Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 15
3D"V LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 15 Efnahagsleg firra Tími sértækra aðgerða er liðinn, sagði forsætisráðherra fyrir nokkrum árum. „Við þær aðstæður sem nú ríkja í efnahags- og atvinnu- málum er einnig óhjákvæmilegt að endurskoða með hvaða hætti ríkis- valdið kemur að eflingu atvinnulifs- ins. Sú ríkisstjóm sem nú situr, og hin síðasta, hafa eftir kostum forðast sértækar aðgerðir. Ég hygg að það viðhorf sé nú ríkjandi meðal þjóðar- innar að ekki sé lengur ásættanlegt að opinbert fé sé notað til að mis- muna aðilum á samkeppnismarkaði með ívilnunum og bjargráðastarf- semi. Við þær aðstæður sem nú eru uppi er rétt að sá öflugi hlutabréfa- markaður sem hér er að þróast, frern- ur en opinberir sjóðir, ákveði hvar fjárfestingamar geta átt sér stað og hvar ekki,“ sagði Davíð Oddsson á ráðstefnu um þróun byggðar á ís- landi - þjóðarsátt um framtíðarsýn, sem haldin var á Akureyri í apríl 1997. Þessi yfirlýsing forsætisráðherra er lýsandi fyrir þá hugarfarsbreyt- ingu sem margir vonast til að nái að festa rætur í hugum þeirra sem taka ákvörðun um fjárfestingar. Enda skiptir það miklu þar sem arðsemi fjárfestinga mun ráða miklu um hvort tekst að bæta lífskjör almenn- ings hér á landi. Afköstog aðbúnaður Atvinnurekandi getur ekki greitt starfsmanni sínum hærri laun en nemur þeim virðisauka sem starfs- maðurinn skilar við framleiðsluna. Hann getur ekki greitt hærri laun en viðskiptavinurinn er reiðubúinn að greiða fyrir vinnu starfsmannsins að frádregnum þeim kostnaði sem til felfur. Laun ráðast því af þeim virðis- auka sem vinna viðkomandi starfs- manns skilar. Því afkastameiri sem starfsmaðurinn er, því hærri laun ætti atvinnurekandinn að vera tilbú- inn að greiða. Og afköst ráðast ekki aðeins af hæfni starfsmannsins held- ur ekki síður af skilyrðum sem at- vinnurekandinn býr honum við vinnuna. Fiskverkunarkonan sem neydd er til að verka fisk við slæm skilyrði, s.s. litla birtu og lágt borð mun aldrei skila þvi sama og vinkona hennar sem vinnur í frystihúsi þar sem ljósa- borð eru i réttri hæð, hreinlæti er haft í heiðri og framleiðslan öll skipulögð með það að markmiði að ná hámarkshagkvæmni. Hafnar- verkamaðurinn sem hefúr yfir lyft- ara að ráða mun skila meiru en starfsbróðir hans sem hefur ekki önnur tæki en þau sem Guð gaf hon- um. Hvemig atvinnurekanda tekst að stjóma fyrirtæki hefur þannig áhrif á getu hans til að greiða starfs- mönnum laun. Engum gerður greiði Hvorki launþegum né efnahagslíf- inu í heild er gerður greiði með því að halda lífi í gjaldþrota fyrirtæki. •Þegar til lengri tíma er litið er það ekki hagur starfsmanna að fyrirtæki þeirra sé haldið gangandi með bein- um eða óbeinum opinberum aðgerð- um. Með því em þeir blekktir til að vinna áfram, án þess að geta átt von um að kjör þeirra batni - líkumar á að lífskjör (laun) þeirra batni em litl- ar sem engar. Komið er i veg fyrir að einstaklingar, sem era betur til þess fallnir að stjóma og eiga fyrirtæki, fái notið hæfileika sinna fremur en þeir sem sigldu í strand. Að sama skapi em ríkisstyrkir, niðurgreiðslur, ríkisvernduð einok- un eða sérréttindi hvers konar, af hinu illa. Mörgum er haldið að fram- leiðslu landbúnaðarvara með niður- greiðslum og innflutningshöftum, jafnvel þó kraftar þeirra nýttust bet- ur annars staðar og kraftar þeirra sem eftir yrðu í landbúnaði nýttust betur en áður - framleiðnLþeirra yk- ist og þeir gætu selt meira á lægra verði en áður og fengið meira í sinn hlut. Sömu lögmál gilda í öðrum starfsgreinum. Lífskjör þeirra sem stunda atvinnustarfsemi i skjóli op- inberra aðila, beint eða óbeint, em ekki aðeins skert heldur allra þar sem fjárfestingum er beint í óarðbær verkefhi. Framleiðni fiármagns verð- ur, líkt og framleiðni vinnuafls, minni en ella. Með sama hætti og íslensk stjórn- völd hafa tekið upp baráttu gegn rík- isstyrkjum í sjávarútvegi annarra Laugardagspistill Óli Björn Kárason ritstjóri landa, ættu þau að láta sömu lögmál gilda hér á landi á öllum sviðum at- vinnulifsins, allt frá þjónustu til land- búnaðar. Undirstaða lífskjara Atvinnurekendum og verkalýðs- hreyfingunni hlýhm að vera það ljóst að betri aðbúnaður starfsmanna eyk- ur afköst þeirra og þar með verð- mætasköpun og hagnað fyrirtækja sem eðlilega ætti að endurspeglast í hærri launum. íslendingar undir lok 20. aldarinnar era ekkert betri starfs- menn en þeir sem lögðu grunninn að velferð og sjálfstæði landsins í upp- hafi hennar. Það sem við sem nú lif- um höfum fram yfir afa okkar og ömmur er fyrst og fremst meiri þekk- ing og betri aðbúnaður til starfa. Af þessum ástæðum era lífskjör okkar betri en ekki vegna þess að við séum betri í sjálfu sér eða vegna þess að ríkisvaldið hafi skapað skilyrði fyrir bættum lífskjörum með auknum um- svifum. Keppikefli launþega jafnt sem at- vinnurekenda hlýtur að vera að byggja betri verksmiðjur, búa til betri vinnustaði - betri fyrirtæki. Skortur á fjármagni er eitt af því fáa sem getur komið í veg fyrir þetta. Lít- ill spamaður og/eða vitlaus nýting Qármagns er helsta skýring þess að fjármagn er af skomum skammti. Spamaður og fjárfesting eru und- irstaða hagvaxtar og bættra lífskjara. Meö beinum opinberum afskiptum ríkisstjórna af peningamálum allt til 1986 vora möguleikar til bættra lífs- kjara skertir stórkostlega. Spamaður var étinn upp með neikvæðum vöxt- um og fjárfestingum var beint i óarð- bær ævintýri. Bein stjórnun ríkis- valdsins á stóram hluta ijármála- markaðarins enn í dag felur einnig í sér stórkostlega hættu á að lífskjör séu skert þar sem fjármagn leitar ekki í hagkvæmasta farveginn. Aðeins flárfestingar sem gera kröf- ur til arðsemi, þ.e. mikillar fram- leiðni fjármagns og starfsmanna skila hærri larmum og betri lífskjör- um. Hér skiptir engu hvort horft er á opinberar fjárfestingar eða Qárfest- ingar einkaaðila. Sama krafa hlýtur að vera gerð. Innbyggð spilling Það hefur því miður gengið illa að koma mörgum í skilning um þessi einfóldu sannindi enda önnur sjónar- mið höfð að leiðarljósi, ekki síst þeg- ar kemur að atvinnustarfsemi í dreifðum byggðum. Þannig hefur krafan um arðsemi ekki verið hávær innan veggja Byggðastofnunar (sem er raunar eins og nátttröll i samfélagi nútímans) þegar teknar era ákvarð- anir um lán og styrki vítt og breitt um landið. Að hluta til er skýring- anna að leita til þeirrar togstreitu sem skapast hefur milli kjördæma, enda hefur kjördæmaskipting þann megingalla að hún beinlinis kallar á fyrirgreiðslu sérhagsmuna. Sogkraft- ur Alþingis á þau verðmæti sem sköpuð era vítt og breitt um landið gerir stöðuna enn verri. Miklilax í Fljótum í Skagafirði er ágætt dæmi um þá spillingu sem kjördæmaskipting og miðstýrt fjár- veitingavald hefur í fór með sér þeg- ar reynt er að þjónusta sérhagsmuni fárra. Fyrirtækið var stofnað árið 1986 með 20 milljóna króna hlutfé. Upphaflega var tilgangurinn að reka seiðaeldisstöð en síðar var farið út í matfiskeldi eftir að markaðir í Nor- egi og á írlandi lokuðust. Saga Mikla- lax var ein harmsaga aflt frá stofnun en fyrirgreiðsla opinberra sjóða var í öfugu hlutfalli við árangur þess í rekstri. Byggðastofnun veitti fyrir- tækinu hundrað milljóna króna í lán og í árslok 1989 var liðlega fimmtung- ur eiginfjár stofnunarinnar bundinn í töpuðum útlánum til Miklalax. Önnur sjónarmið en arðsemi réðu alla tíð ferðinni þegar kom að fyr- irgreiðslu við Miklalax. Með hátta- lagi sínu rýrðu stjórnendur Byggða- stofnunar lífskjör almennings, ekki aðeins um þá upphæð sem tapaðist í gjaldþroti Miklalax heldur einnig um þá upphæð sem getur talist eðlileg arðsemiskrafa til fjárfestingar á ári hverju. Hagur hverrar fjögurra manna flölskylda var rýrður um á annan tug þúsunda vegna þessa. Nú er það svo að fjárfestingar geta ekki allar skilað árangri - arðsemi. í frjálsu þjóðfélagi er það eðlilegur hlutur að fyrirtæki fari á hausinn - gjaldþrot er leið markaðarins að vinsa úr þau fyrirtæki sem ekki eru lífvænleg. Ekkert er óeðlilegt við að fyrirtæki sigli í strand - slíkt er merki um heilbrigt efhahagskerfi. En að halda lífi í vonlausum fyrirtækj- um er ekki aðeins ábyrgðarhlutur eigenda heldur einnig lánardrottna. Það kemur í veg fyrir að lífvænlegri starfsemi komist á laggimar og held- ur athafnasömum einstaklingum og samtökum þeirra niðri. Það er því efnahagsleg firra að stunda þann pilsfaldakapítalisma sem fólginn er í opinberum stuðningi við einstök fyr- irtæki eða atvinnugreinar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.