Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Side 2
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 ÖV ★ » ★ ★ ★ fréttir t ^ ; Formannsslagurinn í Alþýðuflokknum: Kemur mér á óvart hve margir eru óákveðnir - sagði Karvel Pálmason, fyrrverandi alþingismaður „Ég hef talaö við mjög margt fólk hér á þingrnu í dag. Það sem kemur mér á óvart varðandi for- mannskjörið er hve margir hafa ekki enn gert upp hug sinn. Ég hélt að nær allir hefðu mótað sér skoðun á því hvom þeirra, Sig- hvat eða Guðmund Áma, þeir ætla að kjósa,“ sagöi sá þrautreyndi pólitíkus, Karvel Pálmason, fyrr- verandi alþingismaður, á flokks- þingi krata síðdegis í gær. Aðrir sem rætt var við um for- mannskjörið sögðust ekki þora að spá um úrslit. Reykjavíkurfulltrú- amir hallast aö sigri Sighvats en Reyknesingamir, sem eru langfjöl- mennastir á þinginu, telja Guð- mund Áma sigurstranglegri. í gær var mikið starfað á þing- inu við að vinna frambjóöendun- um fylgi. Þaö má segja að notuð hafi verið aðferðin maður á mann. Fylgismenn beggja frambjóðend- anna vom á ferðinni allan daginn og ræddu við þingfulltrúa. For- mannseöiin sjálf gengu um bros- andi og tóku í hendur fólks. Varðandi varaformannskjöriö hafa þau Ásta B. Þorsteinsdóttir og Gunnar Ingi Gunnarsson gefið kost á sér. Össur Skarphéðinsson hefur enn ekki gefið upp um hvað hann gerir. Hins vegar gekk hann um meðal fólks og ræddi við marga, rétt eins og frambjóðend- urnir gerðu. Hann var af mörgum sagður heitur í málinu. Það vekur athygli að ákveðið hefur verið aö þegar formanns- kjörið liggur fyrir verði gert fund- arhlé. Það er gert til þess að fylk- ingarnar geti áttað sig á stöðunni fyrir varaformannskjörið. Venju- lega fer það fram strax á eftir for- mannskjörinu, án þess að hlé sé gert. Formannskjörið hefst klukkan 15.30 í dag. -S.dór Viögeröir á vegum, eftlr hamfarirnar á söndunum, eru hafnar. DV-mynd Elnar R. Sigurðsson Endurbygging á Skeiðarársandi: Nægt brúar- efni til segir vegamálastjóri Flokksþing Alþýðuflokksins: Jón Baldvin bað um póli- tískt Skeiðar- árhlaup - í ræðu sinni „Það er ekki hægt að segja að við séum byrjaðir að byggja upp vegi og brýr á Skeiðarársandi en fyrstu að- geröir, sem felast í því aö gera slóð- ir og veita vatni og bjarga því sem þarf að bjarga til að afstýra frekara tjóni em hafnar," sagði Helgi Hall- grímsson vegamálastjóri í samtali við DV í gær. Vegamálastjóri segir að næsta skreflð verði aö taka út efhisþörf vegna viðgerðanna en bæði stálbit- ar og viöir í brýrnar séu þegar til hjá Vegagerðinni eða í landinu. „Við höfum ekki haft áhyggjur af því að viö ættum ekki nóg til að gera þessar fyrstu aðgerðir sem nauðsynlegt verður að gera,“ sagði vegamálastjóri. Stálbitar séu tiltæk- ir í Reykjavík og raunar heilar brýr í grenndinni því ekki sé langt síöan stálgrindabrýmar á Hrútá og Fjallsá vom aflagðar og standa þær tilbúnar til að veröa fluttar á Skeið- arársand. Vegamálastjóri segir aö sökklam- ir undir tveimur af þremur stöplum Skeiðarárbrúar sem féllu undan at- ganginum í flóðinu hafl fundist og séu óskemmdir. Sjálfir stöplamir hafi klippst ofan af þeim en hægt verði að steypa upp nýja í þeirra stað. „Við erum ánægöir með að mikiö af Skeiðarárbrú skyldi lifa þetta af og það sýnir að hugmynda- fræðin viö hönnun brúarinnar á sínum tíma var ekki út í bláinn," sagði Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri. -SÁ Ræða Jóns Baldvins Hanni- balssonar, fráfarandi formanns Alþýðuflokksins, þegar hann setti 48. þing flokksins í gær, gekk að langmestu leyti út á sam- eina krafta allra jafiiaðar- manna í landinu í kosninga- bandalag gegn Sjálfstæðis- flokknum í næstu kosning- um. Hann sagði landsmenn hafa séð i beinni sjónvarps- útsendingu hveming Skeið- arárhlaupið á dögunum breytti landslaginu þar sem það fór um. Hann sagði að nauðsyn væri á pólitísku Skeiðarárhlaupi til að breyta hinu pólitíska lands- lagi til að auðvelda samstarf jafnaðarmanna á komandi árum. „Hefði betur byrjað á þessu fyrr“ Einnig skammaði hann Sjálfstæðisflokkinn mikið og sagði að samstarf við hann í framtíðinni væri ekki inni í myndinni. Gamall krati stóð nærri tíð- indamanni DV sagði þegar ræðunni lauk: „Hann hefði betur byrjað á þessu fyrr.“ Jón Baldvin sagði að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði byggt upp valdakerfi í landinu sem gerði hon- um kleift að vera alltaf í þeirri stöðu að geta valið sér samstarfs- flokk í ríkisstjóm. Þessu þyrfti að breyta. Sjálfstæðisflokkurinn væri afturhaldssamur sérhyggjuflokkur. Hann benti á að GATT-samningur- inn væri notaður fyrir lítinn hóp bænda gegn neytendum. Sjávarút- vegsstefnan væri samin fýrir fá- mennan hóp manna sem hefði sam- eign þjóðarinnar fyrir sig. Og loks að Evrópumálin væm ekki sögð á dagskrá. Hjörleifur og Davíð „Það er enginn munur oröinn á málflutningi Hjörleifs Guttormsson- ar, foringja vinstri manna í Alþýðu- bandalaginu, og Davíðs Oddssonar. Þaö eina sem skilur málflutning þeirra að eru raddimar," sagði Jón Baldvin. Hann kenndi Jóhönnu Siguröar- dóttur um ósigur Alþýðuflokksins í síðustu þingkosningum. Hann nefndi hana að vísu ekki á nafn en talaði um að fólk sem lyft hefði ver- ið til æðstu metorða í flokknum hefði hlaupið til og stofhað Þjóð- vaka. Hægt að bræða saman brotasilfur „Við þurfum að byggja upp sterk- an jafhaðarmannaflokk meö verka- lýðshreyfinguna að baki sér til þess að geta boöið Sjálfstæðisflokknum byrginn," sagði Jón Baldvin. Hann sagðist vilja sjá kosning- abandalag allra jafnaðarmanna í næstu þingkosningum. Hann talaöi þar um fólk úr öllum stjómmála- flokkunum sem í raun væru jafnað- armenn og þvi yröi að gefa valkost. Þaö kosningabandalag gæti orðið upphaf að stofnun jafiiaðarmanna- flokks sem yrði sverð og skjöldur ís- lenskrar verkalýðshreyfingar. Það væri vel hægt að bræða saman slíkt brotasilfur. -S.dór stuttar fréttir Þing Norðurlandaráðs Á mánudag hefst 48. þing Norðurlandaráðs og er það nú haldið í Kaupmannahöfn. Áherslu er beint aö þremur sviöum; hinu eiginlega nor- ræna samstarfi, samstarfi við grannsvæðin og við Evrópu. Davíð á þinginu | Davíö Oddsson forsætisráð- | herra situr Norðurlandaráðs- þingið í Kaupmannahöfh og í tenglsum við það fund með for- sætisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Harftur árekstur Harður árekstur tveggja bfla varð á Suöurlandsvegi við j Hafravatnsafleggjarann um | fimmleytið í gær. Ökumaður og farþegi úr öðrum bUnum voru fluttir á slysadeild en meiðsl þeirra munu ekki vera alvar- leg. Minningarathöfn Stutt minningarathöfn um hermenn frá Bretlandi og ; bresku samveldislöndunum verður haldin í hermannagraf- reitnum í Fossvogskirkjugarði á morgun, sunnudag, klukkan j 10.45. ÖUum er velkomið að taka þátt í athöfninni. Ánægja meft tilraunina Nýkjörin stjóm Framsóknar- félags Reykjavíkur hefur lýst j yfir ánægju með þá tilraun sem i| fólst í framboði Reykjavíkur- listans. Sfjómin er þeirrar skoðunar að samstarf þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta borgarstjómar hafi tekist með miklum ágætum. Langhottskirkja Kjörmenn í sóknameftid Langholtskirkju hafa sent opið bréf tU sóknamefndar. Þar er farið fram á að söfnuðurinn fái j þau réttindi og ábyrgö að kjósa sóknarprest Langholtskirkju en ekki sóknamefnd. Launabóta krafist Samband íslenskra banka- I manna ætlar að krefja bankana j um 20 þúsund króna launabæt- ur fyrir hvem starfsmann áður en skrifaö veður undir næstu ’ samninga. Gerðardómur úr- í skurðaði í gær að þeim bæri ekki hækkun launa. ÚA og KEA í náift sam- starf Stjóm útgeröarfélags Akur- j eyringa hefur samþykkt að | ganga tfl viðræðna við Kaupfé- lag Eyfirðinga um náið sam- ! starf í sjávarútvegi. RÚV I greindi frá þessu. -RR ■nmhhhmmmhmmhhmmbummbbbm rödd FOLKSINS 904 1600 Á Sjávarútvegsháskóli Sameinuðu þjóðanna að vera á Akureyri? Þú getur svarafi þessari spurningu meö því aö hringja! síma 9041600. 39,90 kr. mlnútan Jí 1 Nal Jón Baldvin Hannibalsson, fráfarandi for- maður Alþýðuflokkslns, flytur ræðu sfna. DV-mynd ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.