Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Page 18
18 {feygarðshornið LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 UV Maður er nefndur er dogma Kominn tími til að ég beri blak af Hannesi Hólmsteini Gissurar- syni. Þó ekki sem stjórnmálaspek- ingi. Að vísu má kannski segja - svona eftir á að hyggja - að Hannes sé eini maður- inn á íslandi sem eftir 1970 hafi sætt ofsóknum vegna stjómmálaskoðana sinna. Við vinstri menn eigum suma sem eigrað hafa um í þrotlausri leit að kúgun og óréttlæti til að mega öðlast sæmdar- heitið andófsmenn en þeg- ar upp er staðið þá var náttúrlega enginn lagður í einelti fyrir skoðanir sínar á borð við Hannes á þeim árum þegar hann var eini hægri sinnaði menntamaðurinn í land- inu undir fertugu. Var hann kannski andófsmað- ur? Nógu fáránlegar virð- ast manni að minnsta kosti skoðanir hans á mönnum og málefnum, jafnvel enn þann dag í dag á okkar miklu mark- aðshyggjutímum - eða hvað skal segja um mann sem myndi vefjast tunga um tönn ef maður spyrði hann hvort Jesús Kristur hefði haft eitthvað það til að bera sem gerði hann meiri Dav- íð Oddssyni? ****** Hins vegar er ástæða til að undrast gagnrýni sem þáttaröðin Maður er nefndur hefur sætt, en Hannes mun vera hvatamaður og yfirsmiður þeirra þátta. 1 kjölfar þáttarins með Gunnari Eyjólfssyni leikara kom í Morgunblaðinu nokkurs konar jíaccuse-grein þar sem gífuryrtur greinarhöfundur lýsti þeim þætti sem hneisu fyrir alla sem honum tengdust - gott ef ekki hneyksli aldarinnar. Seinna skrifaði sami maður aftur og krafðist þess að vita hvað þessi ósköp hefðu kostað skattborgara þessa lands, og nú hafa einhver kvikmyndasamtök gert harðorða ályktun gegn þessari þáttaröð. Hvað er á seyði? Hvert er hneykslið? Að sögn þess sem skrif- aði greinina í Morgunblaðið var tæknivinna öll í handaskolum: ljósið var víst meira og minna út í hött og notkun myndavélanna og sjónarhorn í klessu. Það er eflaust rétt. Þegar ég horfði á þennan þátt tók ég aldrei eftir því, af þeirri ein- fóldu ástæðu að ég var að hlusta á það sem Gunnar Eyjólfs- son hafði að segja. Sú gagnrýni hefur og sést um þessa þætti að þar sé á ferðinni útvarpsefni - þetta sé útvarp en ekki sjónvarp. Dæmi: Þegar Gunnar Eyjólfsson minnist á móður sína þá eigi að koma mynd af móðurinni; það sé sjónvarp, hitt út- varp. Þá gleymist eitt afar ein- falt: Maður sér ekki Gunn- ar Eyjólfsson segja frá í út- varpi. Sjónvarp hefur það fram yfír útvarp að þar sést viðmælandinn. Og þegar um annan eins sam- ræðusnilling og Gunnar er að ræða þá munar vissu- lega mikið um það, hann er fullfær um að lýsa móð- ur sinni með þeim hætti að við sjáum hana jafnvel sterkar fyrir okkur en nokkur ljósmynd í sjón- varpi megnar að gera. Orð- sniUdin, samræðulistin, frásagnargáfan - sem er það eina sem íslendingar geta í rauninni státað af i listum - hefur aUtof lengi verið forsmáö í sjónvarpi okkar. ****** Maður er nefndur er dogma Eða virkar að minnsta kosti eins og danska andófið við tækni- brelluprjáli kvikmyndaiðnaðar- manna. Þetta virkar satt, virkar eins og lífið, þetta er eins og að fá einhvern í heimsókn heima í stofu að segja manni frá einhverju - en þannig var sjónvarp einu sinni hugsað. Það sem er hrífandi við þáttaröðina er hversu naktir þeir eru og gersneyddir tæknivinnu. Það er gaman að fylgjast með við- mælendunum í sífellu að fitla við jakkaboðung þar sem maður veit að míkrófónninn er nældur og bíða spenntur eftir því að þeir reki puttana í hann. Það er gaman að sjá þá klóra sér í hökunni og leita að orði, sjá þá brosa, sjá þá byggja upp sögu, sjá þá vera tU. Það skap- ar nánast framandlega stemmn- ingu að sjá þátt þar sem engin músík er heldur bara tal; engir effektar, bara fólk - bara fas, handahreyf- ______________________ ingar, andlits- látbragð og orð: fylgjast með því hvernig allt vinnur saman svo að úr verð- ur persónu- leiki. Er það hneykslanlegt sjónvarpsefni að manneskja með persónu- töfra sem hef- ur frá mark- verðum hlut- um að segja sitji í stól og tali? Nei, það er gaman. Það er gam- an að sjá sjónvarpsþátt þar sem engar sjáanlegar klippingar eru, en hálfgert klippirapp að hætti músíkvídeóa er farið að tröUríða ólíklegasta efni í sjónvarpi, og verður til þess að sérhver hugsun Hvað skal segja um mann sem myndi vefj- ast tunga um törín ef maður spyrði hann hvort Jesús Kristur hefði haft eitthvað það til að bera sem gerði hann meiri Davíð Oddssyni? Guðmundur Andri Thorsson er stýfð, ekkert er útfært, einungis tæpt á. Það er gaman að sjá þátt þar sem myndavélin er ekki eins og drukkinn unglingur haldi á henni slangrandi um aUt og rek- andi myndavélina tUviljunarkennt _________________ í ólíklegustu áttir. Það er gaman að sjá þátt þar sem tæknimennim- ir eru ekki fyrst og fremst á sínu flippi, þátt sem bend- ir ekki í sífellu á sína eigin tæknihlið und- ir kjörorðinu The medium is the message. Það er gaman að sjá þátt þar sem roskið fólk fær að segja frá einhverju í staðinn fyrir að krakk- ar séu að blaðra, enda löiigu orðið tímabært að banna fólki innan fer- tugs að koma fram í sjónvarpi. dagur í lífi I Bolungarvíkinni er björgulegt lífið Sr. Agnes M. Sigurðardóttir sett inn í embætti prófasts ísafjarðarsýslu 8. júlí 1999. Þegar ég vaknaöi í morgun var ég enn ánægð eftir tónleika sem ég sótti i gærkvöld. Þetta voru frábærir tónleikar vestfirsks listafólks, söngur og hljóðfæraleikur sem ber vitni þeirri grósku sem ríkir í menning- arlífinu hér fyrir vestan og þeim krafti sem því fylgir. En ég vissi að dagurinn í dag yrði ekki hversdagslegur nema að hluta, því í kvöld yrði ég sett inn í embætti prófasts í Hólskirkju í Bolungarvík, kirkjunni minni. Biskup íslands var væntanlegur vestur og ég bað þess að örugglega yrði flogið vestur og þar brást Drottinn ekki frekar en fyrri dag- inn. Húsmóðurskyldur Fram að hádegi sinnti ég símtöl- um, borðaröðun fyrir veislu kvöldsins og textagerð i tölvunni, á skrifstofu minni í safnaðarheim- ilinu. Skrifstofur mínar eru reynd- ar tvær, i safnaðarheimilinu og heima og eru báðar jafnmikilvæg- ar í starfi mínu. Eftir hádegi verslaöi ég fyrir kvöldmatinn, því í dag yrðu 10 manns við matarborðið heima, en ekki þrír, eins og var í vetur. Fjöl- skylda og vinir voru komin vestur til að samfagna með mér vegna prófastsinnsetningarinnar. Síminn hringdi og ég heyrði að mamma mín var að tala við systur mína sem búsett er erlendis. „Hér eru allir látnir vinna sem koma inn fyrir dyr.“ Þetta er greinilega nýja stjórn- unaraðferðin. Að segja ekkert og allt í einu eru allir farnir að gera allt fyrir mig, ryksuga, strauja, fara með garðaúrganginn, skera niður grænmetið, skúra ... Já, ég á góða að þó langt sé á milli svona dagsdaglega, eins og verða vill hjá þeim sem búa úti á landi. Og sviss- neska hjálparhellan mín lét ekki sitt eftir liggja og blés hárið á mér sem hún klippti í gær. Ég fór líka á skrifstofuna og kláraði að undirbúa athöfn kvölds- ins, útbúa messuskrá, fletta upp ritningarlestrum og fleira. En ég er heppin í dag, því ég þarf ekki að semja prédikun, því biskupinn prédikar við athöfnina. Á milli þess sem ég athuga með ljósritun- arvélina, sem malar og framleiðir messuskrárnar, les ég texta næsta sunnudags, því ekki þýðir að mæta án undirbúnings í messuna á sunnudaginn, sem verður reynd- ar bæði í Bolungarvík og á ísa- firði. Ég velti líka fyrir mér hvern- ig ég skuli haga blessun mótsins sem halda á í Skálavík um helgina. Þar á ég að vera mætt kl. níu í fyrramálið. Mikilvægast að vera þolinmóö Eftir frábæra fiskisúpu, sem vinkona mín sá um að elda, söfn- uðumst við prestamir og biskup okkar saman og fórum í hempurn- ar niðri í safnaðarheimili, því lítið pláss er í Hólskirkju til fataskipta fyrir fjölda manns. í kirkjuna voru mættir allir prestar prófastsdæm- isins nema einn, sem er í sumar- fríi, ásamt biskupi íslands og fjölda annarra. Fram undan var hefðbundin messa auk innsetning- ar minnar sem prófasts í ísafjarð- arprófastsdæmi. í veislunni á eftir sagði fráfarandi prófastur margt vera mikilvægt í prófastsstarfinu, en mikilvægast væri þó að vera þolinmóð. Trúi ég að það sé góð leiðbeining. í veislunni spiluðu bróðursonur minn og systir mín á flygilinn sem geflnn var til mhjn- ingar um tvo kirkjurækna Bolvík- inga, og naut ég þess að hlusta á þau spila sitt í hvoru lagi, minnug þess þegar við systur spiluðum saman dúetta fyrir margt löngu. Og bæjarstjórinn okkar lét ekki sitt eftir liggja og spilaði undir fjöldasöng og var m.a. sungið „í Bolungarvíkinni er björgulegt líf- ið“ sem er eins konar bæjarsöngur hér í Víkinni. Full stofa af blómum Dagurinn í dag hefur verið eril- samur, mörg simtöl, margir snún- ingar, en stórkostlegur. Nú er stof- an mín full af blómum, frá vinum mínum sem heiðra vildu mig á þessum degi. Og sú vinátta sem ég hef fundið í dag er fjársjóður sem mölur og ryð fær ekki grandað, frekar en sá fjársjóður sem trúin er. Án hennar vildi ég ekki lifa og án hennar gæti ég ekki lifað. Hún er kjölfestan í lífi mínu og það sem starf mitt gengur út á. Trúin, sem felst ekki aðeins í bæn og beiðni og þakkargjörð, heldur einnig í mannlegum samskiptum og kær- leiksþeli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.