Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 Fréttir I>V Kærumál vegna verkfalls Sleipnismanna: Konan sögð hafa bakkað á bílinn - hlaut áverkavottorð. Formaður Sleipnis segir atburðinn sviðsettan Ingveldur Teitsdóttir, sem ekið var á í verkfallsuppþoti Sleipnismanna í Borgartúni á fimmtudagsmorguninn, hefur kært atvikið til lögreglu. „Ég fékk svo mikið sjokk að ég er ekki enn búin að ná mér. Hugsunin hjá mér var bara að koma mér í burtu, ég ætlaði ekki að taka þátt í neinum hasar,“ sagði Ingveldur sem er gjaldkeri hóp- ferðabílafyrirtækisinsTeitur Jónasson ehf. Óskar Stefánsson, formaður Sleipn- is, fúllyrti í samtali við Ríkisútvarpið í gær að slysið hefði verið „sviðsett af hálfu Dagblaðsins" og vitnaði til þess að persónuleg tengsl væru á milli blaðsins og flutningafyrirtækis. „Kon- an labbaði aftur á bak á jeppann," sagði Óskar sem þó sá ekki atburðinn sjálfur. „Ökumaðurinn segir að bíllinn hafi verið kyrrstæöur," segir Óskar en konan er með áverkavottorð sem sýn- ir að hún er marin auk þess að hafa tognað. Óskar sagði um tengsl DV vegna atburðarins að aðstoðarritstjóri DV væri tengdasonur eiganda Teits Jónassonar ehf. Selma Emilíana Sölvi Hrelmur Á vefnum: Poppstjörnur í Fókusspjalli Þær verða ekki af verri endanum, poppstjömumar sem mæta i Spjall á Fókusvefnum um helgina. 1 tengslum við Tónlistarhátíð Reykjavíkur - Reykjavík Music Festival - mun Emil- íana Torrini ríða á vaðið í Fókusspjall- inu klukkan 16 í dag og klukkan 17 mætir Sölvi Blönda.1, aðalsprauta Qu- arashi, í Spjallið. Á morgun, sunnu- dág, kemur okkar ástkæra Selma Bjömsdóttir í Spjall klukkan 16 og Hreimur i Landi og sonum tekur við af henni klukkan 17. Allir þessir lista- menn koma fram á hátíðinni um helg- ina og það eina sem fólk þarf að gera er að fara inn á Vísi.is og velja hnapp sem leiðir það inn á Fókusvefinn í Spjallið. Góða skemmtun! Ekið á konu Ekiö var á konu í verkfallsátökum Sleipnismanna í Borgartúni í fyrradag. Hún hefur kært ákeyrsiuna til lögreglu. Komdu héma! Verkfallsvörður Sleipnismanna bendir jeppanum á aö koma yfir umferöareyjuna, skömmu áöur en bíllinn skall á konunni. Þegar þessi kjaradeila kom upp sagði Jónas Haraldsson aðstoðarritsstjóri sig frá málinu í samræmi við starfsreglur DV og hefúr verið í fríi síðan. Ingveldur segir að jeppinn hafi ekið á hana enda þurfti hún á læknisaðstoð að halda eftir áreksturinn. Ingveldur og Teitur vom að sækja hóp þýskra ferðamanna þegar verkfalls- verðir lokuöu bíl Teits af fýrir framan Hótel Cabin í Borgartúninu. „Þegar við komum þama niður eftir þá er þama fúllt af verkfallsvörðum og búið að loka hópferðabílinn af og verkfailsverðir meinuðu hluta fólksins inngöngu," sagði Ingveldur. „Teitur mátti ekki fara inn í bílinn sinn og ég var eitthvað að væflast þama fyrir framan hann. Ég rankaði við mér þegar ég fékk skellinn. Ég sneri baki í jeppann og veit ekki hvaðan hann kom, hann hlýtur að hafa komið yfir umferð- areyju úr Borgartúninu,“ segir hún. Ingveldur marðist, tognaði og fékk hnykk á bakið og fór á slysadeild eftir atvikið. Hún veit ekki hver ók jeppan- um, en sagðist vona að ökumaðurinn hefði bara ekki séð hana. Margt fólk var á planinu og hélt Ingveldur að ökumað- urinn hafi kannski ætlað sér að loka hópferðabílinn alveg af. Verkfallsmenn báðust ekki afsökunar á atvikinu að hennar sögn. Allir bílstjórar Teits em í Eflingu en ekki í Sleipni og því ekki í verkfalli. Fyrirtækið Teitur Jónasson ehf. talaði við lögmenn sína fyrir verkfallið til þess að athuga hvort þvi væri óhætt að halda áfram sínum fóstu ferðum á meðan á verkfalli stendm og fékk þau svör að það væri löglegt. „Við höfum ekki tekið á okkm nein- ar nýjar ferðir. Við teljum okkm ekki vera að bijóta nein lög,“ sagði Ingveld- m. -SMK/-rt Ray Davies, söngvari The Kinks, leikur í Höllinjji: Ný lög frumflutt á Islandi - eingöngu fyrir íslendinga, sagði Davies í gær „Ég er mikið búinn að hlakka til að koma til Islands," sagði Ray Davies við blaðamann DV í gær. „Ég kom hingað árið 1965 og spilaði á átta tónleikum í Austmbæjarbíói. Síðan kom ég aftm árið 1971 og dvaldi hér um stund. Frá þvi ég kom hingað fyrst hefúr staðm- inn einfaldlega ekki liðið mér úr minni - landslagið hér er alveg ein- stakt,“ sagði Davies á meðan á mynda- töku stóð við listaverkið Sólfar við Sæ- braut. Aðspmðm hvort hann myndi nokkuð eftir dvölinni á 6. og 7. ára- tugnum hló Davies: „Jú, jú, ég man vel eftir þvi að hafa komið. Fólkið héma er afslappað en tónleikamir sem við héldum vom einstakir - al- gjört stjómleysi. Islenskt kvenfólk er líka svo íðilfag- urt.“ Þrátt fyrir að hafa lofað fegmð íslenskra kvenna vildi Davies ekki kannast við að eiga hér nein böm. „Ekki svo ég viti,“ svaraði hann og brosti. Davies hyggst kynna fyrir íslendingum nýtt prógramm ásamt því að hann ætlar að spila marga af gömlu Kinks-slögurun- um. „I prógramminu spila ég á rythma-gítar og gítaristinn minn, Pete Manson, ætlar að spila á rafmagnsgit- ar. Við munum leika mikið af gömlu Kinks-lögunum og úr því að ég er staddm á íslandi mun ég líka leika ný lög sem ég hef verið að æfa undanfar- ið. Áðm en ég held aftm til London mun ég líka skoða Stúdíó Sýrland sem vinir mínir í Blm hafa mælt sterk- lega með að ég geri. Hver veit nema að ég verði fastagestm á Islandi." En ætlar Davies að fara út á lífið á íslandi? „Ég vona að ég komist út á lífið í kvöld og síöan mun ég reyna aö skoða mig aðeins um á Islandi líka. Ég hef ekki ákveðið neitt um heimfór enn þá - ég held þvi alveg opnu.“ Að sögn Steinars Berg, eins skipu- leggjenda tónleikanna, mun Davies einnig eyða töluverðum tíma í að hlusta á íslensk bönd. Á næstunni ætl- ar Davies að leggjast í upptökm og vill hann athuga hvort eitthvað af íslensku hljómsveitunum séu fáanlegar til þess að spila með honum. Miðasala á tónleikana hefúr verið einstaklega góð í dag og reikna tón- leikahaldarar með því að Laugardalm- inn verði fullm af ánægðu fólki í góðu skapi um helgina. -ÓRV Ray Davies. Engar kosningar Hæstiréttm hefúr hafnað kröfu Ástþórs Magnússonar um for- setakosningar hér á landi í sumar, en Ást- þór kraföist þess að synjun dómsmála- ráðuneytis um frest til að afla meðmæl- enda yrði felld úr gildi. RÚV greindi frá. Dæmdur fyrir kynferðisbrot Karlmaðm á þrítugsaldri var í gær dæmdm í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn heymarlausum stúlkum á nokkmra ára tímabili í Vestmhlíðaskóla, skóla heymarlausra. RÚV greindi frá. Hafnaði endurupptöku Hæstiréttm hafn- aði kröfú Svavars Rúnars Guðnasonar um endmupptöku Vatneyrarmálsins svokallaða. Svavar taldi sig ranglega sakfelldan í málinu og að fiskistofa hefði, viljandi eða óviljandi, dregið upp ranga mynd af málinu og lagt fram rangfærð eða fólsuð skjöl um efni þess. Hæstiréttm segir m.a. í dóminum að Svavar hafi ekki fært nein ný rök fyr- ir staðhæfmgum sínum og engin ný gögn komið fram sem skipti verulegu máli. RÚV greindi frá. Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald yfir manni sem er í haldi lögreglu í tengslum við lát ungr- ar stúlku við Engihjalla í lok maí var í gær framlengt til 3. júlí. Maðminn var handtekinn tveimur tímum eftir að lík stúlkunnar fannst, en hún hafði fallið af svölum 10. hæðar fjölbýlishúss. Bylgjan greindi frá. Samruni samþykktur Hluthafafundir Eignarhaldsfélags- ins Kringlunnar hf. og Þyrpingar hf. hafa samþykkt samruna fyrirtækj- anna. Við samrunann hefúr orðið til stórt og öflugt fyrirtæki sem sérhæfir sig í útleigu og rekstri fasteigna. Nafii hins nýja félags verðm Þyrping hf. Vísir.is greindi frá. Kröfu hafnað Héraðsdómm Reykjavikm hafnaði kröfú manns sem krafðist miskabóta frá eiganda veitingastaðar að upphæð 300.000 krónm vegna campylobacter- sýkingar sem hann hlaut á veitinga- staðnum. Maðminn hafði áðm fengið greiddar þjáningabætm frá trygginga- félagi stefnda, 89.548 krónm. Maðminn ætlar að áfrýja dómnum. Vísir.is greindi frá. Hækka heildsölugjaldskrá Stjóm Landsvirkj- unar hefúr ákveðið að hækka heildsölu- gjaldskrá fyrirtækis- ins um 2,9% frá og með 1. júlí næstkom- andi til þess að mæta að hluta til almenn- um kostnaðarhækk- un. Raunverðslækkun hefst því ári fyrr en áformað var samkvæmt stefiiu- mörkun eigenda Landsvirkjunar um 2-3% raunlækkun árlega árin 2001 til 2010. Vísir.is greindi frá. Neitað um landgöngu Tvær konm frá Lettlandi og Litháen vom stöðvaðar á Keflavíkurflugvelli á fimmtudagskvöld og þeim neitað um landgöngu. Hjá tollgæslunni fengust þær upplýsingar að konumar hefðu verið atvinnuleyfislausir dansarar sem komu frá Danmörku og að þær hefðu verið sendar aftm til Danmerk- m. Vísir.is greindi frá. -AA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.