Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 30
38 / 4i LAUGARDAGUR 10. JULI1999 Snjóbrettahelgi Týnda hiekksins í Kerlingarfjöllum: Sumar hvað? „Klukkan er orðin níu, strákar. Við verðum að drífa okkur af stað. Maauuuf." Það er ekki óalgengt að við vinimir séum allt of seinir að koma okkur á Þjóðveg 1 þegar farið er út á land. Síðustu helgi var för- inni heitið í Kerlingarfjöll á árlega snjóbrettahelgi Týnda hlekksins. Á hverju ári kveðja snjómenn, skíða og bretta, veturinn með tár í augum og sjá ekki fram á rennsli fyrr en átta mánuðum seinna. Auðvitað vita allir af Kerlingarfjöllum en mjög fáir leggja leið sína þangað á sumrin. Þeir sem fara verða hins vegar ekki fyrir vonbrigðum. Að minnsta kosti ekki þessa helgina. Skrúfaðu upp rúðuna! Það tekur ekki nema fjóra tíma að keyra upp í Kerlingarfjöll. Leiðin er greið, fyrir utan grófan malarveg undir lokin og rúsínumar í pylsu- endanum, Blákvísl og Ásgarðsá. Við félagarnir ferðuðumst á skutbíl, þannig að ekki vomm við þeir skjót- ustu þegar á malarveginn var kom- iö. Þetta fengum við staðfest þegar aðrir Kerlingarfjallafarar tóku að skjótast fram úr okkur, einn af öðr- um. Svo komu ám- ar. Blákvísl er létt og löðurmannleg en Ásgarðsá harðari. Við félagamir töld- um okkur í allt fær- ir eftir að hafa brunað yfir Blá- kvisl á skutbílnum og ætluðum okkur því að gera eins í Ásgarðsá. „Þetta er ekkert mál, við för- um upp héma og svo bmnum við bara beint yfír,“ vora leiðbeining- amar sem aftursæt- isökumennirnir gáfu bílstjóranum. Eins og sönnum vesturbæjarmal- biksrottum sæmir var farið eins vit- laust í ána og hægt var, vatn upp á miðja framrúðu og Loks komnir allt i rugh. „Skruf- brúnarinnar aðu upp ruðuna, renns.j maður. Þetta kemur allt inn!“ hljómaði úti i miðri á. En fjórhjóladrifið bjargaði okkur og mikil fagnaðar- læti brutust út þegar á bakkann var komið. Fuglar á flugi Um hundrað og þrjátíu manna hópur brá sér í ferðina. Hópurinn gisti annars vegar á tjaldsvæðinu eða leigði sér kofa (nípu). Það var vaknað snemma á laugardagsmorg- un og allir drifu sig upp í fjall. Dag- urinn var eins góður og hann hefði getað orðið. Mikill snjór er í Kerl- ingarfjöllum og var hann nýttur óspart. Lyftan á svæðinu er að vísu komin til ára sinna og mætti fara að huga að betra flutningatæki. Byggð- ir vom þrír risapallar þar sem brettamenn tóku á loft og flugu eins og fuglinn um loftin blá (þar til í lendinguna var komið). Troðarinn á svæðinu er með sérút- búinn pall þar sem hægt er að pakka rúm- lega tuttugu manns, ásamt brett- um, og keyra þá upp á topp Snækolls. Hann kemst að vísu ekki Brettamenn víla ekki alveg alla leið þannig að það þarf fimm mín- útna göngu til þess að ná toppnum, svona rétt nóg til þess að manni finnist maður hafa unnið hörðum höndum fyrir brekkuna. Það er fátt betra en að vera kominn upp á topp og horfa á stórfenglegt útsýnið. Hrá íslensk náttúra í sinni mikilfengleg- ustu mynd. Og ekki skemmir þá ferðin niður. vandfama. Hann tók af stað en það vildi ekki betur til en svo að hann misreiknaði sig og fór vitlausa leið. fyrir sér að taka á flug í brekkunum. Þar blasti við klettabelti sem var alls ómögulegt að stökkva yfir. Hann náði naumlega að stoppa rétt fyrir ofan klettana, henda brettinu niður og klifra upp til baka til að fara réttu leiðina niður á fótun- um/rassinum. Þetta er algengt vandamál meðal snjóbrettamanna. Oftar en ekki sækja þeir í bröttustu og erfiðustu brekkurnar þar sem klettar spila inn í. Þvi er mjög mik- ilvægt að þekkja leiðina sem á að Jón Teitur loftborinn. Landslagið sem blasir við manni f brekkunum er engu líkt; hrátt, íslenskt, alvöru. DV-myndir hvs frá rótum fjallsins. Blautur sunnudag- ur Laugar- dagskvöldið var einkar skemmtilegt. Gífurleg stemning myndaðist á tjaldstæðinu þar sem Kári sálarsnúður og Matti sáu um eðaltóna. Öllum að óvömm kviknaði suddi. Ferð á toppinn var samt sem áður nauðsynleg og sveik hún ekki, þrátt fyrir blautan snjó. Rétt við bílastæði skíðasvæðisins myndast á hverju ári stór pollur sem er einkar hentugur fyrir brettamenn til að renna sér yfir. Honum má ekki sleppa. Það mætti likja honum við stimpilklukku, þú varst ekki upp frá nema þú hafir farið yfir pollinn. Hann brást ekki frekar en fyrri dag- inn og menn héldu sáttir heim í skála, sumir blautari en aðrir. Þá var lítið annað til bragðs að taka en að drífa sig á malbikið. Heimferðin gekk fljótt, enda menn og bíll orðn- ir vanir smásprænum og trítluveg- um. Allt þetta var siðan toppað með stuttri viðdvöl í blautum hamborg- ara á Geysi, alvöm vegaborgari. Góður endir á góðri helgi. Sumar- hvað? -hvs á toppinn - handan bíður stjórnlaust Danni móhík- ani í einni af topp- ferðunum ákváðu nokkrir garpar að ganga lengra, yfir á næsta fjall, og renna sér þar nið- ur þverhnípta brekku sem leit vægast sagt gimi- lega út. Þetta gekk vel þar til næst- síðasti maður, Danni móhíkani, fór niður. Hann valdi sér nýja leið milli klettanna, erfiða leið og Ef þú ferð í Kerlingarfjöll er nauðsyn- legt að stimpla sig inn á pollinum. Aðrir brettamenn bíða óþreyjufullir eftir því að kom- ast fram fyrir sniglana. fara áður en knattleikjastemning og fóru menn hún er farin. því að spila fótbolta og grjónaspark. En Danni er Síðan var dansað undir bjartan þaulvanur sumarmorgun úti í guðsgrænni brettamaður náttúrunni við tónlist snúðanna. Á og náði að sunnudagsmorgun vom menn ekki bjarga sér alveg jafnhressir og daginn áður eft- tímaniega ir skrall næturinnar. Uppi í fjalli með leiðsögn var ekki gott veður, rigning og Evrópusambandið hættir tolifriálsri verslun Fyrsta júlí síðastliðinn lauk fimm- tíu ára tollfrjálsri verslun innan Evr- ópusambandsríkja. Ákvörðun um þetta var tekin fyrir átta árum síðan og nú er staðan því þannig að aðeins er hægt að versla tolHJrjálst utan landa Evrópusambandsins. Innan ríkja ESB þurfa ferðamenn að greiða 17.5% virð- isaukaskatt og þegar keypt er áfengi og tóbak bætist tollur að auki við. Það er því ljóst að von er á umtalsverðum verðhækkunum. Þó verða vörur sem keyptar era til neyslu um borð enn þá tollfijálsar, eða duty free, en ætlunin er að setja reglur til þess að koma í veg fyrir að menn misnoti þessa glufu. Ótakmörkuð verslun Það sem neytendur græða á þessu fyrirkomulagi er að nú er hægt að kaupa ótakmarkað magn, það er ekk- ert hámark sem segir að aðeins megi kaupa svo og svo mikið af til dæmis áfengi. Þó efast margir um að þetta sé neytendum til góða þar sem fólki er mismunað eftir því hvar það verslar, þar sem tollar eru misháir eftir lönd- um. Þá hafa flugfélög nú þegar hækk- að flugfargjöld til þess að vega upp á móti því tapi sem þeir verða fyrir þeg- ar hin tolifrjálsa verslun leggst niður. Kaupmannahafnarflugvöllur er sagður á meðal þeirra sem sagður er ætla hækka verð á flugfélögum en sú hækk- un skilar sér líklegast til farþeganna. íslendingar era sem kunnugt er ekki aðilar að ESB og því helst tollfrjáls verslun óbreytt hér. Hækkanir erlend- is hafa þó vitaskuld áhrif á íslendinga á ferðalögum þar og verði víðtækar hækkanir er ekki ólíklegt að þeim verði fylgt hérlendis. Öllum reglum fylgja undantekning- ar og það á einnig við hér. Hinir evr- ópsku nefndarmenn sem höfðu veg og vanda af reglunum njóta undanþágu og mega kaupa tollfrjálsar vörur fyrir 166 pund á ári. -þor Róm sumarið 2000: Þrjátíu millj- ónir pílagríma Mikill undirbúningur er í Róm fyrir hátíð þar sumarið 2000. Hið heilaga ár, eða fagnaðir í tilefni af heilögu ári, er haldið í Róm á 25 ára fresti en engin hátíð hefur ver- ið haldin jafhstór þessari. Til þess að sefa ótta ítala um það að borgin ráði ekki við allan þann ferða- mannastraum sem fylgir hátíðinni verður gripið til umfangsmikilla aðgerða. Langferðabílar verða bannaðir í borginni, fjórar nýjar neðanjarðar- stöðvar verða byggðar og búist er við 15% hækkun á hótelgistingu á meðan hátíðin stendur yfir. Reikn- að er með því að um 30 milljónir pílagrímar heimsæki Rómog verða þeir hrein viðbót við þær 3 milljón- ir ferðamanna sem koma til borgar- innar ár hvert. Hótel Rómaborgar geta ekki hýst alla pílagrímana og til þess að bæta úr því hafa 47.000 íbúar borgarinn- ar boðið fram svokallaða „bed and breakfast" gistingu í heimahúsum sínum. Aðgangur að kirkjum Róm- ar verður ókeypis en menn þurfa að bóka sig á atburði fyrir fram. -þor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.