Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1999 Fréttir Hörkuslag um nýjan formann Sambands ungra sjálfstæöismanna lokiö: Yfirburðir Sigurðar - baráttan fullhvöss á köflum fullhvöss á tímabili og menn misstu svolítið fótanna í slagnum. Hættu að velta málefnunum fyrir sér og fóru að beina athyglinni að vali full- trúa og hvort væri verið að svína á hinum eða þessum. Þannig að aðal- Lögreglan handtók á sunnudag karlmann úr Þingholtunum sem hafði lent í erjum við sambýliskonu sína. Einhver hafði tilkynnt um mikil slagsmál í íbúð þar sem fólkið var. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn farinn. Að sögn lög- reglu sagði konan, sem ekki hafði hlotið meiðsl, að maðurinn hefði eitthvað tekið í hana en hún vildi ekki leggja fram kæru. Manninum var síðan sleppt eftir að lögregla hafði haft upp á honum og tekið af honum skýrslu. DV-mynd S Sigurður Kári Kristjánsson lagði Jónas Þór Guðmundsson í slagnum um formannssætið hjá SUS. DV-mynd Ómar atriðin, sem voru frambjóðendum- ir, urðu út undan og þau málefni sem við stóðum fyrir.“ Hvaö málefni stendur þú fyrir? „Ég stend fyrir sjáifstæðisstefnuna og ætla mér að gera ákveðnar áherslubreytingar hjá SUS. Ég mun leggja meiri áherslu á að SUS eru stjórnmálasamtök sem láta til sin taka í þjóðmálaumræðunni. í öðru lagi mun ég tryggja gott samstarf við unga kjósendur með því að heim- sækja þá og kynna þeim starf okkar og fá þá til fylgis við flokkinn. í þriðja lagi langar mig til að virkja fé- lögin úti á landi og komast hjá því að stýra SUS eingöngu frá Reykjavík." Einhver skilaboó til ríkisstjórnar- innar? „Ekki að svo stöddu en við voram að semja ályktanir og það verðu af nógu að taka. Það má auka frelsi á mörgum sviðum og lækka skatta og fleira," sagði Sigurður Kári að lok- um. -ÓG Þingið hófst á föstudaginn en þingfulltrúar voru að tínast til Eyja þangað til í gær. Varð mikill titr- ingur meðal stuðningsmanna for- mannsefnanna þegar þoka helltist yfir um hádegsbilið en þá voru nokkrar vélar á leiðinni með full- trúa sem létu sér nægja að mæta á staðinn til að kjósa. Þokunni létti og allir komust á þingið. Á laugar- dagskvöldið voru um 200 skráðir fulltrúar á þinginu en atkvæði greiddu 356, þannig að vel á annað hundrað manns komu bara á sunnudaginn. Atkvæðamunurinn milli þeirra Sigurðar Kára og Jónasar Þórs var meiri en flestir gerðu ráð fyrir, 211 atkvæði Sigurðar Kára gegn 143 at- kvæðum Jónasar Þórs sem sýndi að stuðningsmenn Sigurðar Kára höfðu unnið heimavinnuna sína betur. Báðir ávörpuðu þingheim eft- ir að úrslitin lágu fyrir og hvöttu þeir til samstöðu nú þegar úrslitin lægju fyrir. Sigurður Kári er félagi í Heimdalli og var stjórnarmaður í SUS. Hann sagði að úrslitin hefðu ekki komið sér á óvart enda ætti hann stuðningsmenn allt land. „Ég var mjög sterkur á Reykja- víkursvæðinu, á suðvesturhorninu og Eyjum. Svo hafði ég stuðning um allt land, fyrir vestan, norðan og austan," sagði Sigurður Kári þegar úrslitin lágu fyrir. Var þetta heiöarleg barátta? „Hún var kannski var kannski DV, Vestmannaeyjum: Þrítugasta og fimmta þingi Sam- bands ungra sjálfstæðismanna lauk í Vestmannaeyjum í gær. Þegar mest var vora þingfulltrúar um 400 og ekki ótrúlegt að þar hafi verið að finna leiðtoga í íslenskum stjóm- málum á nýrri öld. Slagurinn um formannsstólinn bar keim af þessu og var hann óvenjuharður. Barátt- una háðu Sigurður Kári Kristjáns- son og Jónas Þór Guðmundsson. Bú- ist var við tvísýnum kosningum en Sigurður Kári vann með yfírburð- um og er því næsti fomaður SUS. Jónas Þór Guðmundsson eftir ósig- urinn. Réttarstaða móðgaðra komu ekki við sögu. Það vissi Jón varaformað- ur, sem er flinkur lögfræðingur, að passaði ekki við félagslög. Þar sem hann var með rétt- arstöðu móðgaðra og kunni allar reglumar hjólaði hann í formanninn. Annaðhvort bæð- ist hann afsökunar eða hefði verra af. í þessari stöðu gaf Jóhannes formaður skít í allar fýlubakteríur og neytendur. Staða hans innan félagsins var í hættu. Því voru hags- munir neytenda settir tímabundið til hliðar. Þeir máttu óátalið halda áfram að kaupa bakt- eríiuuar. Formaður varð að reyna að bjarga eigin skinni. Á stjórnarfundi um fýlubakterlur og aðra fýlu var hið síðamefnda þvi leyst með afsök- unarbeiðni formanns. Hann lagði ekki í lög- manninn slynga sem kunni reglurnar. Valda- hlutföllin i félaginu hafa því snúist við, hvað sem líður formlegum titlum innan stjórnar. Það sést best af mynd sem tekin var af hand- taki þeirra félaga eftir að gert hafði verið út um fýluna sem snerist ekki um bakteríur. Fáir hafa sést undirgefnari á mynd en formaður- inn. Sólbrúnn og sællegur varaformaðurinn hef- m: greinilega tögl og hagldir eftir stjórnarfund- inn. Þetta er þekkt úr dýraríkinu þegar hópur skiptir um forystudýr en sjaldgæft er að at- burðurinn náist á fllmu. Bros varaformanns- ins gefur til kynna nýja og breytta stöðu. Sætt- irnar eru sögulegar. Dagfari Mikill samhugur og sættir ríkja nú innan Neytendasamtak- anna, einkum í kjúklingamálum. Jó- hannes Gunnarsson formaður og Jón Magnússon varafor- maður, sem og aðrir stjórnarmenn, eru á því og hafa gert um það stjórnarsamþykkt að ekki eigi að selja neytendum kamfýlu- bakteríur. Þykja það merk tíðindi og marka tímamót í sögu félagsins. Samþykktin og ein- drægnin kemur í kjöl- far þess að Jóhannes formaður móðgaði Jón varaformann þeg- ar fýlubakteriur grasseruðu hvað ákaf- ast í kjúklingum um daginn. Þá vildi Jó- hannes innkalla bakteriumar en Jón taldi það fullharkalegt. Það mætti þræla þeim út með kjúklingunum fyrst á annað borð var búið að framleiða þær. Við þetta bakteríutækifæri sagði formaðurinn að varaformaðurinn hefði hagsmuni neytenda ekki að leiðarljósi. Jóhannes formaðm: taldi, líkt og Loðvík Frakkakonungur forðum, að ríkið væri hann sjálfur. Hann tók því einn og óstuddur ákvarð- anir í nafni félagsins. Aðrir stjórnarmenn Gallerí Freydal Jónas Freydal, emn þekktasti málverkabraskari landsins og þótt víðar væri leitað, mun hafa selt ferðaskrifstofu sína, Scandinavian In-Travel í Kaupmannahöfn á dög- unum. Jónas, sem hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn í 11 ár, mun nú vera að hugsa næstu skref í lífinu en eitt er víst að mið- að við það verð sem Jónas fékk fyrir ferðaskrif- stofuna getur hann sest í helgan stein enda um gífur- legan söluhagnað að ræða. Nú heyrist það að Jónas muni ætla sér að flytja á aðrar íslendingaslóðb, nefnilega til Kanada, en ætli sér að opna gallerí og uppboðsfyrirtæki með myndlist í Reykjavík sem hann mun reka sem aukabúgrein... Beitingamaður Hinn yfirvegaði forstjóri stór- fyrirtækisins Nuka A/S, Gunnar Bragi Guðmundsson, hefur valdið uppnámi meðal íslenskra harðflskframleið- enda með yfirlýs- ingum um að hann hyggist kenna íslending- um að borða grænlenskan harðfisk. Á for- síðu DV var mynd af Gunnari Braga þar sem hann var hinn vígalegasti í drullugallanum að beita á hafi úti. Forstjórinn, sem nú er stadd- ur á íslandi, hitti kunningja sinn sem vottaði honum samúð með að hafa misst forstjórastólinn og vera kominn í að beita. Hið rétta í málinu er að Gunnar Bragi fer reglulega út á land þar sem hann vinnur í nokkra daga við undir- stöðustörf i fyi'irtækinu og hefur gaman af... Án Stuðmanna Hinn Græni her Stuðmanna hef- ur gert víðreist um landið undir herstjórn Jakobs Frímanns Magnússonar og friðargæslu hins sí- vinsæla Græna stera. Hefur fram- takið vakið mikla lukku víðast hvar. Þó eru undantekn- ingar, svo sem á Vopnafirði, þar sem heimamenn era arfafúlir. Stuðmenn ku hafa boðað komu sina í fjörð Eyvindar vopna en síð- an hrokkið til baka. Vopnfirðingar söfnuðu vopnum sínum og náðu rækilegri hefnd með því að auglýsa í gríð og erg á RÚV. „Ball á Hótel Tanga. Skemmtum okkar án Stuð- manna. Þurfum enga Stuðmenn til að skemmta okkur..." Rekin Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjónvarps, þykir hafa skorað vel með því að banna þeim Gísla Marteini Baldurs- syni og Sigmari Guðmundssyni að sækja þing Sam- bands ungra sjálf- stæðismanna í Vestmannaeyjum um helgina. Bogi sagði i viðtali við dagblaðið Dag að þeir sem færu á fómuðu um leiö stöðum sínum á fréttastofunni. Nú bíða margir spenntir eftir því hvað Bogi gerir vegna setu nýráðins fréttamanns, Margrétar Marteinsdóttur, á þinginu en hún sat þar sem þing- fulltrúi alla helgina ... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.