Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 63
■ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 {f$yndbönd Nixon: Anthony Hopkins og James Woods. vinsælda og varð þriðja tekjuhæsta kvikmynd ársins. í næstu mynd á eftir tók Stone fyrir annars konar vígvöll, Wall Street, og deildi harka- lega á peningahyggju kapitalism- ans. Árið 1989 sneri hann sér síðan aftur að Víetnam og áhrifum stríðs- ins á bandarískt samfélag. Fyrir þá mynd, Born on the Fourth of July, hlaut hann önnur óskarsverðlaun sín fyrir bestu leikstjóm. Pólitísk gagnrýni Þótt Oliver Stone væri nú orðinn hálfgerður persónugervingur póli- tískrar ólgu, átti enginn von á því brjálæði er fylgdi JFK. Það var sem hrikti í undirstoðum bandaríska „kerfisins" þótt Stone yrði fyrstur manna til að viðurkenna að ómögu- legt væri að fella þær. Þó má ekki einblína á pólitískt inntak mynda hans, sbr. magnað útlit JFK og Natural Bom Killers (1994). Enda eru þessir tveir þættir á einhvem hátt órjúfanlegir. Hin óhefðbundna myndræna sýn hafnar almennri framsetningu Hollywood-kvik- mynda og reynir þannig að grafa undan samþykktri hugmyndafræði þeirra. Oliver Stone hefur tekist á magnaðan máta að sameina póli- tíska gagnrýni á Bandaríkin tölu- verðum vinsældum. En það er- einmitt vegna þeirra sem hann fær frið (og fjármagn) til að halda uppi síkvikri áreitni sinni. -bæn Helstu myndir Olivers Stones Oliver Stone og Anthony Hopkins við gerð Nixons Platoon (1986) ★★★Tk Myndin sem kom Ví- etnam aftur að í bandarískri samfélagsumræðu. Charlie Sheen, sem leikur hermann er upplifir hörmungar stríðsins, þarf að velja á milli tveggja fóð- urímynda. Sú góða er leikin af Willem Dafoe en Tom Berenger er í hlutverki þeirrar vondu. Þetta er fyrsta myndin í Ví- etnam-þröeik leikstjórans. Hin- ar tvær eru Born on the Fourth of July (1989) og Heaven and Earth (1993). Wall Street (1987) ★★★ Charlie Sheen fer einnig með aðalhlutverk þess- arar myndar. Þótt hún íjalli um ólík efni á yfirborðinu er frá- sögnin nýskyld þeirri í Platoon. Sheen þarf að velja á milli tveggja fóðurimynda. Michael Douglas fékk óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á þeiiri vondu en pabbi sjálf- ur, Martin Sheen, lék að sjálf- sögðu þá góðu. Kröftug ádeila á peninga- og gróðahyggju banda- rísks samfélags. Kannski það sé kominn tími til að gera íslenska útgáfú myndarinnar. JFK (1991) ★★★•i Ein af fjölmörgum um- deildum myndum leikstjórans og (endur)vakti hún efasemdir um opinberar niðurstöður á dauða forseta Kennedys. Costner leikur Jim Garrison sem hefur eigin rannsókn á moröinu. Það er eitt- hvað æði truflandi viö þessa mynd sem og aðrar „sannsöguleg- ar“ myndir Stones þar sem erfitt er að greina hvað hann byggir á raunverulegum heimildum og hvað er hreinn uppspuni frá hans hendi. Það breytir því ekki að myndin er lykiltúlkun á banda- riskum veruleika síðustu áratuga. The Doors (1991) ★ ★★■i Stone enn að vinna með sjöunda áratuginn sem hann virð- ist skynja sem afdrifaríkt breyt- ingaskeið í sögu Bandaríkjanna (og þar af leiöandi heimsins). Val Kilmer fer á kostum í hlutverki Jims Morrisons. Líklega vanmetn- asta kvikmynd leikstjórans. Natural Bom Killers (1994) ★★★ Woody Harrelson og Juli- ette Lewis leika skötuhjúin Mickey og Mallory i þessari háðsádeilu leikstjórans. Myndin verður að teljast ein sú alum- deildasta í sögu kvikmyndanna. Fræg er ritdeila leikstjórans og Johns Grishams en sá síöamefhdi vildi kenna Stone um hermimorö er hann rakti til NBK. Veldur það nokkuri furðu, þar sem Stone fer langt með að eyðileggja næsta frá- bæra mynd með of augljósri ádeilu. -bæn U-Turn ★★★'i Myndband vikunnar • 1 • 20. til 26. október SÆTI jFYRRI J VIKA VIKUR j Á LISTA i TITILL 1 !1 1 2 Í i 1 i J J The Wedding Singer 2 ! Ný The Sphere 3 ! 3 j o J j L i Screem2 4 ) í 2 i. i Flubber 5 J 4 í 4 i Hard Rain 6 ! 7 j i J 4 1 j 4 ) The Big Lebowsky 7 ) i 6 j j j 5 i The Man inthe IronMask 8 J ) 1 5 i i ! ) J Fallen 9 i Ný j, 'i Gingerbread Man 10 j j Ný ! 3 i J 1 OuttoSea 11 i 8 J c 1 J b J MadCity 12 i i 9 1 J ! 5 ! The Rain Maker 13 i 11 ! 9 ! Mousehunt 14 1 n 1 i J J 3 1 j á ) , I AsGoodasitGets 15 i 10 J 1 J 7 ' Dark CHy 16 1 14 i J J ) 7 1 j j SwKchback 17 ! 13 J q 1 j 3 J Titanic 18 ! 7 i j J TheEdge 19 i í 15 j C ) J 5 ) Mr. Nice Guy 20 ! » ) J ! i ! Stikkfrí " ”1 j ’ j ÚTGEF. j TEG. i j j Myndfoim j Gaman i j 1 Wamermyndir ) Spenna l 1 j Skrfan j Spenna 1 SamMyndbönd 1 Gaman T J ; j Skrfan j Spenna J-' J Háskólabíó Gaman J ) j- Wamermyndir j Spenna j j j Wamermyndir j Spenna Háskólabíó Spenna j J Skrfarr j j Gaamn j ''. ■ i Wamer myndir Spenna i j CIC Myndbönd j r,.v.. Spenna J J J CICMyndbönd J Gaman J J Skífan j Gaman ) Myndfoim 1 Spenna J J j Sam Myndbönd j J J j Spenna j Skffan Drama J J Skffan J j ) Spenna j j Myndfoim j Spenna j ! Háskólabíó i ; Gaman Svæsin persónusköpun Sean Penn og Jennifer Lopez í hlutverkum sínum. Smábærinn Superior er allt annað en nafn hans gefur til kynna. Hann er ekki ein- ungis niðurníddur heldur er hann líka í eyðimerkurhita Arizona. Það versta við bæ- inn er þó sjálft fólkið sem býr þar. (Þótt áhorfendum þyki það aftur á móti hin besta skemmtun.) Hjónakornin Jake (Nick Nolte) og Grace (Jennifer Lopez) geta nú vart talist til fyrirmyndar því helst vilja þau koma hvort öðru fyrir kattamef. Lög- reglustjórinn Potter (Powers Boothe) rúntar um bæinn með pelann undir stýri. Blindi betlarinn (Jon Voight) mælir viskuyrði við hlið hræsins af hundinum sínum. Dínamítsprengjan Toby N. Tucker (Joaquin Phoenix) ræðst á hvem þann mann er vogar sér að yrða á kærast- una hans (Claire Danes) sem nýtur athyglinnar til fúlln- ustu. Furðulegastur er þó af öllum hinn hreinlega viðbjóðslegi bifvéla- virki Darrell (Billy Bob Thomton). Þetta miður geðslega samfélag neyð- ist glæframaðurinn Bobby Copper (Sean Penn) til að heimsækja þegar bíllinn hans bilar á leið til Las Veg- as. Verður þá fjandinn laus. Erfitt er að gera upp á milli frá- bærra leikara. Ég er þó ekki frá því að yngri leikaramir steli senunni. Joaquin Phoenix og Claire Danes era mögnuð sem eitt kostulegasta par seinni ára. Þá sýður allsvaka- lega á Jennifer Lopez og Sean Penn undirstrikar með ffammistöðu sinni hversu góður leikari hann er. Þá er gerviö hann Billys Bobs Thomtons með því svakalegasta sem sést hefur. Ef ætti að líkja þessari kvikmynd við eitthvert annað verk Olivers Stones væri það Natural Bom Kill- ers. Báðar útsetja þær útlit myndrammans af miklu hugviti. Stone beitir hvers kyns brögðum (klippingum, annarlegum sjónar- hornum, óhefðbundnum linsum, stílfærðum aukarömmum o.s.frv.) til að brengla hefðbundinni raunsæ- isframsetningu. Enn fremur er myndmál þeirra gríðarlega merk- ingarþrungið, sbr. táknræn villidýr sem finna má í báðum myndum. Ekki má heldur gleyma hinni mjög svo stílfærðu persónusköpun. Mér þykir þessi þó taka NBK fram þar sem hún er laus við þá ýktu ádeilu sem einkennir eldri myndina. U-Turn staðfestir' , umfram annað magnaöa fjölhæfni , Olivers Stones. . Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Oli- I ver Stone. Aðalhlutverk: Sean Penn, Jennifer Lopez og Nick Nol- , te. Bandarísk, 1997. Lengd: 125 mín. Bönnuð innan 16. Björn Æ. Norðfjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.