Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 28
44 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1999 T~>V nn áðherra snýst í hring „Ráðherrann Siv5 Friðleifsdóttir er komin í fullkomna mótsögn við af- stöðu Sivjar þing- manns nokkrum mánuðum fyrr.“ Össur Skarphéðins- son alþingismaður, iDV. U-beygja Sivjar „Hún hefur tekið meira en u- beygju i málinu og lent úti í skurði með allt saman.“ Ólafur Magnússon, Sólar-foringi og framsóknarmaður, í Degi. Hef aldrei skipt um skoðun „Ég hef aldrei skipt um skoðun varð- andi umhverfismat á Fljótsdalsvirkj un.“ Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, i DV. f \ Brum eins og hrægammar „Ef svo færi að KR og ÍBV færu að tapa stigum þá bíðum við fyr- ir neðan eins og hrægammar." Logi Ólafsson, þjálfari ÍA í knatt- spyrnu, í DV. I Þjóðin fylgist agndofa með „Þjóðin fylgist agn- dofa með fjármála- mönnum sem kom- ist hafa yfir miiij arða króna, bítast t um eigur þjóðar-1 innar og yhrráð yfir efnahagslíf- inu.“ Ögmundur Jónasson alþingis- maður, í DV. Draugabaninn „Sjálfur Hannes Hólmsteinn Gissurarson, draugabani úr Kópavogi, hefur risið upp við dogg í Morgunblaðinu og stökkt vígðu vatni á Jón Ólafsson, kaup- mann í Skífunni." Ásgeir Hannes Eiríksson, í Degi. Uppgangur Jóns Ólafssonar „Gleymum því ekki að uppgang- ur Jóns Ólafssonar hefur orðið mestur í forsætisráðherratíð Dav- íðs Oddssonar; það er Davíð sjálf- ur sem annaðhvort hefur skapað honum skilyrði tO að koma svona Ijómandi undir sig fótunum eða - , og það sem uggvænlegra væri - ekki staðið í stykkinu við að hemja þessa ógnun.“ lllugi Jökulsson, á Rás 2. i Jarðskjálftahætta á íslandi -v-j J /> J ( CJ / t ri Svæöi þar sem vænta má vægra skjálfta Svæöi þar sem vænta má öflugra skjálfta Ólafur Thordersen, formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar Með pólitíkina í blóðinu DV, Suðurnesjum: Ólafur Thordersen hefur nýverið tekið við formennsku í íþrótta- bandalagi Reykjanesbæjar af Hjálm- ari Ámasyni alþingismanni sem verið hefur formaður síðustu ár. „Aðalverkefni íþróttabandalags- ins núna er „Reykjanesbær á réttu róli“ sem er forvarnaverkefni í víð- ustu merkingu orðsins. Verkefnið hófst á síðasta ári og er hópverkefni og meginhugmyndin er sú að verk- efnið geti virkað sem samráðsvett- vangur fyrir alla þá sem starfa að forvömum í bænum. Síð- ----------- an em körfuboltaliðin í Reykjanesbæ að fara að keppa undir merkjum ÍBR í Evrópukeppninni. Það er nokkur vinna í kringum það þrátt fyrir að hún lendi nú mest á forystu- mönnum körfuboltadeUdarinnar." Að aðalstarfi er Ólafur þó fram- kvæmdastjóri Njarðtaks sf. sem er verktakafyrirtæki sem sér meðal annars um sorphirðu á Suðumesj- um. „Ég byrjaði sextán ára gamail að vinna við fyrirtækið sem faðir minn rak þá og hef stjórnað þvl ásamt móður minni frá árinu 1992 eftir að hann lést. Við sérhæfum okkur í öllu sem snýr að sorphirðu og um- hverfismálum. Jafnframt rekum við gámaþjónustu og ráðgjöf varðandi sorphirðumál." Ólafur hefur setið i bæjar- stjóm Reykjanesbæjar fyrir J-lista jafnaðarmanna og félagshyggjufólks frá síð- ustu bæjarstjómarkosn- ingum 1998 og er for- DV-mynd Arnheiður maður alþýðuflokksfélags Njarðvik- ur. „Ég fékk ungur áhuga á pólitík og það má eiginlega segja að ég hafi fæðst með hann og það er gaman að segja frá því að móðir mín var að kjósa utan kjörstaðar þegar hún fékk fæðingarhríðimar og ég boðaði komu mína í heiminn. Pólitíski áhuginn kemur þó ekki frá henni heldur foður mínum sem tók virkan þátt í starfi al- þýðuflokksins í Njarðvík á sínum tíma.“ Ólafur hefur einnig setið íþróttaráði frá 1986, fyrst Maður dagsins Njarðvíkur og eftir sam- einingu Reykjanesbæjar. Hann situr í stjórn Bruna- vama Suðurnesja og í nefnd sem heitir Staðar- dagsskrá 21 sem vinnur að bættu umhverfi í bænum. Áhugamál Ólafs utan vinnu eru fjölmörg. Á hverjum morgni mætir hann klukkan sex í líkamsrækt. „Lífsstíll sem er góður undirbúningur fyrir eril dags- ins. Þá eyði ég miklum tíma með dótt- ur minni, Guðnýju Sigurbjörgu. Hún er ellefu ára gömul og við gerum ým- islegt skemmtilegt saman og stund- imar með henni em mér mjög mikil- vægar. Ég tek mér sjaldan ffí en gef mér þó stundum tíma til að skemmta mér með góðum vinum." Á yngri ámm spilaði Ólafur bæði handbolta og fótbolta með Njarðvík og var um tíma í 1. deild í hand- bolta með Víkingi. „Ég hef mikinn áhuga á íþróttum og hef alltaf fylgst mikið með þeim, þó sérstaklega handboltan- um, og það má segja að heima hjá mér hafi að- allega verið rætt um pólitik og iþróttir. w .. -A.G. Eitt málverka Helgu Magnúsdóttur. Málverk í Safnahúsi í Safnahúsi Borgarfjarð- ■ ar, Bjarnarbraut 4-6, Borg- amesi, stendur nú yfir mál- verkasýning. Helga Magn- úsdóttir sýnir mál- verk. Helga er fædd í Björk í Reykholts- dal i Borgarfírði en býr og starfar í Reykjavík. Hún brautskráðist úr Myndlista- og handíðaskól- anum 1989. Helga hefur tek- ið þátt í mörgum samsýn- ingum og einnig haldið margar einkasýninga, síð- ustu sýningar hennar voru í Listmunahúsi Ófeigs í fyrra og í SPRON í Mjódd- inni 1997. Meðal stofnana sem eiga verk eftir Helgu eru Listasafn íslands, Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar og Listasafn Flugleiða. Fallnir skipta hundruðum Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Ragnheiður Skúladóttir fer með eina hlutverkið. Þar sem hún beið og Kallið Tvö stutt leikverk verða flutt í KaSileikhúsinu annað kvöld og miðvikudagskvöld kl. 20.30. Verk- in nefnast Þar sem hún beið og Kallið og fer Ragnheiður Skúla- dóttir leikkona með eina hlutverk- ið í leikritunum. Þar sem hún beið er einleikur eftir bandarískan höfund, Paul D. Young, í þýðingu Ólafs G. Har- aldssonar en verkið er samið sér- staklega fyrir Ragnheiði og er um frumflutning á því hér á landi. Einhleyp athafnakona lætur hug- ann reika yfir líf sitt þar sem hún situr og bíður einu sinni sem oft- ar á einhverj----------------- um flugvellin- Leikhús um. Uppsetnmg_________________ verksins er unnin í samstarfl við Kristínu Hauksdóttur myndlistar- mann og Pétur Grétarssonar tón- listarmann. Kallið er spunaverk eftir Ragn- heiði og hefur hún sett það upp víða frá frumuppfærslunni í Iowa fyrir tíu árum. Þar er sjónum beint að samskiptum leikarans við áhorfendur. Verkið tekur jafn- an nokkrum breytingum við hverja uppfærslu. Ragnheiður Skúladóttir lauk mastersnámi í Bandaríkjunum 1996 og hefur siðustu ár verið bú- sett í New York þar sem hún starfar sem leikkona og leiklistar- kennari. Bridge í mörgum tilfellum er hægt að draga miklar upplýsingar af sögn- um andstæðinganna en margir gleyma því að það felast einnig upp- lýsingar í því að andstæðingamir segja ekki á spilin. Hér er 30 ára gamalt spil þar sem sagnhafi var Bandaríkjamaðurinn Billy Eisen- berg. Hann lenti í samningi sem leit ekki gæfulega út en dró réttar álykt- anir sem leiddu til vinnings í spil- inu. Suður gjafari og AV á hættu: 4 Á1082 DG7 * 872 * 642 4 K7 * ÁK42 4 1096 * G1085 4 D9653 * 1096 4 K53 * K3 Suður vestur norður austur Pass 14 .pass 1 » Pass 1 grand pass 2 grönd Pass 3 grönd p/h Ósköp eðlilegar sagnir á standard sagnkerfl,. Eisenberg sat í vestur, lofaði 12-14 punktum og jafnskiptri hendi þegar hann sagði eitt grand og þegar félagi hans gaf áskorun hækkaði hann í þrjú. Norður spilaði út spaðatvisti og þær upplýsingar fást að útspilareglurnar hjá vörninni gegn grand- samningnum eru fjórða hæsta. Þar með liggur nokkuð ljóst fyrir að norður á 4 spil og suður 5 spil í spaða. Samningurinn er ekki gæfulegur og báðir láglitakóngarnir verða ein- faldlega að liggja í spilinu til að hægt sé að vinna það. En hvort á að hleypa spaðanum yfir á gosann heima eða stinga upp kóngnum í blindum? Eisenberg vissi nákvæm- lega hvað hann var að gera. Suður varð að eiga báða láglitakóngana og ef hann átti einnig spaðaásinn hefði hann einfaldlega komið inn á einum spaða eftir hjartasögn austurs. Með það fyrir augum stakk hann upp kóngnum í blindum og fékk 11 slagi. ísak Öm Sigurðsson 4 G4 * 853 ÁDG4 * ÁD97 N V A S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.