Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Side 22
22 kamál LAUGARDAGUR 10. JULI 1999 Ber KGB ábyrgðina? Emmanuela var á leið heim úr tónlistarskólanum, þar sem hún lærði flautuspii og söng, þegar hún hún sást stíga inn í dökkbláan BMW-bíl sem tveir menn voru í. Það var 22. júní 1983 klukkan tíu um kvöld. Síðan hefur hún ekki komið fram. Emmanuela hafði beð- ið eftir strætisvagni þegar bíllinn staðnæmdist við biðskýlið. Menn- irnir ávörpuðu hana, hún svaraði þeim og steig inn í bílinn. Vitni sögðu síðar svo frá að hún virtist hafa þekkt mennina eða þá að minnsta kosti séð þá áður. Emmanuela bjó með foreldrum sínum í Páfagarði. Faðir hennar var háttsetur embættismaður þar. Hvarfið vakti mikla athygli bæði á Ítalíu og erlendis, því það var talið geta tengst tilræði við páfa tveimur árum áður, en einnig komu upp sögusagnir sem erfitt reyndist að kveða niður. Smávaxin en lagleg Þegar komið var fram yfir þann tíma er Emmanuela átti að vera komin heim fóru foreldar hennar að leita að henni. Þeir urðu hins vegar ejnskis vísari. Þá gerði faðir hennar lögreglunni í Róm aðvart. Var nú hafin umfangsmikil leit að þessari fimmtán ára stúlku, sem leit þó út fyrir að vera eldri en hún var. Að vísu var hún lágvaxin, en þroskuð fyrir sinn aldur og því kom það fyr- ir að karlmenn gáfu henni auga og litu um öxl þegar þeir mættu henni á götunni. Þetta kvöld var hún íklædd prjónapeysu, ljósu pilsi og í hvítum íþróttaskóm. Lögreglan hélt í fyrstu að Emmanuela hefði strokið að heim- an. Hún kynni að hafa orðið ást- fangin eöa verið blekkt til að taka tilboði um að gerast ljósmynda- fyrirsæta. Af lýsingu foreldranna og skólsystkina kom hins vegar fram að Emmanuela var feimin og hræðslugjörn. Hún var ekki sögð sýna strákum mikinn áhuga og kjósa helst félagsskap vinstúlkna sinna. Strangt uppeldi Vinstúlka Emmanuelu gat þó skýrt frá því að hún hefði séð hana á tali við mann milli þrítugs og fertugs. Þeg- ar stúlkan var spurð að því hvort hún vissi hver þessi maður væri sagði hún að hann væri eigandi snyrti- stofu og hefði boðið henni starf. Ekkert kom þó fram sem benti til að þessi maður tengdist ráninu. Á heimili Emmanuelu ríkti strangur agi. Hún og eldri systur hennar tvær, sem voru tuttugu og eins og tuttugu og þriggja ára, urðu að fá sérstakt leyfi foreldra sinna ef þær ætluðu að vera lengur úti en til klukkan hálfellefu á kvöldin. Vin- konur Emmanuelu höfðu eftir henni að foreldrar hennar litu vart af úrvísunum meðan þeir biöu eftir því að hún kæmi heim úr tónlistar- skólanum. Símhringingin sögðu foreldra sinna og vilji fara heim. Og það getur hún gert alveg ómeidd.“ „Hvað vilt þú?“ spurði Or- landi. „Ég get ekki lagt fram lausnarfé svo nokkru nemi. Ég er ekki efnamað- ur.“ „Þetta snýst ekki um lausnar- fé,“ var svarið. „Við vinir mínir viljum að Ali Agca verði látinn laus og sendur til hlutlauss lands.“ Ali Agca var tyrkneski hryðju- verkamaðurinn sem særði Jó- hannes Pál páfa II á' Péturstorg- inu í Róm 13. maí 1981. Tuttugu daga frest- ur Kurteisi maðurinn bætti því við að ráðamenn í Páfagarði fengju tutt- ugu daga frest til þess að láta Agca lausan, en hann hafði verið dæmd- ur í lífstíðarfangelsi. Orlandi hafði samband við sam- starfsmenn sina, en þeir gerðu rannsóknarlögreglunni aðvart. Mál- ið, sem hafði þótt borgarmálefni Emmanuela Orlandi. upp eftir upplausn Sovétríkjanna, fastlega grunaða um að hafa staðið að tilræðinu við páfa og hvarfi Emmanuelu. Um tíma vonaðist hann til að skjöl KGB um málin yrðu gerð opinber, eins og mörg úr safni leyniþjónustunnar, en það gerðist ekki. Þess í stað tókst hon- um að fá skjöl frá fyrrverandi yfir- manni a-þýsku leyniþjónustunnar, Marcus Wolf. Þar kemur fram að tveir Búlgarar hafi verið á Péturs- torginu í Róm þegar Agca reyndi að skjóta Jóhannes II páfa til bana en tókst aðeins að særa hann. Tví- menningarnir áttu að ráða Agca af dögum strax eftir tilræðið en Agca var handtekinn áður en þeim tókst það. Eftir það fór Agca að óttast um líf sitt og hafnaði því beiðni um skipti-á sér og Emmanuelu. meira Þrettán dagar liðu án þess að nokkuð spyrðist til Emmanuelu. En fimmtudaginn 5. júli hringdi síminn á heimili foreldra hennar. Er svarað var spurði karlmaður kurteislega: „Afsakið ef ég trufla, en er herra Or- landi við?“ Það var önnur systra Emmanuelu sem svaraði og hún rétti föður sín- um símtólið. Þá sagði sá er hringdi: „Ég á að skila kveðju til þín frá dótt- ur þinni, Emmanuelu. Hún hefur það ágætt, þó hún sakni að sjálf- fram að þessu, varð allt í einu fréttaefni heimsblaðanna. Leitin að Emmanuelu var hert, og lögreglan hóf samstarf við ítölsku leyniþjón- ustuna. Ýmsir aðilar þóttu koma til greina, þar á meðal „Rauðu her- deildimar", tyrknesku hryðjuverka- samtökin „Gráu úlfarnir" og búlgarska leyniþjónustan, en hún lá undir grun um að hafa skipulagt til- ræðið við páfa tveimur árum áður. Páfi lýsti því yfir að hann vildi gera allt sem hægt væri til að hafa uppi á dóttur Orlandis og Páfagarð- ur féllst að á aö hefja viðræður við mannræningjana. Hann hafnaði skiptum ítalska ríkisstjórnin tók málið á dagskrá. Var skipst á skoðunum um hvort láta ætti Agca lausan eða ekki. í gildi var þá gengið sam- komulag vestrænna ríkja um að láta ekki undan kröfum hryðju- verkamanna. Lögmaöurinn Gerra- no Egido, sérfræðingur í öllu sem tengist mannránum, var fenginn til þess að annast samninga við mann- ræningjana til að kanna hvort ekki mætti komast að einhverju því sam- komulagi sem teldist ekki bein und- angjöf, þannig að fá mætti Emmanuelu lausa. Samtímis voru veggspjöld með myndum af henni víða hengd upp og fólk beðið að hafa samband við lögregluna ef þaö gæti veitt einhverja upplýsingar um ör- lög hennar. Er hér var komið lýsti Agca því yfir að hann vildi ekki láta skipta á sér og Emmanuelu og vakti sú af- staða furðu, en síðar átti eftir að koma í ljós hvað réð afstöðu hans. Er skýrt hafði verið frá henni sagði talsmaður „Andkristna tyrkneska frelsishersins" frá því að orð Agca Skiptu engu. Krafan um framsal hans væri enn í fullu gildi. Tuttugu daga frest- urinn rann út án þess að nokkuð gerðist. Emmanuela kom ekki fram. Miklar sögusagnir Næstu ár komst hver sögusögnin af annarri á kreik um örlög Emmanuelu. Ein var sú að hún hefði gerst vændiskona í París, önn- ur að hún væri lokuð í klaustri í Róm af því hún hefði eignast barn með kardínála og sú þriðja var á þá leið að hún væri laundóttir páfa. Um hríð lagði lögreglan i Róm trú á síðastnefndu sögunni. Loks komst á Veggspjald með mynd af Emmanuelu. kreik orðrómur um að hún hefði dáið af of stórum skammti eiturlyfja í kyn- svalli í Páfagarði og reynt hefði ver- Ferdinando Imposinato. ið að breiða yfir það með svið- settu mann- ráni. Þessi saga fékk byr undir báða vængi þegar vitni lýsti því yfir 1984 að það hefði séð bíl með Emmanuelu i aka inn í Páfagarð kvöldið sem hún hvarf. Er kom fram á árið 1997 var op- inberri rannsókn tilræðisins við páfa og hvarfs Emmanuelu hætt. Gafst ekki upp Ferdinato Imposinato öld- ungadeildarþingmaður gat ekki sætt sig við að mál Emmanuelu yrði lagt á hilluna. Hann hélt því rannsókn þess áfram á eig- in spýtur en hann hafði verið rannsóknardómari er Emmanuela sést hér heilsa Jóhannesi Pál II páfa. Hún var tíu ára er mynd- ' in var tekin hún hvarf og hafði því tengst málinu á fyrstu stig- um þess. Imposinato hefur nú skýrt frá því að hann hafi gömlu sovésku leyniþjón- ustuna, KGB, sem var leyst Frásapnir Agca og úr skyrslum Wolfs Tveir búlgarskir dómarar fengu leyfi til að ræða við Agca meðan hann var enh í varðhaldi og með þeim kom túlkur, Petkov, en hann var í raun á vegum KGB. Petkov ráðlagði Agca að þykjast geðbilaður er hann kæmi fyrir rétt og hét hon- um því, að því er síðar kom fram, að KGB myndi fá hann lausan eft- ir réttarhöldin. Er það skýring- in á að Agca hélt því fram fyrir rétti í Róm að hann væri Krist- ur endurfæddur. Þau skjöl sem Imposinato fékk frá Wolf segja KGB hafa staðið að ráninu á Emmanuelu og hafi tilgangur- inn verið sá að fá Agca lausan en andstaða hans, og reyndar Páfagarðs og ítalskra yfir- valda, hafi gert þá hugmynd að engu. Er sú staða hafi komið upp hafi sovéska leyniþjónustan verið í vanda. Hún hafi setið uppi með Emmanuelu og ekki haft neina lausn á vanda henn- ar aðra en þá að taka hana af lífi. Og það hafi verið gert. Eftirmáli Leyniþjónustur eru kunnar fyrir að beita brögðum sem almenningur á ýmist erfitt með að átta sig á eða þykir á einhvem hátt ótrúverðug. Þeim sem til þekkja á þessu sviði kemur hins vegar ekki á óvart að búlgörsku mennirnir tveir sem voru á Péturstorginu er Agca skaut á páfa hafi átt að ráða tilræðis- manninn af dögum nokkrum augna- blikum síðar. Þá heföi hann aldrei getað sagt þá sögu sem hann sagði síðar, er hann sagði aö háttsettur maður í búlgörsku leyniþjónust- unni, en hún var náinn samstarfs- aðili KGB, hefði skipað sér að ráða Jóhannes Pál páfa II af dögmn. Væri Emanuela á lífi væri hún nú þrítug. Páfi fyrirgaf Agca tilræðið er hann heimsótti hann í fangelsið 1984. Talið er að forseti Ítalíu muni náða Agca innan tíðar og hann verði þá látinn laus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.