Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1999 Fréttir íslenski björgunarhópurinn i Tyrklandi: Höfum engan fundið á lífi, - segir Sólveig Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Almannavarna íslenski björgunarhópurinn í Tyrklandi hefur unnið nær sleitu- laust frá því hann kom til Tyrk- lands á föstudaginn. í gærkvöld fékk hópurinn hvíld en er í raun alltaf á vakt til að svara útköllum að sögn Sólveigar Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Almannavarna ríkisins og stjórnanda hópsins. Hún sagði jafnframt að andinn og heilsa í hópnum sé góð þrátt fyrir erfiðar aðstæður og mikla hita. Menn eru mjög ánægðir með að vera í Tyrk- landi og fá tækifæri til að bjóða fram sína aðstoð. Hópurinn starfar í borginni Izmit, sem er rétt hjá upptökum skjálftans og varð einna verst úti, en í dag er ætlunin að fara til Sakar- ya sem er i um 20 km frá Izmit. Þar hefur lítið verið leitað og vonast Sólveig eftir góðum árangri þar í dag. Engan fundið á lífi „Síðan við komum hingað höfum við ekki fundið neinn lifandi. Ef við erum að leita og finnum á lyktinni að þar er enginn á lífi þá hættum við. Við vinnum ekki við að grafa upp látna því við einblínum á að finna lifandi fólk. Við erum svolítið vonsvikin að hafa engan fundið á lífi en það er ekki öll von úti enn. Tæk- in sem við komum með reynast mjög vel. Við erum i raun með betri tæki en bandarísku sveitirnar og þær sækja mjög í að njóta okkar krafta. Við komum einnig með tvö GPS-tæki að heiman og þau hafa reynst ótrú- lega vel. Hér er mjög erfitt að rata og við höfum getað leiðbeint þyrlum sem hér þmfa að athafna sig. Björg- unarmenn okkar eru því að öðlast geysilega mikilvæga reynslu, bæði í raunverulegri rústabjörgun og í að vinna í alþjóðlegu björgunarsam- starfi," segir Sólveig. Skaftafellssýsla: Tiikynnt um dauð dýr daglega Lögreglan á Höfn í Homafirði segir að svo virðist sem það hafi verið að aukast undanfarið að bíl- ar aki á lömb og kindur á þjóðveg- um umdæmisins, t.d. í Suður- sveit. Nú orðið líði varla sá dagur að einhver bóndinn hringi ekki og tilkynni um dautt lamb eða kind sem einhver ökumaðurinn hefur drepið með því að aka á. Komið hefur fyrir að bændur hafi gengið fram á hálfdauð dýr. Öku- menn tilkynna sjaldnast til bænda eða lögreglu ef þeir hafa ekið á dýr og aka jafnan í burtu eftir að óhöppin hafa átt sér stað. í september mun Vegagerðin halda fúnd með bæjaryfirvöldum á Höfn þar sem ræddar verða leið- ir í eins konar tilraunaverkefni með hvemig koma megi í veg fyr- ir lausagöngu búfjár þar sem hætta er á slysum. -Ótt íslenski björgunarhópurinn heldur leit áfram þrátt fyrir að víða hafi þungavinnuvélar leyst björgunarmenn af hólmi. Ömurlegar aðstæður „Okkar starf gengur þannig fyrir sig að við fáum upplýsingar frá bandarísku sveitinni, sem við störf- um við hlið, um hvar við eigum að leita. Oftast eru þær upplýsingar komnar frá innfæddum en samstarf við heimamenn hefur gengið ákaf- lega vel. Svo virðist sem heima- mönnum þyki ákaflega vænt um þá miklu aðstoð sem þegar hefur borist. Aðstæður fólks hér eru öm- urlegar og mjög margir hafast við á götum úti í hálfgerðum hreysum. Ég veit ekki hvort það er vegna heimilisleysis eða af ótta við sterka eftirskjálfta en það má alveg búast við þeim. Hér hefur verið rafmagns- laust frá því á þriðjudaginn en smám saman er að komast á eitt- hvað rafmagn. Við höfum nóg vatn en almenningur hér býr við vatns- skort,“ segir Sólveig. Viljum halda áfram „Við viljum halda áfram að leita að fólki. Sá dagur hefur ekki enn liðið að enginn finnist á lífi í rúst- unum og á meðan svo er viljum við halda áfram. Ef við finnum að þörf er fyrir krafta okkar höldum við ótrauð áfram. Það er í mínum hönd- um hvenær við hættum störfum hér en ég ákveð það í samráði við utan- ríkisráðuneytið. Eins og staðan er núna búumst við að vera hér í viku eins og upphaflega var ráðgert. Hins vegar geta aðstæður hér breyst mjög fljótlega þvi þetta er náttúr- lega jarðskjálftasvæöi," segir Sól- veig að lokum. -bmg • «« innimáfnine/ 5 litrar kr. 1.955.- ÖH filtteppi á kr. 250.- m2 Gótfdúkar frá kr. 590.- m2 15% afstáttur öttum hreintœtisttekjum VerMcemi: Geqnheitar útíftísar frá kr. 990. - Afoangar frá kr. 600.- m2 KNARRARVOGI 4 • S 568 6755 Hornbatke. r nieð nutítíi 99.500.. o ÓDÝRI MARKAÐURINN ÁLFABORGARHÚSINU KNARRARVOGI 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.