Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 42
—.1.1.11.1.1.1 LAUGAVEGUR 45 • SÍUl 511 2555 UPPLVSINGAB OG PAHTAHiR í r ' ‘ ■. Oplö ð Vegas Reykjavfk Sunnudaga tll timmtudaga kl. 21.00-01:00 Föstudaga og laugardaga kl. 21.00-03:00 S|ð lextavarp RUV bls 669 xí borginni | 'FÍórens í j Toskanahér- aöi á Ítalíu „hafa fjölda- margir ferða- langar gist“, eins og Davíð Stefáns- son segir í kvæðinu um listamannakrána Lapí. Þangað fóru líka tvær vinkonur á afmælun- um sínum í októberbyrjun og komust að því að engu er á þá borg logið. Langar þig til Flórens? Flórens er ekkert ''sarnagaman: Matsölu- stöðum er flestum lokað um þrjúleytið og eru ekki opnaðir aftur fyrr en um hálfáttaleytið. Engir McDonalds. Söfn með löngum göngum og mörg- * um myndum og styttum; fagrir garöar með engum leiktækjum; kirkjur sem gleypa lítil böm. Ekki fara ef þú ert bam. Flórens er fullorðinsgaman. Þar em margar fegurstu byggingar, mál- «yerk og höggmyndir mannsandans frá 12. öld. til 17. aldar. Þaðan vom all- ir þeir frægustu - Michelangelo, Bott- icelli, Brunelleschi og Dante. Farðu, ef þú hefur yndi af manngerðu um- hverfi, húsagerðarlist og myndlist frá klukkan átta á morgnana til sex á kvöldin. Ferðaskrifstofur reyndust tregar til að skipuleggja ferð fyrir einstaklinga en þið getið farið sjálf á Netið, aflað upplýsinga og pantað hótelher- bergi. Hvort sem þið gerið þá hafíð góðan fyrirvara. Á net- fanginu http://www.flor- ence.ala.it getið þið skoðað hótelin utan og innan, kikt á veðrið fyrir næstu viku, feng- ið upplýsingar um veðurfar aimennt og fræðst um allt sem viðkemur borginni fyrr og nú. Við bjuggum á 3 stjömu fjölskylduhót- eli í miðborginni og kostaði stórt 2ja manna herbergi (án útsýnis) um 8.000 krónur nóttin á mann. Flugið var til London og frá London beint til Flórens. Flug- v ö 1 1 u r þeirra er í 20 mínútna fjarlægð frá miðborginni, eins konar Reykjavíkurflugvöllur og ekki síður umdeildur en hann - en óneitanlega þægilegt fyrir langt að- komna ferðalanga að lenda nánast í miðbænum. Túristar frá íslandi labba peysu- lausir og berhandleggjaðir í 22-25 stiga hita í október, þótt ítalir séu auðvitað í leðurjökkunum sínum á þessum tíma. Enn er allt grænt, ekk- ert haust. Þeir sem vilja sjá allt það helsta þurfa tvær vikur í borginni. Eftir níu daga hafði listafíkn ekki verið full- nægt og æðimargt var eftir að sjá. Hins vegar er sama hvenær farið er: Moskítóflugumar bíta viðkvæma allt árið ef vamir era ekki viðhafðar. Flugurnar hafa sérstakt dálæti á ís- lenskum menningarstjórum enda vilja þær auðvitað kúltúrblóð í þess- ari borg. Áhugaleysi þeirra á læknum er ekki treystandi. Læknirinn með dómkirkjuna miktu, Duomo, í baksýn. komið fyrir skúlptúrum eftir amer- íska konu sem sýndu að Flórensbúar hafa enn brennandi áhuga á listum. Enda sést listfengi þeirra alls staðar: Hvarvetna gefur að líta skó-, list- muna- og leðurfataverkstæði sem selja gersemar sínar í dásamlegum búðum og á stórum útimörkuðum sem glöddu hjörtu og pyngjur eyðslu- samra afmælisbama frá íslandi. Við rætur virkisins flæða fram brekkur Boboli-hirðgarðanna, garðar Palazzo Pitti, flæmi blómagarða, trjáa og höggmynda frá 16. öld; sannur helgireitur ferðalöngunnar úr Garð- yrkjufélaginu. Piazzale Michelangelo em „neðri svalir" við San Miniato. Þaðan horfir Davíð nakinn - ekki á Golíat heldur yfir borgina sína, Flórens. Davið er 5 metra hár, glæsilegur og rennilegur. Hann er þama á svölunum aðeins í einni viddinni af þremur, þar sem Hvað borðarðu? I „blómaborginni" fundust líka bláar rósir. markaður fyrir utan. Þar fannst loks- ins fallegasti leðurjakkinn i Flórens eftir langa leit. Við inngang á öllum söfnum em 10-12 bannskilti: matarbann, mynda- vélabann, regnhlifabann, útvarpa- bann, ísbann, flassbann, töskubann, hávaðabann, göngustafabann, svo ein- hver séu nefnd. Hins vegar er þessum bönnum ekkert fylgt eftir. En eitt reyndist algjörlega bannað þó að um það væra engin skilti, og var sú fimm- tuga gripin þrisvar innan 20 sek- úndna á þremur söfnum fyrir þann glæp, meira að segja á afmælinu sinu. Það var þegar hún vogaði sér að setj- ast niður, hvíla lúin bein og fara úr skónum. Skiptir hér engu máli þótt um sé að ræða sérlega fallegar tær. í Toskana spæna innlendir ekki í sig spagetti, held- ur hrísgrjón, enda ræktuð þar. Túristamir borða hins vegar allt milli himins og jarðar. í Flórens er samkvæmt niu daga úttekt engin hætta á að fá ekki ferskan, vel eldað- an mat með því að ganga inn á næsta sæta stað sem fyrir verður. En það er líka gaman að fara á valda staði með Toskanamat- reiðslu, eins og t.d. II Cibrero. Fyrir blóðætur er Flórens pottþétt af- sökun fyrir aö borða „bistecca alla fiorentina" (nautasteik) á hverjum degi, en það er einn aöalréttur þeirra flórensa. Tveggja rétta máltíð með léttvíni kostar um 1500-2500 krónur á mann. Sjávarfangið frá Miðjarðarhafinu er líka á borðum og engin útlanda- fiskifýla af þvi. Kaffið var undantekn- ingarlaust gott en brauðið bragðlaust. Hvað eraðsjá utandyra? Úti við má ráfa um rómantísk öng- stræti og góna á rauðar pelargóníur i gluggasyllum og þvott á snúrum utan á húsum en í Flórens er líka styttra i grænan dal með ólífulundum en í El- Einkennandi fyrir Flórens er að allt í einu stendur maður frammi fyrir frægustu listaverkum f heimi. Vorið eftir Botticelli er á Uffici-safninu. Menningarfréttastjórinn með Ponte Vecchio í baksýn. liðaárdalinn hjá Reykvíkingum. Yfir ána Amo sem rennur um miðborgina era margar brýr; skrýtnust þeirra er Ponte Vecchio með húsum beggja vegna, allt freistandi gull- og demanta- búðir. Við hvert fótmál era stórfenglegar kirkjur sem allar geyma listaverk; þar er ekki bara stóra dómkirkjan Duomo. Kirkjur Brunelleschis í borg- inni era fjölmargar, sú frægasta S. Spirito sem hefur himnesk hlutföll bæði utan og innan dyra - sútnasin- fóníu sem leiðir augun til himna. San Miniato al Monte-kirkjan stendur á hárri hæð sunnan ár, „oltr- amo“ eða handan Amo. Á leið til hennar er gamla virkið Forte Belvedere. Þar var þessa októberdaga upprunalega höggmyndin eft- ir Michelangelo er í Accademíu- listasafninu, snjakahvít og marmarakúl. Þriðja eintakið af honum er svo fyrir framan Pal- azzo Vecchio sem nú gegnir hlutverki ráð- húss. Af þessum Davíð fær maður aldrei nóg. Hvað eraðsjá inni? Stærstu og þekktustu listasöfhin í Flórens eru Uffizi, Palazzo Pitti, Accademia og Palazzo Vecchio. Frá hóteli í miðborginni era þau öll í göngufæri, og reyndar flest annað það í borginni sem vert er að sjá. Reikn- andi er með degi í hvert safh, með hliðarfreistingum í búðum og trattor- íum. Grafhýsi Mediciættarinnar við kfrkju San Lorenzo með persónugerv- ingum Michelangelo af rökkrinu, dag- renningunni, nóttunni og deginum er afar áhrifamikið. Ekki síður en þræl- amir í Accademíu sem era lika eftir besta vin okkar. Allt í kringum San Lorenzo er líf og fjör, enda stór úti- Að lokum A afmælunum var sem sé labbað og labbað, talað og talað og skoðað og skoðað. Þó fundum við aldrei lista- mannakrána Lapí sem Davíð orti um - en við höfum sannfrétt að hún sé enn þá í bissniss. Lára Halla Maack & Sifja Aðalsteinsdóttir OpiO allan solarhringinn Aukin þjónusta Þú getur pantað gjaldeyri í síma 560 6000 og sótt hann í afgreiðslu okkar á 2. hæð í Leifsstöð. Landsbankinn i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.