Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 flV Nýr formaður Tannlæknafélags íslands: Viljum losna undan járnhæl trygginganna - fyrrverandi formaður segir nýja menn boða betri tið Til eru tannlæknar sem berjast í bökkum. Og erfiðlega gengur að manna tannlæknadeild Háskóla ís- lands. Á þetta bendir nýkjörinn for- maður Tannlæknafélags íslands, Þór- ir Schiöth, tannlæknir á Egilsstöðum. Hann sagði í gær í samtali við DV að staða kjaramála tannlækna væri slæm og nú þurfi að taka hraustlega á þeim málum. Hækkun á launalið taxta tannlækna undanfarin ár væri 14,3% meðan opinberir starfsmenn hefðu hækkað um 42,5%. Tannlæknar væruað dragast aftur úr í launum. „í áratug hafa stjómmálamenn kosið að skera niður heildarkostnað- inn við tannlækningar úr 1.100 milij- ónum króna niður í 680 miiljónir. Þessi niðurskurður bitnar á tann- læknum, en þó langmest á sjúklingum okkar. Oft eru það bamafjölskyldur, fatlaðir og ýmsir aðrir sem minna mega sín í þjóðfé- laginu sem verða fyrir barðinu á niðurskurðin- um,“ sagði Þórir. Stór hluti tann- lækna er ósáttur við viðskiptin við Tryggingastofnun rfkisins. Yfir- tryggingatannlæknir, Reynir Jóns- son, hefur þar staðið á bremsunni og mörgum tannlæknum flnnst að hann hafi farið yfir mörkin í embættis- færslu sinni. Nefndi Þórir þar meðal annars að Reynir skipti sér af með- ferð tannlækna og breytti henni. „Það verður ekki við þetta unað lengur. Viö viljum losna undan jámhæl Tryggingastofnun- ar og óskum eftir eðlilegum sam- skiptum við hana,“ sagði for- maðurinn. Mikil átök áttu sér stað á aðal- fundi Tannlækna- félagsins eins og Sigurður DV heftlr greint Þórðarson. trá þórir Schiöth sagði í gær að hann óttaðist ekki aö félagið klofnaði í kjölfarið þrátt fyr- ir heitar og haröar umræður. Heyrst hafa raddir sem segja að hópamir tveir muni rekast illa sam- an í félagi. Fyrrverandi formaður Tann- læknafélagsins, Sigurður Þórðar- son, segir að vissulega hafi fylking- arnar smalað stíft á fundinn og reynt að hafa áhrif á skoðanir manna. „Það var ótrúlega vel mætt á fundinum, rúmlega 170 tannlækn- ar af um 270 starfandi tannlæknum á Islandi. Menn voru óánægöir meö kjör sín og nú er boðuð betri tíð og betri kjör. En sjálfur held ég að oft nái menn meiru með rólegheitun- um. Ungir tannlæknar eru að koma til starfa og vilja bjarga skuldunum sínum í hvelli. En svo er þetta bara ekki þannig. Þá er auðvelt að segja þeim að stjórn félagsins hafi rekið ranga launapólitiik," sagði Sigurður Þórðarson. „Svo sannarlega vonast ég til að þessum mönnum takist sem best upp í því að fá fram betri kjör. Persónulega hef ég samt meiri trú á yfirveguðum vinnubrögðum en gífuryrðum." JBP Þórir Schiöth. Formaður Landssambands lögreglumanna mótmælir skipuriti Reykjavíkurlögreglu: Lögreglustjóri eins og stjórnarformaður - segir skipuritið fremur sniðið að einkafyrirtæki en sólarhringslögreglustöð Yfirmenn lögreglunnar á fundi með ráðherra í gær. DV-mynd ÞÖK „Við erum ekki sáttir. Mér fmnst gert of lítið úr hlutverki lögreglu- stjóra í þessu skipuriti. Samkvæmt því verður hann er eins og stjómar- formaður í fyrirtæki. Hlutverk vara- lögreglustjóra var vissulega óskýrt og það var kannski ástæða til að skýra það en mér fmnst í fljótu bragði að þetta skipurit sé sniðið að þörfum einkafyrirtækis en ekki stofnunar sem er opin allan sólarhringinn allan ársins hring,“ sagði Jónas Magnús- son, formaður Landssambands lög- reglumanna, um tillögur að nýju skipuriti lögreglunnar í Reykjavík þar sem gert er ráð fýrir fækkun yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjóna og lög- reglufúlltrúa. Hér er i raun um 8 -10 stöður að ræða. Samkvæmt tillögunum verður valdsvið varalögreglustjóra skýrara og valdameira. Það þýðir að hann verður daglegur verkstjóri lögregl- unnar á meðan lögreglusljóri á meira að vinna með stefnumótun embættis- ins. Mikil óánægja ríkir með tillögum- ar í röðum yfirstjómar lögreglunnar. Enginn úr þeim hópi sem DV hafði samband við í gær vildi þó tjá sig op- inberlega um skipuritið. Jónas sagði að landssambandið hafi þegar óskað eftir fúndi með fulltrúum dómsmála- ráðuneytisins. „Þar verður farið fram á útskýringar á ýmsum atriðum og markmiðum ráðuneytisins," sagði Jónas. „Það kemur í ljós eftir fram- vindu málsins hvort við munum mót- mæla.“ „Ég er ósáttur viö þetta," sagði Jónas. „Lögreglan í landinu gekk í gegnum eina mestu skipulagsbreyt- ingu sem um getur fyrir ári þegar embætti ríkislögreglustjóra var stofn- að. í framhaldi af því átti sér stað mikil endurskipulagning lögreglunn- ar í Reykjavík. Á sama tíma gekk embættið í gegnum miklar hremm- ingar vegna skipbrots sem skapaðist af umræðum um starfsemi fíkniefiia- deildarinnar. Þetta kallaði líka á mikla endurskipulagningu vun bætta meðferð fikniefiia og vörslu á skýrsl- um. Hluti þess var að gera boðleiðir skýrari og yfirmenn hefðu góða yfirsýn með sinum sviðum. Þetta er búið að fram- kvæma. En með þeim breytingum sem nú er rætt um með mikilli fækkun í yfirstjóm- inni óttumst við að of mikið álag færist á einstaka menn og allt færist í fyrra horf aft- ur ef ekki verra. Það að fækka yfirlögreglu- þjónum úr tveimur í einn þýðir til dæmis að yfirsýn þess yfir- lögregluþjóns sem eft- ir situr mun minnka á meðan núverandi fyrirkomulag lýtur að því að einn stýrir rannsóknadeildum á meðan hinn ber ábyrgð á almennu lögreglunni og og umferðalögreglunni. Það er líka skrýtið að á sama tíma og lögreglan er að breytast og sýnir mælanlega meiri árangur þá kemur hver skýrslan fram á fætur annarri þar sem farið er fram á enn meiri breytingar. Ein var frá ríkisendur- skoðun og nú þessi um skipuritið," sagði Jónas Magnússon. -Ótt Maðurinn sem olli því að hjón og barn þeirra lágu um tíma milli heims og helju: Dæmdur fvrir limlestingar með gáleysisakstri ökumaður 195 hestafla BMW bif- reiðar sem olli því með vítaveröum gá- leysisakstri að hjón og bam þeirra úr Hafnarfirði lágu um tima á mtUi heims og helju var í gær dæmdur í 2ja mánaða fangelsi, var sviptur ökurétt- indum í 3 ár og gert aö greiða 100 þús- und króna sekt. Vegna aldurs manns- ins, Stefáns Þórs Jóhannssonar, 23ja ára, og þess að hann hefur ekki áður verið dæmdur fyrir hegningarlagabrot var ákveöiö að skilorðsbinda fangels- isrefsinguna í 3 ár. Maöurinn var að flýta sér í sjöbíó í Mjóddinni þegar hann mætti hjónun- um sem óku bíl sínum á móts viö Kaplakrika undir kvöld annars í pásk- um í mars 1997. BMW-inn var á sum- arhjólbörðum í hálkunni. Ökumaður- inn hafði setið við rommdrykkju fram á morgun áður en hann lagði sig fram að hádegi. Alkóhólmagnið í blóði hans var rétt undir leyfilegum mörkum er það var mælt tæpum 2 klukkutímum eftir slysið, klukkan 20.40. Ökumaöurinn var á 90 km hraða þegar hann missti sfjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti þannig ffarnan á bU hjónanna sem kom úr gagnstæðri átt. Hjónin hlutu gríðarleg meiðsl, mörg beinbrot og maðurinn hlaut varanlega blindu á öðru auga. Sex ára sonur þeirra hlaut m.a. höfuö- kúpubrot og áverka á heUa sem oUi spastískri lömun á vinstri útlimum auk misþroskaeinkenna. Farþegi í bU Stefáns Þórs hlaut einnig beinbrot og innvortis blæðingar. „Var þessi akstur gáleysislegur og mjög vítaverður eins og aöstæðum var háttað en nokkur umferð var eftir ■HHHBHHBMiMIHHMÍMÉÍMMÉIHÉHIÍÍIi greindum vegarkafla og greinUeg hálka á akbrautinni,“ segir m.a í niö- urstööu Jónasar Jóhannssonar, hér- aðsdómara á Reykjanesi. Á árunmn 1993-96 gekkst Stefán Þór fimm sinnum undir dómsáttir með sektargreiðslum fyrir áfengislagabrot, líkamsárás og þrjú umferðarlagabrot, þar af tvívegis fyrir ölvunarakstur. í maí síðastliðnum, rúmu ári eftir um- rætt slys, gekkst hann undir sekt fyrir hraðakstur og fleiri umferðarlagabrot. stuttar fréttir Stuð gegn vímu í dag verða haldnir forvamartón- lefrar í Miðgarði í Skagafirði undir yfirskriftinni Ungt fólk í Evrópu - íslensk æska gegn vímu. Tónleikun- um verður útvarpað á Mono FM. KEA í hlutafélög Stjóm Kaupfé- lags Eyfirðinga hefúr samþykkt aö rekstur félags- ins verði færður inn í nokkur hlutafélög og hef- ur Eiríki S. Jó- hannssyni kaup- | felagsstjóra verið falið að vinna að því. Hlutafélögin verða til að byija með að fullu í eigu Kaupfélags Ey- firðinga sem áfram verður sam- vinnufélag en síðar er reiknað með að félög í skyldum rekstri geti kom- ið til samstarfs við hlutafélögin. Boðið um borö Útgerðarfélag Akureyringa hf. og Samherji hf. bjóða almenningi að skoða flaggskip fyrirtækjanna við Togarabryggjumar í dag, frá kl. 13-17. Þá kynna fyrirtækin einnig hluta starfsemi sinnar á athafna- svæði Flutningamiðstöðvar Norð- urlands á sama tíma. Atkvæðagreiðsla í morgun hófst í Valhöll við Háa- leitisbraut fyrsta utankjörfúndarat- kvæðagreiðsla vegna prófkjörs sjálfstæðismanna á Reykjanesi. Á mánudag og ffarn að kjördegi verð- ur hægt að kjósa víðar um kjör- dæmið auk Vaíhallar. Gyrðir hlaut Bröste Óla&r Ragnar Grímsson, forseti íslands, veitti í gær Gyrði Elí- assyni ljóðskáldi bjartsýnisverð- laun Bröstes. Þetta er í átjánda skipti sem verð- launin eru afhent en þau nema um hálfri milljón íslenskra króna. Barnahús opnað Bamahús var opnað við hátíðlega athöfn í gær. Bamahús er vettvang- ur þverfaglegs samstarfs í vinnslu og meðferð fyrir böm sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi eöa áreitni. Gegn eiturlyfjum í vetur verður tuttugu og ein stuttmynd, sem ungt fólk hefúr gert sem innlegg í baráttuna gegn eitur- lyfjum, sýnd i Sjónvarpinu. Ný söluskrifstofa í tilefni af stækkun og endur- hönnun húsnæðis Heimsklúbbs Ing- ólfs og ferðaskrifstofunnar Prímu, Austurstræti 17, veröur opið hús í dag, kl. 14-17. Þar verður heitt á könnunni og vetrarferðimar kynnt- ar. Ferðaafsláttur verður veittur á staðfestum ferðapöntunum opnun- ardaginn. Símaþjónusta verður á morgun, kl. 13-15. Gilsfjarðaibrú opnuð Gilsfjarðar- brúin var form- lega opnuð fyrir umferð kl. 16 í gær, fóstudag, þegar Halldór Blöndal sam- gönguráðherra klippti á borða og lýsti brúna tekna í notkun. Mótmæli Samtökin Vinir réttlætisim stóðu í gær fyrir mótmælafúndi fýr ir framan breska sendiráðið á milli klukkan 15 og 17 vegna úrskurðai hæstaréttar Bretlands í máli Pin ochets. -BOE Frá og með l. nóvember 1998 hækkar áskriftarverð DV úr 1800 kr. í 1900 kr. á mánuði. Verð blaðs- ins í lausasölu hækkar úr 160 kr. í 170 kr. virka daga og úr 220 kr. í 230 kr. um helgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.