Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 23
JL>V LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 {jtlönd Efnahagur heimsins riðar til falls hætti mafíuforingjar peningaþvotti Hass arðvænlegasta landbúnaðarafurðin Framleíðum brettakanta, sólskyggni og boddíhluti áflestar gerðir jeppa. einnig boddíhluti á vömbíla og van-bíla. Sérsmíði og viðgerðir. ac (D Spilling og hvítþvottur peninga þrífst næstum alls staðar án þess að refsað sé fyrir. Til dæmis er hass sú landbúnaðarafurð í Bandarikjunum sem mestar tekjur fást af. Af banda- rísku hassi fást árlega 32 milljónir svartra dollara. Það er tvöfalt meira en fæst af maísframleiðslunni og þrefalt meira en af sojaframleiðsl- unni. Menn geta aðeins getið sér til um hvert tekjurnar af hassfram- leiðslunni fara. Guilhem Fabre bendir á hvernig Bankar í Japan eiga erfitt með að rétta sig við eftir efnahagshrunið vegna mikilla áhrifa mafíunnar í landinu. Símamynd Reuter ALLT PLAST Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 Kauphallir og reyndar efnahagur alls heimsins myndu riða til falls hættu mafluforingjar um allan heim að þvo peninga og fjárfesta í stjórnmálamönnum, verðbréfum og fyrirtækjum. Þessu heldur hollensk- ur prófessor, Guilhem Fabre, fram í hók um náið samband á milli banka, illa fenginna peninga og kosningabaráttu. Tekjur af glæpastarfsemi nema nú 1000 milljörðum dollara á ári. Það samsvarar 4 prósentum af brúttóframleiðslu heimsins. Helm- ingur teknanna kemur frá fram- leiðslu flkniefna og sölu á þeim. Hinn helmingurinn kemur frá ólög- legri vopnasölu, smygli, viðskiptum með til dæmis efni til gerðar kjam- orkuvopna, þrælasölu, vændi, út- flutningi á eitruöum úrgangsefnum, viðskiptum með stolna bíla, lista- verk og fomleifar. Dæmi um hversu mikil völd tekj- ur af glæpastarfsemi hafa nefnir bókarhöfundur efnahagshranið í Japan. Japanskir bankar eiga erfitt með að rétta sig við vegna þess hversu valdamikil / jfs* fW&' japanska maflan er. Mafían fær þrjá j fjórðu hluta allra J vafasamra banka- lána. Það samsvar- \ ar 16 prósentum af -------------- brúttóþjóðarfram- leiðslu landsins. Ástandið í Mexíkó sýnir einnig hvernig fé glæpasamtaka hef- ur graflð undan efnahag landsins. Tekjurnar af sölu á kókaíni og hassi til Bandaríkjanna era jafnmiklar og tekjurnar af útflutningi á olíu. Kaupa þingmenn í Taílandi, þar sem efnahags- kreppan í Asíu hófst, kemur helm- ingur af brúttóþjóðarframleiðslunni frá Bangkoksvæðinu. 90 prósent þingmanna eru hins vegar kjörin úti á landsbyggðinni. Foringjar ým- issa glæpasamtaka eiga auðvelt með að kaupa þingmenn. Sagt er að kosningabarátta í Taílandi kosti meira en í Bandarikjunum. Barátta fyrir þingkosningar kostar allt að 1 milljarð dollara í Taílandi. Það er því gríðarlega erfitt að ná kjöri án þess að njóta svartra peninga. Erlent fréttaljós viðskipti með ópíum hafi gjörspillt Kína og lagt grunninn að fíkniefna- hringjum sem stöðugt blómstri. Þeir eru með bækistöðvar í Asíu og úti- bú víða um heim. Sama munstur sést annars staðar í heiminum. ÍRússlandi er til dæmis árleg velta með fíkniefnaviðskipti 6 millj- arðar dollara. Ofbeldi kemur oft við sögu við gerð viðskiptasamninga. Árið 1994 jókst ofbeldi í Rússlandi um 40 prósent. Glæpamenn eiga ítök í 25 stærstu bönkum Rússlands. 6 milljónir Rússa lifa af starfsemi sem tengist glæpum á einhvern hátt. í Moskvu ráða glæpasamtök til dæmis yfir helmingnum af íbúða- markaðnum. Rússland að verða fíkniefnaheimsveldi „Allur grundvöllur er fyrir hendi að Rússland og fyrrverandi Sov- étlýðveldi verði fikniefnaheims- veldi. Það er meira að segja hægt aö fá rússneska landamæraverði til þess að flytja fíkniefhi í herþyrl- um,“ segir hol- I lenski prófessor- 1 inn. j Peningamir eru ekki settir í um- ferð í Rússlandi. / Talið er að rúss- neska mafian hafi sett 53 milljarða dollara inn á sviss- neska bankareikn- inga. Það er meðal annars þess vegna sem Sviss er eitt af þeim löncium sem fjárfesta í Rússlandi. Það má sem sagt leiða getum að því að svörtu peningamir séu notaöir til löglegra fjárfestinga heima eftir þvott í Sviss. Þannig berast áhrif mafíunnar um öll svið rússneska samfélagsins. Það er talið óumdeilanlegt að þeg- Lögreglumenn í Taílandi með fíkniefni sem hald var lagt á. Foringjar fikniefnahringa og annarra glæpasamtaka í Taílandi eiga auðvelt með að kaupa þingmenn. Kosningabarátta þar kostar allt að milljarð dollara. Símamynd Reuter ar haldin var útsala á fyrrverandi ríkisfyrirtækjum í Austur-Þýska- landi hafi á milli 30 og 72 milljarðar dollara veriö þvegnir. Þriðjungur allra þeirra peninga, sem keypt var fyrir, var illa fengið fé. Peningar þvegnir með fjárfestingum erlendis Prófessorinn segir svarta peninga vera þvegna með fjárfestingum er- lendis. Samkvæmt rannsókn stofnunar- innar Mac Kinsey og Co eru í öllum heiminum alls 5,5 trilljónir dollara ávaxtaðar erlendis, þar af 35 til 45 prósent í Sviss, 15 prósent í London og 15 prósent í öllum Bandaríkjun- um, 10 prósent í Hong Kong og Singapore, 5 til 10 prósent í Lúxem- borg, 5 til 10 prósent á breskum eyj- um og afgangurinn annars staöar. Samkvæmt Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum er skiptingin öðruvísi. Samkvæmt rannsókn hans gegna eyjar eins og Bahamas, Antillaeyjar og Caymaneyjar, Bahrein, Hong Kong og Panama þarna miklu hlutverki. Á Caymaneyjum, þar sem 33 þúsund manns búa, eru úti- bú 550 banka. Þeir ávaxta 500 millj- arða dollara og eru fimmta stærsta fjármálamiðstöð heims. Rannsókn við eina fjármálamið- stöðina sýndi að 80 prósent af 500 grunsamlegum færslum tengdust glæpastarfsemi. Byggt á Jyllands-Posten @ FUJIFILM VELDIIBESTU FRAMKÖLLUNINA FUJIFILM FRAMKðLLUN Ljósmyndavörur Reykjavík, Framköllunarþjónustan Borgarnesi, Myndastofan Sauðarkróki, Ljósmyndavörur Akureyri, Myndsmiðjan Egilsstöðum, Ljósey Höfn, Filmverk Selfossi, Fótó Vestmannaeyjum, Geirseyrarbúðin Patreksfirði, Framköllun Mosfellsbæjar, Ljósmyndastofa Grafarvogs, Úlfarsfell Hagamel. www.fujifllm.is FUJIFILM CRYSTAL ARCHIVE ENDINGARBESTI LJÖSMYNDAPAPPÍRSEMTILER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.