Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1999 9 Utlönd Jonathan Motzfeldt. Grænlendingar vilja að Nyrup biðjist afsökunar Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, segir að sambandið við Danmörku eigi eftir að batna í kjölfar dómsins í svokölluðu Thule-máli. Land- stjórnarformaðurinn vildi þó gjarn- an að Poul Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, bæðist afsökunar á framferði danskra stjórnvalda. Eystri-Landsréttur í Kaupmanna- höfn dæmdi á föstudag forsætis- ráðuneytið danska til að greiða skaðabætur til íbúa í Thule á Græn- landi fyrir nauðungarflutninga þeirra burt frá heimilum sínum ár- ið 1953. íbúarnir þurftu að rýma fyr- ir bandarískri herstöð þar. Motzfeldt hefur nú verið boðið til Kaupmannahafnar til að fara yfir dóminn með forsætisráðherranum. Hann telur að dómurinn muni bæta samskipti landanna. „Við getum nú rætt saman á jafn- réttisgrundvelli," sagði Motzfeldt í danska blaðið Aktuelt. Lögmaður íbúa Thule sem fóru í mál við danska ríkið segir forsætis- ráðherrann allt að því skyldugan að biðja Grænlendinga afsökunar á flutningunum. Barist um mikilvægt þorp í Dagestan: Múslímar reynast Rússunum erfiðir Næsta víst þykir að rússneskir ráðamenn geti ekki staðið við stóru orðin um að hersveitir þeirra muni fljótt og vel ráða niðurlögum ís- lamskra uppreisnarmanna í Kákasuslýðveldinu Dagestan. Harðir bardagar geisuðu i gær milli milli rússneskra hermanna og upp- reisnarmanna múslíma sem vilja stofna íslamskt ríki. Bardagamir hafa nú staðið á þriðju viku. Deilendur sögðust hvorir tveggja sér hafa orðið vel ágengt í gær í orr- ustum um mikilvægt þorp í fjöllum Dagestans. Innanríkisráðherra Rússlands, Vladímír Rúsjaíló, sagði í viðtali við ríkissjónvarpið RTR að uppreisnar- menn væru innikróaðir í þorpinu Tandó. „Þeir geta ekki flúið og það er ætl- un okkar að ganga alveg frá þeim,“ sagði ráðherrann. Rússneskir embættismenn sögðu að hersveitir þeirra hefðu náð hluta Tandó á vald sitt. Uppreisnarmenn segjast aftur á móti hafa svarað árás- um Rússa af fullri hörku og tortímt flokki fallhlífarhermanna. Rússar vörpuöu sprengjum úr flug- vélum á stöðvar uppreisnarmanna all- an daginn. Vladímír Pútin, forsætisráðherra Rússlands, sagði hinn 10. ágúst að uppreisnarmennirnir yrðu þurrkaðir út innan hálfs mánaðar. Sá frestur rennur út á morgun og eru litlar líkur taldar á að Pútín geti staðið við þetta loforð sitt. Pútín hitti háttsetta menn í gær til að ræða ástandið í Dagestan. Rússneskir hermenn taka fyrir eyrun vegna hávaðans í sprengjuvörpunum sem þeir beita í bardögum við uppreisnarmenn múslíma i Dagestan. Uppreisnarmenn í Alsír drepa sjö Uppreisnarmenn úr hópi rót- tækra múslíma drápu sjö menn úr hópi vopnaðra stuðningssveita stjómvalda í fyrirsát á laugar- dagskvöld og særðu aðra fimm. Heimildarmenn herma að upp- reisnarmennirnir hafi sprengt sprengju í vegkantinum nærri farartækinu sem mennirnir tólf vom í á fjallavegi um 110 kiló- metra austan höfuðborgarinnar. Siðan skutu uppreisnarmennimir úr vélbyssum sínum. Útsalan Síðustu dagar Barnaskór í miklu úrvali Stærðir 25-34 Komið og gerið góð kaup Toppskó 1 * Veltusundi rinn Veltusundi v/lngólfstorg Sími 552 1212 Stanslaust á verði fyrir neytendurP t Bónusbœklingurinn kom-inn "*■ á heimilin á þriðjudaginn var,/ » sneisafullur af tilboðum! Bónusbrauð, ólegg, SS pylsur' og Prinsessan og durtarnir,^ ► .skyndiréttir, nautahakk, kartöflur, gulrœtur og rófur,- • kafti, kex og grautar, kökur og margt fleira. . Gluyyið í tilboðin! 3 BONUS "1 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.