Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1999 Spurningin Hefur þú áhuga á stjórnmálum? Hermann Karvelsson nemi: Nei, ekki mikinn. Karl Jónas Smárason nemi: Já, al- gjörlega. Axel Þórisson nemi: Pínkulítinn. Eva Rán Ragnarsdóttir nemi: Maður er aðeins farinn að fylgjast með þeim. Halla Steinólfsdóttir fjósakona: Nei, engan. Viktoría Ósk Almarsdóttir, vinn- ur hjá Flugleiðum: Nei, lítinn sem engan. Lesendur_____________ Einkavædd hverfalögregla - lausn á ríkisvanda og aukinni afbrotatíðni Er einkavædd hverfalögregla í Reykjavík lausnin á fjársvelti lögregluyfir- valda? - Bréfritari setur fram tillögu. Einar Ingvi Magnússon skrifar: ískyggilegt er að heyra af fjársvelti lögreglu- yfirvalda á tímum aukinnar flkni- efna- og eiturlyfja- sölu, rána, líkams- meiðinga, nauð- gana og innbrota. Mér verður óneitanlega hugs- að til Austur- Slóvakíku, þar sem ég bjó í tvö ár og aðbúnað lögreglu þar í landi. Þar óku laganna verðir um á Lada- og Skodabílum á meðan mafiubófar stungu þá af á þýskum og japönsk- um eðalvögnum. Lögreglan var í svo miklum fjár- kröggum þar að hún hafði ekki fjár- magn til fjarskiptatækjakaupa. 1 þessum eymdarbúskap laganna þjóna óx mafíunni sá styrkur sem hefur gert hana að stórveldi í Slóvakíu og nágrannalöndum þess ríkis. - Myndu íslendingar vilja þannig ástand? Ég tel það af og frá. En hvað er þá til ráða? Þegar verið er að fækka lögreglu- mönnum i Reykjavík vegna sparn- aðar ríkisins er aðeins ein leið fær úr þeim ógöngum sem verið er að leiða almenna borgara í. Þeir verða að taka til sinna ráða. Ég legg til að íbúar taki sig sam- an og reki sjálfir sína hverfalög- reglu. Skipta þyrfti borginni í lítil svæði, svipað og pósturinn hefur gert til margra ára. Þau gætu verið frá einni stórri götu upp i margar. íbúasamtök réðu starfskraft, sem tæki að sér löggæslu í hverfmu, og gætu t.d. tveir löggæslumenn verið á rölti um hverfið (eða ekið ef það þykir hentugra). Þeir væru aðskild- ir en i stöðugu talstöðvarsambandi sín í milli. Einkavædd hverfalögregla er ekki hugsuð sem angi út frá lög- reglu ríkis eða sveitarfélags heldur sem öryggisgæsla sem áhugasamir menn tækju að sér fyrir hverfasam- tök sem stæðu algjörlega undir rekstri hverfalögregluþjónanna og borguðu jieim umsamin laun úr lög- gæslusjóði íbúasamtaka. Löggæslu- gjald gæti verið frá 500 kr. til 1000 kr. á mánuði á heimili og væri ör- ugglega þess virði. Fólk gæti sofið rólega og verið öruggt frá heimilum sínum á daginn. - Tillögu þessar er hér með vísað áffam til hlutaðeig- andi. Réttlátur pirringar vegna íþróttaskrifa Áslaug ívarsdóttir skrifar: „Þeir örfáu áhorfendur sem komu í Laugardalinn..." Þannig hljóða upphafsorð, ÍBE íþróttafréttaritara DV, á umfjöllun hans um bikar- keppni FRÍ sem fram fór næstsíð- ustu helgi. Það greip mig réttlátur pirringur við lestur þennan því þar hitti hann kannski sjálfan sig fyrir? Ég leitaði logandi ljósi í DV bæði föstudag (upphafsdag bikarkeppn- innar) og laugardaginn 14. ágúst (aðalkeppnisdaginn) að umfjöllun um þetta væntanlega stórmót okkar frjálsíþróttaáhugamanna en fann ekkert. Akkúrat ekkert. Það var því kannski ekkert skrýtið að áhorfend- ur væru „örfáir" að hans mati? Hafi eitthvað verið minnst á þetta þá hef- ur það verið svo lítið að mér hefur yfirsést það. Það er náttúrlega nokkuð skrýtið að svo iþróttavænt blað sem DV er skuli ekki sjá ástæðu til að minnast á fyrirhugað stórmót einu orði - tala um hvaða lið muni keppa, tímasetningu o.s.frv. Ég hef verið áskrifandi að DV til fjölda ára og er yfirleitt mjög ánægð með umfjöllun þess á íþróttasíðunum, sérstaklega krakkamótunum, og á blaðið hrós skilið fyrir það. Ef ÍBE miðar áhorfendafjölda bikarkeppninnar við t.d. stórmót ÍR þá var hann vissulega minni en gleymum ekki að á stórmótinu var mikið auglýst en FRÍ hefur sjálfsagt ekki ómælt fé aflögu til stórauglýs- inga. Þess vegna eru fréttatilkynn- ingar og smáklausur um þessi mót góðar, rétt eins og þegar knatt- spymumót eða golfmót eru í vænd- um. - Þremur fjórðu úr öftustu síðu (af 12 sportsíðum) var þó splæst undir nauðsynlegustu umfjöllun bikarkeppni FRÍ 1999 að þessu sinni. Skyldum við ekki fá meira næst? Þrautaganga á Þingvöllum Guðbjörg skrifar: Það er ekki oft sem við, í fjöl- skyldunni, leggjum leið okkar á þann merka stað, Þingvöll. En næst- síðasta sunnudag ákváðum við þó að skreppa þangað, m.a. til að njóta veitinga í margauglýstu glæsihlað- borði á staðnum síðdegis, þ.e. kaffi og meðlæti. Mættum við þarna, stórfjölskyldan, alls sjö manns. Klukkan var þá hálffjögur. Er við birtumst þama í dyragættinni mætti okkur þjónn og bauð fram að- stoð sína. Jú, við vorum mætt þarna til að gæða okkur á kaffihlaðborð- inu. Þjónninn bað okkur að gjöra svo vel og hvarf síðan á braut. Við fundum okkur borð sjálf og gengum síðan að hlaðborðinu. En [LGi^lMRDlDÆi þjónusta allan sólarhrínginn I 'j u m Lesendur getn sent mynd af Sér ineð bréfum sfnum sem blrt verða á lesendasíðu Við höfum ekki komið á Þingvöll í nokkur ár en mikið fannst okkur hafa verið illa farið með þenn- an fallega stað, segir bréfritari m.a. ekki var glæsilegt um að litast. Þama var diskur sem trúlega hafði verið á rjómaterta, og annar með leifum af súkkulaðiköku, ljósgular kleinur sem ekki höfðu þolað álagiö að fara yfir á diskinn og allar moln- að. Flatkökur vom þama lika sem virtust þokkalegar að sjá. Við leituðum nú uppi þjón og spurðum hvort ekki væri hægt að bæta úr skorti á kaffibrauðinu. Nei, það var ekki hægt, það var allt uppurið og ekki meira til. Ellefu hund- rað krónur á mann áttu svo herlegheitin að kosta. Við sneram frá því okkur blöskraði bæði verðið og það litla sem til boða stóð. Við ákváðum að taka okkur göngu meðfram vatninu. Gengum m.a í átt að minnisvarða um Bjarna heitinn Bene- diktsson en á leiðinni var varla þverfótað fyr- ir hundaskít og öðrum óþverra. Við höfum ekki komið á Þingvöll í nokkur ár en mikið fannst okkur hafa verið illa farið með þennan fallega stað, eigi hann t.d. að vera hundasalemi framtíöar. Þama fer ég ekki aftur með barnabörn mín til að líta feg- urð staðarins. Verði framhald á þessari umgengni verður að banna hunda á Þingvöllum því hundaeig- endur virðast ekki bera mikla virð- ingu fyrir staðnum. DV Atkvæðagreiðsla um flugvöll Stefán Stefánsson skrifar: Mér líst vel á tillöguna um að viðhöfð verði atkvæðagreiðsla meðal ibúa höfuðborgarsvæðisins um það hvort þeir vilji láta Reykjavíkurflugvöll vera áfram í Vatnsmýrinni eða flytja allt flug tU KeflavíkurflugvaUar. Slík at- kvæðagreiðsla mætti ekki dragast tU næstu borgarstjómarkosninga heldur þyrfti hún að eiga sér staö fljótlega eða áður en farið verður í framkvæmdir á nýjum flugveUli í Vatnsmýrinni. R-listinn getur slegið tvær flugur í einu höggi með því að Uýta atkvæðagreiðsl- unni; sparað skattborgurum Reykjavíkur mUljónir króna og öðlast aftur það traust sem hann hefur misst undanfarið vegna ákvörðunar um að byggja nýjan flugvöU sem myndi hreinlega kyrkja miðborgina tU framtíðar í byggingarlegu tUUiti. Leigubílar og barnastólar Sólveig Vagnsdóttir skrifar: Mér finnst það ekki verjandi að leigubilstjórar geti ekki boðið barnastóla þegar ekið er með ung- böm. Rétt eins og á viðurkennd- um veitingahúsum sem bjóða barnastóla ættu leigubUar líka að bjóða bamastól. Hann gæti verið til taks í farangursrými þegar á þarf að halda. Ég vU líka gagn- rýna það að farþegum er ekki skylt að nota sætisbelti í leigubif- reiðum rétt eins og öUum öku- mönnum. Á meðan þetta er ekki skylda er lítið gagn að reglunum um bUbelti. Ég minnist nú ekki á langferðabUa sem era aUsendis án bUbelta. Þetta eru mál sem þarf að endurskoða með tUliti tU öryggis farþeganna. Þakkir til apóteksins í Smáranum Sylvía Marta skrifar: Mig langar til að koma þakk- læti tU starfsfólksins í apótekinu í Smáranum í Kópavogi fyrir lið- legheit og frábæra þjónstu. Og sérstaklega honum Jónasi. Maður kemur aftur í slík fyrirtæki sem þetta apótek er. - Bestu kveðjur sendi ég til tU aUs starfsfólksins. Ófullnægjandi sæl- gætismerkíngar Þórhildur skrifar: Ég er ein þeirra sem kaupi sæl- gæti oftar en kannski gott þykir því mér finnst íslenskt sælgæti mun betra en það erlenda. Ekki síst súkkulaðið. En það er slæmt hversu framleiðendur sælgætis hér trassa að merkja með dag- setningu, annað hvort fram- leiðsludag eða þann dag sem ekki er æskilegt að kaupa það. Ég hef lent í því oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að kaupa súkkulaöistykki (vU ekki nefna neina tegund því þetta gUdir um að ég held flestar tegundir sæl- gætis hér) sem var orðið svo hart og grátt þar aö auki að það var einfaldlega ekki ætt. Þetta eiga sælgætisframleiöendur að taka tU sin og taka upp merkingar sem gefa til kynna hversu ný eða göm- ul varan sé. Samband manns og náttúru Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Hinn 15. ágúst sl. var sýnd í Ríkissjónvarpinu stórfaUeg kvik- mynd, Nábúar, æður og maður, þar sem fram kom hið eðlUega samband manns og náttúrannar. En að henni lokinni tók Sjónvarp- ið tU viö auglýsingar hinna verst ofbeldismynda. Þetta var slæmt, en kannski bara í takt við gervi- kristnina og samkomuna í Laug- ardalnum þar sem hinir kristnu komu saman til að auglýsa sjálfa sig. Ég spyr því sjálfan mig: hvar er Kristur?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.