði um það hefur töluvert verið fjallað m.a. á Stéttarsambandsfundum. Fyrir þinginu liggur nú þegar tillaga frá Austur-Húnvetningum um bann við innflutningi búvara til bandarísku hermannanna á Keflavíkurflugvelli. Og næstu daga munu áræðanlega mörg ný mál verða lögð fyrir þingið, bæði frá búnaðarsamböndunum og einstaklingum. -mhg A Iþýðubandalagið Kaupránsstefnan bitnar á bændum Miðstjórnarfundur AB: vinnubrögð ríkisstjórnarinnar við stjórnun búvöruframleiðslunnar erufordœmanleg og óverjandi að tilkynna um fullvirðisrétt þegar verðlagsárið erhálfnað Miðstjórnarfundur Alþýðu- bandalagsins fjallaði um land- búnaðarmál um síðustu helgi og þar var samþykkt ályktun þar sem lýst er fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni vegna erfiðleik- anna sem nú steðja að bændum. Ályktun miðstjórnarinnar er á þessa leið: „Miðstjórnarfundur Alþýðu- bandalagsins haldinn dagana 22.- 23. febrúar 1986, lýsir fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni vegna hinna gífurlegu erfiðleika í íslenskum landbúnaði. Ríkis- stjórnin hefur jafnt og þétt dregið úr niðurgreiðslum svo margar tegundir landbúnaðarvara eru nú 30-50% dýrari en þær væru hefði niðurgreiðslustigi frá tíð fyrri ríkisstjórnar verið haldið. Af- leiðing þessa er mikill samdráttur í neyslu landbúnaðarvara. Kjar- arán undangenginna ára og minnkandi kaupmáttur hefur sömuleiðis leitt til minni neyslu um leið og laun bænda hafa skerst eins og annarra. Kaupránsstefna ríkisstjórnarinnar hefur því bitn- að þyngra á bændum en flestum öðrum stéttum. Fjárhagur þeirra nú er slíkur að þeir eru alls ófærir um að taka á sig þann samdrátt og tilheyrandi tekjutap sem vofir yfir. Vaxtaokursstefna ríkisstjórn- arinnar á stóran þátt í miklum fjármagsnskostnaði og skulda- söfnun í landbúnaði. Einnig hafa ýmsir rekstrarliðir búanna svo sem áburður, rafmagn og ýmis konar þjónusta hækkað umfram afurðarverð. Afleiðing af stefnu ríkisstjórnarinnar er því sú að milliliðir og smásöluverslun taka til sín aukinn hluta en bændur fá minna og neytendur dýrari vörur. Miðstjórn Alþýðubandalags- ins fordæmir vinnubrögð ríkis- stjórnarinnar bæði við stofnun búvöruframleiðslunnar og við setningu laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum sl. vor. Það er með öllu óverjandi að bændur skuli fyrst nú, þegar verðlagsárið er hálfnað, fá að vita um fullvirðisrétt sinn. Reglugerð landbúnaðarráðherra er svo seint fram komin að hún er ófram- kvæmanleg fyrir verðlagsárið sem nú er að líða. Sérstaklega er þetta sleifarlag ámælisvert í ljósi þess að stjórnvöld höfðu enga til- burði uppi til að vara bændur við vaxandi mjólkurframleiðslu undanfarna mánuði þrátt fyrir gerða samninga sem boða sam- drátt. Alþýðubandalagið telur að þegar í stað verði að grípa til að- gerða til lausnar á erfiðleikum landbúnaðarins og gera ráðstaf- anir sem bæta hag bænda og neytenda. ■ Draga verður úr rekstrarkostn- aði búanna með skipulögðum hætti, ekki síst fjármagnskostn- aði með vaxtalækkun og hag- stæðari lánum. Sérstaklega þarf að taka á vanda þeirra bænda sem byggt hafa upp undanfarin ár. ■ Auka þarf niðurgreiðslur og örva sölu á landbúnaðarvörum með sérstöku markaðs- og vöru- þróunarátaki. Einnig mætti t.d. niðurgreiða sérstaklega búvörur í nesti skólabarna og í mötuneyti skólanna. ■ Við framleiðslustjórnun og skipulagningu landbúnaðarins er óhjákvæmilegt að taka tillit til fé- lagslegra aðstæðna og leitast við að jafna kjör bænda bæði inn- byrðis og til samræmis við aðrar: stéttir. Miðstjórn Alþýðubandalags- ins mótmælir öllum hugmyndum um virðisaukaskatt eða söluskattT á matvæli sem kæmi hvorum tveggja jafn illa bændum og neytendum. Alþýðubandalagið krefst þess að ríkistjórnin láti af öllum slíkum hugmyndum. Miðstjórn Alþýðubandalags- ins vill að síðustu undirstrika að það er sameiginlegt hagsmunamál bænda og neytenda og allrar alþýðu til sjá- var og sveita að hnekkja þeirri stjórnarstefnu markaðsofstækis og auðhyggju sem núverandi rík- isstjórn hefur innleitt. Hvorki fjárhagur heimilanna, atvinnu- veganna né þjóðarinnar í heild þolir stundinni lengur þau veislu- höld fjármagnsaflanna sem nú standa yfir.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.