Þjóðviljinn - 26.02.1986, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 26.02.1986, Qupperneq 8
LANDSBYGGÐIN Kristófer Kristjánsson Þeim hegnt sem hlýddu Stefán Skaftason Búmarkið Blaðinu hafa borist eftirfar- andi ályktanir, sem samþykktar voru á fundi í Búnaðarfélagi Dyr- hólahrepps þann 15. þ.m.. í fyrstu ályktuninni er skorað á landbúnaðarráðherra og Fram- leiðsluráð að endurskoða nýaf- greitt fullvirðisbúmark á mjólk til bænda í V-Skaftafellssýslu, því vart verði unað við svo mikla framleiðsluskerðingu, sem þar er gert ráð fyrir. Til rökstuðnings áskorun sinni bendir fundurinn á eftirfarandi atriði: 1. Að fáir atvinnumöguleikar eru í héraðinu, sem bætt geti bændum upp þá miklu tekju- skerðingu, sem hér um ræðir, þar sem landbúnaður er nær eina tekjugreinin og mjólkurfram- leiðsla aðal undirstaðan. 2. Lítið virðist vera tekið tillit til þess í fullvirðisútreikningi, að viðmiðunarárin eru flest þau erf- iðustu um langan tíma hér um slóðir og því lítt viðmiðunarhæf. 3. Þá átelur fundurinn harð- lega þau vinnubrögð, að setja á þessa miklu framleiðsluskerð- ingu á miðju framleiðsluári og bændur því hagað framleiðslu sinni á allt annan hátt en hefði framleiðslumagni verið úthlutað strax á haustnóttum. 4. Svo virðist sem lítið eða ekk- ert tillit hafi verið tekið til þeirra, sem sjálfviljugir drógu saman framleiðslu, eftir beiðni Fram- leiðsluráðs, eins þeirra, sem í uppbyggingu eru og hafa verið, en þeirra hagur verður eflaust al- verstur. Þar er í flestum tilfellum um verulegar skuldabyrðar að ræða og lítil von fyrir dyrum ef leiðrétting fæst ekki eða aðstoð í öðru formi. Þá verða fram- leiðendur, sem átt hafa í erfið- leikum með heilsufar kúa sinna á viðmiðunarárunum, sérlega illa úti, þar sem mjólkurmagn hefur þá í mörgum tilfellum verið í lág- marki. Þarna þurfa að koma til vottorð dýralækna eða ráðunauta til leiðréttingar. 5. Fundurinn bendir á í þessu sambandi hvort ekki megi taka fé Skaftafellssýslu hlýtur að skapast neyðarástand á svæðinu, sem bitna mun ekki einungis á bænd- um en einnig þeim, sem hafa óbeint framfæri sitt af úrvinnslu búvara. Önnur ályktun: Fundurinn .... skorar á þingmenn Suðurlands- kjördæmis, að þeir beiti sér fyrir því af alefli, að stöðvaður verði allur innflutningur landbúnaðar- vara til varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli, ef það mætti verða til þess að létta aðeins á þeirri miklu umfram framleiðslu landbúnað- arvara, sem nú er í landinu. Þriðja ályktun: Fundurinn ... skorar eindregið á Mjólkur- samsöluna og Mjólkurbú Flóa- manna að hefja nú þegar fram- leiðslu, sölu og dreifingu á V* ltr. fernum með venjulegri, ger- ilsneyddri nýmjólk, þægilega út- búnum til drykkjar, t.d. í nesti fyrir skólabörn, börn í dagvistun, skyndabitastaði o.fl.. Mjólk í þannig pakkningum virðist ein- mitt vanta á markaðinn. Fundurinn bendir á að þetta yrði ódýrasti og hollasti drykkjar- kosturinn fyrir neytendur og um leið sá þjóðhagslega hagstæðasti. Mundi að öllum líkindum stór- auka mjólkursölu og þá um leið minnka tannskemmdir o.fl. kvilla. Þá bendir fundurinn á þá staðreynd, að sumar af þeim drykkjarvörum, sem keppa við mjólkina, eru blandaðar rotvarn- arefnum og hlýtur mjólkin að hafa þar yfirburði hvað hollustu snertir. -mhg Kristófer Kristjánsson, bóndi, Köldu- kinn. Páll Lýðsson, bóndi Litlu-Sandvík. Ályktanir Búnaðarfélags Dyrhólahrepps úr Framleiðnisjóði landbúnaðar- ins s.b. 2. mgr. 37. gr. laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Þá telur fundurinn að auknar niðurgreiðslur á mjólk myndu stór auka sölu. 6. Fundurinn vill undirstrika þá staðreynd að landbúnaður í Evrópulöndum er hvergi minna styrktur en á íslandi. 7. Fundurinn óttast mjög, ef framfylgt verður þeirri miklu skerðingu á mjólkurframleiðslu, sem boðuð hefur verið, komi til verulegrar vöntunar á mjólk á 1. verðlagssvæði er líða tekur á sumarið og menn búnir að fylla í sinn mjólkurkvóta. 8. Þá leggur fundurinn áherslu á þá staðreynd, að fáist ekki veru- leg leiðrétting á fullvirðisrétti í mjólkurframleiðslu í V- - Kannski kemur þetta eitthvað skár út hjá okkur en sumsstaðar annarsstaðar því hér hefur verið töluverður samdrátt- ur í mjólkurframleiðslu, sagði Stefán Skaftason, ráðunautur í Straumnesi í Suður-Þingeyjar- sýslu. Frá 1. sept. sl. til 1. febrúar minnkaði mjólkin um 3,7%. Aætlaður samdráttur milli ára er 4,4%. - Annars er það um þessi mál öll að segja, að héruðin þyrftu að hafa um þau miklu meiri íhlutun- arrétt. Það er að verða óþolandi hvernig þessu er öllu miðstýrt úr Bændahöllinni og landbúnaðar- ráðuneytinu. Það ætti að vera öllum ljóst að bændur eru engan veginn undir það búnir að taka á sig svona mikla og snögga fram- leiðsluskerðingu án þess að eitthvað komi á móti. Það er höfuðgalli á þessu kerfi, að bænd- ur, sem höfðu búmark og voru að byggja upp á jörðum sínum, fá svo engan framleiðslurétt. Það er algjörlega óhjákvæmilegt að koma með einhverjum hætti til hjálpar þeim mönnum, sem á að- stoð þurfa að halda. En svigrúm- ið er bara ekki neitt því svæðin eru svo smá. En menn ganga bara algjörlega slyppir frá búum sín- um berist þeim ekki hjálp. Mér finnast það vera hrein og klár mistök hvernig að þessu er staðið. Raunverulega var búið að úthluta mönnum rétti, sem reynist svo enginn vera. Bændur sem hafa verið að fækka fé en fjölga kúm fá ekkert að fram- leiða. Það er fráleitt að koma til manna á miðju ári og segja: Þið áttuð bara að vita þetta. I þessu er engin vitglóra. Ef menn vilja endilega fækka bændum þá á það a.m.k. ekki að gerast með svona aðferðum. Og auðvitað er það ömurleg kenn- ing, sem heyrst hefur bæði frá einstaka bónda og úr höfuðstöðv- unum, að bændum eigi að fækka. En almennt um búmarkið vil ég segja það, að svæðin eru alltof lítil og svigrúm til lagfæringa ekki neitt. Það þarf að laga þetta að aðstæðum. Því ekki að taka útflutnings- uppbæturnar aftan af og færa þær framfyrir? - mhg. Svigrúm ekki neitt Stefán Skaftason, ráðunautur, Straumnesi. Bóndi ekki hálfdrættingur á við verslunareiganda í síðustu Landsbyggð birtist fyrri hluti erindis Magnúsar Finnbogasonar bónda á Lágafelli Um daginn og veginn, frá 20. jan. sl.. Hér höfum við þá síðari hlut- ann. Varla hefur það farið fram hjá neinum, að landbúnaðurinn á í vissum markaðserfiðleikum og offramleiðsla er í nokkrum grein- um hans. Fyrst og fremst stafar þetta af dugnaði bænda og aukinni tækni, ásamt því að Is- land er gott landbúnaðarland, með mikla og fjölbreytta fram- leiðslumöguleika. Þá kemur það einnig til, að allar okkar ná- grannaþjóðir vernda sinn land- búnað mun meira en hér er gert. Er þetta gert á margvíslegan máta, t.d. með beinum styrkjum en einnig, og ekki síður með alls- konar innflutningstakmörkun- um, sem erfitt er framhjá að komast. Útflutningur á búvörum Um alllangt skeið gátum við flutt út landbúnaðarvörur með viðunandi árangri hvað verð snerti, þótt svo hafi ekki verið hin síðustu ár og kemur þar margt til eins og áður segir. Ég held að útflutningur búvöru sé íslendingum lífsnauðsyn sé til lengri tíma litið en markaðsleit og markaðssókn verða að byggjast á íslenskum aðstæðum. Hér er mikið olnbogarými og miklir framtíðarmöguleikar í hreinu og tæru lofti og heilbrigði búfjárins mikið meiri en annarsstaðar þekkist. Eiturefnanotkun í land- búnaði er að heita má óþekkt miðað viðönnurlönd. Meðskyn- samlegri sölumennsku hlýtur að vera hægt að finna markaði, sem tilbúnir eru til að gefa mikið fyrir heilnæma og sérstæða vöru, sem lítið er til af. Við verðum að gera okkur ljóst, að framleiðslugeta okkar, þótt mikil sé, er sem dropi í haf miljónaþjóðanna. Því verð- um við að kosta kapps um að vekja ekki stærri markaði en við erum menn til að standa við. Niðurgreiðslur og neytendur Lágt verð á landbúnaðar- vörum hefur mikið að segja fyrir afkomu fólks. Því gekk mér illa að skilja þegar ein af kröfum verkalýðsleiðtoga við kjarasamn- inga fyrir tveimur árum var að niðurgreiðslur á landbúnaðar- vörum yrðu lækkaðar og þeim peningum, sem þannig spöruð- ust, varið til að lækka beina skatta. Grunur minn er sá, að þeir sem við samningaborðin sátu fyrir verkalýðinn hafi alls ekki verið úr hópi hinna láglaunuðu, því þessi skattalækkun, sem þarna fékkst, skipti láglaunamanninn engu máli. Því lækkun skatta hefur nánast engin áhrif fyrr en komið er upp fyrir meðallaun, en mat- arkaup eru því stærra hlutfall ráð- stöfunartekna sem launin eru lægri. Ég tel því að lágt verð á landbúnaðarvörum sé almennum lágtekjumanni mun meiri kjara- bót en fikt með barnabætur, beina skatta og persónuafslætti. Verðmyndunin - ójöfn skipti Þó að sjónvarp, útvarp og blöð geri oft mikið úr hækkunum á landbúnaðarvörum þá er minna um að skýrt sé frá því hvernig verðið verður til og hvernig það skiptist frá bónda til neytanda. Ef við tökum t.d. dilkakjöt þá er niðurgreiðsla á því núna 19,25 kr. á kg og hefur aldrei verið lægri, hlutfall af útsöluverði um 5-8%. 16. október kostaði 14 kg lambsskrokkur, sem keyptur var niðurbrytjaður úr kjötborði í miðlungsdýrri búð í Reykjavík 3.743 kr. Heildsöluverð var þá 2.628 kr. en verð til bónda 2.187 kr. Ef við skoðum þetta aðeins nánar þá var verð til bónda 156 kr. á kg, slátur- og heildsölu- kostnaður 56 kr. á kg, smásöluál- agning um 80 kr. og verslunar- eigandinn fær því meir en helm- ing af verði til bóndans. Nú liggur í verðinu til bóndans fjárfesting, vinna hans og fjölskyldunnar í heilt ár ásamt fjármagnskostnaði og flutningi á lambi á sláturstað, en kaupmaðurinn fær kjötið að búðardyrum, ber það inn, brytjar og selur og greiðir eftir 6 vikur. Fyrir þetta þarf hann eðlilega að fá greitt en að þetta séu eðlileg skipti á fjármunum því neita ég Erindi Magnúsar á Lága- felli um Daginn og veg- innfrá20. jan. Síðari hluti algerlega. Það er stutt síðan smásöluálagning var gefin frjáls á kjöti en á þeim tíma hefur hún margfaldast þvert ofan í kenning- ar markaðshyggjumanna, sem segja að frjáls álagning lækki vöruverð. Reynslan sýnir annað. Þetta með frjálsu álagninguna kemur víða við. Óbrytjaður salt- fiskur er með hámarksálagningu. Hann hækkaði á síðasta ári um 38% en brytjaður saltfiskur er með frjálsa álagningu og hann hækkaði á sama tíma um 83% í framfærsluvísitölu, sem er vegið meðaltal hækkana frá Verðlags- stofnun, sem sagt meira en helm- ingi meiri hækkun álagningarinn- ar, sé hún frjáls. Ég vil því fara fram á það við sjónvarp og blöð næst þegar þau birta töflur um hækkanir á land- búnaðarvörum, að þær sýni greinilega hvað hver aðili fær í sinn hlut: bóndi, vinnslu- og heildsöluaðiljar og síðast en ekki síst smásalinn. Undirlægjuháttur Dvöl svokallaðs varnarliðs og áhrif þess á íslenskt þjóðlíf og efnahagsmál hafa lengi verið um- deild og ekki er ég talsmaður aukinna áhrifa hersetunnar. Þó finnst mér undirlægjuháttur stjórnvalda í tíð núverandi ríkis- stjórnar slíkur, að ekki verði lengur við unað þegjandi. Mér finnst ferðir Geirs á fund bandarískra stjórnvalda í sam- bandi við flutninga til hersins bera meira svipmót af bæna- skrám íslendinga til danska kon- ungsvaldsins á öldinni sem leið heldur en samskiptum tveggja fullvalda ríkja. Hersetan er stað- reynd, hvort sem okkur líkar bet- ur eða verr. Því hljótum við að krefjast þess, að stjórnvöld gæti hagsmuna íslendinga undan- bragðalaust. Við getum ekki búið við það, íslendingar, að erlent herlið skipi hér fyrir verkum á friðartímum og Bandaríkjamenn haldi uppi siglingum til landsins í krafti bandarískra einokunarlaga frá 1904, á sama tíma og vefengd- ur er réttur okkar til að beita lögum um varnir gegn búfjár- sjúkdómum, (gin- og klaufa- veiki), frá 1928, á þeim forsend- um að fallin sé hefð á þessa flutn- inga vegna þess að lögunum hafi ekki verið beitt þann tíma, sem varnarliðið hefur dvalið hér. Ég sé engin rök mæla með því að hefð gildi ekki jafnt um íslensk lög og bandarísk. Því finnst mér þessi málflutningur alveg út í hött. Ég tel að undanbragðalaust eigi að stöðva allan innflutning á hrábúvöru til hersins, við eigum svo mikið í hættu ef eitthvað ber útaf. Okkar búfé er búið að lifa svo lengi í einangrun, að margir þeir sjúkdómar, sem erlendis eru landlægir og gera lítinn skaða, gætu gert mikinn usla hér. Þó að heppnin hafi verið með til þessa þá getur alltaf útaf borið og það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní. Þar að auki erum við með umfram- framleiðsiu á búvörum, sem markað vantar fyrir og ég get ekki séð að efnahagslíf okkar verði svo mikið háðara dvöl hers- ins þó að þessi sala fari fram, heldur en það er nú þegar. Ég veit ekki betur en heitt vatn og rafmagn sé selt á Völlinn, auk margs annars, sem sjálfsagt þykir og sjálfsagt er í samskiptum þjóða. Hitt gengur ekki að her- liðið haldi sig hér sem herraþjóð og segi okkur fyrir verkum. Við verðum að bera höfuðið það hátt í þessum samskiptum að banda- rísk stjórnvöld óvirði ekki ís- lenska ríkisstjórn með mútuboð- um, eins og gert var í sumar í sambandi við herflutningana. Búvörulögin Á sl. sumri tóku gildi ný lög um stjórn búvöruframleiðslu hér á landi og leystu af hólmi gömlu framleiðsluráðslögin. Segja má að þessi lagasetning hafi verið orðin mjög brýn. Eðlilega eru skiptar skoðanir um ágæti þess- ara laga, en þó held ég að mestu skipti hvernig til tekst um fram- kvæmd þeirra. Þrátt fyrir augljósa agnúa eru í lögunum mörg góð nýmæli og möguleikar til raunverulegrar stefnumótunar í landbúnaði. Það, sem mér finnst mestu muna fyrir okkur í bili eru ákvæði um staðgreiðslu þess hluta bú- vöruverðsins, sem ríkissjóður hefur samið um kaup á. Það tryggir mun betur en áður, að við bændur fáum það kaup, sem okk- ur ber, og gerir næstum útilokað að ganga á okkar kauplið, skorti einhversstaðar á að fullt verð ná- ist í vinnslurásinni. Það tel ég mikla framför frá eldri lögum. Eins má nefna stórauknar tekjur Framleiðslusjóðs og þá jafnframt raunverulega möguleika hans á stuðningi við ný atvinnutækifæri í sveitum. Höfuðgallinn á fram- kvæmd laganna til þessa er hvað illa hefur gengið að ákveða fram- Ieiðslurétt hvers svæðis og hvers bónda. Sá dráttur er óþolandi. Á jarðræktarlögunum voru einnig gerðar nokkrar breytingar á síðasta vetri. Þar vil ég fyrst til nefna það nýmæli, að skjólbelta- rækt fær nú beinan fjárstuðning. Þá má nefna að stuðningur við kornrækt er óbreyttur. Mín skoðun er sú, að þessir tveir þættir geti sameiginlega orðið landbúnaðinum mikil lyftistöng á komandi árum, ásamt ræktun orkuskóga sem ekki hefur verið mikið rædd hingað til. Þannig finnst mér, að þrátt fyrir tímabundna erfiðleika og rauðvínspressu getum við horft ‘ vonglöð fram á veginn. mf/mhg. Markaðurinn er sameign bænda Svæðin Það eru náttúrlega skiptar skoðanir á þessu hér um slóðir, sagði Kristófer Kristjánsson bóndi á Köldukinn í Aust- ur-Húnavatnssýslu þegar blaðið innti hann eftir því, hvernig bændum litist á fullvirðisreglu- gerðina. - Húnvetningar hafa nokkuð almennt, að ég hygg, verið meðmæltir því, að komið yrði á héraðakvóta. Þeir eru ánægðir með að hann skuli nú loksins kominn, að hluta til. Náttúrlega eru sum atriði þessarar reglu- gerðar ákaflega vafasöm en kannski hefur verið erfitt að finna nokkurt fyrirkomulag, sem í heild sinni hefði verið skárra. Þegar á heildina er litið, er hlutur okkar ekki langt frá því, sem bú- Sveitirnarþurfa að halda sínum hlut ast mátti við í upphafi. Þrátt fyrir 20% samdrátt eiga bændur hér að vera nokkuð öruggir. Og þeir sem eru innan við 75% búmarks- ins fá ekki á sig skerðingu. Þegar allt kemur til alls verða bændur hér ekki svo mjög hart úti því hér hefur mjólkurframleiðslan dreg- ist saman allt frá árinu 1980. Annmarkarnir eru svo þeir, að rétturinn er miðaður um of við framleiðslu síðasta árs. Það kem- ur harkalega við þá, sem af ýms- um ástæðum voru með fremur Iitla framleiðslu á síðasta ári, og auðvitað eru þeir til hér. Þetta kemur einnig tilfinnanlega við þá, sem hafa verið að fjárfesta í byggingum hafa búmark en eru ekki komnir af stað með neina verulega framleiðslu. Þetta er þeim mun verra, sem svigrúmið er lítið til þess að koma til móts við þessa menn. Tal um verulega fækkun bænda og að færa framleiðsluna á færri hendur vekur ekki mikla hrifningu hér. Auðvitað má búast við að bændum fækki eitthvað. Sú hefur þróunin verið undanfar- in árin. En æskilegast teldi ég að sú fækkun yrði sem minnst úr þessu. Sveitirnar þurfa að halda sínum hlut. Og þar er ýmislegt annað hægt að stunda en hinar hefðbundnu búgreinar. Loðdýra- ræktin fer t.d. mjög vaxandi og þykir álitleg búgrein, þótt þar geti auðvitað gefið á bátinn eins og í öðrum atvinnurekstri. Nú, ýmiss konar iðnað og þjónustu- störf er Iíka hægt að stunda til sveita. Að þessu og fleiru þarf að hyggja og hefði þurft að gera fyrr. Ekki fellst ég á þá skoðun, sem á hefur bryddað, að ákveðin framleiðsluvægi „eigi“ ákveðna markaði. Og það er kannski ekki hvað síst ástæðan til þess að tekin er upp framleiðslustýring að markaðurinn allur er sameign bænda. -mhg Páll Lýðsson Betri kostur að „setja menn á“ - Jú, ég var nú einn af þeim mörgu, sem tóku til máls á þeim mikla bændafundi, sem haldinn var í Njálsbúð í Landeyjum nú nýlega, sagði Páll Lýðsson, bóndi í Litlu-Sandvík. Það, sem ég ræddi þar einkum um, var hvað mér sýndist að mundi gerast í framleiðslumálum okkar bænda á næstu mánuðum og hvernig draga mætti úr skaðvænlegum af- leiðingum þess eða jafnvel koma í veg fyrir þær. Nú er ekki lengur hægt að dylja vandamálin eða fresta því að tak- ast á við þau, þar sem komin er staðgreiðsla á búvörum. Það er ekki hægt að færa hluta af sumar- verði mjólkurinnar yfir á vetrar- mánuðina. Mér sýnist allt benda til þess að mjólkurskortur verði Verði sveitunum greitt högg nú hefnirþað sín seinna þegar líða fer á árið. Ef menn „þurrka“ sig upp fyrri hluta ársins næst haustmjólkin ekki upp. Önnur hlið þessa máls snýr svo að kjötinu. Sláturfélag Suður- lands sat uppi með 150 daga birgðir af nautgripakjöti áður en bændur fengu tilkynninguna um samdráttinn. Frá 2.-17. febrúar var 147 kúm slátrað á Selfossi á móti 48 á sama tíma í fyrra. Og ég tel engan vafa á því að þetta birgðavandamál eigi enn eftir að aukast. Þegar auga er rennt til úrbóta kemur mér einkum fernt í hug: f fyrsta lagi er nauðsynlegt að auka niðurgreiðslur til þess að ná upp sölunni. Frekari hækkun bú- vöruverðs til neytenda þýðir bara sölusamdrátt. Þar þurfa þveröf- ugar aðgerðir að koma til. í annan stað þarf að lengja þann aðlögunartíma, sem bænd- um er veittur, úr þessum 7 mán- uðum uppi í eitt til eitt og hálft ár. Svona vandamál verða ekki leyst með einu hnífsbragði. Þá þarf í þriðja lagi að leitast með öllu móti við að lækka til- kostnað við búreksturinn. Og loks þarf svo að taka tillit til þeirra sem staðið hafa í fram- kvæmdum fram yfir fullvirðis- réttinn. Nú, menn geta náttúrlega þvegið hendur sínar og sagt, að þeir, sem í mestum erfiðleikum eiga, skuli bara hætta þessu hokri. Einhverjum kann að þykja þetta þægileg afgreiðsla en varla þeim sem í eldinum standa. Jarð- ir seljast ekki því enginn kaupir arðlausa eign. Bankarnir geta auðvitað hirt þær en þær nýtast þeim bara ekki. Og er þá ekki betri kostur að „setja menn á“?. Annars held ég að þessi offra- mleiðsla sé tímabundið fyrir- brigði. Og það skyldu menn hug- leiða, að verði sveitunum greitt högg nú hefnir það sín seinna. -mhg 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 26. febrúar 1986 Miðvikudagur 26. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.