Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 formúla „< Ralf Schumacher: Verður „litli bróðir" næsti meistari? - stakk „stóra bróður" af í Frakklandi og hefur kafkeyrt félaga sinn, Zanardi Hann hefur ávallt verið kallaður „litli bróðir" ungi efnilegi ökumað- urinn sem ekur með Williams Supertec-liðinu í Formúlunni. Ralf Schumacer er bróðir hins snjalla Michaels Schumachers en hefur ávallt neitað að standa í skugga hans. Þeim er gjaman líkt saman og gerður samanburður á árangri þeirra. En Ralf stendur fyllilega undir nafni og er í dag orðinn einn af betri ökumönnum í Formúlunni. Eftir að hafa átt erfitt uppdráttar sýnir hann þroskaðan akstur, hefur oftast skilað bil sínum í mark og unnið sér og liði sínu inn dýrmæt stig. Ralf varð 24 ára þann 30. júní síð- astliðinn en sleit bamskónum, líkt og bróðir hans, á gokart bílabraut föður síns, Hann var farinn að aka fyrir 3 ára aldur og fór því snemma að afla sér reynslu. Eftir að bróðir hans Michael, sem er sex áram eldri, var kominn á fullt skrið í kappakstrinum tók umboðsmaður hans, Willi Weber, Ralf upp á sína arma og vann að því að koma hon- um á samning hjá þýskum F3 liðum og síðan áfram í erflðari og hrað- skreiðari flokka. Eftir að hafa vakið athygli í Evrópu fór Ralf til Japan árið 1996 þar sem hann ók í Ail Nippon 3000, gerði sér lítið fyrir og vann flokkinn sem er talinn vera allt að því jafnerflður og Formúla 1. Með japanska meistaratitilinn í farteskinu tók Ralf Schumacher næsta stökk og gerði samning við Eddie Jordan um akstur í liði hans fyrir árið 1997. Ferill hans í Formúlu 1 hófst með látum. í fyrstu keppninni sem hann lauk nældi hann sér í þriðja sætið eri hafði þá að vísu ekið niður félaga sinn, Fisichella, þegar hann reyndi framúrakstur. Vinátta þeirra varð því skammvinn og fékk Ralf á sig orð fyrir að vera ruddi eins og bróðir hans. Reyndar átti yngri Schumacher- bróðirinn mjög erfitt fyrsta árið hjá Jordan þar sem hann endaði oftast utan brautar eftir klaufalegan akst- ur og talað veu- um að hann yrði lát- inn fara frá liðinu. Meira að segja náði hann að aka stóra bróður út úr kappakstrinum í Lúxemborg 1997 þegar Michael var í baráttu um heimsmeistaratitil- inn. En hann þótti mjög fljótur og átti yf- irleitt einn af hröð- ustu hringjunum þótt hann næði ekki að ljúka keppni. Þegar Ralf, hins vegar, lauk keppni var hann í stigasætum. Tímatök- ur og æfingar vora tími Ralfs Schumachers og hann náði oftast mjög góðum rásstað. Með það í farteskinu hófst keppnistímabil- ÍÖ1998 og nýr félagi, Damon Hill, kom til sögunnar. Ralf og Damon Hill, sem aldrei haföi verið mikill vinur Schumachers- flöl- skyldunnar, virtust ná ágætlega saman en Jordan Muegen Honda híllinn stóð ekki undir væntingu- mog árangur félag- anna var heldur dap- urlegur framan af ár- inu. Þær miklu reglu- breytingar sem vora gerðar á bílunum milli 1997 og 1998 voru illa leystar hjá Jordan, bíllinn lét illa að stjóm og var liðið stigalaust þar til Ralf átti ótrúlegan akstur á Silverstone við Schumacherbræðurnir eru miklir mátar þótt þeir berjist hart á brautinni. ískyggilegar aðstæður. Hann barð- ist frá 21. rásmarki og krækti i fyrsta stig Jordan-liðsins árið 1998. Úrhellisrigning var mestalla keppn- ina og sýndi Ralf að hann er meist- ari 1 rigningu eins og bróðir hans. Það sýndi hann einnig á SPA þar sem rigningin buldi á brautinni og er keppnin þekkt fyrir sögulegan árekstur við upphaf keppninnar. Þar sá Ralf hvað í vændum var og lagði út í kant á meðanþrettán bílar lentu í einum af mestu árekstran- um í sögu Formúlu 1. Seinna þann dag náði hann sínum bestu úrslitum þegar hann kom annar í mark á eftir félaga sínum, Damon Hill. Ljós Ralfs var farið að skína og Jordan-bíllinn byij- aður að virka. í næstu keppni, sem háð var á Monza á Ítalíu, náði hann að ljúka keppni í þriðja sæti og var það einnig söguleg stund þar sem stóri bróðir haföi sigrað og í fyrsta skiptið í sögu For- múlu 1 voru bræður á verð- launapafli. Nú voru hjólin farin að snúast. í stað hins óbeislaða, villta ökumanns var kominn fljótur en öragg- ur bilstjóri sem önnur lið fóra að líta hýru auga. Það fór svo að Ralf Schumacher gerði samning við Frank Williams um ökumannssæti í liði hans en Williams á að baki glæsilegan feril og mun aka með BMW-vélar á næsta ári. Þótt Wifliams-bíllinn í ár hafi ekki átt mikið í Ferrari og McLaren hefur Ralf, með aðdáunarverðum akstri, náð að krækja sér í stig í öll þau fimm skipti sem hann hefur lokið keppni í sumar. í síð- ustu keppni í Frakklandi gerði hann sér svo lítið fyrir, tók fram úr og pakkaði „stóra bróður" saman; skildi hann eftir á blautri brautinni sem hefði nú einhvern tímann hentað Michael. Nú var það hins vegar Ralf sem enn og aftur gerði góöa hluti í rigningu. Hann hefur einnig kafkeyrt félaga sinn, hinn tvöfalda Cart-meistara Alexandro Zan- ardi, sem átti að vera skraut- flöður liðsins en hefur ekki nema einu sinni náð að ljúka keppni. Það er því deginum ljósara að Ralf Schumacher er mað- ur framtíðarinnar. Frank WillÍEuns gerir sér það að fullu ljóst og heldur því fram að í nánustu framtíð eigi Ralf eftir að hampa hinum eftirsótta Formúla 1 meistaratitli. Þvílikir séu hæfilekar hans sem ökumanns. Silverstone-brautin Herflug- völlur fráfyrri heims- styrjöld- inni - heimavöllur flestra keppnisliðanna Einn stærsti íþróttaviðburð- ur Bretlands fer fram nú um helgina á Silverstone-kappakst- ursbrautinni. Formúla 1 sirkus- inn er kominn í nágrenni Lund- únaborgar þar sem hann ætlar að halda sýningu fyrir ensku þjóðina sem er ein helsta kappakstursþjóð heims. Það sést best á því að Silverstone er heimavöllur flestra liðanna sem taka 'þátt í Formúlunni í dag. Lið eins og Williams, McL- aren, BAR, Arrows, Stewart og Jordan era öll heimalið og verður því sérstaklega lagt í alla umgjörð fyrir aðdáendurna sem koma í tugþúsunda tali hvaðanæva að, meira að segja um 200 manns héðan frá ís- landi. Ökumennirnir David Coult- hard, Eddie Irvine, Johnny Herbert og Damon Hill eru heimamenn. Þeir reyna að sjálf- sögðu að gera sitt besta fyrir landa sína sem koma til með að sjá fyrrum heimsmeistarann, Damon Hill, keppa í síðasta sinn en hann á bróðurpartinn af bresku aðdáendunum. Damon hefur tilkynnt að þetta verði hans síðasta keppni og kemur hann því til með að hætta þar sem hann hóf feril sinn, á Silverstone. Silverstone Breski Formúla 1 kappaksturinn 8. keppni 11. júlí 1999 150 Copse 170 Maggots ■ Luffield Lengd: 1998: 5,140 m 59 hringir 303,260 km PYTTUR Aksturstími 1 333 m 283 sek. 250 n Woodcote km/h Gír Shell Heimildir: FIA Lengd brautar: Eknir hringir: Keppnisvegalengd: Einkenni brautar: Einn af stæiri íþrótta- viðburðum í Engiandi á ári hverju er þegar Formúla 1 kemur og keppt er á hinni frægu Silverstone-braut. Hún hefur að bjóða 17 mjög krefjandi beygjur sem bæði eru mjög hraðar, hraðar og hægar. Brautin krefst ýtrasta árangurs bíls og ökumanns. Becketts S-beygjumar em mjög þýðingarmiklar og uppsetning bílanna þarf að vera hámákvæm svo aðþeir tapi ekki tíma. Verðlaunapallur '98 Michael Schumacher (Ferrari) Q Mika Hakkinen (McLaren-Mercedes) 0 Eddie Irvine (Ferrari) Útsending RÚV: Sunnudag kl. 11.30 Brautarmet: Hraðasti hringur: M. Schumacher 1997 á Ferrari á 1.24,475 mín. Fyrsta hreska Formúla 1 Grand Prix keppnin var haldi á Silverstone árið 1950 og hefur verið haldin þar óslitið síðan 1987. Silverstone-brautin hefur mátt þola ótal breytingar síðan fyrst var keppt á henni. Hún er I reynd herflugvöllur frá fyrri heimsstyrj- öldinni. Vegna allra breytinganna er erfitt að dæma brautarmet en hraðasti tímatöku- hringur sem mælst hefur í Formúiu 1 keppnisbraut frá upphafi náðist árið 1985 á Silverstone þegar Keke Rosberg gerði sér lítið fyrir og fór hringinn á meðalhraðanum 243 km/klst á Williams Honda. Eftir breyt- ingar undanfarinna ára hefur hraðinn í brautinni verið minnkaður og ör- yggið bætt og er meðalhraðinn kom- inn niður í 193 km/h. -ÓSG 4F X *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.