Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 16
16 enning MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1999 JD"V Lyginni líkast Pétur Magnússon - Tvö form, 1999. DV-mynd Pjetur Péturs Magnússon mynd- listarmaður býr og starfar er- lendis en eins og fleiri sem þannig er ástatt um kemur hann hingað heim af og til og sýnir verk sín. Ég verð að við- urkenna að einhverra hluta vegna hef ég að mestu misst af honum og þekki illa til verka hans. Sýning hans í Galleríi Sævars Karls kemur mér hins vegar afar skemmti- lega á óvart. Ekki fyrir það að hún sé svo óskaplega nýstár- leg heldur hitt hversu einfold og hnitmiðuð hún er og hve gamni og alvöru er fínlega blandað saman. Pétur sýnir fimm veggverk úr stáli, gleri og ljósmyndum, tvívíðar myndir, lágmyndir og þar mitt á milli. Verkin fjalla öll um ferhyminginn, hvert á sinn hátt og beitir listamaðurinn hefðbundinni perspektífteikningu, lit og raunverulegri þrividd (þ.e. í lágmyndunum) til þess að framkalla alveg sér- lega kraftmikið rúmtak í myndunum. Blekk- ingin er þó ekki öll eins og við er að búast heldur leynist gjarnan eitthvert óvænt eða óvenjulegt atriði í verkunum sem einmitt ger- ir þau svo spennandi. T.d. spila ljós og skuggi með ólíkum hætti á tvo kassa sem standa sam- an og lita út fyrir að vera sömu gerðar en em i raun ranghverfa hvors annars því annar fellur inn í miðjuna en hinn skagar fram. Þannig verða verk sem í fljótu bragði gætu virst þurrar stað- reyndir um form og rúmtak að safarík- um hugvekjum sem sýna áhorfandan- um dálítil sannleiksbrot um lygina á nýjan hátt. Sýningin heitir ekki neitt og lista- maðurinn gefur áhorfandanum engar skýringar. Þess í stað fylgir henni einblöðungur með þremur sögum úr hversdagslífi listamannsins. Sögurn- ar eru skemmtilegar aflestrar og vel við hæfi í samhengi við sýninguna því gagnstætt henni má segja þær að séu dæmi um hið lygilega sem sann- arlega getur hent fólk. Transparenser í Gallerí 18 sýnir sænski listamað- urinn Kjell Strandquist tug klippi- mynda/teikninga úr krossviði og hálfgegnsæjum pappír. Samkvæmt upplýsing- um úr sýningarskrá er þetta fyrsta sýning listamannsins um nokkurt skeið en hann hefur fengist við myndlist síð- an á sjöunda áratugnum. Verkin flokkast undir geó- metríska abstraksjón en þó ekki algjörlega því teikningin fellur ekki undir þá skilgrein- ingu, e.t.v. fremur fígúratífa abstraksjón. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Strandquist sameinar þessa tvo strauma í verkum sínum því hingað til mun hann ávallt hafa haldið þeim aðskildum þó hann hafi lengi fylgt báðum. Þetta eru ekki verk af því tagi sem maður stendur á öndinni andspænis en þau eru falleg og vel gerð. Formið er hefðbundið, nánast klass- Iskt og litameðferð, mynd- bygging, hlutföll og efnisval svo að segja óaðfmnanlegt. Þetta eru litlar þokkafullar stemningar og sumar afar sjar- merandi. Fyrir það hve naumt er skammt- að af öllu verður hvert smáatriði þyngra á metunum, kvistir og árhringir í viðnum gefa myndfletinum lif, gat í einu af pappírs- lögunum gefur heilmikla dýpt og misfella í teikningunni brýtur upp nákvæmnina og gefur verkinu óvænt fingrafar. Teikningin raskar hinu fullkomna jafn- vægi og kyrrð sem ríkir í bakgrunninum en þrátt fyrir það eru figúrurnar of útreikn- aðar og stífar til að hægt sé að tala um virkilegan árekstur við geómetríuna. Þar að auki dregur teikningin athyglina frá öðrum og fínlegri þáttum, t.d. viönum sem liggur undir pappírnum. Persónulega þykja mér myndirnar með teikningunum því mun siðri en hinar sem eingöngu eru geó- metrískar. Myndlist Áslaug Thorlacius Kjell Strandquist - Nafnlaus, 1998. Þungavopn í Hallgrímskirkju Þegar orgelkonsert Jóns Leifs var frum- fluttur í Hallgrímskirkju í vetur stíflaðist vatnsleiðsla á karlaklósettinu með þeim af- . leiðingum að gangurinn í anddyri kirkjunn- ar lagðist undir vatn. Einhverjir tónleika- gesta kenndu orgelkonsertinum um, kraftur- inn var svo mikill að tónlistin skók allar píp- ur kirkjunnar, bæði í orgelinu sem utan þess. Flóðið var að minnsta kosti táknrænt, því náttúrukraftarnir eru sterkir í sumum verkum Jóns, þar á meðal orgelkonsertinum, og því kannski ekkert óeðlilegt að það bresti á gjörningaveður, eða komi jarðskjálfti eða jafnvel Qóð inni á klósetti þegar þessi tónlist er leikin af fullum styrk. Ef það er eitthvert verk Jóns sem toppar orgelskonsertinn hans, þá er það Hekla ópus 52. Nýlega kom út geislaplata með Heklu ásamt nokkrum öðrum hljómsveitarverkum Jóns í Qutningi Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, Mótettukórs Hallgrímskirkju og Schola Cantorum. Hljómsveitarstjóri er En Shao, og kórstjóri Hörður Áskelsson. Hekla er fyrir blandaðan kór og hljómsveit, og er kórkaQinn saminn við Víti eftir Jónas Hall- grímsson. Segja má að Jón haQ í tónsmíð sinni reynt að lýsa Heklugosi „frá A til Ö“ á rúmum tíu mínútum, og gefur að skilja að svoleiðis tónverk er ekki nein afslöppuð lyftumúsík, nei, ónei. Að vísu byrjar tónlist- in rólega, en mjög Qjótlega fer að gjósa, og þá er allt sett í botn þar til yQr lýkur. Eiginlega er erQtt að gefa öðrum einhverja hugmynd um hvemig Hekla hljómar, maður verður bara að kaupa sér geisladiskinn, stilla græjumar í botn og hlusta, helst með heym- artólum til að nágrannarnir kalli ekki á lög- regluna, slökkvilið eða jafnvel víkingasveit- ina. Tónlist Jónas Sen Víkingasveitin ætti reyndar fullt erindi á Jón Leifs tónleika, því í ritgerð eftir Eggert Pálsson slagverksleikara í bæklingnum sem fylgir plötunni em ásláttarhljóðfærin í tón- list Jóns kölluð þungavopn. Þetta eru meðal annars „djúpt hljómandi akkeriskeöjur", kirkjuklukkur, stór trédrumbur sem skellur á trégólf, sírena og byssur. Eins og gefur að skilja er notkun svona tortímingarvopna ekki á hvers manns færi, og því hefur veriö brugðið á það ráð að fara í kringum hlutina með aðstoð tækninnar, þó án málamiðlana. Stafrænt sömpluð byssa Um byssumar segir Eggert til dæmis: „Ekki er vitað með fullvissu hvemig [Jón] hafði hugsað sér tæknilega framkvæmd á þessum effektum en þar sem röddin er skrif- uð í sextánduparts-mynstri í mjög hröðu tempói (Hekla) eru allar vangaveltur um að hlaða og hleypa af raunverulegum hagla- byssum ekki aðeins tilgangslitlar heldur frekar fáránlegar." Hugsanlega hefði verið hægt að nota vélbyssu, en Eggert upplýsir að málið hafi verið leyst með stafrænt-sampl- aðri byssu og risavöxnu hljóðkerQ. Um kirkjuklukkurnar er hann fullur efasemda, enda vegur hver bjaUa u.þ.b. eitt tonn, og því eru notaðar stórar bjöUu-plötur í staðinn. Sömuleiðis er trékassi barinn með tréhamri, sem er aUt í lagi á upptöku, en á tónleikum væri þó áhrifaríkara að láta trédrumb skella á parkett, eins og Jón vUdi sjálfur. Það má hafa gaman af Heklu, svona í eitt skipti. Það má jafnvel hlæja að henni, því hún er svo langt yQr strikið að það er ekki hægt að taka að taka hana alvarlega. Önnur áþekk verk Jóns eru áhrifaríkari, Hafis og Geysir era t.d. Qnar tónsmíðar, en Hekla á varla heima annars staðar en í Light Nights eða einhverri stórslysamynd frá Hollywood. Annað á geislaplötunni er upp og ofan. Requiem ópus 33b er óskaplega fallegt, og kannski eitt hið merkilegasta sem Jón Jón Leifs. samdi. Hinsta kveðja ópus 53 er miklu þyngri en samt áheyrUeg. Á hinn bóginn er svítan úr Galdra-Loftióttalega ómerkUeg og sundur- laus, enda bemskuverk, og Minni íslands ópus 9 er bara hver annar hrærigrautur af þjóðlögum, hálfgerð Stórhöfóasvíta. Kuldaleg byrjunin á Endurskini úr Norðri ópus 40 lof- ar hins vegar góðu, en svo verður tónlistin leiðigjörn þegar á líður. Sinfóniuhljómsveit íslands er frábær og upptakan hin magnaðasta, enda í hljómmik- illi Hallgrímskirkjunni þar sem tónlist Jóns á óneitanlega heima. Sömuleiðis eru kóram- ir tU fyrirmyndar, Qutningurinn á Requiem er blátt áfram himneskur, og í rauninni það eina virkUega góða á þessari plötu. Sáre nyttigt værk Viðbrögð við bok Sigrúnar Davíðsdóttur (á mynd) - Hándskriftsagens saga - i politisk belysning, sem geQn var út í Danmörku fyr- ir stuttu, hafa verið jákvæð þai- í landi. í Weekendavisen segir Jens Juhl Jensen að bók hennar sé „særdeles grundig og veldokumenteret redegörelse“ og „sáre nytQgt værk,“ en ekkert af þessu hóli ætti að þurfa að þýða fyrir ís- lendinga. Juhl Jensen klykkir út með að segja að í dag sé handrita- málið dautt eins og íslensk kryddsUd en af því megi samt læra mikið um tengslin miUi vísinda og ástríðna (“videnskab og lidenskab“). ..æðruleysi gagnvart róstum tilverunnar Fyrstu bækur haustsins eru nú smám sam- an að koma fyrir sjónir lesenda. Hið íslenska bókmenntafélag var að senda frá sér ljóða- safn Baldurs Óskarssonar (á mynd) sem nefn- ist einfaldlega Ljóö 1966-1994 og var sannar- lega tími tU kominn að draga saman meitluð og margræð ljóð þessa hlédræga skálds. Bald- ur valdi ljóðin sjálfur í bókina í góðri sam- vinnu við Eystein Þorvaldsson pró- fessor sem ritar gagnorðan formála að þeim. Þar segir Eysteinn m.a.: „í ljóðunum er sífeUt verið að kryija rök tUverunnar, spyrja um afrakstur reynslunnar og hug- leiða tilgang lífsins. Varpað er fram spurn- ingum um lífsgUdin og efasemdum um fram- gang mannsins. Hvergi er bjargast við ein- faldar skýringar og aldrei er predikað, þótt deUt sé á stríðsrekstur og neyslugræðgi. Og það er engin lífsangist í þessum ljóðum, miklu frekar æðraleysi gagnvart róstum tU- verunnar og nauð tímans og stundum hóg- vær gamansemi." Baldur hefur lagt gjörva hönd á margt, ver- ið blaðamaður og dagskrárgerðarmaður og skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík. Fyrsta ljóðabók hans, Svefneyjar, kom út 1966. Kristín sér á parti Kristín Bjarnadóttir hefur aUtaf verið dá- lítið sér á parti í íslenskri leiklist og bók- menntum og ekki einasta vegna langdvala sinna meðal frændþjóða vorra á Norðurlöndum. Hún hafði sterka „nærveru" alveg frá því hún var unglingur; umsjónar- maður man eftir henni á þeim aldri og þótti mikið tU hennar koma. Greinar hennar og ljóð einkennast af ofurnæmi og ríkum tilQnningum; lesanda Qnnst stundum sem höfundur hljóti að lifa í skáldskapnum fremur en veruleikanum. Spánný ljóðabók hennar Þitt er landslagið: Þættir Veru frá Tungu (Skrif- ari Kristín Bjarnadóttir), virðist í Qjótu bragði bera ýmis höfundareinkenni Kristín- ar. Útgefandinn er Uglur og ormar, forlag SofHu Auðar Birgisdóttur bókmenntafræð- ings, sem segir um bókina á kápu: „(Hún) segir frá ferðalagi þeirra Steinvarar, ÞarþaUar, Þungbúans og ViUríðar yQr haf- ið. Raddir þeirra mynda saman vef sem of- inn er úr töfrandi ljóðmáli kveiktu af ís- lenskri náttúra, minningum, brotgjörnum tilQnningum og vonum Vera frá Tungu - sem bíður ferðalanganna óþreyjufull hand- an við haQð.“ Ennfremur segir hún að Kristín hafi með þessu verki „gert eina at- hyglisverðustu tilraun með ljóðformið sem sést hefur á sviði íslenskrar ljóðlistar lengi.“ Það verður athyglisvert að sjá hvort aðrir gagnrýnendur taka undir þessi orð Soffiu Auðar. Eric tónskáld Ungt íslenskt tónskáld, heimilisfast í Bandaríkjunum sem stendur, Eric Júlíus Mogensen, var rangnefnt Eiríkur Júlíus upp á íslensku í umsögn um tónsmíðar hans sem birtist hér í DV fyrir helgi. Sem vora auðvitað mistök sem leiðrétt skulu hér I og nú. Umsjón Adalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.