Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aóstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRi: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Varnaðarorð Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, er með ákveðin varnaðarorð til stjórnvalda og aðila vinnu- markaðarins hér í blaðinu síðastliðinn föstudag. Við höf- um notið mikillar hagsældar undanfarin ár en margt bendir til að uppgangurinn sé að baki ef ekki verður rétt á málum haldið á komandi misserum. Eftirspurn eftir vinnuafli hefur sjaldan verið meiri en nú enda er atvinnuleysi hverfandi og laun og kaupmátt- ur hafa stöðugt vaxið undanfarin ár. „Ef við lítum hins vegar á núverandi horfur bendir margt til þess að við búum ekki áfram við þessi góðu skilyrði. Það er ekki ólíklegt að hagvöxtur helmingist á næstu árum, þó svo að fátt sé öruggt í þeim efnum,“ segir Þórður Friðjónsson í viðtali við DV. Áhyggjur hans og margra fleiri snúast þó fremur um hversu illa íslenskt efnahagslíf er undir það búið að takast á við hugsanlega erfiðleika: „Það sem mestu máli skiptir í því samhengi er aukin verðbólga en núna er hún meira en helmingi meiri en í helstu saman- burðarlöndum okkar. Víða í Evrópu er verðbólga um 1-2% og 3-4% verðbólga hér skerðir verulega samkeppn- isstöðu íslensk atvinnulífs. Að mínu mati er viðskipta- halli nú í toppi hagsveiflunnar of mikill og við ættum frekar að vera að leggja til hliðar. Þá er það einnig hættu- merki hve mikil útlánaþensla er í bankakerFmu.“ Hvernig haldið verður á málum næstu misserin ræð- ur úrslitum um hvernig íslendingar verða í stakk búnir til að takast á við verkefni nýrrar aldar. Forstjóri Þjóð- hagsstofnunar telur að eina örugga leiðin til að takast á við þenslu sé að bæta afkomu ríkissjóðs enn frekar: „Rík- issjóður hefur reyndar verið rekinn með ágætri afkomu en til að tryggja stöðugleika og jafnvægi þarf hið opin- bera að taka til hendinni og stuðla að þjóðhagslegum sparnaði. Þannig minnkar viðskiptahallinn og afkoma þjóðarinnar batnar.“ En það eru fleiri en Geir H. Haarde fjármálaráðherra og ríkisstjórnin sem þurfa að taka til hendinni samhliða því að gæta hófs. Á þessum stað hefur ítrekað verið bent á nauðsyn þess að sveitarfélögin taki til í sínum garði en mörg hver eiga við krónísk fjárhagsleg vandamál að glíma. En það eru ekki aðeins opinberir aðilar sem þurfa að ganga hægt um gleðinnar dyr. Margt bendir til að komandi kjarasamningar verði erf- iðari en samningar undanfarin ár. Kemur þar margt til en mestu skiptir að verkalýðshreyfingin telur nauðsynlegt að knýja fram meiri kjarabætur en fengist hafa undanfarin ár. Þetta er á margan hátt skiljanleg afstaða sérstaklega í ljósi þess hvernig staðið hefur verið að kjaramálum opin- berra starfsmanna. Launafólk ætti hins vegar að hafa í huga að kjör þeirra hafa batnað verulega undanfarin ár - hagsældin hefur endurspeglast í hærri launum og minna atvinnuleysi. Á liðnu ári jókst kaupmáttur á mann um 9% og á þessu ári er útlit fyrir að hann aukist um 5,5%. í fyrsta skipti fara Samtök atvinnulífsins inn í kjara- samninga en gengið verður formlega frá sameiningu stærstu hagsmunasamtaka atvinnurekenda í komandi mánuði. Hvernig forystumönnum samtakanna tekst til í samskiptum við verkalýðshreyfinguna ræður miklu um það hvort skynsemi fær að ráða. Skilaboð Þórðar Friðjónssonar eru skýr og skynsamleg, en engin ástæða til að fara á taugum enda hefur hagsæld og stöðugleiki undanfarinna ára aukið mönnum kjark og þor. Og að því munum við búa þegar mögru árin ganga í garð. Óli Björn Kárason „Samþjöppun valds og fjármagns í bankakerftnu er að verða staðreynd," segir Jóhanna m.a. í grein sinni. Hættuleg þróun Allt hefur gengið eftir sem við jafnaðarmenn héldum fram og vöruðum við á Alþingi sl. vetur þeg- ar ríkisstjórnin óskaði heimildar til sölu á Ejárfestingarbankanum. Einkavæðing stjórnar- flokk- anna Salan hefur styrkt einkavina- væðingu stjórnarflokkanna og flutt milljarða til fáeinna íjársterkra fjármagnseigenda. Samþjöppun valds og tjármagns í bankakerfinu er að verða staðreynd. Slík þróun er hættuleg og ógnar heilbrigðri samkeppni ekki sist ef eignarhald íjármálastofnana kemst i hendur sömu aðila og eru allsráðandi á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins gegnum stór og öflug einokunar- og fákeppnisfyrirtæki. Fákeppni, ein- okun og efnahagsleg völd á fáar hendur er vísasti vegurinn til samtryggingar og spillingar í þjóðfélaginu. Viðskiptaráðherra hélt því fram fyrr á þessu ári þegar kennitölubraskið með hlutafé í Fjárfestingarbankanum stóð sem hæst að það væri alvarleg- ur hlutur ef ákveðnir aðilar hefðu staðið í kennitölusöfnun í þeim tilgangi að komast yfir stærri hlut í FBA. Nú finnur þessi sami ráðherra þvi allt til foráttu að setja hömlur á eignar- hald í bönkum þótt þriðjungur Fjárfestingarbankans sé kominn í hendur ijársterkra tengdra aðila. Það er kaldhæðnislegt þegar til þess er litið að Finnur Ingólfsson sem óbreyttur þingmaður sagði á Alþingi fyrir nokkrum árum að Framsóknarflokkurinn myndi aldrei standa að því að brytja niður bankakerfið þannig að molamir pössuðu í ginið á flársterkum aðil- um eins og kolkrabbanum. Afleiðing kennitölubrasksins Markmið ríkisstjórnarinnar um dreifða eignaraðild við söiu á fyrstu 49% eignarhlut í Fjárfesting- arbankanum rauk út i veður og vind með kennitölubraskinu. Stór- ir aðilar eins og t.d. Kaupþing sölsuðu undir sig strax i frumsölu allt að 14% hlut í bankanum. Lög um hámarkseign- arhlut eins aðila eða tengdra aðila hefðu getað komið í veg fyrir það. Forsætisráðherra, sem nú vill setja lög um hámarks- eignarhlut í íjár- málastofnunum, hefði betur stutt okkur í stjórnar- andstöðunni í því máli, en á Alþingi felldi hann ásamt Kjallarinn Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður „Vissulega er það ýmsum vand- kvæðum bundið að setja lög um dreifða eignaraðild en kostir slíkrar löggjafar eru miklu fleiri en gallarnir. Á slíka löggjöf á því að láta reyna en gefa sér ekki fyrirfram að hægt sé að fara í kringum hana.“ öðrum stjórnarliðum tillögu frá jafnaðarmönnum þar að lútandi. Þeir aðilar sem með kennitölu- braskinu náðu til sín meira en fimmtungshlut i bankanum högn- uðust á nokkrum mánuðum um allt að 2 milljarða króna. Það bend- ir til að bankinn hafi verið seldur á undirverði og meira hefði átt að koma í hlut ríkissjóðs og þar með skattgreiðenda. Kostir löggjafar fleiri en gallarnir Rikisstjórn og Alþingi hafa skyldur við neytendur og skatt- greiðendur, en alþingismenn eru kosnir til að gæta hagsmuna þeirra. Þeim ber að setja ákveðnar leikreglur til að koma í veg fyrir samþjöppun valds og flár- magns á fárra manna hendur. Því miður hefur það gerst í þjóðfélaginu að vald og flármagn hefur færst á hendur örfárra að- ila, eins og í flutninga- starfsemi, tryggingafélög- um og olíufélögum. Þannig hafa orðið til stór- ar og öflugar markaðsráð- andi fyrirtækjablokkir, þar sem í skjóli fákeppni og einokunar efnhagsleg völd og flármagn safnast á hendur örfárra flár- sterkra aðila. Þar er far- vegur fyrir sérhagsmuna- gæslu, samtryggingu og forréttindi á kostnað heildarinnar. Þannig sogast' eignir og auður þjóðarinnar á æ færri hendur og nú vilja þessir flársterku aðilar ná undirtökunum í flármálakerfi þjóðar- innar. Á veisluborð sitt vilja þeir nú ná í bank- ana. Þess vegna er nauð- synlegt að gera allt til að . sporna gegn því. Vissulega er það ýms- um vandkvæðum bundið að setja lög um dreifða eignaraðild en kostir slíkrar löggjaf- ar eru miklu fleiri en gallarnir. Á slíka löggjöf á því að láta reyna en gefa sér ekki fyrirfram að hægt sé að fara í kringum hana. Setja á lög um hámarkseignarhlut í flármál- stofnunum og hámarksatkvæðisrétt sem hver einstaklingur eða tengdir aðilar geta farið með. Herða á allt eftirlit með flármálastofnunum og setja strangar reglur um tilkynning- arskyldu varðandi hluthafaeign og styrkja enn frekar samkeppnislög- gjöflna. Þannig styrkjum við heil- brigða samkeppni gegn fákeppni og einokun og komum í veg fyrir sam- þjöppun valds og flármagns í hend- ur örfárra flársterkra aðila í þjóðfé- laginu. Jóhanna Sigurðardóttir Skoðanir annarra Dreifð eignaraðild að bönkum „Margir hafa orðið til þess að draga í efa að hægt sé að setja reglur um hámark eignaraðildar að bönk- um... Þess vegna er athyglisvert að sjá að nefnd á vegum bankaráðs Búnaðarbankans skilaði tillögum til viðskiptaráðherra fyrir flórum árum, löngu áður en þær umræður sem nú standa yfir hófust um dreifða eignaraðild að bankakerfinu, þar sem lögð var áherzla á að slíkar reglur yrður settar við einka- væðingu bankanna... Hugmyndir forráðamanna Búnaðarbankans eru enn ein hvatning fyrir stjóm- völd til þess að kanna ofan í kjölinn hvemig hægt er að standa að slíku fyrirkomulagi." . Úr forystugreinum Wlbl. 20. ágúst. Erlent vinnuafl í reiðleysi „Fjölmiðlar hafa að undanfórnu birt fréttir af hremmingum erlendra sjómanna sem dvalið hafa hér á landi í reiðileysi um hálfs árs skeið vegna vanefnda vinnuveitanda síns. Þetta eru lettneskir skipverjar á Odincov sem gert er út af íslensku fyr- irtæki, en dallur þessi hefur legið við bryggju í höf- uðborginni... Sem kunnugt er treystir íslenskur sjávarútvegur að verulegu leyti á erlent vinnuafl. Það verður að sjálfsögðu að tryggja að íslensk fyrir- tæki standi við gerða samninga við þá flölmörgu út- lendinga sem hingað koma en brjóti ekki á rétti þeirra.“ Elías Snæland Jónsson, í forystugrein Dags 20. ágúst. í sátt við borgaryfirvöld? „Nú vita það allir að mjög stór hópur Reykjavík- urbúa er algerlega andvígur því að viðhalda flugvelli í hjarta Reykjavíkur, en sjónarmið þeirra era snið- gengin og ekki tekið mark á þeim og ekki reynt með neinu móti að koma til móts við þennan stóra hóp. Forsvarsmenn Reykjavíkurlistans og D-listans virð- ast vera sammála um a.m.k. eitt mál og það er þetta: að flugvöllurinn skuli vera um ófyrirsjáanlegan tíma í hjarta höfuðborgarinnar með öllum þeim óþægindum, m.a. hávaða og mengun, sem þeim fylgja og þeirri miklu hættu sem alltaf vofir yfir.“ Ragnar Fjalar Lárusson, í grein sinni „Ósóminn innsiglaður" í Mbl. 20. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.