Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 8
8 sælkerínn LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 T>V Úlfar Eysteinsson, kokkur og rallkappi: Saltfiskur og rjúpa Úlfar Eysteinsson með réttina Ijúffengu. DV-mynd E.ÓI. r lfar Eysteinsson er ekki við eina fjölina felldur. Auk þess sem hann á og rekur veitinga- staðinn Þrír Frakkar hjá Úifari er hann mikill áhugamaður um rall. í vikunni sást til hans i sjónvarpi þar sem hann var að keppa í ralli á Englandi. Rjúpnaveiðitímabilið er hafið og af því tilefni lætur Úlfar okkur fá ljúffenga uppskrift að góðum rjúp- um með villibráðarsósu. Hann sagði að það væri gott að prófa rjúpurnar núna því löngunin væri aftur kom- in um jólin. Bláberjamarineraðar rjúpur með villibráð- arsósu 12 rjúpubringur leggir, fóam, sarpur og hjarta 1 gulrót 1 laukur 2 súputeningar 250 g bláberjasulta timian salt og pipar 2 dl rauðvín 100 g hveiti 75 g smjör 1/2 lauf gráðostur 2 dl rjómi 3 cl brennivín Aðferð: Innyfli brúnuð í potti ásamt lauk og gulrót. 1 lítri vatn sett út i og soð- ið í ca 1 klukkutíma. Teningum bætt út í og sósan þykkt með smjöri og hveiti (smjörbolla). Að lokum er sósan bragðbætt með 2 msk. af sultu, brennivíni og rjóma. Rjúpan er lögð í marineringu (sambland af sultunni, rauðvíninu og 1 tsk. af salti) i 6 klst. Bringurnar steiktar í stutta stund, u.þ.b. 1 mínútu á hvorri hlið. Sósan sett á diskinn, rjúpurnar ofan á og borið fram með sykurbrúnuð- um kartöflum og eplasalati. Saltfiskur með rauðlauk og kapers Fyrir 4 700 g útvatnaður saltfískur 4 stk. rauðlaukar 1 dl kapers 150 g smjör 2 dl hvítvín 3 dl fisksoð olía til steikingar Aðferð: Skerið saltfiskinn í jafna bita, ca 2 á mann. Skerið laukinn. Hitið olí- una á pönnu og steikið saltfiskinn í ca 2 mínútur á hvorri hlið, bætið lauknum og kapers út á pönnuna og snúið að því búnu fiskinum við og steikið í 2 mínútur til viðbótar. Hellið hvítvíninu síðan út á, síðan fiskisoðinu og sjóðið í smástund. Fiskurinn færður upp á diska, suðunni komið upp aftur á pönn- unni, steinseljunni bætt út í og að lokum er smjörinu hrært út í soðið til þykkingar. Borið fram með soðnum kartöfl- um og soðnu grænmeti. Nykaup /v/r swnfersk lcikíim liýr Romm- og rúsínuísterta Dálítinn tíma tekur aö gera ístertuna sem er einstaklega góð. Botn 1 stk. eggjahvíta 1 msk. sykur 35 g möndl- ur 35 g sykur 1 tsk. kakó ís 2 stk. egg 70 g sykur 2 1/2 dl rjómi 2 msk. romm 50 g rúsínur Hjúpur 200 g suðusúkkulaði 2 msk. matarolía 3 msk. möndluspænir Eggjahvíta og sykur eru þeytt vel saman, möndlurnar eru hakkaðar vel og blandað út í ásamt sykri og kakói. Smyrjið út eftir stærð hringformsins og bak- ið við 180” í 10-12 mínútur. ís Egg og sykur eru þeytt vel saman. Blandið svo þeyttum ijómanum saman við. Gott væri ef rúsínumar væru búnar að liggja í romminu yfir nótt. Þeim er svo blandað saman við ijómann. Frystið í forminu yfir nótt. Bræðið súkkulaðið og olíuna saman og blandið spænunum saman við. Losið hringinn af ísn- um og hjúpiö strax og látið storkna. Berið svo fram. Ekki er nauðsynlegt að bera fram sósu með tertunni. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. matgæðingur vikunnar r Sigrún Sól Olafsdóttir leikkona bregst við breyttu ástandi: Lambalifur í óléttunni „Ég var ein af þeim fjölmörgu sem fannst lifúr alls ekki bragðgóð, þurr og beisk á bragðið. En mér finnst gaman að gera tilraunir í matargerð og ég vissi að lifur væri örugglega mun bragðbetri ef hún væri ekki lát- in sjóða, eins og tiðkast í hefðbund- inni íslenskri matargerð. Yfirleitt borða ég ekki kjöt en undanfama mánuði hef ég sótt í meiri kjötmat og jámríkari fæðu ástands míns vegna,“ segir Sigrún Sól Ólafsdótt- ir, leikkona og matgæðingur vikunn- ar, komin átta mánuöi á leið. „Ég stóð sjálfa mig að því að standa fyrir framan kjötborð i stórverslun og fá vatn í munninn við að horfa á blóðugustu kjötafurðim- ar og var svo allt í einu búin að biðja um liflir.',^B'""--..- hjörtu og nýra. Mér varð W. nú hugsað til Rósu 1 Sjálfstæðu fólki eft- ir Laxness, þar sem slátr- un, að- gerð og áti á rollu er lýst þannig að ómögulegt er annað en skynja ein- hverja stóra feg- urð í því. En sumsé; þessi lifrarréttur varð til í svona nokkursi konar „Rósu-dá-1 leiðsluástandi" og j ég bauð til veislu 1 fólki sem ég I vissi að hefði algera óbeit á lifur en horfði á galdurinn gerast, maturinn hvarf ofan í gesti og nammi namm, það er alltaf verið að biðja mig um að elda þennan „dásamlega rétt“ aftur en tekið skal fram að það þarf að njóta eldamennskunnar ekki síður en áts- ins til að galdurinn hrífi." Lambalifur með ólífum og hvítlauk Ólifuolía til að steikja upp úr 1- 2 lambalifrar, eftir því hvort 2-4 borða. Svartar ólífur, steinhreinsaðar - slatti, 20 stk. eða meira (hvítlauksólífur - calamara henta mjög vel) 4 hvít- «. a lauksrif 2 tsk. ■ f ferskt saxað óreganó (tvö- falt magn ef notað er þurrk- að) 2 dl þurrt hvítvín (eða mysa) 1 ferskt rautt chil- r ipiparaldin, fínsaxað k (fræhreinsað ef fólk 1 vill ekki hafa réttinn mjög sterkan) Sigrún Sól Ólafs- dóttir er komin átta mánuði á leið og til að uppfylla kröfur um járnríka fæðu hefur hún fundið lifrarrétt sem þykir hið mesta lostæti. DV-mynd Teitur Hægt er að steikja nokkrar sneiðar af beikoni, smátt skomu, með lifrinni og kemur þá aðeins annar blær á rétt- inn. Aðferð: Skerið lifrina í ca. 1 cm þykkar ræmur og snöggsteikið í ólífuoliunni á háum hita með hvítlauknum og beikoninu. Takið lifrina af pönnunni og haldið heitri. Hellið hvítvíninu á pönnuna og bætið óreganó í, látið sjóða við hægan hita í nokkrar mínútur. Setjið chilipiparinn og ólífumar út í og látið sjóða áfram á hægum hita í u.þ.b. 15-20 mínútur. Ef of lítið er af sósu má bæta vatni út í. Setjið þá lifrma út í og berið fram meö hrísgrjónum og hrásalati. Sigrún Sól gefur einnig uppskrift aö salati sem fer einkar vel með þess- um rétti: 1 haus blaðsalat (íslenskt eða lollo rosso, eða jafnvel kál) hrátt rauðkál, ca 1/5 af haus, skor- ið í mjóar ræmur 1/2 gúrka, skorin í litla bita Lófafylli af sesamfræjum, stráð yfir, gefur skemmtilegan blæ á salat- ið. Salatlögur: 1 tsk. hunang 1 tsk. dijon sinnep ólífúolía balsamedik (eða rauðvínsedik) Pískið vel saman með gaffli, bætið meiri olíu við ef blandan er mjög þykk. Hellið yfir salatið. „Hvort sem þetta salat eða eitthvað annað er vahð með þessum lifrarrétti er gott að hafa salatlöginn sætan til mótvægis við lifrina," segir Sigrún Sól aö endingu en hún skorar á Krist- ján Jónsson myndlistarmann að vera næsta matgæöing. -bjb 5 Bakaður steinbítur með rósmarín og Dalayrju Dalayrja nýtur sín vel með stein- bít. 1 400 steinbít- ur, roð- og bein- laus 100 g Dalayrja 1 msk. ferskt rós- marín smjör 1 stk. álbakki salt og pipar Ferskt salat 1/2 stk. blaðlaukur 1 stk. rauðlaukur 1/2 stk. rauð paprika 1/4 stk. mangó Álbakkinn er smurður með smjöri. Steinbítsflakið er skorið i 4 jafna bita og sett á bakkann með hæfilegu millibili. Kryddið með rósmarín, salti og pipar. Skerið Dalayrjuna í sneiðar og leggiö ofan á. Grillið í 10 mínút- ur með grillið lokað. Ferskt salat Skerið rauðlauk, blaðlauk, papriku og mangó í grófar sneið- ar og blandið saman. Meðlæti Ferskt salat og gróft brauð. Lambaleggir með gufusteiktu hvít- laufssalati Fyrir 6. 2 kg lambaleggir (skankar) salt og pipar 1 stk. gulrót 4 stk. skalottlaukar 1 stk. sellerístilkur 2 stk. vorlaukar eða : 1/2 blaðlaukur ;i 1/2 dl rauðvínsedik 1/2 1 kjúklingasoð (eða vatn og kjúklingakraftur) 250 g stórir vel þroskaðir tómat- ar 1 stk. lárviðarlauf 1 tsk. rósmarín salt »1 kjötkraftur II Gufu- steikt hvítlaufs- salat 6 stk. hvlt- laufssalat (endívur) smjör salt og pipar Leggirnir eru brúnaðir í olíu á pönnu og kryddaðir með salti og pipar. Settir í steikarpott. Skrælið gulrótina og afhýðið laukinn. Skerið selleríið og blað- laukinn í bita, ásamt skallot- lauknum og gulrótinni. Setjið allt grænmetið í pottinn með kjötinu ásamt soði, ediki, lárvið- arlaufum og rósmarín. Grófsaxið tómatana og bætið í. Lokið pott- inum og bakið i 1 1/2 tíma við 190"C. Berið fram í pottinum með gufusteiktu hvítlaufssalati (endívum). Meðlæti Skerið hvítlaufssalatið (endív- urnar) í tvennt og steikið í smjörinu á pönnu, kryddið með salti og pipar. Setjið lok á pönn- una og gufusteikið við vægan hita í 5 mínútur. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Mmmmmmmmmmmí&mmimmmmmimmm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.