Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1999 41 Myndasögur tö N 5h (ð E- A óg aö hjálpa þór að lyfta kassanum, amma? Heldur þú aö ég só orðin of gömul til að gera nokkurn skapað^n hlut, Andrós? það eina sem vantar í þetta hús er lítið ungbarn sem skríður um gólfió og hjalar! s J roj'/ Æðislegur staðuO mammal s I |\U i N ffc i cmamce wa^iuiie Veiðivon myndinni halda Björgvin Örn Ragnarsson og Valur Óðinn Valsson á laxi úr Langhylnum fyrir fáum dögum. Fiskurinn tók maðk. DV-mynd G.Bender Vesturhópsvatn: 16 punda í net „Þetta var svakalega fallegur fiskur en viö fengum hann í net og það á að stoppa hann upp. Hann var 16 pund,“ sagði Gunnar Sæmundsson í Hrúta- tungu í gær, en hann var einn af þeim sem veiddu flskinn í Vesturhópsvatn- inu á laugardaginn en þeir eru til feiknavænir í vatninu. „Já, það er rétt að fiskurinn var . óvenjulega fallegur, urriði," sagði Gunnar enn fremur. Þeir hafa veiðst nokkrir vænir í vatninu og þeir eru til vænir, en gallinn er að þeir eru tregir að taka agn hjá veiðimönnum. En einn og einn gefur sig. Laxveiðitoppurinn: Þverá og Rangárnar hnífjafnar - langt í næstu veiðiá Laxveiðitíminn er heldur betur farinn að styttast 1 annan endann, maðkahollið búin í flestum veiðiám og kröftugar laxagöngur eru ekki lengur í gangi. Reyndar hefur kom- ið gott skot í Vopnafirðinum og lax- ar eru enn að ganga þar. Við skulum kíkja á veiðitoppinn, eins og staðan er eftir helgina, en á fostudaginn byrjuðu veiðimenn með maðk í Ytri-Rangá og veiddust yfir 30 laxar. „Maðkurinn er byrjaður aftur í Ytri-Rangá og byrjar eftir helgi í Eystri-Rangá,“ sagði Þröstur Elliða- son í gærkvöld og bætti við: „Við erum komnir með 1910 laxa úr báð- um ánum.“ Rangámar og Þverá í Borgarfirði eru jafhar með 1910 laxa hvor veiðiá í tveimur efstu sætunum. Norðurá í Borgarflrði er með 1600 laxa í þriðja sætinu, siðan kemur Blanda með 1245 laxa í því fjórða, en Laxá í Kjós er í fimmta sætinu með 1020 laxa og síðan Miðfjarðará með 1000 laxa. Víðidalsá í Húnavatnssýslu er með 820 laxa í sjöunda sætinu og síðan í áttunda sætinu Selá í Vopnafirði með 750 laxa og í því níunda er Hofsá í Vopnafirði með 740, síðan Laxá í Aðaldal með 720 laxa í tiunda sæti. 700 bleikjur og 10 laxar í Hörðudalsá „Við vorum að fara í 700 bleikjur og ætli laxamir séu ekki kringum 10. Laugan, litla áin sem rennur í Hörðudalsána, hefur verið að koma skemmtilega inn síðustu daga og þar er mikið af fiski," sagði Jóhann Sigurðarson, einn af leigutökum Hörðudalsár í gærkvöld, og bætti við: „Það gæti orðið fjör þegar við fáum meira vatn, bæði í bleikjunni og laxinum." Veiðieyrað Það er ekki eins hátt risið á Morgunblaðinu og var fyrr í sumar með Elliðaárnar. Þá gerði veiðisérfræðingur blaðsins hvað eftir annað grín að ruglinu í öðr- um fjölmiðlum með ástand ánna. En núna er annað hljóð í strokknum, eins og kom fram i blaðinu á laugardaginn. Þar tekur blaðið undir áhyggjur manna af veiði og ástandinu sem er í ánni og það þurfi að sleppa laxinum sem veiðst. En áin ætl- ar ekki einu sinni að ná veiðinni í fyrra og vantar líklega töluvert upp á það. Blaðberar óskast í eftirtaldar götur: Dunhaga, Fornhaga, Kvisthaga. Fjólugötu, Smáragötu, Sóleyjargötu. Kambsveg, Kleppsveg 62-100. Meðalholt, Rauðarárstíg, Þverholt. Brúnavegur, Dalbraut, Selvogsgrunn, Sporðagrunn. Auðbrekka, Langabrekka, Laufbrekka. Uppiýsingar veitir afgreiðsla DV í síma 550 5000 v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.