Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SfMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560 Afnám grænmetistolla lækkar ekki verð: Þetta er hneyksli - segir landbúnaðarráðherra DV-MYND BRINK Stærsti spegill Islands Iðnaöarmenn við stórbyggingu sem er að rísa á mótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegar í Reykjavík geta speglað sig daglangt við vinnu sína, enda er öll framhlið þessarar margra hæða byggingar gerð úr spegilplötum. Byggingin er aö taka á sig endanlega mynd. Hækkun sjúkragjalda: < | Oskynsamleg kjaraskerðing f Ögmundur Jónasson, alþingismað- ur og formaður BSRB, segir óskiljan- legt hvers vegna ríkisstjórnin gripi til þess um síðustu mánaðamót að hækka þjónustugjöld í heUbrigðis- kerfinu með þvi að snarhækka komugjöld tU sérfræðinga og hlut sjúklinga í röntgengreiningu en hækkun þessara gjalda á að skUa um 300 milljónum i ríkissjóð. Kannanir sýni að þjóðin sé á móti svona hækkunum og því sé þetta pólitískt óskynsamlegt. Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra segir hækkunina nauðsynlega. Sjá bls. 4 Islendingar í Karen Millen í uppsiglingu er viðamikið samstarf íslenskra íjárfesta og tískurisans Karen MUlen sem er einn þekktasti fatahönnuður samtímans og rekur verslanir viða um heim. Eiginmaður Karen Millen, Kevin Stanford, hefur verið við laxveiðar í Laxá í Aðaldal að undanfómu í fylgd Sigurðar Bollason- ar Kristinssonar í Sautján. Ef af samn- ingum verður er ekki ólíklegt að ís- lendingarnir kaupi sig inn í fyrirtæki Karen MUlen og er í því sambandi rætt um ailt að helmingshlut. -EIR Sjá bls. 6 „Þetta er hneyksli," segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra um það að afnám tolla á inn- flutt grænmeti hef- ur ekki skUað sér að fullu i verðlagi. Tollarnir voru Ágústsson feUdir niður um „Versiuninni tit miðJan iúni skammar. “ sý113 verðkannanir .......... sem Alþýðusam- band Islands lét framkvæma að beiðni landbúnaðarráðuneytisins, fyrir og eftir afnám toUanna, þessa niðurstöðu. Guðni Ágústsson er mjög óá- nægður með þessa niðurstöðu. „Þetta er versluninni til háborinn- ar skammar. Það mun verða kann- að í ráðuneytinu hvernig hægt er að bregðast við þessum tíðindum," segir ráðherra. „Innflutnings- verslunin hefur a.m.k. ekki verið að taka til sín auk- inn hlut vegna tollaafnámsins, svo mikið er víst, og ég teldi menn vera hálfvita ef þeir væru að leika þann leik eftir aUa Guðjónsson þá umræðu sem „Hálfvitar léku verið hefur um þennan leik.“ þessi mál,“ sagði ............. Stefán Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunarinnar, í morgun. Samkvæmt könnun ASÍ hækkuðu sumar tegundir grænmetis frá því fyrir tolla um 5,5 prósent að jafnaði, eggaldin um 2,3 prósent og hóteUaukur um 4,8 prósent. Verðkönnun ASÍ náði einvörðungu tU innfluttra tegunda, en á þeim var 30 prósenta toUur til heildsala áður en niðurfellingin átti sér stað. -gk/Gun Sjá nánar bls. 11 Með Sigur Rós í Oxford Á morgun er fóstudagurinn 13. og í Fókus finnur þú skemmtilega um- fjöUun um hjátrú og bábUjur sem honum fylgja. Fókus segir frá ferð sinni til Oxford þar sem kíkt var á magnaða tónleika Sigur Rósar og Radiohead, sagt er frá kvikmynd- inni Reykjavík Guesthouse sem frumsýnd verður í haust og rætt við plötusnúðinn Tomma White sem er talinn okkar mesta efni á þeim vett- vangi. Settar verða fram hugmyndir að hinum ýmsu andspymuhreyfing- um og rætt við íslenska stráka sem stunda það að spUa tónlist fyrir blindfulla Skota á pöbbum í Glas- gow. Að vanda finnurðu svo hvað er að gerast um helgina á síðum helg- uðum Líflnu eftir vinnu. f GÚRKUTfeÁ ^ \GOÐUVBRÐ\\J Framkvæmdastjóri ASÍ áhyggjufullur vegna verðbólguþróunar: Kallar á aðgerðir - Vilhjálmur Egilsson uggandi en vill bíða í nokkrar vikur Hækkun vísitölu neysu- verð miUi mánaða gefur tU- efni tU þess fyrir ríkisstjórn- ina að gripa inn í framvind- una tU að draga úr verðbólgu- hraðanum og styrkja þannig efnhagslegan stöðugleika og tryggja að forsendur kjara- samninga standist. Þetta er skoðun Gylfa Arnbjörnsson- ar, framkvæmdastjóra ASÍ. Hagstofan birti í gær vísitölu neysluverðs miðað við verðlag í júlí- byrjun og hafði hún hækkað um 0,8% frá fyrra mánuði. Þessi hækkun milli mánaða nú er nokkru minni en hún var miUi síðustu mánaða, en síðustu 12 mánuði hefur hækkunin verið um 7%. Undanfama þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,7% en um- reiknað til ársgrundvaUar nemur sú hækkun 15,8%. Hækkunin sem nú mælist miUi júní og júlí upp á 0,8% svarar hins vegar tU 9,4% árshækk- unar. „Því er ekki að neita að okkur finnst þetta ansi bratt,“ seir GyFi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. „Það eru ýmsir liðir þarna sem eru að koma okkur á óvart, eins og t.d. húsnæðisliðurinn og þjónustuliðurinn. Hækkun á þjónustu gefur tU kynna að það séu í gangi verðhækk- anir á ýmsum innlend- um liðum í kjölfar þessa slaka í genginu, sem okkur finnst ýta undir þau rök sem við höfum haft í frammi um að stjómvöld verði að beita sér á móti þessu og þau þurfa að gera það fyrr en seinna," segir Gylfi enn fremur. Hann minnir á tiUögur ASÍ sem settar voru fram á dögunum og fólu annars vegar í sér að ríkisstjórn og Seðlabanki styrktu gengi krónunnar með erlendri lán- töku sem aftur skUaði sér með já- kvæðum verðlagsáhrifum og hins vegár mætti sporna gegn þessari framvindu i gegnum toUa á græn- meti, bensíngjald og aðra skatta. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, tekur undir með Gylfa og seg- ir þessar verðbólgutölur mun hærri en æskilegt væri og VUhjálmur telur að of lágt gengi krónunnar skipti hér sköpum. Hann bendir á að ríkisvald- ið hafi þegar gripið tU ýmissa aðgerða tU að styrkja gengið og minnir á erlenda lántöku til að styrkja einginfjárstöðu Seðlabankans. Einnig minnir hann á að krónan hafi heldur verið að styrkja sig upp á síðkastið. „Síðan náttúrlega ef gengið hækkar ekki á næstu vikum og mánuðum þá þurfum við að spá í þær tihögur sem Alþýðusamband- ið setti fram,“ segir hann. Aðspurður hvort svigrúm sé tU að bíða í vikur eða mánuði taldi VUhjálmur svo vera enda virkaði markaðurinn ekki með skjótari hætti. Best væri að þetta gerðist örugglega og skref fyrir skref. En Gylfi ArEnbjömsson er ekki eins þolinmóður: „Ég held að þær áhyggjur sem við vomm að lýsa fyr- ir réttri viku hafi því miður reynst á rökum reistar. Við köllum þvi eftir svari við þeirri spumingu hvort menn ætli bara að sitja og horfa á þetta eða ætla menn að beita sér eitt- hvað á móti þessu og teljum ákaflega mikilvægt að stjórnvöld sinni sínum skyldum í þessu máli og komi að því með sýnilegum hætti,“ segir Gylfi. -BG Vilhjálmur Egilsson. Gylfi Arnbjörnsson. son hjá Verðbréfastofunni við DV í morgun. „Við sjáum fram á styrk og hag- ræðingu," sagöi Jafet. Hann segir að ímynd beggja fyrirtækjanna hafi verið góð og þau séu þau einu óháðu á markaðnum, það er þau einu sem ekki séu í eigu banka eða sparisjóða. „Þetta er liður í að styrkja fyrirtækin í frekari útrás,“ sagði Jafet Ólafsson. Ekki náðist í Margeir Pétursson, 2? Tíðindi á íslenska verðbréfamarkaðinum: MP og Verðbréfastofan renna saman í eitt félag sem kennd hafa f * Pétursson skák- 1 meistara, og Verð- bréfastofan hf. eru . Jafet eitthvað gefið út Ólafsson. um þetta i dag,“ sagði Jafet Ólafs- stofnanda MP Verðbréfa í morgun, en hann hefur verið önnum kafinn vegna málefna Lyijaverslunar íslands á siðustu dögum, en þar varð hann stjórnarformaður í fyrradag. -Ótt Margeir Pétursson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.