Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 Keppt verður í orfaslætti á sveita- hátíðinni. Sveitahátíð áSelfossi í gær hófst á Selfossi sveitahá- tíð sem stendur til sunnudagsins 11. júlí. Þetta er í annað skipti sem slík hátíð er haldin á Selfossi og nú sem fyrr á vegum Sumars á Selfossi. Dagskráin er fjölbreytt og hófst á fostudeginum með bú- vélasýningu frá Búvélum sem stendur til sunnudags. Tívolí og leiktæki frá voru sett upp í gær. í dag kl. 13-17 verða aðalhátíðar- Skemmtanir Sníoí ----------------fara þau fram á túninu gegnt Fossnesti. Þar verður dýragarður og hesta- leiga i gangi allan daginn. Kl. 14.00 hefst skemmtidagskrá á því að heiðurgesturinn Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra kemur akandi á fornri dráttarvél á svæð- ið með sláttumennina og kaupa- konurnar í skrúðgöngu. Þá hefst íslandsmeistaramót í orfaslætti og mun hver sláttumaður slá af- markað svæði. Veitt verða vegleg verðlaun, m.a. Eylandsljárinn. Knásta kaupakonan verður síðan valin úr hópi þeirra kvenna sem á eftir fara og raka og binda á klakk upp á gamla mátann og fær hún hinn eftirsóknarverða hrífubikar. Á morgun er íslenski safnadag- urinn í Árborg og þá verður mik- ið um að vera á söfnum sveitarfé- lagsins. Dagskráin er fjölbrcytt og mun m.a. fara fram í Rjómabúinu á Baugsstöðum, í Þuríðarbúð á Stokkseyri, í Húsinu og á Sjó- minjasafninu á Eyrarbakka og í Listasafni Árnesinga. FornbOar á Árbæjarsafni Hin árlega sýning Fornbíia- klúbbs íslands og Árbæjarsafns verður á morgun kl. 13-17. Bílun- um verður ekið inn á safnsvæðið kl. 13 og mun þeim síðan verða stillt upp við gömlu húsin í safn- inu. Elstu bílamir eru frá því snemma á þriðja áratugnum og verða eigendur bílanna á staðnum. Þeir ræða við gesti og svara fyrir- spurnum. Jafnvel verður einn gam- —»—;--------all vörubíll í ferð- Utivera um um safnsvæðið ------------og gefst þá gestum tækifæri til að fara rúnt um safn- svæðið á vörubílspaili. Að venju verður heitt á könn- unni í DÚlonshúsi og handverks- fólk verður við iðju sína i ýmsum húsum. Ágústa og Snæbjörg verða á baðstofuloftinu í Árbæ við prjónaskap og roðskógerð og Stein- ar Axelsson hnýtir net við Ný- lendu. Við Kornhús verða ýmis leiktæki fyrir börnin, meðal annars kassabilar, sippubönd, húlahringir og skeljar og í safnbúðinni verður kynning á rósaleppaprjóni frá Fitjakoti kl. 13-17. dagsönn & ■ Bjart veöur austanlands Veðriö kl. 12 á hádegi í gær: Suðvestan 8-13 m/s og skúrir vestan til á landinu en víða bjart veður austanlands. Hiti 10-20 stig, hlýjast norðaustanlands. Sólarlag í Reykjavík: 23.39 Sólarupprás á morgun: 3.28 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.08 Árdegisflóð á morgun: 4.34 Akureyri skýjað 15 Bergsstaðir skýjað 14 Bolungarvík skýjað 14 Egilsstaðir 16 Kirkjubœjarkl. rigning 11 Keflavíkurflv. skýjað 11 Raufarhöfn moldr. eða sandf. 18 Reykjavík súld á síð. kls. 11 Stórhöfói súld 10 Bergen léttskýjað 19 Helsinki hálfskýjað 23 Kaupmhöfn léttskýjað 23 Ósló léttskýjaö 25 Stokkhólmur 26 Þórshöfn skýjað 11 Þrándheimur úrkoma í grennd 14 Algarve þokumóða 23 Amsterdam skýjaö 21 Berlín léttskýjaó 23 Chicago þokumóöa 24 Dublin léttskýjað 25 Halifax léttskýjað 17 Frankfurt skýjað 22 Hamborg léttskýjað 24 Jan Mayen þoka 6 London skýjað 23 Lúxemborg hálfskýjað 23 Mallorca léttskýjað 20 Montreal heiðskírt 18 Narssarssuaq alskýjaö 7 New York skýjaö 24 Orlando þokumóóa 26 París léttskýjaö 25 Veðríð í dag Marlene Dietrich í tali og tónum í Kaffileikhúsinu: Blái engillinn Sif Ragnhildardóttir syngur lög Marlene Dietrich. : IHún var talin ein kynþokka- fyllsta kona aldarinnar - fagur- skapaðir fótleggir hennar, tælandi röddin og jafnvel kinnbeinin komu róti á hug og hjarta karl- manna um víða veröld; hún fékk blóðið til að þjóta örar um æðar ráðherra í ríkisstjóm íslands í Trípólibiói, fékk virðulega gagn- rýnendur til að reyta hár sitt af !S hrifningu á Signubökkum, banda- ríska hermenn til að gleyma ógn- um stríðsins á vígvöllunum: Hún hét Marlene Dietrich. Annað kvöld mun Sif Ragnhild- ardóttir flytja nokkur frægustu lög Marlene í KafFileikhúsinu - eins Skemmtanir og henni einni er lagið. Um undir- leik sjá tónlistarmennirnir Jó- hann Kristinsson og Tómas R. Einarsson. Serimóniumeistari og kynnir kvöldsins er Arthúr Björg- vin Bollason en hann mun á sinn Sþjóðkunna hátt fjalla um ævi Mar- lene sem, eins og allir vita, var ákaflega viðburðarík. Sif hefur við nokkur tækifæri heiðrað minn- ingu Marlene með því að syngja nokkur helstu lög hennar við frá- bærar undirtektir. Flutti hún dag- skrá þessa i KafFileikhúsinu 1. maí við mikla hrifningu og á hana mættu allnokkrir erlendir þýsku- mælandi gestir sem voru stór- hrifnir. Skemmtunin hefst kl. 21. Áður er boðið upp á ljúffengan kvöldverð. Dauðasveit Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði Omar Einarsson feikur á Jóm frúnni, úti eða inni, eftir því hvern- ig viðrar. Sumardjass á Jómfrúnni Djasstónleikaröð veitingahúss- ins Jómfrúarinnar við Lækjar- götu heldur áfram í dag kl. 16. Á sjöttu tónleikunum kemur fram tríó gítarleikarans Ómars Einars- sonar. Með Ómari leika að þessu sinni Sigurður Flosason, saxó- fónn, og Jón Rafnsson, bassi. Tón- leikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu ef veður leyfir, annars inni á Jómfrúnni. Aðgang- ur er ókeypis. Tónleikar á Kirkjulistahátíð Á morgun kl. 20.30 heldur þýski organistinn Gúnter Eumann tón- leika í Hallgrímskirkju. Tónleik- ar þessir eru sjöttu tónleikar * Kirkjulistahátíðar 1999. Á efnis- skránni eru Prelúdía og fúga í C- dúr eftir Johann Sebastian Bach, Koma drottningarinnar af Saba úr óratóríunni Solomon eftir Ge- org Friedrich Handel, Fantasía í A-dúr eftir César Franck, Átta stutt verk eftir Sigfrid Karg-Elert, Söngur um frið úr Níu verkum eftir Jean Langlais og Toccata russica eftir Georgi Alexander Muschel. Gúnter Eumann stundaði nám í kirkjutónlist, stærðfræði og * heimspeki í--------------------- Köln. Hann Tónleikar starfar sem yfir-_______________ maður orgel- og klukknaspils- deildar Evangelísku kirkjunnar í Rínarlöndum auk þess sem hann kennir stærðfræði og tónlist í menntaskóla. Hann hefur unnið við Vesturþýska útvarpið í Köln auk þess sem hann hefur komið fram sem organisti víða um lönd. Sumartónleikar í Stykkishólmi Á morgun kl. 17 verða haldnir þriðju tónleikarnir í árlegri sum- artónleikaröð. Nú er röðin komin að Guðrúnu Jóhönnu Jónsdóttur sópran og Guðríði St. Sigurðar- ^ dóttm- píanóleikara. Guðrún Jó- hanna er ung og upprennandi söngkona sem um þessar mundir dvelur í London við nám og störf. Guðrún St. Sigurðardóttir píanó- leikari hefur komið víða fram á tónleikum í Bandarikjunum, Þýskalandi, Sviss og á flestum Norðurlandanna, ýmist sem ein- leikari eða með öðrum tónlistar- mönnum. Hún er píanókennari við Tónskóla Sigursveins og Tón- listarskólann í Reykjavík. Á efnis- skránni eru eingöngu íslensk og spænsk verk, verk eftir íslensku tónskáldin Pál ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Iiinarsson og Jón Þórarinsson auk verka eftir Manuel de Falla, Guridi, Montes- '' alvatge og Turina. Gengið Almennt gengi LÍ 09. 07. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 75,190 75,570 74,320 Pund 116,790 117,390 117,600 Kan. dollar 51,100 51,410 50,740 Dönsk kr. 10,2960 10,3520 10,3860 Norsk kr 9,4460 9,4980 9,4890 Sænsk kr. 8,7870 8,8350 8,8190 Fi. mark 12,8802 12,9576 12,9856 Fra. franki 11,6749 11,7451 11,7704 Belg. franki 1,8984 1,9098 1,9139 Sviss. franki 47,6700 47,9300 48,2800 Holl. gyllini 34,7516 34,9604 35,0359 Þýskt mark 39,1560 39,3913 39,4763 it. lira 0,039550 0,03979 0,039870 Aust. sch. 5,5655 5,5989 5,6110 Port. escudo 0,3820 0,3843 0,3851 Spá. peseti 0,4603 0,4630 0,4640 Jap. yen 0,613500 0,61720 0,613200 Irskt pund 97,239 97,824 98,035 SDR 99,640000 100,24000 99,470000 ECU 76,5800 77,0400 77,2100 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.