Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 22
26 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 DV íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 80 ára Bjarni Einar Bjarnason, Álfaskeiöi 55, Hafnarfiröi. 75 árg_______________________________ Bjarni Guölaugsson, Hrísateigi 23, Reykjavík. Guörún J. Möller, Stórageröi 14, Reykjavík. 70 ára_______________________________ Svanborg Kristvinsdóttir, Kleppsvegi 16, Reykjavík. Haukur Sigurjónsson, Kjarnaborun og sögun, Hrísateigi 9, Reykjavík. Eiginkona hans er Anna Marie Asmussen. Haukur veröur aö heiman á afmælisdaginn. Gauja Guörún Magnúsdóttir, Vesturgötu 15a, Keflavík. 60 ára_______________________________ Haukur Heiödal, Orrahólum 7, Reykjavík. Hafsteinn N Gilsson, Melgeröi, Mosfellsbæ. Kristín Þorgeirsdóttir, Hafnargötu 14, Siglufiröi. 50 ára_______________________________ Sveinn Magnússon, Hringbraut 67, Reykjavík. Þorgeir Valdimarsson, Búlandi 25, Reykjavlk. Halldór Kristján Stefánsson, starfsmaður ISAL, Ysta- bæ 5, Reykjavík. Eigin- kona hans er Þóra G. Bragadóttir, kaupmaöur. Koibrún Kristín Jóhannsdóttir, Álfholti 2c, Hafnarfirði. Ragna Sveinbjörnsdóttir, Hringbraut 94b, Keflavík. Ragna tekur á móti gestum eftir klukkan 17.00 í dag. Árni Hallur Tryggvason, Grænási la, Njarövík. Sigríöur Björk Þórisdóttir, Þórólfsgötu 8, Borgarnesi. Stelnunn Rögnvaldsdóttir, Skarðshlíð 30d, Akureyri. 4Q ára_______________________________ Jóhanna M. Guömundsdóttir, Hofsvallagötu 18, Reykjavík. Natalia Ovsiannikova, Einholti 9, Reykjavík. Atli Vilhjálmsson, Hryggjarseli 6, Reykjavík. Kjartan Adolfsson, Dúfnahólum 2, Reykjavík. Guöbjörn Sigurþórsson, Noröurbraut 25, Hafnarfirði. Anh Kfm Vu, Sólvallagötu 40c, Keflavík. Jóhann Ásmundsson, Miðgarði, Patreksfiröi. Fjóla Líndal Jónsdóttir, Þorpum, Hólmavík. Hálfdán Guömundsson, Kotárgeröi 6, Akureyri. Stefán Finnbogason, Klapparstíg 7, Akureyri. Jónas Róbertsson, Múlasíðu 44, Akureyri. Siguröur Adolfsson, Miötúni 3, Höfn. Ómar Þór Helgason Ómar Þór Helga- son, starfsmaður Istex, Heimörk 26, i Hveragerði varð sex- tugur í gær. Hann tekur á móti ættingj- um og vinum í húsi leikfélags Hveragerðis: Völundi (við hliðina á Eden) laugardaginn 14. júlí frá klukkan 14 til 19. Andlát Svanbjörg Svanbergsdóttir (Svana), Þórunnarstræti 123, Akureyri, lést á fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu- daginn 9. júljí. Gunnhildur Ósk Guömundsdóttir, Sævangi 1, Hafnarfiröi, lést mánudag- inn 9. júlí. Theódór Helgl Rósantsson, Rowling Heights, Kaliforníu, andaöist laugardag- inn 7. júlí á sjúkrahúsi í Baldwin Park, Kaliforníu í Bandaríkjunum. Magnús G. Jóhannesson, Ingólfsstræti 21d, Reykjavík varö bráökvaddur á heimili sínu mánudaginn 25, júní. Útför hans hefur fariö fram. Ingólfur Finnbogason húsasmíðameistari Ingólfur Finnbogason húsasmíða- meistari, Viðjugerði 12, Reykjavík, er níutíu ára í dag. Starfsferill Ingólfur fæddist að Búðum í Staðarsveit, Snæfellsnessýslu, og ólst þar upp. Hann var við nám í Iðnskólanum í Reykjavík og í verklegu námi hjá Guðjóni Sæmundssyni 1928-1932 er hann lauk námi. Ingólfur vann að námi loknu við virkjunarfram- kæmdir við Ljósafoss og síðan við hitaveituframkvæmdir á vegum danskra verktaka. Eftir það hóf hann sjálfstæðan atvinnurekstur við húsbyggingar í Reykjavík árið 1940. Ingólfur var einn af stofnendum Sameinaðra verktaka árið 1951. Vann hann fyrst sem byggingar- meistari fyrirtækisins og síðar sem ráðningarstjóri SV á Keflavíkur- flugvelli. Eftir að Islenskir aðal- verktakar sf. tóku við verklegum framkvæmdum þar áriö 1957 var Ingólfur ráðinn yfirmaður fram- leiðslustöðva og hafði jafnframt um- sjón með kjarasamningum og fleira á vegum Aðalverktaka. Ingólfur lét af störfum árið 1992. Ingólfur hefur starfað mikið að fé- lagsmálum. Hann var í stjórn Meist- arafélags húsasmiða 1954-1961, rit- ari í fjögur ár og formaður í önnur Qögur. í stjóm Meistarasambands byggingarmanna í nokkur ár, í stjórn Lífeyrissjóðs húsasmiða 1958-1970 og Landsambands lífeyris- sjóða 1964- 1971. Formaöur Iðnaöar- mannafélagsins í Reykjavík 1964-1974. í stjórn Landssambands iðnaðarmanna 1964-1973, varafor- seti frá 1965 og forseti 1972-1973. Fulltrúi ríkisins í framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar, vegna bygginga tólf hundruö og fimmtíu íbúða fyrir láglaunafólk, frá 1965 þar til því verki var lokið. í stjórn Sameinaðra verktaka 1954-1955. í stjórn íslenskra aðalverktaka 1957-1991. Formaður byggingarfé- lagsins Dverghamra sf. 1961-1994. í stjórn Sýningarsamtaka atvinnu- veganna 1971-1975. I stjórn Vinnu- veitendasambands íslands frá 1965. Formaður í stjórn Húsfélags iðnað- arins frá 1972 og var um tíma í bankaráði Iðnaðarbanka Islands. Fjölskylda Ingólfur kvæntist 9.10.1937 Sofiiu Ólafsdóttur húsmóður. Hún er dótt- ir Ólafs Kristjánssonar og Ágústínu Guðmundsdóttur sem bjuggu síðast í Álfártungukoti í Álftaneshreppi, Mýrarsýslu. Börn Ingólfs og Sofíiu eru: 1) Björg, f. 3.10. 1936, gift Haraldi Gíslasyni, sem er látinn, börn þeirra eru Sqffía, Ingólfur, og Björn Hlynur; 2) Ágústa, f. 8.7. 1940; 3) Ólafur, f. 11.9. 1943, kona hans er Bjarghildur Jósepsdóttir, börn þeirra eru Ágústa, Sofíla, Hildur og Harpa; 4) Hrafnhildur, f. 12.3. 1949, maður hennar er Magnús Ágúst Magnússon, börn þeirra eru Ingólf- ur Amar og Kristín; 5) Finnbogi, f. 15.12. 1952, kona hans er Kristin Birna Jakobsdóttir, börn þeirra eru Hrund, Ingólfur og Pétur. Faðir Ingólfs var Finnbogi G. Lár- usson, fæddur að Mánaskál í Húna- vatnssýslu. Finnbogi rak útgerð og verslun, m.a. í Garði á Reykjanesi, á Búðum á Snæfellsnesi og síðast í Ólafsvík. Móðir Ingólfs var Björg Bjarnardóttir, fædd í Garðhúsum í Reykjavík. Ingólfur verður að heiman á af- mælisdaginn. Attræöur Brynjólfur Árnason Brynjólfur Árnason á Vöðlum í Ön- undarflrði er áttræður í dag. Starfsferill Brynjólfur fæddist á Minna Garði i Mýrahr., Dýrafirði, 12. júli 1921. Hann fluttist tveggja ára með foreldrum sín- um að Kotnúpi í sömu sveit, ólst þar upp og vann hjá foreldrum sínum til fullorðinsára. Árið 1943 fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan prófi úr bændadeild 1945. Árið eftir kaupir hann jörðina Vaðla í Ön- undarfirði í félagi við Arnór bróður sinn. Fjölskyldan á Kotnúpi flytur síð- an á þá jörð vorið 1947. Bræðumir ráku þar félagsbú til ársins 1989 að Árni sonur Brynjólfs tók við. Brynjólfur sat í hreppsnefnd Mosvallahrepps 1970 til 1986, þar af oddviti síðustu fjögur árin. Hann sat í stjóm Búnaðarfé- lags MosvaÚahrepps og í sóknarnefnd Holtssóknar 1950 til 1990, þar af formaður sóknarnefndar frá 1985. Hann var organisti við Holts- og Kirkjubólskirkjur í Isafjarðarprófastsdæmi 1960 til ársloka 2000. Þá lék hann líka á harmoníku á samkomum og dans- leikjum á ánmum 1940 til 1980. Fjölskylda Brynjólfur kvæntist 25.4.1957 Bryn- hildi Kristinsdóttur frá Vífilsmýrum í Önundarfirði, f. 25.7. 1935. Foreldrar hennar vora Kristinn D. Guðmunds- son skrifstofumaöur og Guðfmna Vil- hjálmsdóttir frá ísafirði. Brynhildur ólst upp frá fæðingu hjá afa sínum og ömmu, Guð- mundi Ág. Jónssyni, b. á Vífilsmýrum, og k.h. Guð- jónu Jónsdóttur ljósmóður og dvaldi hjá þeim til full- oröinsára. Böm Brynjólfs og Bryn- hildar era: 1.) Gunnhildur Jóna f. 30.10.1957, húsmóð- ir á Flateyri, gift Þorsteini Jóhannssyni húsasmíðameistara, þau eiga þrjá syni, Amór Brynjar, Jón Ágúst og Jóhann Inga; 2.) Ámi Guð- mundur f. 15.09.1963, bóndi á Vöðlum. Sambýliskona hans er Erna Rún Thorlacius, húsmóðir og bóndi, þau eiga tvo syni, Brynjólf Óla og Benja- mín Bent og Ema á Jakob Einar; 3.) Guðrún Rakel, f. 25.06. 1970, kenn- ari á Þingeyri, gift Sólmundi Friðriks- syni kennara, þau eiga tvær dætur, Hildi og Agnesi. Foreldrar Brynjólfs voru: Árni Kr. Brynjólfsson, f. 10.09. 1887, d. 01.03. 1977, bóndi á Kotnúpi Dýrafirði. Árni var sonur Brynjólfs Brynjólfssonar, b. á Granda í Dýrafirði, Einarssonar og Jóninu Þóru Árnadóttur ættaðri úr Arnarfirði. Hansína G. Guðjónsdóttir, f. 03.11. 1887, d. 29.05. 1966, húsmóðir og ljós- móðir. Hansina var dóttir Guðjóns, b. á Brekku á Ingjaldssandi, Arnórsson- ar, b. á Höfðaströnd, Hannessonar prests á Stað í Grunnavík. Móðir Hansínu var Rakel Sigurðardóttir, húsmóðir á Brekku, ættuð úr Aðalvík. Rakel og Guðjón bjuggu á Brekku í 17 ár og þar ólst Hansína upp. Sóknamefnd Holtssóknar býður Brynjólfi, vinum hans og vandamönn- um til afmælisveislu í Holtsskóla kl. 16 í dag, 12. júlí. Sextug Birna Óladóttir húsmóðir Birna Óladóttir, húsmóðir, Ása- braut 17, Grindavík. er sextug i dag. Starfsferill Birna er fædd og uppalinn í Grímsey. Hún er gagnfræðingur frá Laugum í Reykjadal. Bima giftist ung svo um frekara nám var ekki að ræða, nema í skóla lífsins. Hún hef- ur ávallt verið heimavinnandi hús- móðir og búið í Grindavík eftir að verunni í Grímsey lauk. Birna hef- ur verið virk í Kvenfélagi Grinda- víkur, var 12 ár í stjórn, þar af fimm ár formaður. Fjölskylda Þann 1. janúar 1960 gekk Bima í hjónaband með Dagbjarti Einars- syni, f. 26. júní 1936, lengst af for- stjóri í Fiskanesi hf., Grindavík. Foreldrar hans voru Laufey Guð- jónsdóttir og Einar Dagbjartsson, bæði látin. Böm Birnu og Dagbjarts eru 1) Einar Dagbjartsson, f. 11. maí 1960, flugmaður, búsettur í Reykjavík og faðir fimm bama; 2) Elín Þóra Dag- bjartsdóttir, f. 27. september 1961, skrifstofumaður, maki Arnþór Ein- arsson, búsett í Grindavík og á tvær dætur; 3) Eiríkur Óli Dagbjartsson, f. 16. apríl 1965, útgerðarstjóri, maki Sólveig Ólafsdóttir búsettur í Grindavík og á fjórar dæt- ur; 4) Jón Gauti Dagbjartsson, f. 9. mars 1971, sjómaður, maki Irmý Rós Þorsteinsdóttir, búsettur í Grinda- vik og á tvo syni; 5) Sigurbjöm Daði Dagbjartsson, f. 8. desember 1975, viðskiptafræðingur, búsettur i Reykjavík og á eina dóttur. Systkini Birnu eru: 1) Sigrún Óla- dóttir, búsett í Innri-Njarðvík; 2) Óli Hjálmar Ólason, búsettur í Gríms- ey; 3) Inga Bjarney Óladóttir, búsett í Grindavík; 4) Willard Ólason, bú- settur i Grindavík; 5) Garðar Óla- son, búsettur í Grímsey; 5) Þorleifur Ólason, var búsettur í Grímsey en lést af slysfórum 1981. Lét eftir sig eiginkonu og tvö böm. Foreldrar Birnu eru Óli Bjama- son, sjómaður og bóndi, f. 29. ágúst 1902, d. 1989, og Elín Þóra Sigur- björnsdóttir, húsmóðir lengst af í Grímsey en nú í Grindavík. f. 1. jan- úar 1909. Birna og Dagbjartur taka á móti vinum og vandamönnum í Festi, Grindavík fóstudaginn 13. júlí frá kl. 20. Örvar Kristjáns og Diddú mæta á staðinn. Gunnur Magnúsdóttir Gunnur Magnúsdóttir, Gilsbakka 1, Seyðisfirði er áttatíu og fimm ára. Starfsferill Gunnur fæddist á Fossi, Vestdalseyri, Seyðisfiröi og ólst upp í Austdal í Seyðisfirði frá fæðingu hjá hjónunum Oddi Sigfússyni og Þór- unni Sigmundsdóttir. Hún bjó í nokkur ár á Gunnlaugsstöðum í Vallahreppi en flutti' til Seyðis- fjarðar vorið 1944 og hefur búið þar síðan. Gunnur hefur starfað sem verka- kona og húsmóöir. Fjölskylda Þann 19.2.1939 kvæntist Gunnur, Ragnari Nikulássyni, múrara, f. 26.12. 1911. Foreldrar hans vom Nikulás Jónsson og Guðrún Guð- mundsdóttir, bændur á Gunnlaugs- stöðum í Vallahreppi. Börn Gunnar og Ragnars era: 1) Oddur Þórarinn Ragnarsson, f. 31.5. 1938; 2) Gunnar Nikulás Ragn- arsson, f. 18.1. 1940; 3) Guðrún Ósk Ragnarsdóttir, f. 26.1. 1949; 4) Þrá- inn Víkingur Ragnarsson, f. 13.5. 1951. Hálfbróðir Gunnar sammæðra er Rögn- valdur Sigurðsson og hálfsystir hennar sam- feðra er Guðfinna Magnúsdóttir. Foreldrar Gunnar voru Magnús Magnús- son, f. 10.7. 1897, d. 6.1. 1973 og Guðbjörg Þórö- ardóttir, f, 30.1. 1899, d. 8.10. 1976. Ætt Foreldrar Guðbjargar vora Þórð- ur Bjamason, sjómaður á Seyðis- firði, f. á Akranesi, og Guðfinna Magnúsdóttir, f. í Vestmannaeyjiun. Faðir Magnúsar var Magnús Magnússon, b. frá Jámgerðarstöð- um í Grindavík. Móðir Magnúsar var Snjáfríður Ólafsdóttir sem var dóttir Ólafs Jónssonar og Gróu Jónsdóttur. Faðir Magnúsar frá Járngerðis- stöðum, var Magnús Magnússon, b. í Grindavík. Móðir hans var Gunn- hildur Pálsdóttir frá Húsatóftum í Grindavík. Foreldrar hennar voru Páll Brandsson, bóndi í Eystra-Fífl- holti í Vestur-Landeyjarhreppi, Rangárvallasýslu, og Guðrún Þor- láksdóttir, vinnukona á Húsatóft- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.