Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Qupperneq 32
40 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 af mönnum Svipmyndir af Vestfjörðum Vestfirðir hafa verið mikið í sviðsljósi fjölmiðla undanfarið vegna atvinnumála þar. En fjóröungurinn hefur sannarlega upp á margt að bjóða annað en það að vera fréttaefni fjölmiðla. Náttúran er þar ægifogur og mikilfengleg og þar eru menn í návígi við sjálft meginlifibrauð þjóðarinnar allrar, sjávarútveginn. Ferðamenn komast sjálfsagt hvergi nær því að kynnast hvernig íslendingar sóttu sjóinn fyrr á tímum og fram í byrjun þessarar aldar en í safni Geirs Guðmundssonar og B„olungarvíkurbæjar í Ósvör í Bolungarvík. Teitur Jónasson, ljósmyndari DV, var á Vestfjörðum nýlega og heimsótti Geir í sjóminjasafnið i Ósvör. Geir hefur safnað saman öllum þeim munum sem í safninu eru. Hann er hafsjór fróðleiks og skýrir tilgang hvers einasta hlutar í safninu og þegar hann segir frá sér safngesturinn ljóslifandi fyrir sér daglegt amstur þeirra sem sóttu sjóinn á árabátum, settu upp segl og sigldu út ísafjarðardjúpið, fyrir Hombjarg og lögðu línuna og komu svo heim með hlaðinn bátinn að kvöldi. Geir er sjálfur eins og vestfirskur sjósóknari fyrri tíma og leiðir gestina í sannleika um líf sjósóknaranna, hvernig þeir spáðu í veður og sjólag, veiðarnar, verkunaraðferðir og hvað síðan varð um afurðirnar. Heimsókn í safnið í Ósvör minnir á hversu ólíkt daglegt líf nútímamannsins, ekki síst bama á Vestfjörðum er nú því sem áður veir. Ekki áttu börn þeirra hjólabretti eins og ísfirski drengurinn á myndinni að neðan, né reiðhjól eins og ungi Þingeyringurinn neðst til vinstri. Lífsgmndvöllur þeirra er þó hinn sami, sjósókn og vinnsla sjávarfangs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.