Þjóðviljinn - 26.02.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 26.02.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Filippseyjar Marcos hefur látið af völdum Ferdinand Marcos flúði forsetahöllina í gœr í hasti. CorazonAquino hefur tekið við embœttiforseta. Marcosvar áClark herflugvellinum bandarískaþegar síðast var vitað Manila — Ferdinand Marcos flúði forsetahöllina um miðjan dag í gær um borð í þyrlu og flaug til bandaríska Clark her- flugvallarins þar sem hann var í nótt. Búist var við að hann flygi til Bandaríkjanna í dag. Larry Speakes, blaðafulltrúi Bandaríkjaforseta sagði í gær- kvöldi að hann vissi ekki hvert Marcos myndi fara en ítrekaði boð Bandaríkjastjórnar um að Marcos væri velkominn- Corazon Aquino tók við for- setaembætti í dag og fékk hún upphringingu frá Bandaríkja- forseta í gær þar sem hann óskaði henni til hamingju og fagnaði því að skiptin skyldu hafa farið friðsamlega fram. Þar með er lokið 20 ára harðstjórnartíð Marcosar á forsetastóli. Marcos kom til bandaríska herflugvallar- ins frá forsetahöllinni um borð í bandarískum herþyrlum ásamt fjölskyldu sinni og 30 manna fylg- Vestur-Pýskaland Kohl afneitar öllum ákærum Kohl sœtir nú ýmsum ákœrum en afneitar þeim öllum Bonn — Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, vísaði í gær frá sé öllum ásökunum um að hann hefði borið Ijúg- vitni í rannsókn sem hann bar vitni. Kohl sagði að ásakanir í þessa átt væru aðeins illgirnislegar árás- ir pólitískra andstæðinga sinna til að koma á sig höggi fyrir kosning- ar sem verða til þings á næsta ári. Kohl lýsti þessu yfir í blaðaviðtali sem birtist í dag í Þýskalandi og er þetta í fyrsta skipti sem hann segir álit sitt opinberlega á þessu máli. „Það er í rauninni ekkert í þess- um ásökunum sem er beint gegn mér“, sagði hann. Ríkissaksókn- arar í Koblenz hófu í fyrradag rannsókn á þeim ásökunum sem Kohl er borinn. Þær eru á þá leið að Kohl hafi villt um fyrir þing- nefnd í heimafylki hans, Rhineland-Palatinate, sem er að rannsaka ólöglega peningastyrki til pólitískra flokka. Það var leiðtogi Græningja í Vestur-Þýskalandi, Otto Schily sem bar hann fyrrnefndum sökum. Nú eru ríkissaksóknarar í Bonn að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að hefja rannsóknir á Kohl vegna annara atriða sem Schily hefur ásakað Kohl um. Þau eru á þá leið að Kohl hafi einnig gefið rangar upplýsingar fyrir þingnefnd í Bonn varðandi það að hann hafi fengið 55.000 mörk fyrir flokk sinn frá Flick auðhringnum. ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR /n r 117 r n HJÖRLEIFSSON R E U I E R T IranHrak darliði. í Manila var hann orðinn í gærmorgun höfðu and- algjörlega einangraður í höll stæðingar hans rofið sjónvarps- sinni. útsendingar frá Mæddur Marcos. Þegar herinn yfirgaf hann átti hann fárra úrkosta völ. innsetningarathöfn hans í for- setaembættið með því að skjóta á loftnet sjónvarpsstöðvarinnar. Fréttamenn sem viðstaddir voru athöfnina sögðu að þar með hefði aðstoðarmönnum forsetans verið öllum lokið. Eftir að Marcos hafði síðan yfirgefið forsetahöllina ruddust stuðningsmenn Aquino inn í höll- ina og rifu niður myndir af Marc- osi. I Bandaríkjunum hélt Ge- orge Shultz blaðamannafund þar sem hann tilkynnti að Banda- ríkjastjórn viðurkenndi hina nýju stjórn Filippseyja. Shultz sagði einnig að brottför hans sýndi virðingu hans og styrk. Þrátt fyrir að Marcos hafi harð- neitað í gærmorgun að láta af völdum sagði fréttaritari Reuter að hann hefði komið að hálfklár- uðum mat í matsal Marcosar og skrifborð hans hefði verið þakið pappírum. Þegar síðast fréttist var ekki ör- uggt hvenær eða hvert Marcos myndi fara en talið var líklegt að hann færi til Bandaríkjanna í dag eða næstu daga. Sovétríkin Tímamótaræða Goitatsjoffs ímargra klukkustunda langri rœðu gagnrýndi Gorbatsjoffjafnt Brésneff Bandaríkin sem þinggesti Moskvu — Eins og búist hafði verið við hóf leiðtogi Sovéska kommúnistaflokksins ræðu sína í 27. þingi kommúnista- flokksins á miklum árásum á leiðtogatíð Leoníds Brésneffs, hvatningu um endurskoðun á efnahagslífi Sovétríkjanna og hörðum árásum á Bandaríkin. Þá ávítaði hann einnig þing- gesti fyrir að klappa ekki á rétt- um stöðum undir ræðu hans. Hvað varðar Brésneff nefndi Gorbatséff aldrei fyrirennara sinn í starfi á nafn en það fór aldrei milli mála við hvern var átt. Um það bil 5000 þinggestir heyrðu Gorbatséff deila harka- lega á þá stjórn sem var við völd á 8. áratugnum. Hann sagði að sú stjórn hefði einkennst af deyfð og skriffinnsku og hún hefði haft ómæld áhrif til hins verra á þjóðfélagið og málstaðinn. Hann sagði að nú væri kominn tími til að „skilja við deyfð og íhaldssemi 8. áratugsins og laga efnahaginn að nútímakröfum með sveigjan- Iegri stjórnun, nýrri tækni og hugvitsamlegri nýtingu á hráefn- um.“ Hann sagði einnig að þetta myndi ekki þýða að skilið yrði við eignarhald ríkisins og miðstýr- ingu í áætlanagerð. Gorbatsjéff gagnrýndi einnig Bandaríkin harkalega og sagði að þau væru að reyna að halda deyjandi kerfi á floti með því að arðræna fátæk ríki og reyna að stjórna öllum heiminum. Fulla ferð áfram. Gorbatsjoff ætlar að taka til höndunum svo um munar. Ný sókn Irana Bretland Ótrú á Bandaríkjunum íranir hófu ífyrrakvöld nýja sókn inn íírak, að þessu sinni norðan til. Sóknin erþó ekki talin beitt Skoðanakönnun í Bretlandi gefur til kynna að Bretarséu mjög tortryggnir Bahrain — Stjórnvöld í íran sögðu frá því í gær að herir þeirra hefðu hafið mikla sókn við landamæri írans og íraks norðarlega í landinu. Um sama leyti sagði hin opinbera frétta- stofa í Irak að fullnaðarsigur íraka við Faw fenjasvæðið væri á næsta leiti. Frá því var sagt í íran í gær að her írana hefðu tekið herskildi 25 þorp í írak. Forsætisráðherrann í Iran,Mir-Hossein Mousavi, sagði í gær að sókn þeirra í norðurhluta íraks væri einn þátturinn í bar- áttu írana til að fá Arabaríki við Persaflóa til að rninnka olíufram- leiðslu sína og hækka þannig heimsverð á olíu. írönsk stjórnvöld sögðu frá því í gær að sóknin sem hófst í fyrrakvöld og nefnd er Dögun 9, hefði náð til- gangi sínum. Samkvæmt fréttum frá írönskum stjórnvöldum er herlið þeirra nú í fjöllunum norð- austan við kúrdísku borgina Sula- ymaniyah sem er 270 km. nor- austur af Bagdað. í bænum Kirkuk sem er 95 km. vestur af Sulaymaniyah, eru mestu olíulindir Iraka. Þar er stór olíuhreinsunarstöð og þaðan fer fram mesti olíuútflutningur írana, þaðan liggur olíuleiðsla til Tyrklands sem flytur 1 milljón tunna af hráolíu á dag. Stjórnarerindrekar sem stadd- ir eru í íran sögðust ekki telja að sókn írana væri stórtæk. Þeir sögðust telja að sókninni væri fyrst og fremst ætlað að draga úr hernaðarmætti íraka í Faw við Shatt al-Arabsundið.Þar hafa ír- akar verið að ná undirtökunum undanfarna daga. franar hafa einnig safnað saman miklu her- liði við Hawizah fenjasvæðið og búist er við að þeir hefji næstu sókn sína sem eitthvað kveður að, á því svæði. London — Samkvæmt skoð- anakönnun sem birt var í Bret- landi um helgina er meginþorri Breta þeirrar skoðunar að Bandaríkjamenn ógni heims- friðnum alveg jafn mikið og Sovétmenn. Skoðanakönnunin sem birt var í Sunday Times sýndi að 20 % aðspurðra töldu Bandaríkin meiri ógnun við heimsfriðinn og 34 % töldu að jafn mikil hætta stafaði af risaveldunum. f heild sýndi skoðanakönnunin að Bret- ar eru almennt mjög tortryggnir varðandi áhrif Bandaríkjanna á breskt efnahagslíf. Þessa dagana er Thatcher stjórnin gagnrýnd harkalega af eigin flokksmönnum jafnt sem stjórnarandstæðingum vegna áætlunar hennar um að selja hluti ríkisins í Leyland bílaverksmíðj- unum í hendur bandaríska fyrir- tækisins General Motors. í könnuninni kom í Ijós að 80 % aðspurðra voru andvígir þessari sölu, jafnvel þótt búast mætti við því að hagur fyrirtækisins færi batnandi eftir söluna. Könnunin leiddi einnig í ljós að aðeins 34 % aðspurðra töldu að Ronald Reagan hefði örugga dómgreind. Miðvikudagur 26. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.