Þjóðviljinn - 26.02.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.02.1986, Blaðsíða 5
ÞJOÐVILJINN Umsjón: Mörður Árnason Á vit liðins tíma Hringur JóhannessoníGallerí Borg Háskólatónleikar Píanó og fimm blásarar Á Háskólatónleikum í Norræna húsinu í dag leika fímm blásarar og einn píanóleikari verk eftir Hans Melchior Brugk, þýskt samtímaskáld (f. 1919). Flytjendurnir eru Martial Nar- deau (flauta), Kristján Þ. Step- hensen (óbó), Sigurður R. Snorrason (klarínett), Þorkell Jóelsson (horn), Björn Árnason (fagott) og Anna Guðný Guð- mundsdóttir (píanó). Tónleikarnir eru haldnir í há- deginu, hefjast kl. 12.30 og standa í um það bil hálftíma. í Gallerí Borg við Austurvöll stendur nú yfir sýning á gömlum myndum eftir Hring Jóhannes- son. Verkin eru frá 7. áratugn- um, en þá var Hringur að feta sig inn á listabrautina og móta sinn persónulega stíl. Á sýningunni má sjá olíumálverk, pastelmynd- ir og teikningar, m.ö.o. alla þá miðla sem Hringi hafa verið hug- leiknastir og gefst því ágætt tæki- færi til að kanna upphafið á ferli hans. Hringur er af þeirri kynslóð listamanna sem hófu feril sinn í einhvers konar tómarúmi, sem myndaðist þegar áhrif ab- straktmálverksins voru að fjara út og nýlistin hafði ekki ennþá rutt sér til rúms. Þetta millibilsá- stand hefur stundum verið kallað popp-tímabilið, en sú nafngift er mjög vafasöm, því það er álita- mál hvort hægt er að tala um ís- lenska popp-list sem ákveðið tímabil. Raunar er ekkert í ís- lenskri myndlist sem kallast getur hreinræktað popp, a.m.k. ekki í engilsaxneskri merkingu orðsins. verka hans, eitthvað sem svíkur lögmál hreinnargeometríu. Þetta eru í rauninni fígúratívar rnyndir og það sem í fyrstu virðist flatak- ennt er einfaldlega samspil ljóss og skugga. Yfirbragð þessara mynda er ekki svo frábrugðið vissum verkum bandaríska mála- rans Lyonels Feiningers, sem þekktur var fyrir að brjóta ljósið í myndum sínum niður í geometr- íska fleti. Smám saman taka yrkisefnin í myndum Hrings á sig ákveðnari, hlutbundinn svip. í pastelmynd- unum gerist það fyrr en í mál- verkunum og teikningarnar virð- ast ávallt hafa verið að einhverju leyti hlutbundnar. Það er lands- lagið sem Hringur velur sér sem yrkisefni og flestar pastelmynd- anna eru stílfærðar landslags- myndir. Stílfærslan er leifar geo- métríunnar, en um nriðjan 7. ára- tuginn virðist raunsæið vera búið að ná yfirhöndinni. Sumar þess- ara pastelmynda virðist vera undir austrænum áhrifum, eink- um japönskum. Olíumálverkin þróast eftir öðr- um leiðum. Þau hafa ekki þær ákveðnu línur sem setja svip sinn á pastelmyndirnar, né þau skörpu formskipti sem skilja að mismunandi fleti. Að vísu eru málverkin frá ofanverðum árat- ugnum og í þeim fæst Hringur fyrst og fremst við ljósbrigði og skuggabrigði. Þarna má sjá spegl- anir í vatni, viðfangsefni sem oft hefur brugðið fyrir í seinni verk- urn hans. Það er áberandi hve einföld málverkin eru. jafnvel tómleg og á sína vísu eru þau sum hver mjög í anda austrænnar list- ar. Af sýningu Hrings rná sjá að viðfangsefni þau sem einkenna list hans í dag eiga rætur að rekja til mynda hans á 7. áratugnum. Það ber vott um mjög samfellda og heilsteypta þróun að ákveðnu marki. Þessi málverk eru greini- legur undanfari seinni nrynda og yfir þeim hvílir sú ró, sem er að- alsmerki bestu mynda Hrings. HBR Musica antiqua Snorri Örn með lútu sína (mynd: EÓI) við abstraktlist og tóku að rækta hlutbundin yrkisefni að nýju í verkum sínum. Einn þessara listamanna var Hringur og má rekja þróun hans frá óhlutbund- inni list yfir í hlutbundna með því að fylgja ártölum verka hans á 7. áratugnum. Elstu myndirnar á sýningunni eru greinilega geometrískar, þótt sú flatarmálsfræði sé ljóðrænni en sú sem við eigum að venjast frá hendi listamanna á 6. áratugn- um. Það er eitthvað í flatarmáls- fræði Hrings sem vísar til seinni Endurreisnar- tónlist í Kristskirkju Hitt er svo annað mál að popp- listin hafði sín áhrif hér sem ann- ars staðar og varð þess valdandi að margir listamenn sneru baki Gamall er afskaplega afstætt orð, - en í tónlistarsögunni er það notað um evrópska músík áður en klassík og rómantík skella á, - og Snorri Örn Snorrason úrtón- listarhópnum Musica antiqua segir barokk og endurreisnartón- list í sókn um alla álfuna. Annað kvöld eru tónleikar Musica Antiqua í Landakots- kirkju, leikin og sungin gömui tónlist, eftir Palestrina, Victoria, Viadana, Morley, Wilbye, Dow- land meðal annars, og Snorri sagði Þjóðviljanum í stuttu spjalli að hér yrði á ferð bæði kirkjuleg tónlist, fyrst og fremst sungin, og veraldleg, fyrst og fremst leikin, verk frá 16. og 17. öld. Musica Antiqua varð til fyrir fimm árum með frumkvæði Snorra, Kamillu Söderberg, Sesselju Ólafsdóttur og Helgu Ingólfsdóttur, og síðan hafa ýms- ir hljóðfæraleikarar og söngvarar komið til liðs. Dagskráin annað kvöld er hin þriðja í röðinni sem nokkurn veginn sami hópurinn stendur að, tónlistarmenn með lútu, blokkflautur og viola da gamba, plús átta manna söng- hópur skipaður ýmsu tónlistar- fólki, sem margt er þó betur þekkt fyrir annað en söng: Jón Stefánsson stjórnandi Langholts- kirkjukórsins, Helgi Bragason orgelleikari og kórstjóri, Kjartan Óskarsson klarinettuleikari og lúðrasveitarstjóri, Svava Kristín Fyrirlestur Létt sér- hljóðahjal Á fundi íslenska málfræðinga- félagsins í dag kl. 17.15, stofu 422 í Arnagarði flytur Tor Ulset norskulektor við HÍ fyrirlestur sem nefnist Létt hjal um létta sér- hljóða í austur-norsku. Tor spjallar um efnið á norsku, sennilega með Gubbrandsdals- hreim, og eru allir velkomnir. Ingólfsdóttir og söngvarinn Hall- dór Vilhelmsson með dætrum sínum tveimur Mörtu og Hildi- gunni, og Sverrir Guðjónsson sem áður var vel kunnur dægurlagasöngvari fæst hér við alt-rödd sem yfirleitt er séreign kvenna. Snorri segir að áhugi á iðkun gamallar tónlistar hafi vaknað hjá sér og Kamillu, konu sinni, við nám þeirra í Sviss, - „erlendis hefur skilningur og áhugi á þess- ari tónlist aukist mjög undan- farna tvo áratugi, og listamenn lagt sig fram við að túlka og flytja hana, - í sem upprunalegastri mynd.“ Á tímum klassíkur og róman- tíkur hvarf þessi tónlist í skugg- ann, segir Snorri, Mendehlson dró að vísu Bach frammí dags- ljósið, en aðrir höfundar barokks og endurreisnartíma voru varla leiknir fyrr en á 20. öld. Og flutningurinn hefur viljað mótast af stíl og smekk sem á upptök í rómantíkinni, - en á 15., 16. og 17. öld voru notuð annarskonar hljóðfæri og nótnamerki frá- brugðin því sem síðar varð, enda ætlast til að menn lékju ýmsa kafla af fingrum fram, og skreyttu meginlaglínur innan ák- veðinna skilgreindra marka. Þess vegna er nú lögð áhersla á að nota gömul hljóðfæri eða endursmíð- uð á gömlum grunni, og reynt að fylgja nótum og leiðbeiningum frá samningstíma verkanna. Tónleikunum annað kvöld í kirkju Krists á Landakotstúninu verður þrískipt, fyrst verk þýskra höfunda, þá enskra og loks spænskra. Það er Tónlistarfélag Kristskirkju sem heldur tónleik- ana, - en tónleikar á vegum þess í vetur ná að lokum að stikla á tón- listarsögunni gjörvallri. _m HALLDÓR B. RUNÓLFSSOt ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.