Þjóðviljinn - 26.02.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.02.1986, Blaðsíða 6
MENNING Gegn bilun karla Kvikmyndir Purpurarósin besta erlenda í Frans Purpurarós Woody Allen, sem nú er sýnd í Regnboga, fékk á sunnudag Cesarinn franska sem besta erlend mynd fyrra árs. Cesar-verðlaunin eru helstu kvikmyndaverðlaun í Frakk- landi, veitt af samtökum kvik- myndamanna í breiðasta skiln- ingi og svipar helst til ameríska Óskarsins. Besta franska myndin var úr- skurðuð Trois hommes et un co- uffin (Þrír karlar og karfa) eftir Coline Serreau. Þessi mynd hennar er framleidd af litlum efn- um en hefur slegið í gegn í frönsk- um bíóum og nú farin að ógna aðsóknarmeti ET, - gamanmynd um þrjá karlmenn sem búa sam- an og verða fyrir því að finn hvít- voðung í körfu. Karl-Cesar fyrir leik fékk Cristophe Lambert úr myndinni Subway eftir Luc Besson, - og kven-Cesarinn Sandrine fyrir leik sinn í myndinni Sans toit ni loi (Án þaks, án laga) eftir Agnesi Varda, - en eftir þessari mynd muna gestir Kvikmyndahátíðar kvenna í haust. Bette Davis fékk sérstakan heiðurs-Cesar fyrir frammistöðu sína í kvikmyndum seint og snemma. -m/reuter Fulltrúastaða í utanríkisþjónustunni Staða háskólamenntaðs fulltrúa í utanríkis- þjónustunni er laus til umsóknar. Laun sam- kvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, 105 Reykjavík, fyrir 26. mars 1986. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 21. febrúar 1986. Stökur Thalía, Leikfélag Menntaskólans við Sund Lýsistrata eftir Aristofanes Þýðandi: Kristján Árnason Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir Ekki er það alveg einleikið hvað þetta nærri 2500 ára gamla snilldarverk Aristófanesar talar skýru máli til okkar nú á dögum. Enn erum við, rétt eins og Grikkir á dögum Pelópsskaga- stríðsins, ofurseld ófriði og styrj- aldarhættu, sem er sprottin af einhvers konar blöndu af peninga- og valdagræðgi annars vegar og innigróinni geðbilun karlmanna hins vegar, geðbilun sem kannski á sér rætur í kynferð- islegu öryggisleysi karlmannsins sem knýr hann til að leita sér skjóls í ofbeldi og ágengni og í smíði sífellt stórvaxnari reður- tákna, sem á okkar dögum hafa tekið á sig ógnvekjandi myndir eldflauga og atómsprengja. Það er engin tilviljun að sum verk eru sígild. Þau eru það vegna þess að þau eru svo vel gerð að þau gefa nýjum lesend- um, nýjum leikurum, nýjum áhorfendum reynslu sem er í senn eilíf og tímabundin. Það er eitt af hlutverkum leikhússins að vekja slík verk til lífs á ný. Við eigum því láni að fagna að eiga bráð- skemmtilega þýðingu Kristjáns Árnasonar á Lýsiströtu, þýðingu sem fyrst varflutt árið 1970. Þetta er lipur og lifandi texti sem gerir þetta gamla verk okkur málfars- Íega nákomið. Kristján hefur lítillega endurbætt textann, að minnsta kosti er Kvennalistinn kominn á sinn stað, en gaman hefði verið að fá rækilegri endur- skoðun því að þýðingar af þessu tagi úreldast ótrúlega fljótt. Þetta er mikilsvert þegar þetta gömul verk eru sviðsett, sem þó hafa þetta sterka skírskotun til okkar tíma, að reynt sé í sviðsetn- ingunni að gera þau nærtæk okk- ur. Þetta þótti mér Hlín Agnars- dóttur takast ágætlega í upp- færslu sinni, þar sem hún blandar Aþenukonur sverja eið sinn í Lýsiströtu Aristófanesar og MS-nema. saman gömlu og nýju í sviðsmynd og búningum, þannig að úr verð- ur nokkuð tímalaus blanda. Leikurinn er fluttur í húsakynn- um MS, í rými sem alls ekki er ætlað til sýninga af nokkru tagi, en hefur verið innréttað sem hið snotrasta leikhús. Sviðsmyndin er einföld, Akrópólis máluð fag- mannlega á vegginn, stiginn upp og svalirnar notað á hagkvæman hátt og stundum koma konur sví- fandi niður af svölunum á köðlum. Yfirleitt gætir mikillar hug- kvæmni og uppáfinningasemi í leikstjórn Hlínar og hún er fund- vís á leiðir til að laða fram skopið í textanum. Erótíkinni eru einnig gerð góð og smekkleg skil. Og unga fólkið leikur af krafti og gleði sem knýr sýninguna áfram þannig að þar er naumast dauður punktur. Auðheyranlega hefur einnig verið lögð mikil og góð SVERRIR HÓLMARSSON rækt við textann, sem var nánast hnökralaust fluttur. Skoplegustu atriði verksins eru í höndum kóra karla og kellínga, og þessum atriðum var sérlega vel til skila haldið og söngurinn tókst með ágætum, ekki síst vegna þess snjallræðis að styrkja hann með kórsöng á bandi. En kórfélagar allir voru til prýði, karlarnir aulalegir og álappalegir en kerlingarnar húsfreyjulegar með afbrigðum. Eins og við er að búast var leikurinn viðvaningslegur víða, en Lýsistrata sjálf var í sérlega öruggum höndum. Þórey Sig- þórsdóttir lék hlutverkið af mikl- um myndugleik og festu, fram- sögn hennar skýr og falleg, hreyf- ingar öruggar og þokkafullar. Helst mátti að því finna að leik- máti hennar var nokkuð einhæf- ur. Aðra leikara yrði of langt upp að telja, en leikhópurinn í heild má vera stoltur af árangri þeirrar miklu vinnu sem hann hefur lagt á sig. Og með því að endurlífga Aristófanes rétt eina ferðina veitir Hlín Agnarsdóttir okkur tímabæra ádrepu, kitlar hlátur- taugarnar og sýnir að hún er efni í hugkvæman leikstjóra. Sverrir Hólmarsson Ákveðið hefur verið að taka upp aftur þáttinn Stökur, en hon- um var haldið úti í fyrravetur. Eins og þá verður leitast við að kynna ýmsa hagyrðinga og birta eftir þá nokkrar stökur og verður aðeins birt eftir einn mann hverju sinni. Við byrjum á því að birta nokkrar vísur eftir Svein frá Eli- vogum, sem óhikað má kalla einn kunnasta hagyrðing sem uppi hefur verið. Sveinn var afskap- lega hvass í sínum vísum og marg- ir hafa líkt honum við Bólu- Hjálmar að því leyti. Sveinn var þó ekki sammála þessari samlík- ingu, hefur sjálfsagt dáð Hjálmar eins og fleiri því hann segir um skáldskap sinn í forspjalli í bók sinni Andstæður: Mig að ríma margt ég bar, mættu ei hóli sálmar, eg því Grímur aldrei var eða Bólu-Hjálmar. Eins og margir fátækir bændur sem bjuggu afskekkt hér fyrrum var Sveinn sakaður um sauða- þjófnað. Það var tíðarandinn sem dæmdi þessa menn ef þeir gátu séð sér og sínum farborða. Auðvitað sannaðist aldrei neitt í þessu máli enda samdóma álit manna sem þekktu Svein að engri kind hafi hann stolið. Einhverju sinni var hann staddur í kaupfé- laginu á Sauðárkróki og voru þar einhverjir unglingsstrákar og ýjuðu að þessu. Sveinn reiddist og kastaði fram þessari stöku og varð strákunum illa við og þögn- uðu þegar: Hafðu ungur hóf við Svein, hreyfðu ei þungum nótum, því eitur þrunginn á ’ann flein undir tungu rótum. Meðan vísan var og hét þótti hún hvasst vopn og þótti mönnum illt að verða fyrir vel kveðinni vísu eða eins og Sveinn segir: Móti opnum illskuheim eg læt munninn glíma. Margt að vopni varð oft þeim vel sem kunni’ að ríma. Eins og margir sem ortu hvass- ar vísur átti Sveinn óvildarmenn og um það kvað hann: Kvað ég margt, en misjafnt þarft, mcðan bjartur lifði eldur, svipuð skartar ennþá art, eg er vart af baki felldur. Efni fann ég fjölbreytið, fletti granna o’n af kaunum, hót ei vann að hlífast við, hatur manna fékk að launum. Hún er góð þessi vísa: Flest hef gleypt, en fáu leift, fengið skreipt úr mörgu hlaði, selt og keypt og stömpum steypt, stundum hleypt á tæpu vaði. Eitthvað hefur nú andstreymið verið þegar þessar vísur voru ort- ar: Brotið stýri, sinni sært, sorgin knýr á hugans lendur, því er dýrið í mér ært, eitri spýr á báðar hendur. Broddar rífa beran hal, bitinn fjandatönnum, illt er líf í Laxárdal listelskandi mönnum. Ritdóm kallar Sveinn næstu vísu: Létt er pund hjá Ijóðasmið, listin undra skitin, hugsun undin öll úr lið, orðin sundur slitin. Næsta vísa gæti allt eins verið ort um þessar mundir og þá um íslenska pólitíkusa: Heims á vegi hætta ný hótar ringum gæðum, því skal slegið úr og í eftir kringumstæðum. Eftir að Sveinn hafði fengið úr- skurð um að hann gengi með ólæknandi sjúkdóm, kom hann heim til konu sinnar og sagði: Langa vegi haldið hef og hindrun slegið frá mér. Hingað teygja tókst mér skref til að deyja hjá þér. -S.dór SIGURDÓR SIGURDÓRSSON 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.