Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 6
6 Fréttir FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 x>v Milljarðasamningar ræddir á bökkum Laxár í Aðaldal: Sautjánveldið í Karen Millen - ætla að leyfa syni mínum að njóta sín, segir Bolli í Sautján plan hjá honum og Sigurður Bollason. „Ég er að vinna með Karen Millen i vissum hlutum og sameiginlega erum við að skoða ýmis mál. Allt skýrist þetta á næstu vikurn," segir Sigurður Bollason, sonur at- hafnamannsins Bolla Kristinsson- ar í Sautján, sem átt hefur í við- ræðum við breska tískurisann Karen Millen um samstarf á víð- um grunni og jafnvel um kaup á hlut í fyrirtækinu sem er með árs- veltu upp á tæpa tíu milljarða ís- lenskra króna. Karen Millen, sem sjálf er um fertugt, rekur verslan- ir undir eigin nafni víða um heim en hún stofnaði fyrirtæki sitt fyr- ir tveimur áratugum. Höfuðstöðv- ar þess eru í Kent á Englandi. „Það er sonur minn og hópur fjárfesta sem hafa lagt drögin að þessum viðskiptum við Karen Karen Millen í Kringlunni Verstanir víöa um heim og velta upp á tíu milljaröa. Millen og þar kem ég hvergi nærri,“ segir Bolli Kristinsson í Sautján, en sonur hans hefur starfað í verslunum föður síns frá Bolli Kristinsson. eig- unga aldri. Sigurður er 27 ára og ætlar hann nú að reyna fyrir sér sjálfur. „Nú ætla ég að leyfa syni mínum að njóta sín. Þetta er flott getur gengið upp,“ segir Bolli um ráðagerðir sonar síns. Sigurður Bolla- son hefur verið við laxveiðar í Laxá í Aðaldal undanfarna daga þar sem veiðifé- lagi hans var eng- inn annar er Kevin Stanford, inmaður Karen Millen. - Hvernig gekk veiðin? „Hún var treg. Við fengum tvo,“ segir Sigurður Bollason. Samkvæmt öðrum heimildum DV stendur jafnvel til að Sigurður Bollason, fjárfestar á hans vegum og hluti af Sautjánveldinu kaupi allt að 49 prósenta hlut i tískuris- anum Karen Millen. Við þær ráðagerðir kannast Bolli Kristins- son en Sigurður sonur hans vill stíga varlegar til jarðar enn sem komið er. -EIR Bændasamtökin: Ekki víst aö Goði slátri sauðfé Ari Teitsson, for- maður Bændasam- takanna, segir að staða kúabænda og sauðfjárbænda sé mjög mismunandi gagnvart Goða og þeim aðgerðum sem þar hafa verið boðað- ar, annars vegar sala á Kjötvinnslunni og hins vegar rekstur sláturhúsa og þeirri verk- töku sem boðað hafi verið að verði þar boðin sauðfjárbændum. Kúabændur þurfl ekki að óttast það að þeir fái ekki að slátra sínum grip- um vegna þess að aðrir aðilar en Goði séu með stórgripasláturhús sem að- eins séu notuð einn til tvo daga i viku og afkastagetan feikinóg þótt þau bæti á sig þeim hluta stórgripaslátrunar sem Goði hafi verið með. Ekkert vandamál væri að fjölga sláturdögum. Biðlisti ráðist eingöngu af því hvernig kröfur markaðarins eru því nautakjöt sé ekki fryst. Mikið óuppgert innlegg hjá Goða, eða nær 80 milljónir króna, eigi nautgripabændur enn inni en að sauðfjárbændur hafi að mestu fengið sitt innlegg frá síðasta hausti greitt, að vísu með dyggum stuðningi kaup- félaga. Ari Teitsson segist þó fullur bjartsýni á að gert verði að fullu upp við bændur. „Vandi margra sauðfjárbænda er hins vegar sá að þeir vita ekki hvar og hvernig þeir eiga að slátra í haust. Það er gefið að bændur munu forðast að senda sauðfé í sláturhús þar sem slátrað verður í verktöku og því mun örugglega fækka mjög mikið hjá Goða milli ára. Ef Goði slátrar þá yfir höf- uð, sem er ekki frágengið mál,“ segir Ari Teitsson. -GG Ari Teltsson. Lakari hótel- nýting Visbendingar í tekjukönnum Sam- taka ferðaþjónustunnar fyrir júnímán- uð gefa til kynna að nýting í Reykja- vik hafi dregist lítillega saman eða úr 91% í um 88%, segir í frétt frá Samtök- um ferðaþjónustunnar. Hafa verður í huga að júní í fyrra var óvenju góður. Staðan úti á landi er mjög mismun- andi eftir rekstrareiningum og ljóst að sumir hafa bætt sig og aðrir aftur séð fram á einhvem samdrátt. Mikið er rætt um hrun í bókunum, en færslu yfir í einstaklingsferðir. Hverjar stað- reyndir málsins eru verður sennilega frekar erfitt að sjá til fullnustu fyrr en lengra er liðið á sumarið. -DVÓ Bóndinn í heyskap Bændur á Suöurlandi eru komnir vel afstað meö heyskap sinn og sumir jafnvel aö Ijúka viö fyrri slátt. Þorsteinn Ágústsson, bóndi á Syöra-Vetii i Gaulverjabæjarhreppi, er kominn vet af staö með heyskap sinn og ekki veitir af, enda búiö stórt. „Ég á allt mitt undir sól og regni, “ sagði skáldiö - sem víst eru orö aö sönnu, enda þótt margir sunnlensk- ir bændur óski þess sjáifsagt aö úrkomuminna sé eigi allar þeirra væntingar um heyskapinn aö ganga upp. Meirihlutaviðræður í sveitarfélaginu Skagafirði: Samstarf Framsóknar og Skagafjarðarlista í augsýn Sameiningarviðræður Framsóknarflokks og Skagafjarðarlista um mynd- un meirihluta sveitarstjórn- ar ganga vel að sögn odd- vita Framsóknarflokks, Herdísar Á. Sæmundardótt- ur. Meirihlutasamtarf Framsóknarflokks við Sjálf- stæðisflokks slitnaði vegna ágreinings um sölu Raf- veitu Sauðárkróks til RARIK. Skagafjarðarlistinn studdi þá tillögu. Herdís segir aö að málin séu á vinnslustigi, og hittast aðilar í dag eftir að báöir aðilar hafa unnið sína heimavinnu. Ekki hefur steytt enn á neinum skerjum í við- ræöunum. „Flokkamir ganga óbundnir til þessara viðræðna, engar kröfur um ákveðin embætti. Það er ekki ýkja langur tími eftir af kjörtíma- bilinu, eða um tíu mánuðir, en stór verkefni sem bíða og taka þarf ákvörðun Meirihlutinn féll veitumálinu og við viljum skoða það mál til hlítar, en við Fram- sóknarmenn höfum barist fyrir því í lang- an tima. Það hefur ekki verið vilji til þess aö skoða þessa hluti af hálfu Sjálfstæðis- manna. Útgangs- punkturinn í þessu eru fjármál sveitarfélagsins, en skuldirnir eru mjög miklar og við viljum leita allra leiða til að lækka þær. Ann- ars verður engin framþróun hér,“ segir Herdis Á. Sigurðardóttir. „Það varð samstaða þessara flokka í byggðarráði um sölu á Rafveitunni, svo þar erum við sammála, og ég á von á að sam- komulag gangi eftir. Við getum ekki staðið gegn því að selja Raf- veituna vegna bágrar fjárhags- stöðu sveitarfélagsins, fáist kaup- andi, og þar eru Rafmagns- veitur ríkisins líklegasti kaupandinn," segir Snorri Styrkársson, annar bæjar- fulltrúi Skagafjarðarlista. Snorri segir að Skaga- fjarðarlisti haldi öllum mögleikum opnum, s.s. um embætti formanns byggðar- ráðs eða forseta bæjar- stjórnar. Meiri ástæða sé tií þess að sýna ábyrgð í fjármálum sveitarfélagsins, og í því verkefni felist m.a. að ganga í það að selja allar þær eignir sveit- arfélagsins sem hægt sé að selja án þess að draga úr þjónustunni við íbúana. Snorri vill t.d. selja 20% Skagafjarðar í Steinullar- verksmiðjunni til ríkisins sem metin er á um 250 milljónir króna. Nafnverð hlutabréfa verksmiðj- unnar er 66 milljónir króna. Einnig vill Snorri taka á að- kallandi vanda félagslega íbúða- kerfisins í sveitarfélaginu. -GG Herdís Á. Sæmundardóttir. Snorri Styrkársson. Umsjön: Hörður Krisfiánsson netfang: hkrist@ff.is Sveinn í kvennahlaupi Það vakti nokkra athygli íþróttaunnenda í heita pottinum hvað Mogginn er farinn að horfa frjálslega á kynskiptingu í íþrótt- um. Á Meistara- móti Islands í frjálsíþrótt- um, sem fram fór í Kaplakrika á dögunum, voru margir góðir sigrarnir, bæði í kvenna- og karlaflokkum. Allt var þetta skilmerkilega rakið í Mogga. Þar stökk Þórey Edda Elísdóttir margfalda hæð sína i hástökki og var nálægt því að slá íslandsmet Völu Flosadóttur. Þá var Jón Arn- ar Magnússon í góðum gír i hlaupagreinum og Silja Úlfars- dóttir sigraði í 100 m og 200 m hlaupi kvenna. Mesta athygli pott- verja vakti þó að samkvæmt Mogga, sem aldrei lýgur, sigraði Sveinn Þórarinsson í 100 m hlaupi kvenna! ... Kóngabrúðkaup í aðsigi Fátt vekur meira athygli heims- byggðarinnar um þessar mundir en ástarlíf forseta íslands. Ágúst Ein- arsson hefur áhyggjur af því að forsetinn ætli seint að drífa í því að giftast heitmey sinni, Dorrit Moussai- eff. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson segir Ólaf Ragnar Grímsson vera búinn að setja embættiö á einhvers konar kóngastall. Nú berast fregnir af því að forsetinn og heitmey hans fari í brúðkaup Noregsprins. Er það talin vísbending um að í aðsigi séu stórtíðindi. Víst er talið að það gleðji Hannes Hólmstein að for- seti vor hyggist nú læra af eigin raun hvernig almennileg kónga- brúðkaup eigi að fara fram... Svari neyöarkalli Enn bíða margir sjálfstæðismenn spenntir eftir að heyra hvort Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra taki af skarið og tilkynni framboð sitt og þá um leið , þátttöku i odd-1 vitaslag sjálfstæð-1 ismanna í Reykja-1 vík. Hljótt hefur I verið um þau mál að undanförnu og I Inga Jóna Þórð- ardóttir virðist I heldur hafa styrkt' stöðu sina ef eitthvað er. Sjálfstæð- ismenn óttast margir að Björn muni með framboði stefna flokknum i blóðugan innanbúðarslag. Nær væri hjá honum að svara neyðarkalli Össurar Skarphéðinssonar sem greinilega vilji losna úr skipstjóra- stöðunni á Samfylkingarskútunni og beina henni þá um leið hart í stjór í krappa hægribeygju... Hrókur í hænsnahóp! Guðbjartur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Flat- eyrar, hefur komið fram með mörg ódauðleg spakmæli í gegnum tið- ina. Hafa gömul og góð spakmæli orðið að nýjum í meðfórum kappans. Á vef fyrirtækisins má finna fiölmörg dæmi af uppátækj- um framkvæmda- stjórans. Þar er m.a. sagt frá því er Bjartur var „vagnstjóri" á veitingastaðnum Vagninum á Flateyri hélt hann veislu fyrir kvenfélagið Brynju þar í bæ. Var hann einn karla með þeim kvenfélagskonum. Daginn eft- ir var hann að segja félögum sín- um frá kvöldinu, sem hafði heppn- ast afar vel, og lauk hann lýsingum sínum á þennan hátt: „Ég var eins og hrókur í hænsnahóp, með öllum kerlingunum...!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.