Þjóðviljinn - 26.02.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.02.1986, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Reiðarslag í Genf Landsliðið hefur sennilega aldrei leikið verr en í stórslysaleiknum við snögga Kóreumenn. Bogdan: Okkar handbolti eittstórt núll. Guðmundur Guðmundsson: Gífurlegt áfall. Jón Hjaltalín: Eg ersár Bogdan landsliðsþjálfari: Úff! Varpa orðin SVISS ’86 jafn dimmum skugga á sögu íslensks handknattleiks og DANMÖRK ’78? Það er full snemmt að segja af eða á um það en eftir tapið ljóta fyrir Suður-Kóreu í Genf í gær- kvöldi eru yfirgnæfandi líkur á að svo verði. Úrslitin, 29-21, eru reiðarslag fyrir handknattleiks- íþróttina á ísiandi, reiðarslag fyrir landsliðsmennina sem hafa lagt á sig ótrúlega vinnu í undir- búningnum fyrir keppnina, reiðarslag fyrir forystu HSÍ sem hefur lagt allt sitt undir, og kjafts- högg framaní allan þann stóra hluta íslensku þjóðarinnar sem hefur beðið A-keppninnar með óþreyju og eftirvæntingu í marga mánuði. Ég er sár, sagði Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ, og maðurinn á bakvið undirbúning- inn einstæða, þegar hann rölti til búningsklefa íslenska liðsins eftir leikinn. Betra liðið vann, Kóreu- menn voru rólegir og yfirvegaðir, en okkar menn óeðlilega tauga- óstyrkir. Við höfum gert allt sem við höfum getað til að liðið væri sem best undirbúið og vonbrigðin eru mikil. Flestir sem Þjóðviljinn ræddi við eftir leikinn í gærkvöldi voru á því að tvennt hefði öðru fremur ráðið úrslitum. Taugaóstyrkur ís- lensku leikmannanna og hinn hræðilegi tveggja mínútna kafli í lok fyrri hálfleiks - þegar ísland hafði breytt stöðunni úr 1-7 í 9-9 en fékk á sig fjögur mörk eins og hendi væri veifað. Þarna gerðum við afdrifarík mistök, sagði Guðmundur Guð- mundsson, við fórum að skjóta of fljótt og allt fór í vitleysu. Þessi fjögur mörk réðu úrslitum, sagði Bogdan Kowalczyk landsliðs- þjálfari. Við vorum of æstir, feng- um á okkur þrjú sóknarbrot og Kóreumenn nýttu sér það til fullnustu, sagði Páll Ólafsson. ísland skoraði ekki mark fyrren á 12. rnínútu, þá hafði í kvöld leikur ísland við Tékk- óslóvakíu. Sigur þar, og helst stór, er það eina sem getur forðað okkar liði frá því að þurfa að leika um 13.-16. sæti á mótinu. Ef liðið leikur af eðlilegri getu er hægt að sigra tékkana, sagði Bogdan. Þetta er enganveginn búið, sagði Þorbjörn fyrirliði, og Kórea gert fjögur, eftir 14 mínút- ur stóð 1-7. Hvað var að gerast? Ekki gátu Kóreumenn verið að koma á óvart, íslensku leikmenn- irnir áttu að gjörþekkja þá. Þeir spiluðu nákvæmlcga eins og við bjuggumst við, ekkert í leik þeirra kom okkur á óvart, sagð Þorbjörn Jensson fyrirliði. Of taugaóstyrkir, sögðu flestir, og það er sennilega rétt. Ekkert gekk upp, framstæð vörn Suður- Kóreu kom íslenska liðinu úr jafnvægi, og öll skynsemi rauk út í veður og vind. Síðan fór allt að ganga betur og rétt fyrir hlé stóð 9-9. íslenska liðið virtist loksins vera búið að ná tökum á leiknum. En mörkin umtöluðu í lok hálf- leiksins gerðu góðar vonir að engu og í seinni hálfleik varð munurinn aldrei minni en þrjú mörk - og góðri stundu fyrir leikslok voru úrslitin þegar ráðin. Strákarnir léku of hægt, þeir voru of taugaóstyrkir og hræddir. Kóreumenn voru tvöfalt fljótari og íslenska liðið lék ekki sem heild aðrir tóku í sama streng. En and- lega séð voru íslensku leikmenn- irnir langt niðri eftir leikinn í gær- kvöld. Það var þrúgandi and- rúmsloft í búningsklefanum, eng- inn orðmargur, og greinilegt á öllum að íslenskur handbolti hafði orðið fyrir stórslysi. - VS/Sviss. heldur sem ósamhæfðir einstak- lingar. Okkar handbolti var eitt, eitt stórt núll. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt hcndir ís- lenskan handknattleik. Umfjöll- unin og umgjörðin í kringum landsliðið heima hefur verið of tburðarmikil, og leikmenn í fram- haldi af því gert sér rangar hug- myndir, sagði Bogdan Kow- alcsyk. Við vorum yfirspenntir. Þetta var einn af þessum leikjum þar sem ekkert gengur upp - and- rúmsloftið var vægast sagt þrúg- andi, sagði Þorbjörn Jensson fyrirliði. Þetta er gífurlegt áfall, sagði Guðmundur Guðmundsson, hrcinasta stórslys. Við fengum fullt af færum en nýttum þau ekki. Við vorum hikandi, staðir, og komumst hvað eftir annað í vandræði með boltann í höndun- um og fengum dæmt á okkur. Rúmenía % Stinga meiddur Einn frægasti handknatt- leiksmaður heims, Vaseli Stinga, kinnbeinsbrotnaði snemma í leik Rúmena við Tékka í gær og er alls óvíst hvort hann getur leikið meira með Rúmenunum í Sviss, sem væri meiriháttar áfall fyrir lið- ið. Stinga náði að skora eitt mark áður en hann var borinn útaf vellinum, - og var það þúsundasta mark hans með landsliði Rúmeníu. -VS/Sviss England Hull tapaði Nokkrir leikir voru í neðri deildum í Englandi í gær. Hudderslield tapaði heima fyrir Hull í 2. deild, 1-2, Black- pool vann Lincoln 2-0, og Bury vann Bolton 2-1 í 3. deild, Wrexham vann Hartlepool í 4. deild 1-0. I Glasgow vann Manchester United Celtic í vináttuleik, 3-0. Við getum ekki leikið verr en í kvöld, eða það vona ég, sagði Páll Ólafsson. Það er líklega rétt, undirritaður hefur að minnsta kosti aldrei orðið vitni að slakari frammistöðu íslenska liðsins. Suður-Kórea er með létt og skemmtilegt lið, en með skynsamlegum og eðlilegum leik hefði ísland átt að sigra. Gegn svona framstæðri vörn verður að beita snöggum skiptingum milli kanta, en það var ekki fyrren í seinni hálfleik að tilþrif í þá átt fóru að sjást og þá með ágætum árangri. Gullna reglan fyrir leikinn var sú að tapa ekki bolt- anum í hendur Kóreubúanna vegna hins mikla hraða þeirra. Það sem gerðist hinsvegar var að um tuttugu sinnunt í leiknum misstu íslensku strákarnir bolt- ann þannig, eða fengu dæmd á sig klaufaleg sóknarbrot, Það vó þungt á metunum þegar upp var staðið. Þá lék Þorgils Óttar Mathiesen ekki með, hann er meiddur, en eins og hann hefur leikið undanfarið hlyti nærvera hans að hafa komið að notum. Markvarslan var skásti hlekkur íslenska liðsins. Einar Þorvarðar- son varði 11 skot í leiknum og Kristján Sigmundsson 9. Þetta segir sína sögu um varnarleikinn, 20 skot, en 29 mörk samt skoruð hjá liðinu. Ekki er hægt að hæla neinurn ísókninni. Allirgerðu sig seka um slæm mistök, menn eins og Atli Hilmarsson og fleiri náðu sér aldrei á strik. Kristján Arason gerði kannski einna fæst mistök, en utanaf velli skoraði hann að- eins fjögur mörk úr tólf tilraun- um. Mörk íslands: Kristján Arason 10 (6 víti), Þorbergur Aðalsteins- son 4, Sigurður Gunnarsson 2, Bjarni Guðmundsson 2, Páll Ól- afsson 2, Þorbjörn Jensson 1. Mörk Suður-Kóreu: Kang 12 (3 víti), Choi 6 (1 víti), Lee 4 (1 víti), Kim 3, Dh. Park 2, Yd. Park 1, Koh 1. VS/Sviss Aukakeppnin Gagnslaus lokaumferð Síðustu leikirnir í aukakeppn- inni um fyrstudeildarsæti næsta árs (verði breytingin samþykkt á HSÍ-þinginu) fóru fram um helg- ina. Ljóst var að úrslitin skiptu engu, KR og Haukar höfðu þegar tryggt sér sætin tvö. HK vann Þrótt 32-20, og Haukar unnu KR 23-18. Loka- staðan ví. rð: KR 8 stig, Haukar 6, HK 4, Þróttur 2. Bikarglíman Ólafur sigraði Ólafur Haukur Ólafsson KR, sigraði í eldri flokki í bikarglímu GLÍ í íþróttahúsi Kennarahá- skólans á laugardaginn. Lárus Björnsson varð hlutskarpastur í yngri flokknum. Olafur lagði Jón E. Unndórs- son Leikni, í úrslitaglímunni á klofbragði. Þriðji varð Pétur Yngvason, Mývetningi. Lárus glímdi aukaglímu um efsta sætið við Davíð Jónsson. Þriðji varð Arngrímur Jónsson, - allir úr Mývetningi. Sjö kepptu í eldri flokknum, sex í hinum yngri. Leikurinn í tölum Markaröð: 0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 1- 4 (Kristján/v), 1-5, 1-6, 1-7, 2- 7 (Þorbjörn), 3-7 (Þorberg- ur), 4-7 (Kristján), 4-8, 5-8 (Kristján/v), 6-8 (Kristján), 7- 8 (Páll), 7-9, 8-9 (Páll), 9-9 (Þorbergur), 9-10, 9-11,9-12, 9-13. (Leikhlé). 9-14, 10-14 (Kristján/v), 11-14 (Þorberg- ur), 11-15, 11-16, 12-16 (Kristján), 12-17, 13-17 (Kristján), 14-17 (Bjarni), 14- 18, 14-19, 15-19 (Bjarni), 16- 19 (Kristján/v), 16-20, 16-21, 17-21 (Kristján/v), 17-22, 17- 23, 17-24, 18-24 (Sigurður), 19- 24 (Þorbergur), 19-25, 19- 26, 20-26 (Sigurður), 20-27, 20- 28, 21-28 (Kristján/v), 21- 29. Kristján Arason skoraði 10 mörk, þar af 6 úr vítum. Atti 8 misheppnuð skot, tapaði bolta einu sinni, átti þrjár sendingar sem gáfu mark. Páll Ólafsson skoraði 2 mörk. Átti 4 misheppnuð skot, tapaði bolta þrisvar. Atli Hilmarsson skoraði ekki. Átti 4 misheppnuð skot, tapaði bolta fjórum sinnum, átti eina sendingu sem gaf mark. Bjarni Guðmundsson skoraði tvö mörk úr tveimur tilraunum. Tapaði bolta þrisvar, átti eina sendingu sem gaf mark. Guðmundur Guðmundsson skoraði ekki. Átti 2 misheppnuð skot, tapaði bolta fjórum sinn- um, fiskaði þrjú víti. Þorbjörn Jensson skoraði eitt mark. Átti eitt misheppnað skot, tapaði bolta tvisvar, átti eina sendingu sem gaf mark. Þorbergur Aðalsteinsson skoraði 4 mörk. Átti 4 mis- heppnuð skot, tapaði bolta þrisv- ar, átti eina sendingu sem gaf mark. Sigurður Gunnarsson skoraði tvö mörk. Átti tvö misheppnuð skot, tapaði bolta einu sinni. Geir Sveinsson skoraði ekki. Tapaði bolta einu sinni. Einar Þorvarðarson varði 11 skot, 7 sinnum fór boltinn til ís- lendinga, 4 sinnum til Kóreu- manna. Kristján Sigmundsson varði 9 skot, 4 sinnum fór boltinn til ís- lendinga, 5 sinnum til Kóreu- manna. HM/Sviss Úrslit í gær A-riöill Júgóslavia-Sovétrikin.......26-22 A-Þýskaland-Kúba............28-24 B-riöill Sviss-Spánn.................15-15 V-Þýskaland-Pólland.........21 -20 C-riðill S-Kórea-ísland..............29-21 Rúmenia-Tékkóslóvakia.......23-18 D-riðill Ungverjaland-Danmörk........25-21 Sviþjóð-Alsir...............24-16 Sigur Júgóslava yfir sovésku heimsmeisturunum vekur athygli, en önnur úrslit eru eftir bókinni, - nema frammistaða Islendinganna. Á morgun keppa i Bern ísland- Tékkóslóvakia í C-riðli og V- Þýskaland-Spánn i B-riðli, í St. Gallen Sviss-Pólland i B-riðli og i La Chaux- deFonds Rúmenía-S-Kórea í C-riðli. Pýskó Jafntefli Tveir vesturþýskir 1. deildarleikir í gærkvöldi: Saarbriicken-Stuttgart 1- 1, Waldhof Mannheim-Borussia Dortmund 0-0. Getraunir Tæp miljón á gulan! Aðeins einn seðill kom fram með 12 réttum í síðustu lcikviku get- rauna, og eigandinn, ungur Keflvíkingur, er þarmeð 987.211 krónum ríkari, á gulan seðil sem gefur honum 4 af 16 röðum með 11 rétta. Fyrir ellefu rétta fengust 23.884 krónur. Alþýðublaðið er enn í forystu í getraunakeppni fjölmiðlanna með samtals 86 rétta. Tíminn er næstur með 80 rétta, þá Þjóðviljinn með 76. Spáin fyrir helgarleikina er þessi: > c ^ _ Birmingham-QPR............................ 1 1 Chelsea-Watford........................... 1 1 Ipswich-Leicester......................... 1 x Luton-Sheffield Wednesday................. 1 1 Manch. City-Oxford........................ 1 2 Newcastle-Arsenal.......................... X 2 Nottingham Forest-West Ham................. 2 1 Southampton-Manch. United.................. 2 2 Tottenham-Liverpool........................ 2 2 WBA-Coventry.............................. 1 X Blackburn-Portsmouth....................... X 2 Hull-Norwich............................... X 1 > Q 1 1 1 1 1 X 1 2 X 1 2 2 m Q X 1 X 1 1 2 X 1 2 1 2 X £ o 1 1 X 1 1 X 1 X X 1 2 2 GegnTékkumí kvöld „Enganveginn búið“ - en geta þeir rétt úr kútnum? VÍÐIR SIGURÐSSON Miðvikudagur 26. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.