Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Qupperneq 4
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 JL#'V' 4 * íttir •k ★ Sigurjón Sighvatsson, eigandi kvikmyndafyrirtækisins Lakeshore Entertainment: í hópi 100 „heitustu" manna í Hollywood - samkvæmt úttekt bandaríska tímaritsins Buzz Sigurjón Sighvatsson, kvik- myndafl'amleiðandi og eigandi Lakeshore Entertainment, er í hópi 100 „heitustu" manna í Hollywood samkvæmt nýlegri úttekt tímaritsins Buzz sem gef- ið er út í Los Angeles í milijón- um eintaka. Tímaritið birtir þessa úttekt árlega og er Sigur- jón áreiðanlega fyrsti íslending- urinn sem kemst á þennan góða lista. Þar eru þeir einstaklingar sem talið er að eigi bjarta fram- tíð fyrir sér i Hollywood og eru áhrifavaldar, hver á sínu sviði. Sigurjón er í hópi heims- þekktra listamanna í úttektinni og nægir að nefna nöfn eins og Bruce Spring- steen, Nicolas Cage, Ang- ela Bas- sett, Sean Penn, Samuel L. Jackson, Jennifer Jason Leigh og leikstjórann Wes Craven. Sá sem Buzz telur þann allra „heitasta" í Hollywood er leikarinn Kevin Spacey. Það eru ekki eingöngu fólk úr kvikmyndaheiminum sem komast á lista hjá Buzz heldur einnig tónlistarmenn, myndlistarmenn, íþróttamenn, ijósmyndarar, blaðamenn, rit- höfundar, listaverkasalar, við- skiptajöfrar og svo mætti lengi telja. Lofsamleg umsögn í stuttri umsögn í Buzz er far- ið lofsamlegum orðum um Sigur- jón. Hann er sagður frumkvöðull í gerð tónlistarmyndbanda og eigi auðvelt með að meðhöndla og samtvinna fagurfræði og fjár- mál í kringum kvikmyndagerð- ina. Veðjað er á að með sam- an Rescue ) Wintcr mtasies y Mclncrney Ian Schragcr RACY Forsíða tímaritsins Buzz þar sem út- tekt er gerð á 100 „heitasta" fólkinu i Hollywood. starfi Lakeshore með Para- mount Pictures eigi hann eftir aö fara ótroðnar slóðir í frum- skógi kvikmyndaiðnaðarins. Sigurjón sagði í samtali við DV að vitanlega væri það heiður fyrir sig að komast á þennan lista. Buzz væri þekkt tímarit, eitt það stærsta á vesturströnd- inni, og þessi árlegi listi vekti ávaUt mikla athygli. Sigurjón sagði aðspurður að reksturinn hjá Lakeshore gengi vel um þessar mundir. Margar spennandi myndir væru í fram- leiðslu sem fi-umsýndar yrðu á næsta ári. -bjb Samskipti Neyðarlínunnar hf. og lögreglu á Húsavík: Opinberrar rannsóknar óskað DV, Akureyri: Neyðarlínan hf. hefur óskað eft- ir opinberri rannsókn á samskipt- um Neyðarlínunnar og lögregl- unar á Húsavík vegna beiðni um neyðaraðstoð sem barst Neyðar- línunni í síðasta mánuði. Beiðnin kom frá Hrossaborgum í öxar- firði og segist Eiríkur Þorbjöms- son, framkvæmdastjóri Neyðar- línunnar, geta staðfest að þannig hafi beiðnin farið áfram tU lög- reglunnar á Húsavík. í grein í Víkurblaðinu á Húsa- vík vitnar Eiríkur í ummæli sem höfð hafa verið eftir Sigurði Brynjúifssyni, yfirlögregluþjóni á Húsavík, en Sigurður mun hafa sagt að boðin hafi ekki verið ná- kvæmlega staðfest sem varð tU þess að aðstoð var send að Hrossaborgum í Mývatnssveit. Þá segir Eiríkur stór og ábyrg- aðarlaus orð hafa faUið af vörum yfirlögregluþjónsins um starfsemi Neyðarlínunnar. „Hér eru stór og ábyrgðarlaus orð á ferð og það er með öUu útUokað að Neyðarlínan geti staðið undir órökstuddu slúðri af þessu tagi. Ég hef því fyr- ir hönd Neyðarlínunnar óskað eft- ir rannsókn á samskiptum starfs- manna okkar við lögregluna á Húsavík og að sérstaklega verði kannað með hvaða hætti mál gengu fýrir sig í þvi tUviki sem gert hefur verið að umtalsefni," segir Eiríkur í grein sinni. -gk Heldur óhugnanlegur sleikibrjóstsykur með lirfum fæst nú í mörgum sölu- turnum landsins og rennur út eins og heitar lummur. DV-mynd BG Sleikjó með skordýralirfum rokselst: Geggjað fyrirbæri - segir Ólafur Ólafsson landlæknir „Þetta fyrirbæri selst vel og það eru ekki aðeins böm og unglingar sem kaupa þetta heldur einnig fúU- orðið fólk,“ sagði eigandi sölu- tums í Reykjavík í samtali við DV. „En ég hef lítinn áhuga á því að smakka þetta sjálfur.“. Umræddur sleUdbijóstsykur era kristalglær en í brjóstsykrinum miðjum er lirfa sem eitt sinn lifði ágætu lífi en endaði líf sitt inni í sælgæti. Venjulegur sleikibrjóst- sykur kostar ekki nema fáeina tugi króna en umræddur sleikibrjóst- sykur er seldur á 150 krónur stykk- ið. Hátt verð virðist hins vegar ekki koma í veg fyrir góða sölu á þeim. „Við fengum send sýnishorn af þessu, reyndum að rækta sýni úr þessu og tókum sýnishorn. Þar sem ekkert athugavert fannst gát- um við ekki sett okkur upp á móti þessu,“ sagði Guðrún Gunnarsdótt- ir, matvælafræðingur hjá Hollustu- vernd ríkisins. „Þetta virðist til dæmis vera leyft í Svíþjóð. Hins vegar hefur þetta verið mikið til amfjöllunar hjá okkur og við höf- um verið að leita umsagnar um þetta fyrirbæri hjá fleiri aðilum, meðal annars hjá landlækni. Land- læknir er ekki hrifinn af þessu og telur jafiivel að það eigi ekki að leyfa sölu á þessu. Við höfum hins vegar ekki getað fundið haldbær rök sem mæla gegn þessu,“ sagði Guðrún. „Þetta er geggjað fyrirbæri, en við erum ennþá með málið í skoð- un. Hitt er svo annað mál að mat- arvenjur annarra þjóða era oft ansi ólíkar okkar. Ég held að þetta sé ættað einhvers staðar að austan og íbúum þar finnst margt vera sælgæti sem okkur finnst viðbjóð- ur,“ sagöi Ólafur Ólafsson land- læknir. Hvemig heldur þú að Kínveijum yrði við ef þeim yrði boðið upp á svið eða súrsaða hrútspunga? Ég held að þetta sé fyrst og fremst sölutrikk en ef það er algerlega hættulaust gæti reynst erfitt að koma í veg fyrir innflutning á þessu og engin ástæða til þess að vera með nein læti,“ sagði Ólafur. mwiiL- tepdmaíiiuðepw TILBOD ÞESSI GILDá ^ F.KKl í HEIMSENDINGU WnBB?T?? • w*, «»mn 14 meðbremur Aðeius 890.- kl. ALI/Í AAoíik\440. Kl. V>7A klLln^ kkm FYRIRJjA %■ 1 16" pizza 1 stk með Jiremur A ] Kðeiíis 1440A tegundum af áleggi að eigin vali ásamt gosdrykk íyrir alla Aðeins 1190. kr. RE STAURANT-PIZZERIA ( ( ( ( ( ( ( í i ú í ( i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.