Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Side 42
—.1.1.11.1.1.1 LAUGAVEGUR 45 • SÍUl 511 2555 UPPLVSINGAB OG PAHTAHiR í r ' ‘ ■. Oplö ð Vegas Reykjavfk Sunnudaga tll timmtudaga kl. 21.00-01:00 Föstudaga og laugardaga kl. 21.00-03:00 S|ð lextavarp RUV bls 669 xí borginni | 'FÍórens í j Toskanahér- aöi á Ítalíu „hafa fjölda- margir ferða- langar gist“, eins og Davíð Stefáns- son segir í kvæðinu um listamannakrána Lapí. Þangað fóru líka tvær vinkonur á afmælun- um sínum í októberbyrjun og komust að því að engu er á þá borg logið. Langar þig til Flórens? Flórens er ekkert ''sarnagaman: Matsölu- stöðum er flestum lokað um þrjúleytið og eru ekki opnaðir aftur fyrr en um hálfáttaleytið. Engir McDonalds. Söfn með löngum göngum og mörg- * um myndum og styttum; fagrir garöar með engum leiktækjum; kirkjur sem gleypa lítil böm. Ekki fara ef þú ert bam. Flórens er fullorðinsgaman. Þar em margar fegurstu byggingar, mál- «yerk og höggmyndir mannsandans frá 12. öld. til 17. aldar. Þaðan vom all- ir þeir frægustu - Michelangelo, Bott- icelli, Brunelleschi og Dante. Farðu, ef þú hefur yndi af manngerðu um- hverfi, húsagerðarlist og myndlist frá klukkan átta á morgnana til sex á kvöldin. Ferðaskrifstofur reyndust tregar til að skipuleggja ferð fyrir einstaklinga en þið getið farið sjálf á Netið, aflað upplýsinga og pantað hótelher- bergi. Hvort sem þið gerið þá hafíð góðan fyrirvara. Á net- fanginu http://www.flor- ence.ala.it getið þið skoðað hótelin utan og innan, kikt á veðrið fyrir næstu viku, feng- ið upplýsingar um veðurfar aimennt og fræðst um allt sem viðkemur borginni fyrr og nú. Við bjuggum á 3 stjömu fjölskylduhót- eli í miðborginni og kostaði stórt 2ja manna herbergi (án útsýnis) um 8.000 krónur nóttin á mann. Flugið var til London og frá London beint til Flórens. Flug- v ö 1 1 u r þeirra er í 20 mínútna fjarlægð frá miðborginni, eins konar Reykjavíkurflugvöllur og ekki síður umdeildur en hann - en óneitanlega þægilegt fyrir langt að- komna ferðalanga að lenda nánast í miðbænum. Túristar frá íslandi labba peysu- lausir og berhandleggjaðir í 22-25 stiga hita í október, þótt ítalir séu auðvitað í leðurjökkunum sínum á þessum tíma. Enn er allt grænt, ekk- ert haust. Þeir sem vilja sjá allt það helsta þurfa tvær vikur í borginni. Eftir níu daga hafði listafíkn ekki verið full- nægt og æðimargt var eftir að sjá. Hins vegar er sama hvenær farið er: Moskítóflugumar bíta viðkvæma allt árið ef vamir era ekki viðhafðar. Flugurnar hafa sérstakt dálæti á ís- lenskum menningarstjórum enda vilja þær auðvitað kúltúrblóð í þess- ari borg. Áhugaleysi þeirra á læknum er ekki treystandi. Læknirinn með dómkirkjuna miktu, Duomo, í baksýn. komið fyrir skúlptúrum eftir amer- íska konu sem sýndu að Flórensbúar hafa enn brennandi áhuga á listum. Enda sést listfengi þeirra alls staðar: Hvarvetna gefur að líta skó-, list- muna- og leðurfataverkstæði sem selja gersemar sínar í dásamlegum búðum og á stórum útimörkuðum sem glöddu hjörtu og pyngjur eyðslu- samra afmælisbama frá íslandi. Við rætur virkisins flæða fram brekkur Boboli-hirðgarðanna, garðar Palazzo Pitti, flæmi blómagarða, trjáa og höggmynda frá 16. öld; sannur helgireitur ferðalöngunnar úr Garð- yrkjufélaginu. Piazzale Michelangelo em „neðri svalir" við San Miniato. Þaðan horfir Davíð nakinn - ekki á Golíat heldur yfir borgina sína, Flórens. Davið er 5 metra hár, glæsilegur og rennilegur. Hann er þama á svölunum aðeins í einni viddinni af þremur, þar sem Hvað borðarðu? I „blómaborginni" fundust líka bláar rósir. markaður fyrir utan. Þar fannst loks- ins fallegasti leðurjakkinn i Flórens eftir langa leit. Við inngang á öllum söfnum em 10-12 bannskilti: matarbann, mynda- vélabann, regnhlifabann, útvarpa- bann, ísbann, flassbann, töskubann, hávaðabann, göngustafabann, svo ein- hver séu nefnd. Hins vegar er þessum bönnum ekkert fylgt eftir. En eitt reyndist algjörlega bannað þó að um það væra engin skilti, og var sú fimm- tuga gripin þrisvar innan 20 sek- úndna á þremur söfnum fyrir þann glæp, meira að segja á afmælinu sinu. Það var þegar hún vogaði sér að setj- ast niður, hvíla lúin bein og fara úr skónum. Skiptir hér engu máli þótt um sé að ræða sérlega fallegar tær. í Toskana spæna innlendir ekki í sig spagetti, held- ur hrísgrjón, enda ræktuð þar. Túristamir borða hins vegar allt milli himins og jarðar. í Flórens er samkvæmt niu daga úttekt engin hætta á að fá ekki ferskan, vel eldað- an mat með því að ganga inn á næsta sæta stað sem fyrir verður. En það er líka gaman að fara á valda staði með Toskanamat- reiðslu, eins og t.d. II Cibrero. Fyrir blóðætur er Flórens pottþétt af- sökun fyrir aö borða „bistecca alla fiorentina" (nautasteik) á hverjum degi, en það er einn aöalréttur þeirra flórensa. Tveggja rétta máltíð með léttvíni kostar um 1500-2500 krónur á mann. Sjávarfangið frá Miðjarðarhafinu er líka á borðum og engin útlanda- fiskifýla af þvi. Kaffið var undantekn- ingarlaust gott en brauðið bragðlaust. Hvað eraðsjá utandyra? Úti við má ráfa um rómantísk öng- stræti og góna á rauðar pelargóníur i gluggasyllum og þvott á snúrum utan á húsum en í Flórens er líka styttra i grænan dal með ólífulundum en í El- Einkennandi fyrir Flórens er að allt í einu stendur maður frammi fyrir frægustu listaverkum f heimi. Vorið eftir Botticelli er á Uffici-safninu. Menningarfréttastjórinn með Ponte Vecchio í baksýn. liðaárdalinn hjá Reykvíkingum. Yfir ána Amo sem rennur um miðborgina era margar brýr; skrýtnust þeirra er Ponte Vecchio með húsum beggja vegna, allt freistandi gull- og demanta- búðir. Við hvert fótmál era stórfenglegar kirkjur sem allar geyma listaverk; þar er ekki bara stóra dómkirkjan Duomo. Kirkjur Brunelleschis í borg- inni era fjölmargar, sú frægasta S. Spirito sem hefur himnesk hlutföll bæði utan og innan dyra - sútnasin- fóníu sem leiðir augun til himna. San Miniato al Monte-kirkjan stendur á hárri hæð sunnan ár, „oltr- amo“ eða handan Amo. Á leið til hennar er gamla virkið Forte Belvedere. Þar var þessa októberdaga upprunalega höggmyndin eft- ir Michelangelo er í Accademíu- listasafninu, snjakahvít og marmarakúl. Þriðja eintakið af honum er svo fyrir framan Pal- azzo Vecchio sem nú gegnir hlutverki ráð- húss. Af þessum Davíð fær maður aldrei nóg. Hvað eraðsjá inni? Stærstu og þekktustu listasöfhin í Flórens eru Uffizi, Palazzo Pitti, Accademia og Palazzo Vecchio. Frá hóteli í miðborginni era þau öll í göngufæri, og reyndar flest annað það í borginni sem vert er að sjá. Reikn- andi er með degi í hvert safh, með hliðarfreistingum í búðum og trattor- íum. Grafhýsi Mediciættarinnar við kfrkju San Lorenzo með persónugerv- ingum Michelangelo af rökkrinu, dag- renningunni, nóttunni og deginum er afar áhrifamikið. Ekki síður en þræl- amir í Accademíu sem era lika eftir besta vin okkar. Allt í kringum San Lorenzo er líf og fjör, enda stór úti- Að lokum A afmælunum var sem sé labbað og labbað, talað og talað og skoðað og skoðað. Þó fundum við aldrei lista- mannakrána Lapí sem Davíð orti um - en við höfum sannfrétt að hún sé enn þá í bissniss. Lára Halla Maack & Sifja Aðalsteinsdóttir OpiO allan solarhringinn Aukin þjónusta Þú getur pantað gjaldeyri í síma 560 6000 og sótt hann í afgreiðslu okkar á 2. hæð í Leifsstöð. Landsbankinn i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.