Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Side 8
8 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 JDV matgæðingur vikunnar Nykaup Þarsem ferskleijcinn býr Döðlu- og hnetuskúffa . - sáraeinföld og góð 60 g smjör 130 g púðursykur 2 egg 1 tsk. lyftiduft 1/4 tsk. salt 85 g hveiti 100 g möndlur 200 g döðlur Hjúpur 200 g suðusúkkulaði 20 g smjör Hafið smjörið mjúkt og vinnið saman með sykrinum, setjið egg saman við eitt í einu og skafið | vel niður á milli, blandið þurr- efnum saman við, síðan möndl- um og döðlum og hrærið vel sam- an. Bakið við 180"C í 22-24 min. Bræðið súkkulaðið saman við smjörið og smyrjið yfir kökuna í forminu. Látið kólna vel og losið þá úr forminu. Kirsuberja- ostakaka Björg Blöndal grillar allt árið, jafnvel í snjóskaflinum: Kjöt sem aldrei klikkar Það er Björg Blöndal í Stálbúð- inni á Seyðisfirði sem er matgæð- ingur að þessu sinni. Á hennar heimili er grillað allt árið. „Maturinn smakkast jafn vel þótt grillið sé úti í snjóskaflinum. Grillmatur er í miklu uppáhaldi hjá öllum í fjölskyldunni og þegar við fáum góða vini í heimsókn höf- um við oft þetta í matinn. Það er nú svo að ég elda aldrei eftir upp- skrift, þannig að þessi er aðeins til þess að styðjast við. passlegar steikur. Þar næst mar- inera ég þær í Hunt’s Barbeque sósu, en hver og einn notar vita- skuld þá marineringu sem er í uppáhaldi hjá honum. Látið kjötiö liggja í marineringunni í tvo til þrjá daga áður en það er grillað úti. Þetta klikkar aldrei. Fiskisúpa Sem grunn í súpuna nota ég franska skeldýrasúpu og skógar- sveppasúpu. Einnig nota ég lúðu eða lax, rækjur, humar og allt það grænmeti sem er við höndina. Humarinn er tekinn úr skelinni ósoðinn. Síðan er soðið upp á skel- inni og um leið er lúðan eða lax inn soðinn. Soðið er notað í súp una, en þynnt með rjóma og bragðbætt með fískikryddi og portvíni. Þegar súpan er orðin passlega þykk þá er humar- inn, rækjan, fiskurinn og grænmetið sett út í Súpan er borin fram með hvítlauksbrauði. Útigrillað, úrbeinað kindalæri Ég kaupi eins stórt kindalæri og ég get fengið, best ef hægt er að fá B-kjöt. Ég úrbeina lærið i Meðlæti Kartöflur að hætti húsbóndans: Kartöflurnar skornar niður eins og gera eigi franskar kartöflur. Tveir bollar af ólífuolíu settir í pott eða á pönnu. Kartöflunum er velt upp úr henni og síðan eru þær látnar steikjast vel og þeim snúið í u.þ.b. 20 mínútur. Síðan eru þær kryddaðar með kartöflukryddi. Sósa: Við blöndum piparsósu og sveppasósu og þynnum með mjólk og rjóma. Sósan er síðan bragð- bætt með rifsberjasultu. Hrásalat: Þetta venjulega. Heimalagaður ís 200 g sykur 2 tsk. vanillusykur eggjarauður 2 heil egg 3 pelar rjómi cnAnrnl/þnloAi Björg Blöndal segist aldrei fara eftir upp- skriftum. Nú reynir hún þó að leiðbeina lesendum DV um góða grillmáltíð með heimatilbúnum ís í eftirrétt. DV-mynd Jóhann Sykur og vanillusykur er sett í skál, eggjunum bætt út í og stíf- þeytt. Rjóminn settur í sér skál. Hellt saman ásamt nið- urskornu súkkulaðinu. Blandað létt með sleif. Ég skora á nágrannakonu mína Ólu B. Magnúsdóttur, skrif- stofumann hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði, sem næsta mat- gæðing DV, en hún er sérlega góður kokkur. fekkert vesen Láttur og fljótlegur hádegisverður á sumri: - sígild ostakaka með dálítið öðruvísi bragðkeim 230 g hafrakex 100 g smjör 1 tsk. sykur Fylling 500 g rjómaostur 50 sykur 350 g kirsuber 1 1/2 dl rjómi 5 bl. matarlím Yflr kökuna 2 dl rjómi 1 stk. eggjahvíta ■ 1 msk. flórsykur Myljið kexið vel niður, bræðið smjörið og blandið saman við ásamt sykrinum. Þrýstið í botn- inn á forminu, kælið. Qsturinn er unninn mjúkur með sykrinum, rjóminn er þeytt- ur og blandað saman við rjóma- ostinn. Leysið upp matarlimið og blandið saman við og að síðustu er berjunum blandað út í. Einnig er hægt að nota önnur ber, t.d. bláber og krækiber. Þeytið rjómann, þeytið saman hvíturnar ásamt sykrinum, blandið þessu saman, smyrjið yfir kökuna og kælið. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. DANBERGehf Skúlagötu 61 sími 562 6470 Með aðstoð örbylgjuofnsins Ertu ef til vill orðinn leiður á mötuneytinu á vinnustað þínum, sem ekkert hefur að bjóða nema feitt rollukjöt og ofsoðna ýsu alla daga? Eru samlokurnar í sjoppunni allar löðrandi í majónesi, hamborgar- arnir fitugir og frönsk- urnar sömuleiðis? Er þér þegar orðið óþyrmi- lega ljóst að með þessu áframhaldi geturðu ekki látið sjást í bert hold i allt sumár af skömm yfir hvað það er mikið af því utan á þér? Á sumrin langar mann ósjálfrátt aö fá sér eitthvað heitt og vel kryddað. Breyta til og borða eitthvað létt og hollt, sem maður sjálfur útbýr með lítilli fyrir- höfn. Heimalöguð minestrone á hitabrúsa Setjið 200 g af tómöt- um í dós, 1 tsk. tómat- þykkni og örlítinn sykur í matvinnsluvél og blandið þar til það verð- ur mjúkt. Snöggsteikið í lítilli fitu, lítinn smátt skorinn lauk og smátt skorinn rauö- an pipar í fimm mínútur. Bætið við örlitlu þurrkuðu basil og svolitlu fimm mínútur, kryddið vel og hrærið saman við fjórum teskeiðum af rifn- um parmesanosti. Hellið þessu á hitabrúsa eða hit- ið upp í örbylgjuofni þeg- ar komið er á áfangastað. Þessi uppskrift nægir al- veg í tvær þrjár máltíðir. Súpan geymist líka í ís- skáp í tvo daga eða leng- ur. Croissant með skinku og osti Skerið í sundur croissant (sem fæst í öllum bakari- um) og smyrjið annan helminginn með frönsku sinnepi, en setjið matar- mikla skinku (helst reykta) og nóg af góðum osti á hinn. Skerið nokkr- ar tómatsneiðar og raðið ofan á allt. Kryddið með því besta sem þið eigið. Lokið síðan croissantinu og setjið í örbýlgjuofn á fullan styrk í u.þ.b. hálfa mínútu, eða þar til ostur- inn tekur að bráðna. Ráð- lagt er að gera fleiri en eina loku í einu, því að þær eru óskaplega bragð- góðar. Ef gert er áður en farið er í vinnu, eða hvert sem lítill örbylgjuofn er á svæðinu, þá er gott að setja lokuna tilbúna í plast og geyma í ísskáp þar til hún skal borðuð. -þhs Croissant, eða horn, er girnilegt með skinku, bráðnum osti og frönsku sinnepi. Þetta er sumarlegur hádegisverður, léttur og fljótlegur, í stað mörfljótandi ýsunnar áður. brotnu spaghettíi sem fljótlegt er að elda. Setjið vatn eftir þörfum og komið upp suðu. Látið standa í Nýkaup Þarsem ferskleikinn býr Svínalundir með hnetu- og graskerssósu fyrir 4 800 g svínalundir, skornar í 12 steikur 4-5 msk. matarolía til steikingar salt og pipar Hnetu- og graskerssósa 4 msk. furuhnetur 4 msk. möndlur, hýðislausar 4 msk. hjartahnetur (cas- hewhnetur) 4 msk. graskersfræ 200 g sykurbaunir 6 msk. rúsínur 100 g smjör 1/2 dl sojasósa, sæt 2 dl kjúklingasoð (vatn og 1/2 Knorr-teningur) 3 msk. matarolía Meðlæti 4 stk. bökunarkartöflm’ Steikið kjötið i heitri olíu í 4-5 mínútur. Snúið af og til, bragð- bætið með salti og pipar. Setjið þrjár steikur á hvern disk og hellið hnetu- og graskerssósunni yflr. Hnetu- og graskerssósa Hitið olíu á pönnu og setjið í hana furuhnetur, möndlur, hjartahnetur, graskersfræ, sykur- baunir og rúsínur. Allt léttbrún- að. Bætið smjörinu á pönnuna og þegar það hefur bráðnað er sojasósu og kjúklingasoði hellt saman við. Sjóðið í 1-2 mínútur. Meðlæti Gott að bera bakaðar kartöflur fram með þessum óvenjulega rétti. Bakið þær við 180-200"C í 45-60 mínútur eftir stærð. Ofnbakaður skelfiskur fyrir 4 45 g kræklingur í skel, nýr eða frystur (haldið safanum til haga) 150-200 g humar, skelflettur 150-200 g höi-puskelfiskur Sinnepssósa 2 dl rjómi 2-3 stk. eggjarauður 2 msk. sinnep, sterkt safinn af kræklingnum Setjið skelfiskinn í smurt, eld- fast mót. Hellið sósunni yflr og bakið í ofni við 180'C í 20 mín. Sinnepssósa Sjóðið saman soð af kræklingn- um og rjóma. Bætið sinnepi og eggjarauðum út í og þeytið sam- an. Hellið yfir skelfiskinn og hreyfið með gaffli svo sósan kom- ist örugglega alls staðar á milli. Annað meðlæti Berið fram með ristuðu brauði og íslensku smjöri. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nykaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.