Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Page 58
66 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 Tilvera I>V lí f iö Tónlistarhátíd Reykjavíkur Dagskráin í Laugardalshöll hefst kl. 17.30. Þá stíga piltarnir í Sálinni hans Jóns míns á svið og spila þar til fönk- popparamir í Todmobile ryðjast inn á sviðið kl. 18.35. Á eftir þeim spilar Kinksrefurinn Ray Davies. Hann er fyrir allar kynslóðir og spilar frá 19.50-21.05 en á eftir honum er það Yo- ussou N’Dour og dagskrá Hallarinnar ~’,w lýkur þegar Egill Ólafsson og Þursa- flokkurinn trylla æskulýðinn enn og aftur. Á sama tíma verður kátt í Skautahöllinni. Dagskráin þar hefst að vísu kl. 18 með því að Barði í Bang Gang sýnir sig með stúlkunum sínum. Á eftir honum mæta Quarashi, Emilí- ana Torrini, Laurent Garnier, Asian Dub Foundation, Herbaliser og kvöld- inu lýkur svo á Gus Gus Instru- mental. Á milli atriða í Skautahöll- inni mæta færustu plötusnúðar lands- ins með 4 deck. Partíið stendur til kl. 03.00. Þá er það íslenska tjaldið í > Laugardalnum. Þar byrjar ballið kl. 17.30. Hljómsveitirnar sem spila eru (og í þessari röð) Fálkar, Kanada, Traktor, Buttercup, Kalk, Úlpa, Trompet, Suð, Dead Sea Apple, Port, Url, Undryð, írafár og Á móti sól. D jass ■ DJASS Á JÓMFWÚNNI Tríó Reynis Sigurðs- sonar heldur djasstónleika á veitingastaðnunn Jóntfrúnni við Lækjargötu. Félagar Reynis eru þeir Björn Thoroddsen gítarleikari og Birgir Bragason kontrabassaleikari. Tónleikarnir verða haldnir utandyra ef veður leyfir. Frítt inn. Leikhús > ■ KYSSTU MIG. KATA Söngleikurinn Kysstu mig, Kata, eftir Cole Porter verður sýndur klukkan 20 í Borgarleikhúsinu. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir og með helstu hlutverk fara þau Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Björn Hilmar (sundkappinn í Sporlaust), Halidór Gylfason (á það til að vera gargandi snillingur) og svo er Egill Ólafsson víst kominn aftur. Síminn f miðasölu Borgar- leikhússins er 568 8000. Kabarett ■ VARMÁRÞING FORMLEGA SETT Þéttskip- uð menningardagskrá verður á Varmárþingi, listahátíð Mosfellinga, sem stendur til 17. júní. Hátíðarsetning verður í Hlégarði klukkan 14 en meðal viðburða er opnun myndlistarsýningar í Álafosskvos kl. 16. * Fundir ■ FYRIRLESTUR í HÁSKÓIA ÍSLANPS Hinn heimskunni rithöfundur, Héléne Clxous, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands í dag í Odda, stofu 101, kl. 15.00. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Enter the Theatre (Innkomaleikhússins) og veröur fluttur á ensku. Héléne Cixous mun fjalla um tilurð leikrita sinna f handriti og á sviði Sólarleikhúss- ins. Sýnd verða á myndbandi brot úr leikriti hennar, Trumbusláttur við stffluna, sem er þessa dagana á fjölunum i Parfs. Sport ■ LANPSSÍMAPEILPIN Fjórir leikir í fótbolta karla fara fram f Landssfmadeildinni f dag, kl. 14: Fylklr-KR, Grindavik-Brelöabllk og ÍBV- Lelftur. Klukkan 16 mætast svo Stjarnan-ÍA. Sjá ar: Lifið eftir vinnu á Vísi.is Hljómsveitin sem tryllti landann: The Kinks í Austurbæjarbíói c65 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Ray Davies, forsprakki hljómsveitarinnar The Kinks, held- ur tónleika 1 Laugardalshöll í kvöld. Þetta er þriðja heimsókn kappans en fyrst kom hann hingað í september 1965. Þegar tónleikar hans þá og andrúmsloftið í Reykja- vík er rifjað upp kemur í ljóst að margt getur breyst á tíma einnar hljómsveitar. Þegar þeir Kinksarar komu hingað ‘65 var það helst í fréttum að Bandaríkin hófu stór- tækan þyrluhemað i Víetnam; ÍA og KR háðu aukaleik um íslands- meistaratitilinn í knattspyrnu; „ný amerisk gamanmynd í litum, Bleiki pardusinn, með Peter Sell- ers“ var frumsýnd í Hafnarfjarðar- bíói og menningarspekúlantar ótt- uðust innrás diskóteka sem þeir nefndu plötuvíti. Ekki voru heldur allir sáttir við innrás The Kinks þótt ungdómurinn tæki henni opn- um örmum. Vísir fylgdist spenntur með líkt og aðrir fjölmiðlar lands- ins. Löng biðröö eftir miðum Á forsíðu Vísis þann 1. septem- ber er mynd af gríðarlangri biðröð eftir miðum á tónleikana sem haldnir voru í Austurbæjarbíói. Mjög greiðlega gekk að selja miða því strax 3. september birtist í Vísi auglýsing þar sem fram kom að uppselt væri orðið á ferna fyrstu tónleika „hinna heimskunnu The Kinks“ en alls voru átta tónleikar haldnir vegna takmarkaðs sæta- fjölda bíósins. Degi síðar kemur fram í frétt blaðsins að ákaflega dýrt hafi verið að fá hljómsveitina til landsins og hún tekið 55.000 þús- und krónur á dag - og tónleika- fjöldinn því vart ástæðulaus. Kaup- menn hugsuðu sér einnig gott til glóðarinnar og m.a. auglýsti Verzl- FRIÐSAMLEGIR BITU TÓNLEIKAR í GÆRKVÖL KINKS Irt loodcn 'Ma I fmt t ájtffKlrfðl tvetm ís» cnxktna ungltogxhlléatóveltam. lfljémldkaralr i nKuttl • hilírt ktuktumund cttlr i Uma — rtg var tnunkom* *- ■hiyrend*, »««t flttthr vont t ftfn- Irmðmkótmlárl, i ttcvt* vtaðl wý tHkg, jwr Ul undlr toktn. TUkymst hífðl vertí 46ur sð KINKS mytxlu lelka tvótaldui ttms. o* vserf fað m. «. iílæðan fyrir miðavcrðmu En eftir 25 mfnðtria Irlk þelrra var drejsia fyr r og sirtr eg erarmr krakkamir )«stu fntm tvo þétt kös myndað- - l*t fretiat f hðslnu. ea ðrðateatír iprenjidu ktovtrja I mattngróitoum. Mtamir M Eart-End hðfu tón-. Lðkregluvörtlur var f iiít tína meJ þvt að *n«t bakhte-1 aidrtí ketn þó tfl átak* anura að áheyrendum og allan tlra- |þurfti að loka fyrir raftt ann »e» þefr voru i isvíaitiu hristu i hljðtnsvtilurinMf eít» >eir iif og rvelgSu. <ta hðíðu iður j hafði verið að gera, ef litið þe« getið. að tðnlhttfn hðfð- tat Sex USnteikar ery aðl tfl kynhvatarinnar, yupprelt í \ú alta. öðru og lag Tom Jones What’s New Pussycat fór beint í sjöunda sæti listans. Listinn er frá 11. september en sama dag birtist frétt í Vísi und- ir fyrirsögninni: „Fjórir slösuðust á Kinks-hljómleikum.“ Er þar vísað til tónleika sem aflýsa varð í Stokk- hólmi vegna síendurtekinna óláta þeirra 6000 aðdáenda sem komu. SNÆÐI 150 femt, húsnæði sewi niest Mið- \FAN VlSlR H.F. Tónleikar The Kinks eru allajafna nefndir bítlatónleikar og veldur þaö nokkurri furöu í dag. Enn furöulegra er þó að i frétt um tónleikana á baksíöu Vísis er sérstaklega tekiö fram að gítarleikarinn Dave Davies hafi þvegiö sér um háriö kvöldið áöur! unin Þöll eftirfarandi: „Fagnið komu The Kinks með Kinks veif- um. Ódýrar - fallegar. Tilvaldir minjagripir. Birgðir takmarkaðar. Tryggið ykkur veifu í tima. Fást að- eins hjá okkur.“ Ólíklegt er að áhugasamir geti keypt sér Ray Davies veifu þessa dagana! HiNIR HIIMSKUNNU THE KINKS Miöar á tónleikana seldust eins og heitar lummur enda á feröinni „hinir heimskunnu The Kinks" Kinks-æði í höfuðborginni Mikið Kinks-æði greip um sig í höfuðborginni og nýja platan Kinda Kinks naut mikilla vin- sælda. Helsti smellur plötunnar, Tired of Waiting for You, gaf All Day and Ali of the Night og You Really Got Me lítið eftir í vinsæld- um. Þeir áttu þó ekki lag á topp tíu lista Hljómplötu- deildar Fálkans meðan á miðasölu stóö því plötur The Kinks voru ein- göngu seldur í Hljóðfærahús- inu sem hafði umboð fyrir Pye, útgefanda hljómsveitar- innar. Listinn lýsir engu að siður tíðarand- anum vel. Sat- isfaction þeirra Rolling Stones var í efsta sæti, Help Bítlanna í THE KINKS UPPSELT Á FIÓRA FYRSTU HLJOMLIIKANA Aðgöngumiðasala að 5. 6. hljómleikunum hófst kl. 9 í morgun í Hljóð- færuhúsi Reykjuvíkur Hljómsveitirnar Bravó og Tempó hituöu upp fyrir Kinks. Meðlimir Bravó voru ekki nema 12-13 ára gamiir. Tónleikarnir voru hluti af tónleika- ferð hljómsveitarinnar um Norður- lönd sem endaði svo einmitt í Reykjavík. Óspektir voru áberandi og í dálkinum „af ungu fólki“ í Vísi eru islenskir unglingar varaðir við apa eftir hegðun jafnaldra sinna á Norðurlöndum: „Það er vonandi að islenskir unglingar verði rólegri [...] enda verða læti á hljómleikum eingöngu til þess að eigendur hús- anna munu ekki lána þau undir þessar samkomur.“ Kínverjar sprengdir Áhyggjur af ólátum aödáenda hljómsveitarinnar, sem voru í sum- um fjölmiðlum kallaðir lubbar, reyndust óþarfar, þótt þeir eltu hljómsveitarmeðlimi uppi út um allan bæ. Sumum áheyrenda á tón- leikunum, sem flestir voru á gagn- fræðaskólaaldri, þótti sveitin þó staldra heldur stutt við á sviðinu og sprengdu kínverja í mótmæla- skyni. Að lokum segir um tónleikana á baksíðu Vísis 15. september: „Pilt- arnir frá East-End hófu tónlist sína meö því að snúa bakhlutanum að áheyrendum og allan tímann sem þeir voru á sviðinu hristu þeir sig og sveigðu, en höfðu áður látið þess getið, að tónlistin höfðaði til kyn- hvatarinnar.“ Síðan segir í mynda- texta: „Dave Davies ólmast á svið- inu. Hann þvoði sér um hárið i gærkveldi." Við skulum rétt vona að bróðir hans Ray Davies verði ekki með skítugan lubba í kvöld! -BÆN Fjölbreytt dagskrá á Árbæjarsafni alla hvítasunnuhelgina: Eldur, eldur Á Árbæjarsafni verður mikið um að vera alla hvítasunnuhelgina. Á laugardaginn verður lifandi tónlist í húsinu Lækjargötu 4. Boðið verður upp á tónleika sem bera yfirskriftina Amor og asninn. Álfheiður Hanna Friðriksdóttir mezzosópran syngur ástarljóð af ýmsu tagi og Oddný Sturludóttir spilar undir á píanó. Á efnisskránni eru meðal annars lög og ljóð eftir Sigfús Halldórsson, Jón Ásgeirsson, Bellini og Jerome Kern. Tónleikarnir hefjast klukkan 14. Á hvítasunnudag kemur Slökkvi- lið Reykjavikur í heimsókn. Rykið verður dustað af gömlum slökkvibíl- um og verða þeir til sýnis á safn- svæðinu. Einnig koma slökkviliðs- menn á nýjum körfubíl og gefst gest- um tækifæri til að prófa körfuna, skoða tæki og tól og ræða við slökkviliðsmenn. Dagskrá Slökkvi- liðsins hefst klukkan 14. Annan í hvítasunnu verður sér- stök barna- og fjölskyldudagskrá. Þar verður farið í leiki, leikfanga- sýning skoðuð og leiktæki safnsins prófuð. Alla helgina verða ljúffengar veit- ingar i Dillonshúsi. Á hvítasunnu- dag og annan í hvítasunnu verður boðið upp á glæsilegt kafFihlaðborð. Þá verður handverksfólk í húsun- um, einnig verður teymt undir börn- um og húsfreyjan í Árbæ bakar lummur. Árbæjarsafn Fjölbreytileikinn er mikill í Árbæjarsafni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.