Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 68
FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið f hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 Fimm 12 ára krakkar: Gáfu vinkonu sinni ökuferð í limma —4 - í tilefni afmælis Stefanía Ásgeirsdóttir, 12 ára Kópavogsmær, varð yfir sig hissa en jafnframt ánægð þegar glæsi- legur limmi sótti hana á heimili hennar i Fífulind í gær. Þrjár vin- konur Stefaníu, þær Árdís, Lilja og Sigþrúður, og tveir vinir henn- ar, Hörður og Ingvar, öll 12 ára, buðu Stefaníu í ökutúr í glæsibif- reiðinni í tilefni af afmæli hennar í gær. Þau höfðu safnað sjálf fyrir leigunni á limmanum og bílstjóra hans. Síðan var ekið að blómabúð og Stefaníu gefinn fallegur blóm- vöndur. „Þetta kom mér mjög á óvart. Ég -átfi von á einhverri afmælisgjöf frá krökkunum en ekki þessu. Þetta er alveg meiri háttar," sagði Stefanía. „Við ákváðum að gera eitthvað öðruvísi. Við reyndum að plata hana svolítið með því að segja henni að upphafsstafurinn á gjöf- inni væri pé. Þá hélt hún að við ætluðum að gefa henni páfagauk en annað kom í ljós. Við söfnuðum fyrir limmanum með því að spara vasapeninga og svo fengum við smáviðbót frá foreldrum okkar,“ —i£ögðu vinkonur og vinir Stefaníu. -RR Tekinn meö amfetamín Lögreglumenn handtóku karl- mann á þrítugsaldri á Laugavegi i gærkvöld. Maðurinn var með tíu skammta af amfetamíni í fórum sínum og leikur grunur á að hann hafi ætlað að selja fíkniefnin. Mað- urinn var færður í fangageymslur lögreglu. -RR 1 MERKILEGA MERKIVELIN A brother pt 2c islenskir stafir 5 leturstæröir 6 leturgeröir, 6, 9 og 12mm prentborðar j Prentar í 2 línur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport I<suBiunvT •SUBUJRV! 45UBUIRVT Stefanía Ásgeirsdóttir stendur hér fyrir framan opnar dyrnar á limmanum. Fimm vinir hennar sóttu hana á limmanum í gær í tilefni af 12 ára afmæli hennar og þau sjást hér með henni. Stefanía var keyrð að blómabúð þar sem hún fékk glæsilegan blómvönd í afmælisgjöf. DV-myndir ÞÖK Samstarfsörðugleikarnir í Iðnskólanum: Deilan aftur í harðan hnút - stjórn kennarafélagsins sagði af sér í einu lagi Deila kennara og skólameistara Iðnskólans í Reykjavík er nú aftur komin í harðan hnút. Stjóm kennara- félags skólans tilkynnti afsögn í fyrra- kvöld vegna ástandsins i skólanum. Þá telur nefnd kennara, kjörin á fundi kennarafélags skólans sem starfað hefur að lausn svokallaðs Halldórs- máls, að skólameistari hafi ekki stað- ið við skriflegt samkomulag sem gert var fyrir um þremur vikum. Hluti nefndarinnar gekk á fund skólameist- ara fyrr í vikunni og lýsti því yfir að hún teldi samkomulagiö því fallið úr gildi. „Það eru mörg óleyst ágreinings- mál til staðar í skólanum og því ljóst að stjórn kennarafélagsins á erfitt starf fyrir höndum," sagði Baldur J. Baldursson einn frá- farandi stjórnar- manna, þegar DV leitaði skýringa hans á afsögn stjórn- arinnar i gær. Bald- ur sagði, að frá því að stjómin var fyrst kjörin hefðu nokkr- ir aðalmenn hætt og varamenn komið inn. Það þyrfti styrka og samhenta stjórn til að cakast á við þau átaka- verkefni sem fram undan væru. Einnig væra góð tengsl stjómar og nefnda og ráða í skólanum mikilvæg. Eitt af ágreiningsmálunum er að Halldór Hauksson kennari, sem gegnt hafði trúnaðarstörfum fyrir starfs- menn, var ekki endurráðinn að skól- anum í haust. Halldór var einnig for- maður kennarafélagsins. í byrjun mánaðarins leit út fyrir að einhverjar sættir tækjust, þegar ofangreint sam- komulag var undirritað af Halldórs- nefndinni svoköOuðu og skólameist- ara. Það var þess efnis að Halldór skyldi koma til starfa við skólann þeg- ar í stað. Enn hefur ekkert orðið af ráðstöfunum þar að lútandi og telja kennarar að þar með hafi skólameist- arinn brotið undirritað samkomulag, því næg verkefni liggi fyrir handa kennaranum. í sáttaplagginu var einnig gert ráð fyrir því að skipuö yrði samráðs- nefnd þriggja kennara og stjómenda skólans. Að sögn kennara sem DV hefur rætt við hefur skólameistari lýst því yfir að hann verði einn í nefndinni af hálfu stjórnenda. „Nefndarfundir" hafi farið þannig fram að skólameistari hafi kallað hvern nefndarmann einslega á skrif- stofu sína. Þá hafi hann sent „sátta- semjara sinn“ Þórð Vigfússon á einn fund með nefndinni. Þessum vinnu- brögðum vilja nefndarmenn ekki una. ’ í fyrradag gengu nokkrir kennar- ar Iðnskólans á fund Björns Bjarna- sonar menntamálaráðhema og kynntu honum stöðu mála. Bíða þeir nú viðbragða ráðherra. DV náði ekki í Ingvar Ásmunds- son skólameistara vegna málsins. -JSS Ingvar Ásmundsson. Á morgun, sunnudag, verður norðaustankaldi eða stinningskaldi og él Á mánudag verður minnkandi norðaustanátt og dálítil él austanlands norðan- og austanlands en léttskýjað suðvestan til. Hiti verður á bilinu 0 en bjart veður vestan til. Hiti verður í kringum frostmark. til 5 stig að deginum en vægt næturfrost. Veöriö í dag er á bls. 73.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.