Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 26
42 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1999 Afmæli Eyjólfur K. Sigurjónsson Eyjólfur K. Sigurjónsson endur- skoöandi, Sunnubraut 21, Kópavogi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Eyjólfur fæddist að Ofanleiti í Vestmannaeyjum og ólst upp þar og í Reykjavík. Hann tók verslunar- skólapróf frá Verslunarskóla Is- lands 1943, löggiltur endurskoðandi frá Háskóla íslands 1949. Fram- haldsnám í endurskoðun við Bryant College í Providence á Rhode Island, Bandaríkjunum 1949-1950. Nám- skeið í endurskoðun við Columbia University í New York 1949. Endur- skoðandi hjá Endurskoðunarskrif- stofu Björns E. Árnasonar 1943-1949. Starfsmaður í endurskoð- unardeild Sameinuðu þjóðanna í New York 1951 til 1952. Hefur rekið Endurskoðunarskrifstofu Eyjólfs K. Sigurjónssonar frá 1953. Endur- skoðandi fjölda fyrirtækja, m.a. end- urskoðandi ÍSAL frá 1966-1992 og Is- lenskra aðalverktaka frá 1987-1992. Eyjólfur sat einnig i stjórn Félags löggiltra endurskoðenda frá 1956 til 1957 og 1975 til 1976 og var formaður 1985 til 1987. Umdæmisstjóri Lions á íslandi 1965 til 1966. I ritstjórn Lions- frétta 1963-1966. Formað- ur framkvæmdanefndar byggingaáætlunar 1969 til 1978. Formaður stjórn- ar Verkamannabústaða í Reykjavík 1971-1981. Stjórnarformaður Al- þýðublaðsins 1974 til 1975. Gjaldkeri Alþýðu- flokksins 1988 til 1990 og í flokksráði frá 1988-1992. Fulltrúi ríkisstjórnarinnar á þrítugasta alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1975. I bankaráði Landsbanka ís- lands frá 1986-1993, formaður frá 1990. Formaður eftirlaunasjóðs Landsbanka og Seðlabanka frá 1991-1993. Átti sæti í efnahagsnefnd á vegum ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar 1988. Einn stofnenda Stöðvar 2 1985. Eyjólfur hlaut heiðursmerki og viðurkenningu frá alþjóðastjórn Lions 1986 og 1990. Þá hefur hann verið ævifélagi í Associ- ation of Former Intemational Civil Servants United Nations, New York frá 1986. Fjölskylda Eyjólfur giftist þann 9.6. 1951 Unni Friðþjófsdóttur húsmóður, f. 28.9. 1930. Foreldrar hennar voru Friðþjófur Ó. Jóhannes- son forstjóri, f. 28.12. 1905, d. 25.12. 1971, og Jó- hanna M.C. Johannesson, bóka- safnsfræðingur og húsmóðir, f. 19.3. 1908, d. 23.11. 1994. Böm þeirra Eyjólfs og Unnar era Friðþjófur Karl, f. 7.11. 1952, rekstr- arfræðingur og starfandi endur- skoðandi, giftur Guðnýju Gunnars- dóttur, deildarsjtóra á Alþjóðaskrif- stofu H.í. Þeirra böm em Unnur Björt, Hildur Guöný, Eyjólfur Kári og Sigurlaug Soffia, bamabam Fri- þjófs er Sæbjört Líf; Jóhanna, f. 19.3. 1954, mannfræð- ingur og framkvæmdastjóri íslands- deildar Amnesty Intemational, dótt- ir hennar er Margrét Áskelsdóttir; Sigurjón Ámi, doktor í guðfræði og héraðsprestur í Reykjavík, f. 14.3. 1957, kona hans er Martina Brogm- us, uppeldisfræðingur og sérkenn- ari, þeirra börn eru Bryndís Þórey og Kolbrún Eva; Eyjólfur kerfis- fræðingur, f. 28.7.1960, hann er gift- ur Unni Valgeirsdóttur skólastarfs- manni, þeirra böm era ívar, Stein- ar og Halla Rós. Systkini Eyjólfs em Ámi, fyrr- verandi forstöðumaður Útlendinga- eftirlitsins, f. 27.9. 1925; Líney snyrtifræðingur, f. 7.5. 1928; Þórey Jóhanna læknir, f. 21.5. 1930; Páll, verkfræðingur og forstjóri, f. 5.8. 1931; Þórunn Ásthildur kennari, f. 22.7.1938 og Snjólaug Anna kennari, f. 22.7. 1938. Foreldrar Eyjólfs voru Þórunn Kolbeins Eyjólfsdóttir húsmóðir, f. 23.1. 1903 að Melstað í Miðfirði, d. 4.4. 1969, og Sigurjón Þorvaldur Ámason, prestur í Vestmannaeyj- um og Hallgrímskirkju í Reykjavík, f. 3.3. 1897 á Sauðárkróki, d. 10.4. 1979. Eyjólfur K. Sigurjónsson * Fréttir Samherji hf.: Lakari afkoma en í fyrra Rekstrarhagnaður Samherja hf. fyrstu 6 mánuði yfirstandandi árs nam 200 milljónum króna. Þetta er mun lakari afkoma en á sama tíma- bili í fyrra en þá nam hagnaðurinn 506 milljónum króna. Rekstrartekjur samstæðunnar voru 4,5 milljarðar króna fyrstu 6 mánuði ársins, samanborið við 4,8 milljarða á sama tímabili í fyrra. Rekstrargjöld námu 3,8 milljörðum sem er svipað og í fyrra. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta nam 272 milljónum króna, reiknaður tekju- og eignar- skattur var 120 milljónir króna og aðrar tekjur 37 milljónir króna. Hagnaður tímabilsins var því 200 Kuitse Bajare er 50 ára handverksmaður í Kuumiit sem vinnur minjagripi úr beinum og tönnum. Hér er hann með bein í náhval sem hann hyggst saga niður og smíða lampa úr. Hann sagði við DV að hann vonaðist til að fá 10 þúsund danskar krónur fyrir handverkið. DV-mynd Róbert R Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja. milljónir króna, sem fyrr segir. Efnahagur félagsins er traustur og vom eignir þann 30. júní 13,7 millj- arðar. Eigið fé nam 4,5 miUjörðum króna, langtímaskuldir og skúld- bindingar voru 5,8 milljarðar og skammtímaskuldir 3,4 milljarðar. Afkoma erlendra dótturfélaga var misjöfn. Hagnaður var af rekstri Onward Fishing Co. í Bretlandi. Rekstur DFFU gekk á hinn bóginn mun verr nú en á sama tímabili í fyrra og er meginástæðan slök afla- brögð. DFFU gerir út stóra úthafs- sjávartogara, sem em fljótir að skila tekjum þegar vel aflast, en rekstur- inn er erfiður þegar aflabrögð em treg, vegna mikils fasts kostnaðar. Stjómendur Samherja binda vonir við að aflabrögð á síðari hluta árs- ins verði betri auk þess sem mark- visst hefur verið unnið að því að draga úr fóstum útgerðarkostnaði. Sveiflukennd atvinnugrein „Þessar tölur undirstrika það sem margoft hefur komið fram að sjávar- útvegurinn er sveiflukennd at- vinnugrein. Hins vegar er rekstur Samherja fjölþættur og þó að illa hafi árað í Þýskalandi er félagið vel í stakk búið til að mæta þessum sveiflum. I sjálfu sér er hagnaður upp á 200 milljónir og 580 miiljón króna veltufé frá rekstri á fyrri hluta ársins alls ekki afleit niður- staða þegar hafðar eru í huga þær miklu sveiflur sem orðið hafa í upp- sjávarveiðum og rekstrammhverfi dótturfélagsins í Þýskalandi. Við teljum hana hins vegar ekki ásætt- anlega og væntum þess að batnandi tímar séu fram undan. Undanfarin ár hefur verið markvisst unnið í að skera niður kostnað hjá DFFU. Þar hefur náðst mikill árangur. Vand- inn nú er fyrst og fremst tekju- vandi, vegna slælegra aflabragða. Við það er erfitt að ráða, en mér sýnist þó flest benda til þess að af- koman á síðari hluta ársins verði betri hjá þeim en á þeim fyrri og að Samherjasamstæðan skili þokka- legri afkomu þegar árið verður gert upp í heild sinni,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja. -bmg Til hamingju með afmælið 23. ágúst 90 ára Valgerður Haraldsdóttir, Brunnum 3, Vesturbyggð. 85 ára Magnús Hrólfsson, Hallbjamarstöðum 1, Austur-Héraði. Una Sveinsdóttir, Gagnvegi, hjúkrh. Eir, Reykjavík. 80 ára Guðmxmdur Guðmundsson, Ölduslóð 14, Hafnarfirði. Haukur B. Guðmundsson, Víðivöllum 20, Selfossi. Ingibjörg Bjömsdóttir, Torfnesi, Hlíf 2, ísafirði. 75 ára Gísli Þorbergsson, Borgarbraut 65, Borgarbyggð. Svandís Heiða Einarsdóttir, Álftamýri 26, Reykjavík. Þorsteinn Einarsson, Gunnólfsgötu 2, Ólafsfirði. 70 ára Friðrik Ársæll Magnússon, Grundarvegi 2, Njarðvík. Guðjón Pálsson, Hlein, Hríseyjarhreppi. Hörður Júlíusson, Víkurbraut 28, Höfn. Kristfríður Kristmarsdóttir, Bjamhólastíg 20, Kópavogi. 60 ára Drífa Björg Marinósdóttir, Furugerði 15, Reykjavík. Örn Sævar Eyjólfsson, Engjasmára 5, Kópavogi. 50 ára Bjarni Halldórsson, Vesturbergi 92, Reykjavík. Egill Þórðarson, Miðvangi 21, Hafnarfirði. Guðríður Gísladóttir, Grundarlandi 2, Reykjavík. Heimir Finndal Guðmundsson, Raftahlíð 6, Sauðárkróki. Jón Ágúst Stefánsson, Byggðarholti 19, Mosfellsbæ. Pétur Ólafsson, Logalandi 26, Reykjavík. Rannveig Þóra Garðarsdóttir, Stórahjalla 25, Kópavogi. Sigmar Steinar Ólafsson, Hléskógum 10, Reykjavík. Sigrún Halldprsdóttir, Suðurgötu 96, Hafnarfirði. Sigurjón Guðmundsson, Seljalandsvegi 77, ísafirði. Sólveig Kristinsdóttir, Hlíðarvegi 19, ísafirði. Þorgerður Lilja Fossdal, Tungusíðu 4, Akureyri. Þorsteinn Jónsson, Vallargötu 27, Sandgerði. Þór Ólafsson, Hlíðarvegi 56, Kópavogi. 40 ára Anna Þorgerður Högnadóttir, Lautasmára 29, Kópavogi. Grétar Kristinsson, Jörandarholti 19, Akranesi. Inga Jóna Björgvinsdóttir, Sunnubraut 19, Garði. Lilja Stefánsdóttir, Strandgötu 37, Akureyri. Magnfriður S. Sigurðardóttir, Skógarási 15, Reykjavík. Óskar Rúnar Olgeirsson, Smárarima 38, Reykjavík. Sesselja Þorsteinsdóttir, Klettagötu 4, Hafnarfirði. Smári Hrafn Jónsson, Lerkigrund 4, Akranesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.