Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 39
1>V LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 %3X Bókaútgáfan Hólar með bók um box eftir Bubba Morthens og Sverri Agnarsson: Naseem Hamed Bókaútgáfan Hólar er um þessar mundir aö senda frá sér bókina BOX eftir Bubba Morthens og Sverri Agnarsson. í bókinni er víöa komiö viö; hlaupiö er yfir hnefaleikasöguna og bestu boxurum heims fyrr og síöar gerö nánari skil í máli og myndum. Nœgir þar aö nefna: Joe Louis, Rocky Marciano, Muhammed Alí, George Forem- an, Mike Tyson, Evander Holyfi- eld, Oscar de la Hoya, Lennox Lewis, Roy Jones og auövitaö sjálfan Prinsinn - Naseem Hamed. Og þar sem Prinsinn er nú í óöaönn aö búa sig undir bardagann við írann Wayne McCullough, sem háöur veröur í kvöld og sýndur í beinni á Sýn, er ekki úr vegi aö frœöast örlítiö um þaö undrabarn sem Prins- inn sannarlega er. „Árið er 1981. Við erum stödd í hnífaborginni Sheffield á Englandi. ír- inn Brendan Ingle, einn þekktasti hnefaleikaþjálfari á Bretlandseyjum í dag, er á leiðinni heim í strætó. Af einhverjum ástæðum er biðin við eina stoppistöðina lengri en venjulega og út um gluggann sér hann nokkra inn- fædda stráka gera aðsúg að litlum, horuðum arabastrák. Ingle horfir furðu lostinn á þegar þessi smápjakk- ur, minnstur allra í þvögunni, slær frá sér af slíkum fítonskrafti að flótti brestur í árásarliðið. Ingle er ekki í smáverslunar í nágrenninu. Erindi hans er að biðja Ingle um að kenna sonum sínum þremur að boxa og reynist það auðsótt mál. Maðurinn fer út, en birtist aftur að vörmu spori og eru synirnir þá með honum. Hann byrjar að útskýra það fyrir Ingel, því hann vilji að strákarnir læri hnefa- leika; þeir eru lagðir í einelti vegna litarháttar sins og arabísks uppruna. Meira þurfti hann ekki að segja. Hnefaleikaþjálfarinn þekkti vanda- málið. Fyrir framan hann var pjakk- urinn sem barðist svo hraustlega við stoppistöðina. Naseem Salom Alí Hamed, en svo heitir hetjan, og bræður hans hófu boxæfingar þegar í stað. Þó var mikill munur á áhuga bræðranna. Tveir þeirra, Riath og Nabel, heltust fljót- lega úr lestinni, en Naseem eða Nas eins og hann er kallaður, sýndi strax ótrúlega eljusemi við æfíngarnar. Hann flutti nánast inn í æfingastöð- ina, var þar alla daga vikunnar, jafnt vetur, sumar, vor og haust; allt frá sjö ára aldri til tvítugs, er hann vann fyrsta meistaratitil sinn; Evrópu- meistaratitlinn í bantamvigt árið 1994. Það sem Ingle sá á stoppistöðinni forðum er nú alkunna á meðal hnefa- leikaunnenda um allan heim. Vekur furðu og aðdáun Prinsinn Naseem Hamed er alveg sér á báti í hnefaleikaheiminum í dag. Hann er litríkasti hnefaleikakappi sem fram hefur komið í langan tíma og örugglega sá athyglisverðasti í fis- flokkunum. Prinsinn hefur vakið furðu og aðdáun með óútreiknanleg- Prinsinn á að baki makalausan feril í boxinu. Af 30 viðureignum hafa 28 endað með rothöggi. Hér að ofan getur að líta endi einnar slíkrar viðureignar. Bókarkápan er svo hér til hliðar. SaBMlSIB CS StftBBtR iliH/lcccnii vafa: þessi litli og harði nagli er efni í boxara. Hreyfingar pfftsins og kýling- ar eru svo óvenjulegar að Ingle fær það á tilfinninguna að hann hafi séð eitthvað nýtt; eitthvað sem hnefa- leikafræðin á eftir að uppgötva. En strætóinn heldur áfram og strákarnir hverfa úr augsýn. Þessi at- burður er Ingle samt svo minnisstæð- ur að hann hefur orð á þessu við konu sína og ásakar sjálfan sig fyrir að hafa ekki náð tali af guttanum tU þess að bjóða honum i hnefaleikanám. Lagðir í einelti Nokkrum dögum síðar kemur virðulegúr og gráhærður maður, nokkuð við aldur, í heimsókn á æf- ingastöð Ingle. Þetta er innflytjandi frá Arabaríkinu Yemen og eigandi um stíl og yf- irlýsingagleði sem minnir mjög á meistarann Muhammed Alí. Með sam- spUi hæfileika, ögunar, ástundunar og vUja hefur hann skapað nýjan stU í hnefaleikum og það er einungis tím- inn sem sker úr um það, hvort sá stíU stenst árásir andstæðinganna á sama hátt og stUl Alí stóðst næstum aUa í átján ár. Með þeim hraða sem Prinsinn býr yfir, jafnt í höndum sem fótum, getur hann leyft sér ýmislegt í hringnum sem ekki er á færi neins nema þá ef tU vUl Roy Jones. Og þar sem Jones hef- ur verið líkt við tónskáldið Paganini er hægt að slá því fram að Prinsinn sé Mozart hnefaleikanna. Hann virðist gera áreynslulausa uppreisn, innan marka hefðarinnar, en hefðin er ekki söm eftir að hann hefur farið um hana höndum - heldur rýmri. Prinsinn sýn- ir svo eðlislæga andstöðu gegn öUum kerfum í hringnum að hann virðist boxa i einhverskonar algleymi sem á ekkert skylt við lög og reglur þessa heims. Framganga hans í hringnum heldur lífi í þeirri von margra, að sköpunargleði og hugmyndaflug séu máttugri öfl í mannheimum, en niður njörfaðar reglur. Kominn til að vera? Stóra spurningin er, hvort Prinsinn sé kominn tU að vera. I ættlandi hans, Yemen, prýðir hann frímerki, en verð- ur hann álíka varanlegur í boxinu? Hann hefur þegar sett mark sitt á íþróttina sem fyrsta ofurhetja fisvigt- anna í Evrópu. Þá er hann einnig orð- inn mjög þekktur í Bandaríkjunum, en þó ekki búinn að slá þar í gegn. Hinum megin við hafið er hefðin líka ríkari og erfiðara fyrir boxara að sanna sig. Þar eru menn aUtaf varkár- ir í mati sínu á boxurum annarra þjóða og margir af bandarísku box- spekingunum segja það reyndar fuff- um fetum, að einungis sé tímaspurs- Hver er Prinsinn? I- Naseem Hamed Fæddur: 12. febrúar 1974. Hæð: 160 sentímetrar. Þjóðerni: Enskur (breskur - af jemenskum ættum). Atvinnuboxari frá árinu 1992. Heimsmeistaratitlar í fjað- urvigt: WBO-sambandsins frá 1995 og EBF-sambands- ins 1997. Sigrar: 30. Ósigrar: 0. Jafntefli: 0. Sigrar á rothöggi: 28. mál hvenær Prinsinn verði sigraður. Það skorti jafnvægi í allar hreyfingar hans og stiUinn sé aUtof opinn. En þetta sama var sagt um Alí. Því dæma þessar umsagnir „okkar mann“ ekki úr leik. Umboðsmaður Prinsins er enskur, Frank Warren að nafni, og hefur hann hugsað einkar vel um skjólstæðing sinn. Þeir gerðu auglýsingasamning við íþróttavörufyrirtækið Adidas sem gaf þeim tólf miUjónir dala i aðra hönd. Þessi samningur tryggði Prins- inum og Warren fiárhagslegt sjálf- stæði og hefur gert þeim kleift að stjóma ferðinni án þess að blanda stóru amerisku umboðsmönnunum i málin. Þó hefur það sennilega tafið fyrir framgangi Prinsins i Bandaríkj- unum. Peningarnir streyma Prinsinn er enn ósigraður. Hann hefur unnið aUt innan sinna þyngd- armarka í Evrópu og þorir í hvern sem er. Prinsinn hræðist engan og ef sjálfsálitið réði því hver væri bestur þá gæti hann sparað megnið af sínu en samt sigrað heiminn. Fjórðungur myndi nægja. Lengi vel fékk Prinsinn ekki að berjast við bestu bandarísku boxar- ana. En þegar Kanarnir sáu hvUikt hnefaleikakonfekt bardagar hans voru þá opnaðist skyndUega leiðin inn í Bandaríkin. Viðureignir Prinsins við evrópska og suður-am- eríska boxara voru lika meiriháttar sýningar; blásnar upp af sjónvarps- stöðvum, sem gerðu kappann að „mega-stjörnu“ á skjánum, ekkert síður vestanhafs en annars staðar. Þessi áhugi sjónvarpsmanna á Prinsinum veldur því að nú Prinsinn - Naseem Hamed - er Ifklega vinsælasti boxarinn í dag. Honum eru gerð skil í bókinni Box eftir þá Bubba Morthens og Sverri Agnarsson. streyma peningar inn í fiaðurvigt- ina sem aldrei fyrr og ekki spUlir þáttur fóður hans fyrir, en sá gamli lætur sig aldrei vanta þegar strák- urinn berst. Þeir eru glæsilegir saman, feðgarnir Sal og Prinsinn. Tekur Jackson í nefið I gegnum tíðina hefur mörgum box- urum tekist að ganga inn í hnefaleika- salinn á tilkomumikinn og leikrænan hátt. Þetta hefur Prinsinn fært upp í nýjar og áður óþekktar hæðir. Inn- ganga hans er engu lik og slær við flottustu sviðsetningum i poppinu. Prinsinn tekur Michael Jackson í nef- ið hvað þetta varðar. Þar sem Prins- inn berst - þar ríkja hátíðarhöld frá upphafi til enda. Árið 1995 vann Prinsinn fyrsta stóra titilinn. Þetta var WBO beltið í fiaðurvigt. Hann tók það af Walesbú- anum Steve Robinson í áttundu lotu og hefur haldið því síðan. Áður hafði Robinson varið það í sjö skipti. Eftir þennan sigur barðist Prinsinn við minni spámenn til ársins 1997. Þá fékk hann loksins verðugan andstæð- ing, að menn héldu, og það beint frá Bandaríkjunum; sjálfan Tom „Boom Boom“ Johnson, meistara IBF sam- bandsins í fiaðurvigt. Það er þó ekki nóg að vera svellkaldur Kani þegar Prinsinn er annars vegar. Hann sigr- aði „Boom Boorn" í London með ótrú- legum fettum og sveiflum og „átti“ því orðið tvö belti í staðinn fyrir eitt þeg- ar bardaganum lauk í miðri áttundu lotu. Prinsinn hélt þó IBF-titlinum stutt. Hann neitaði skömmu síðar að berjast við fyrsta áskoranda IBF, sem talinn var miður góður boxari, og því fauk það belti átakalaust. Prinsinn vildi fá sterkan mótherja - ekki ein- hvern meðaljón. Stærsti bardaginn Og í jólamánuðinum þetta sama ár fékk hann einn sterkan. Það var kom- ið að stærsta bardaga Prinsins til þessa. Andstæðingur hans var ný og ósigruð en titillaus stjarna, Kevin „Flushing Flash" Kelley, og fór viður- eign þeirra fram í Madison Square Garden í New York. í þessum bardaga var annar bragur á Prinsinum en í þeim fyrri. Hann var mun varfærnari og sýndi þá að hann kann líka hefð- bundið box. Kelley tókst samt að slá Prinsinn þrisvar í strigann, en þaö skipti engu máli; Prinsinn virðist ávallt standa svo létt í fæturna, að þótt hann sé sleginn niður þá meiða höggin hann ekki, enda þaut hann jafn harðan á fætur aftur, beitti sínum alkunnu undrahöggum og sendi Kelley einu skipti oftar í gólfið. Það nægði. Prinsinn hafði lengi átt sér óska- mótherja. Það var Puerto Rico-búinn Wilfredo Vazquez, sem þá var hand- hafi WBA-titilsins í fiaðurvigt og einnig svokallaður línumeistari í þessum þyngdarflokki. Prinsinn vildi að sjálfsögðu krækja í þessar viður- kenningar, en þegar loksins kom að bardaga þeirra í april 1998, þá hafði Vazquez bara línutitilinn upp á að bjóða; var búinn að afsala sér hinum. Þetta voru auðvitað mikil vonbrigði fyrir Prinsinn, sem þó gaf allt í slag- inn og kláraði dæmið í sjöundu lotu. Velur andstæðinga Nú er svo komið að allir fisvigtar- menn í heimi krefiast þess að fá bar- daga við Prinsinn. Þeir fá margfalt meira fyrir að berjast við hann en ein- hverja aðra. En það er Prinsins að velja sér andstæðinga - hann ræður við hvern, hvar og hvenær hann berst. Hann er i Qaðurvigt og gæti sem best barist þar áfram um ókomin ár, en hann gæti líka þyngt sig og far- ið upp í léttléttvigt. Þar eru nokkrir sem myndu þiggja bardaga við hann með þökkum. Einn þeirra er Genaro Hernandez, WBC meistarinn í léttlétt- vigt; frábær boxari, mjög hávaxinn og teknískur. Annar er rotarinn Arturo Gatti - stórkostlegur bardagamaður. I þyngdarflokknum fyrir neðan fiaður- vigtina, léttfiaðurvigt, eru einnig margir sem hugsa sér til hreyfings upp á við. Þar stendur írinn Wayne McCullough framarlega. Hann hefur sterka kinn, úthald á við veðhlaupa- hest og gæti reynst Prinsinum erfið- ari andstæðingur en nokkm-n grunar. Bardagi á milli þeirra er einmitt framundan þegar þetta er skrifað. Það verður spennandi að fylgjast með Prinsinum á næstu árum; Arabanum sem tók hnefaleikaheim- inn meö leiftursókn; skaut fyrst og spurði svo. Hann er ekki einungis boxari - hann er skemmtiatriði, sem enginn fær nóg af þótt allir þættimir hafi endað eins hingað til - með sigri hans. Það vantar fleiri menn eins og Prins Naseem Hamed í sportið.“ (Millifyrirsagnir eru blaðsins)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.