Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 35
» h&lgarviðtal LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 33 H/* I : 33 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 Um helgina verður mikil gleði á heimili einu í Mos- fellsbœ. Þar fagna fjórar ungar stúlkur því samtím- is að verða 10 ára á morg- un, 1. nóvember. Þetta eru að sjálfsögðu fjórburarnir Alexandra, Brynhildur, Diljá og Elín Guðjónsdœt- ur en þœr eru einu núlif- andi fjórburarnir hér á landi. Margrét Þóra Bald- ursdóttir og Guðjón S. Val- geirsson eignuðust dœt- urnar 1. nóvember 1988 með aðstoð glasafrjóvgun- ar sem framkvœmd var í Englandi en þá höfðu að- eins einu sinni áður komió „glasafjórburar“ í heim- inn. Fyrir átti Margrét einn son, Jóhannes Bald- ur, sem nú er 24 ára. Vegna þessara tímamóta heimsóttum við fjölskyld- una í Mosfellsbœinn og tókum foreldrana og af- mœlisbörnin tali. Auk þess rekjum við söguna í mynd- um hér á opnunni. Nóg er til af myndum enda frœg börn á ferðinni. Blaðamaður hafði meðferðis afrit af fréttum og viðtölum úr DV um það leyti sem stúlkurnar komu í heiminn. Fæðingin þótti mikill við- burður því aðeins tvisvar áður var vitað um fjórburafæðingu á íslandi; 1880 og 1957. í hvorugu tilvikinu komust öll bömin á legg. Undanfar- inn áratug hafa fjórburafæðingar ekki orðið fleiri. Fyrirsögn á helgarviðtali í DV, sem tekið rétt eftir fæðinguna, var þessi: Litlu fjórburastúlkurnar ró- legar og góöar: Kvíöum ekki svefn- lausum nóttum. Margrét Þóra hló þegar hún sá þetta. Næturnar urðu nefnilega æði margar svefnlausar þrátt fyrir aðstoð góðra manna. Eftir þessi tiu ár er þeim Mar- gréti og Guðjóni efst í huga þakk- læti fyrir hvað stúlkumar hafa ver- ið heilbrigðar. „Eitt stórt krafta- verk,“ sagði Margrét og knúsaði Diljá að sér sem fylgdist með viðtal- inu. Guðjóni fannst lika skrýtið að hugsa til þess hve tíminn hefði ver- ið fljótur að líða. Þær væru að verða unglingar. „Þetta er búinn að vera fjörugur og erfiður tími, eins og með öll börn. Við getum ekki annað sagt en að við höfum verið heppin,“ sagði Guðjón. Eins og hjá fyrirtæki Hvort eitthvað hafi verið erfiðara en annað sögðu þau vökunæturnar hafa verið margar. Hefði aðstoð frá sveitarfélaginu ekki komið til hefðu þau liklega ekki lifað fyrsta árið af. Mosfellsbær lagði til greiðslur fyrir „næturkonur" sem vöktu yfir fjór- burunum frá miðnætti til átta á morgnana svo að þau gætu fengið samfelldan svefn. Á daginn var Margrét með heimilishjálp. Guðjón hélt sínu striki í vinnunni, enda veitti ekki af, en hann rekur tann- læknastofu í Mosfellsbæ og Grund- arfirði. „Það var ekki annað hægt en að halda áfram að vinna,“ sagði Guðjón, „ég hef líka oft hugsað til þess hversu kostnaðarsamt það er að ala upp börn á íslandi. Ég hefði ekki viljað vera 20 árum yngri og eiga eftir að koma undir mig fótun- um. Það hefði verið ægilegt basl.“ „Þetta var bara vinna sem við reyndum að skipuleggja eins vel og við gátum,“ sagði Margrét þegar blaðamaður spurði hvað hefði verið erfiðast. „Við héldum dagbók fyrstu tvö árin þar sem allt var skráð ná- kvæmlega, hvenær skipt var á þeim, hvað þær borðuðu og hversu mikið, hvenær þær sváfu, vöktu og svo framvegis. Þetta var eiginlega eins og hjá fyrirtæki. Öðruvísi var ekki hægt að fylgjast með þessu,“ sagði Margrét. Þau voru fljót að greina á milli systranna, sem eru fjóreggja, og sjá út persónuleika þeirra. „Þær eru mjög ólíkar,“ sagði Margrét og Guð- jón tók undir það, sagði þær verða ólíkari hver annarri með hverju ár- inu. Ég er að fara í talningu! En skyldu þau enn þá muna hvernig þau brugðust við tíðindun- um að von væri á fjórburum? „Það var nú bara fyndið,“ sagði Margrét, „ég var að vinna í Verslunarbank- anum sáluga og sagði í gamni við vinnufélagana þegar ég fór í fyrsta sinn í sónar að ég væri að fara í talningu. Þá vissi ég ekkert að börn- in væru fjögur. Vonin var aðeins sú að fá eitt barn, annað yrði bara ánægjulegra. Við áttum alveg eins von á að eggin myndu ekki frjóvgast öll og trúðum þessu eiginlega ekki fyrr en þær voru fæddar.“ Guðjón sagðist hafa tekið tíðind- unum af stakri ró. Þau hefðu ekki slegið sig út af laginu. „Kannski að ég hafi þagnað í smástund en svo tók maður bara orðnum hlut. Fljótt fór maður bara að hugsa hvaða út- gáfa kæmi, hvort það kæmu tvær stelpur og tveir strákar, fjórar stelp- ur eða fjórir strákar. Að öðru leyti veltum við okkur ekki mikið upp úr þessu. Á meðgöngunni voru hinir og þessir að láta okkur fá bæklinga og sögur af fjölburaeign. Maður var fljótur að fleygja þessu því þarna voru hálfgerðar hryllingssögur. Svo margt gat farið úrskeiðis aö við vildum ekkert velta okkur upp úr því. Við vonuðum bara hið besta - sem og reyndin varð,“ sagði Guðjón. Alexandra kom fyrst í heiminn, þá Brynhildur, Elín og loks Diljá. Öll voru nöfnin ákveðin „út í loftið" nema Elín. Sex egg enn í frysti í DV-viðtali fyrir fæðinguna var haft eftir Margréti að ef eingöngu kæmu strákar eða stelpur gæti hún hugsað sér að eignast böm af gagn- stæðu kyni síðar. „Já, það var þá,“ Fjórburasysturnar ásamjfyrerarum sínum. Elín er í fangi föður sins. Guðjóns Sveins Valgeirssonar, Diljá er fyrir aftan þau, þá kemur Alexandra og Brynhildur er i fangi móðurinnar Margrétar Þóru Baldursdóttur. Úrklippan w að ofan sýnir forsíðufrétt DV sem sagði ffj|feðingunni samdægurs. DV-mynd ÞOK á landi fyrr en í kringum 1992. Áður fóra þessar aðgerðir fram í Englandi og fram að þeim tíma sem fjórburarnir komu þótti þetta feimn- ismál. En með tilkomu þeirra var eins og brautin hafi verið rudd fyr- ir enn fleiri. Þau sögðust hafa fund- ið fyrir þessu og þá á jákvæðan hátt. Margir hefðu talað við þau og leitað eftir ráðgjöf. Eftir að Margrét og Guðjón höfðu eignast fjórburana hættu læknamir á Bourn Hall Clinic að koma fjórum eggjum fyrir. í dag eru bara sett tvö egg. í þeirra aðgerð frjóvguðust það mörg egg að þau eiga sex egg af- gangs sem geymd eru í frysti í Boum Hall Clinic. Undanfarin tíu ár hafa þau greitt árlega cif þeim „frystikostnað". „Þess vegna get ég farið aftur, einhvern tímann á gamals aldri,“ sagði Margrét og hló, „en við erum bara ekki búin að ákveða hvaö við ætlum að gera. Vitanlega er svolitið sérstakt að vita af þessum eggjum því þarna eru í rauninni sex líf.“ Það gat verið erfitt að halda utan um allar fjórar. Pabbinn reynir af öllum mætti en Diljá hefur sloppið frá. í fanginu eru, frá vinstri, Brynhildur, Alexandra og Elín. Myndin er tekin þegar þær voru 1 árs. DV-mynd GVA Aftur í banka Margrét og Guðjón hafa alltaf get- að tekið sér frí frá uppeldinu smá- tíma í senn, viku eða svo. Þau sögðu það frí að sjálfsögðu alltaf kærkom- an sig, ef svo má að orði komast. Hún fór á námskeið í Viðskipta- og tölvuskólanum og fyrr en varði var hún farin að vinna í banka á ný. Réð sig í sumarvinnu í Búnaðar- bankanum í Mosfellsbæ sem „teygð- ist“ fram á veturinn. Hún hætti í bankanum í vor og hefur ákveðið að sinna stelpunum eins mikið og hún getur. „Á þessum síðustu og verstu tim- um skiptir miklu máli að vera sem mest með börnunum. Ef fólk getur það fjárhagslega ætti annað foreldr- ið að vera heima.“ Stutt í unglingsárin Við tíu ára aldurinn hugsa þau hvað stutt sé í unglingsárin. Þótt þau kviðu ekki svefnlausum nóttum þá kvíða þau unglingsárunum. „Ég hugsa til þess með hryllingi,“ sagði Margrét, „en við tökum hvern dag fyrir í einu. Auðvitað eru börn mis- jöfn, geta bæði verið erflðir ungling- ar og rólegir. Mestu skiptir að halda þeim frá öllu því ljóta sem til er núna.“ Hvort ekki megi búast við fjöri á heimilinu þegar systurnar fara að „ganga út“ sögðust þau reikna með því. Reyndar væri það aðeins byrjað í formi símhringinga og fyrir- spurna. Umræða um hitt kynið væri líka farin að koma upp. Efnilegur kvartett Guðjón er úr Skagafirðinum og söngelskur eins og margir þaðan, syngur annan tenór í Karlakómum Stefni í Mosfellsbæ. Aðspurður sagðist hann vera pottþéttur á að þær hefðu erft sönghæfileikana. Þær væm lagvissar og með faUega rödd. Það heyrðust a.m.k. háværir tónar frá tómstundaherberginu þeg- ar tekið væri til við að syngja lög úr Grease eða með Spice Girls. „Þær taka vel undir í bílnum þeg- ar við eram á ferðalögum. Þær kunna diskinn með Grease-lögun- um utan að,“ sagði Guðjón og aldrei að vita nema þær eigi eftir að stofna systrakvartett. Að velja og hafna „Ég veit ekki hvað skal segja,“ sagði Margrét þegar þau voru spurð hvaða ráð þau gætu gefið flór- buraforeldrum framtíðarinnar. „Þetta er í sjálfu sér ekkert frá- brugðið því að eignast flögur börn á Fjórburarnir Alexandra, Brynhildur, Diljá og Elín Guðjónsdætur eru 10 ára á morgun - foreldrunum er efst í huga hve allt hefur gengið vel: sagði Margrét og hló þegar þetta var því áhuga að fá systkini. Þá áttu urdóttur mína í pössun í tvær næt- riflað upp. „Þetta var ágætt. Ekki nokkrar vinkonur lítil systkini til ur og þá hætti þessi þrýstingur." það að um tíma sýndu stelpurnar að passa. Svo fengum við litla syst- Tæknifrjóvganir hófust ekki hér ið. Þegar stelpumar vom orðnar jafnmörgum árum. Ég held að það sex ára og komnar í skóla fór Mar- sé meira að segja verra. Með því að grét að geta hugsað meira um sjálf- vera með flórbura koma þarfirnar ifelgarviðtal« *★ ★ Forskot á sæluna! DV færöi þeim jarðarberjarjómatertu og eins og sjá má var hressilega blásið á kertin tfu. upp á sama tíma - þó að vissulega geti það stundum verið flókið. Eins og í fyrra þegar við þurftum að þeysast með þær á milli skóla, tónlistarskóla, íþróttaskóla, myndlistarskóla, skátafunda og dansæflnga. Nú fer þetta að verða spurning um að velja og hafna." A tíu árum hafa systurnar stækkað það mikið að Margrét Þórá getur ekki lengur haldið á þeim í kjöltu sinni. Myndin til vinstri er tekin í aprfl 1989 og talið frá vinstri eru Elín, Diljá, Alexandra og Brynhildur. Myndin til hægri er tekin nú í vikunni. Þar eru frá vinstri Alexandra, Brynhildur, Elín og Diljá. DV-myndir kae/ÞÖK Stundum rífumst við Þá var kominn tími til að spjalla lítillega við afmælisbömin. Systurn- ar voru spurðar hvort þeim fyndist þær vera frægar. Já og nei, sögðu þær en mundu samt allar vel eftir svokallaðri „glasabarnahátið" sem þær fóra á með foreldrum sínum til Englands árið 1994. Hátíðin var haldin á Bourn Hall Clinic. Fjöl- skyldan fór þangað líka 1989 þegar samkoman var haldin í fyrsta sinn en skiljanlega muna systurnar ekki eftir því. Þarna voru þær innan um börn og flölbura hvaðanæva úr heiminum, tví-, þrí- og flórbura, og fengu að sjálfsögðu mikla athygli. Ráðgert er að fara á svona hátíð næsta vor. Hvort þær væra ekki góðar vin- konur var svarið misjafnt. „Nei,“ sagði Elín, „stundum," sagði Diljá. „Stundum rífumst við og stundum erum við góðar vinkonur," sagði Al- exandra. Þær ganga allar í sama bekk í Varmárskóla, 5. bekk EG. „Kennar- inn okkar heitir Edda Gísladóttir," sagði Brynhildur og Elín skaut þá inn í: „Alveg eins og mínir stafir." Allar sögðu þær já þegar þær voru spurðar hvort ekki væri gaman í skólanum og þeim bar nokkuð saman um hvaða fög væru skemmtilegust. Nefndu þær m.a. landafræði, kristinfræði, samfé- lagsfræði, heimilisfræði, smíðar og sauma. „Tannlæknir eða bara eitthvað" Hvað ætla þær svo að verða þeg- ar þær verða stórar? Þá urðu svör- in mismunandi. „Snyrtifræðing- ur,“ sagði Alexandra. „Dýralækn- ir,“ sagði Diljá. „Skurðlæknir eða snyrtifræðingur,“ sagði Elín en óá- kveðnust var Brynhildur: „Tann- læknir eða bara eitthvað." Þeim finnst þær ekkert vera svo líkar og móðirin tók undir það. Fatasmekkurinn væri að vísu svipaður en þær vildu nota hann á mismunandi hátt. „Engin,“ sagði Diljá strax þegar blaðamaður spurði hvað þær ætl- uðu að eignast mörg böm. En eftir umhugsunsbreytti hún svarinu í „kannski eitt eða tvö“. Elín sagðist ætla að eignast þrjú börn, Alex- andra eitt en Brynhildur var senv fyrr frekar óákveðin. „Ekki mörg,“ sagði hún þó og brosti til mömmu! Og þær ætla sko að skemmta sér á afmælinu og bjóða til sín fullt af fólki. Þær sýndu blaðamanni þessa finu boðsmiða sem þær voru búnar að útbúa. í dag fá þær vinkonur og bekkjarsystkini til sín og á morgun koma ættingjamir á sjálfan afmæl- isdaginn. „Vonandi koma allir,“ sögðu þær einum rómi. Um leið og við þökkum samveru- stundina í Mosfellsbænum óskum við flölskyldunni til hamingju með tímamótin. -bjb Hamingjusöm fjölskylda Eftir fæðinguna 1. nóv. 1988 rigndi gjöfum yfir fjölskylduna. Hér skoðar Margrét sængurteppi ásamt Guðjóni og Jóhannesi Baldri, syni sínum. Komnar heim í Mosfellsbæinn Fjórburasysturnar komnar heim í Mosfellsbæinn á aðventunni 1988 og stoltur faðir Iftur eftir þeim. Fjölmenn skírnarathöfn Wm jHte |1 í jpi i Jt?” i***?v' Skírnin fór fram í Lágafellskirkju og að sjálfsögðu þurfti fjóra skírnarvotta. Mamman heldur á Alexöndru, stóri bróðir á Brynhildi, Sigurður E. Sigurðsson, fósturfaðir Margrétar, á Elínu og pabbinn á Diljá. Presturinn er sr. Birgir Ásgeirsson. Fimm ára prinsessur Mikið var um dýrðir á fimm ára afmælinu 1993 og hér eru prinsessurnar komnar með kórónurnar, f.v. Brynhildur, Alexandra, Elín og Diljá. Sjö ára og samheldnar Á sjö ára afmælinu brugðu þær á leik fyrir Ijósmyndara DV. F.v. Alexandra, Brynhildur, Diljá og Elín. Fyrir aftan þær glittir í vinkonur og bekkarsystkini."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.