Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 11
DV LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 11 Frjálsar ástir og fikniefni ein- kenndu lífsstil hippanna sem lit- aði skeiðið eftir stúdentaupp- reisnirnar 1968. Afkomendur hinnar hvítu millistéttar Vestur- landa sögðu foreldrum og stjóm- völdum stríð á hendur og ruddu nýju frjálslyndi brautina. Hið opna samfélag sem einkennir Vesturlönd nútímans er skilgetið afkvæmi þeirra. í því felst hin já- kvæða arfleifð 68-kynslóðarinnar sem í kjölfarið hefur tekið völdin alls staðar á Vesturlöndum. Arfleifð kynslóðar Önnur afleiðing af baráttu 68- kynslóðarinnar gegn valdboði, fjölskyldu og stjómvöldum var eins konar upphafning á nýjum tegundum vímugjafa. Háskólapró- fessorinn Tim Leary, einn af gúrúum hins bandaríska hluta kynslóðarinnar, predikaði opin- berlega neyslu á hassi og LSD, og varð um síðir einn þekktasti sýru- haus allra tima. Unglingar á ís- landi klipptu í leður og hengdu á veggi sína frægustu yrðingu hans: „The only hope is dope.“ En 68-kynslóðin var orðin full- orðin þegar hún tók út uppreisn gelgjunnar. Á tímum Woodstock var hún farin að eignast böm, og hafði því hratt á hæli í sælulend- um hippalífsins. Hún skildi eftir sig val þar sem helstu átrúnaðar- goð hennar, poppstjörnur á borð við Jimi Hendricks og Janis Joplin, lágu fallin af völdum of- neyslu. Sjálf hélt hún ótrauð inn á brautir háskólanáms og eigna- gleðinnar. Hún gerði verðbréfa- brask að ellefta boðorðinu og er í dag ríkasta kynslóð mannkyns- sögunnar. Þegar flóðbylgja vægra fikni- efna á borð við marijúana og hass skall yfir Vesturlönd var 68-kyn- slóðin orðin of stálpuð til að ánetj- ast í ríkum mæli hörðu efnunum sem komu á eftir, kókaíni, krakki og heróíni. Það varð hins vegar hlutskipti hennar sem kynslóðar að innleiða fikniefnakúltúrinn sem helríður Vesturlöndum í dag, og verður helsta samfélagsmein næstu aldar. Þegar hassið og LSD komu til íslands var hin uppreisnargjarna og nýjungafíkna 68-kynslóð því of roskin, og ábyrg, til að taka mikla áhættu. Hún lét sér nægja að fikta en hélt tryggð við brennivínið og hefur allar götur síðan verið með traustustu viðskiptamönnum Þór- arins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi. Faraldur fíknar 68-kynslóðin skildi eftir sig neysluhefðir sem dóu ekki þegar hún hætti að fikta, heldur breytt- ust og tóku sér bólfestu með nýj- um kynslóðum. Neyslan hvarf ekki heldur færðist neðar í ár- gangana. Kannabis hvarf úr há- skólapartíum barna embættis- manna og góðborgara í leit að lífs- reynslu og breyttist í geölyf sem ungt fólk á jaðri samfélagsins not- ar af misskilningi til að slökkva örvæntinguna. Kannabisneyslan sem fylgdi 68- árganginum plægði nýjan akur fyrir gamalkunna og hálfgleymda vímugjafa á borð við amfetamín meðal afkomenda hans. í dag er spítt, hvers konar afbrigði af am- fetamíni, ásamt hassi út- breiddasta fíkniefnið meðal bama 68-kynslóðarinnar. í kjölfarið komu líka önnur og harðari efni sem eru þó mun fágætari. Kókaín er til dæmis svo dýrt að það er varla á færi nema þeirra sem raka saman fé á innflutningi efna að neyta þess að staðaldri. Hassið hætti undraskjótt að vera varningur sem misjafnlega lífsglaðir hippar fluttu frá Nepal, Indlandi og Afganistan til Vestur- landa og seldu hverjir öðnim litt blandað á hóflegu verði. í kring- um það myndaðist markaður eins og um hverja aðra vöru sem neyt- endur vilja kaupa. Eini munurinn er sá að salan er ólögleg og mark- aður fyrir kannabis og önnur eit- urlyf er því neðanjarðar. Össur Skarpháðinsson ritstjóri Öllum helstu meginreglum venjulegra viðskipta er hins vegar beitt við sölu efnanna. Stórir inn- flutningsaðilar stunda heildsölu til smærri sölumanna, eða hafa þá á sínum snærum sem eins konar umboðsmenn. Gróðinn, sem er gífurlegur, helgast af fjölda við- skiptavina. Ólögmæti markaðar- ins gerir að verkum að ekki er hægt að beita hefðbundnum aug- lýsingum til að vikka út hóp neyt- enda. En það er enginn fæddur fikniefnaneytandi. Það þarf að búa hann til. Framleiðsla á fíklum Nýr markaður er því unninn með því að sölumaðurinn beitir maður-á-mann aðferðinni. Hann finnur sér hentugt fórnarlamb. Oftast er það óharðnaður ungling- ur sem hefur ekki lífsreynslu til að skilja að fiktið getur á ör- skömmum tíma orðið að fíkn. Sölumennimir leggja sig fram um að finna unglinga sem eiga í til- finningalegum erfiðleikum, eru þegar í vægri óreglu, eða hafa komist í vandræði heima fyrir eða í skólanum og upplifa sig því á jaðri mannfélagsins. í fyrstu vingast sölumaðurinn, sem yfirleitt er eldri og lífsreynd- ari, við fórnarlambið og neyslan byijar á því að hann gefur því fyrstu skammtana. Það tekur ekki nema frá örfáum dögum upp í tvo mánuði að búa til fikil úr fómar- lambinu. Úr vægari efnum á borð við kannabis er leiðin fljót yfir í spíttið, sem er dýrara og veldur hraðari breytingum á karakter unglingsins. Um leið og ungmenni hefur ánetjast fikniefnunum er það næstum sjálfkrafa lagt á braut af- brota. Sérhver skammtur er feiki- dýr á mælikvarða unglinga, sem gjarnast eru ekki í vinnu og hafa naum fjárráð. Eina ráðið til að fjármagna hinn nýja og skelfilega lífsstíl er að grípa til afbrota. Ung- mennin, sem samkvæmt skil- greiningu laganna eru oftast á barnsaldri, grípa til innbrota, þjófnaða og vændis. Það er erfitt fyrir þau að koma ránsfengnum í verð, og oft þurfa þau skjótt á fjármunum að halda til að eiga fyrir nýjum skammti. Sölumaðurinn heldur því við- skiptunum gangandi með því að stunda við þau vöruskipti. Hann tekur við þýfi sem greiðslu, alltaf á mjög lágu verði, og sér um að selja það til glæpamanna sem sér- hæfa sig í að koma því í verð. Sölumaður fikniefnanna er því gagnvart ungum fikniefnaneyt- endum í svipaðri stöðu og einok- unarkaupmaður fyrri alda gagn- vart íslenskum fátæklingum. Hann ræður verðlagi á bæði vör- unni sem hann selur og varningn- um sem hann tekur sem gjald. Þannig eykst gróði hans enn. við að einkavæða, sýsla með hlutabréf og forvalta eignum sin- um. Hún vill ekki taka sameigin- lega ábyrgf á sameigin legum af- komendum sinum. Hún tímir ekki að reiða fram peningana sem þarf til að bjarga þeim bama sinna sem eru fórnarlömb hennar eigin arfleifð- ar. ofbeldi: „Maður hefur enga tölu á slagsmálum, en það er hundrað prósent að einhver er laminn um hverja helgi, oft nefbrot og svo- leiðis, hoppa á hausnum á ein- hverjum, brjóta tennur og svoleið- is. Ég hef alveg sloppið við kær- ur...“ Reynslusaga barns Ömurleikanum í lífi fikils á bamsaldri er lýst í eftirfarandi frásögn ungs drengs, sem starfs- menn Virkisins, einkarekins með- ferðarheimilis, ræddu við: „Núna siðustu þtjá mánuði hef ég stund- um stolið svona 10- 12 GSM-símum sem ég seldi fyr- ir bút eða slög (hass, am- fetamín). Svo hefur m a ð u r e i n n i g stolið svona 4 græjum í „dauð- u m “ partí- u m , s vona 12 víd- eótækj- um og 7-8 sjón- vörpum. Maður fer bara og hittir n æ s t a díler í hverfinu og skipt- ir þessu f y r i r e f n i . Annars fer þetta eftir inn- brotum. Stundum er eitt- h v a ð pantað ... S j ó n - varpi er hægt að skipta í fjögur slög og fjóra búta ef maður er að flýta sér. Stund- um meira. Slag kostar svona 3-4 þúsund krón- ur og bútur fimmtán hundruð ... Já, ég hef verið að skemma hluti. Brjóta rúður og svoleiðis. Minnst 15 stykki ... svo nappaði ég 3 bíl- um, þá skemmir maður svissinn, nauðgar bílnum og skilur hann eftir einhvers staðar ... Svo hefur maður rænt fólk úti á götu, samt ekkert gamlar konur eða svoleiðis ... Svo hefur maður kúgað pening út úr fólki, ógnað því ... maður stelur sér að éta úr búðum, alla- vega einu sinni á dag ... svo hefur maður stolið ógeðslega mikið frá fjölskyldunni, maður hefur enga tölu á því.“ Börnin, sem búið er að gera að þrælum eitursins, eru á ör- skömmum tíma komin í nýjan heim sem þau hafa aldrei þekkt áður. Afbrotin og neyslan skapa umhverfi sem einkennist af of- beldi. Börnin sæta ofbeldi og beita ir sölumenn dauðans ráð- ast að þeim sem liggja vel við höggi vegna óþroska, æsku, til- finningalegs óstöðugleika eða skorts á umhyggju umhverfisins. Hvemig bregst samfélagið við erfíðleikum þeirra? Það bryddar að sönnu á skilningi. Við emm loks farin að skilja að fyrir utan tárin og sorgina sem fylgir því að sjá elskað bam leysast upp fyrir augum sér á örskömmum tíma þá kostar það ærið fé að bjarga þeim standa á barmi glötunarinnar. Það verður engum hjálpað nema með meðferð, sem oft tekur mjög langan tíma, og kostar peninga. En barn, sem ekkert getur bjargað nema meðferð, þarf í dag að biða allt að átta mánuði eftir henni. Hið opinbera, sem lögum samkvæmt hefur skyldu til að út- vega meðferðina, getur ekki séð af 200 milljónum króna sem kostar að eyða biðlistunum. Átta mánuð- ir eru afar langur tími í lífi bams sem getur ekki lifað án fikniefna og getur ekki fjármagnað neysl- una án afbrota og getur ekki stundað afbrot nema lifa í heimi blóðugs ofbeldis. Hér á landi eins og annars staðar eru árgangamir sem tilheyra 68-kynslóðinni komnir til valda i samfélaginu. Hún mótar skoðanir þess og hún tekur ákvarðanir um hvernig sameiginlegum fjármunum þegnanna er varið. Hún ber ábyrgðina á afdrifum sinna eigin barna. En 68-kynslóðin er upptekin Ábyrgð kyn- slóðar 68-kynslóðin lifði sjálfa sig af. Það sama verður ekki sagt um böm hennar. Það eru þau sem í dag eru fórnar- lömb fíkni- efnakúlt- úrs þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.