Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 Skoðun DV Hvað sástu síðast í bíó? Björn Eyjólfsson málari: Ég sá myndina Tomb Raider, hún var allt í lagi. Viðar Sveinbjörnsson netstjóri: Þaö var myndin Castaway, hún var alla vega mjög löng. Guðrún Jóna Sigurjónsdóttir: Þaö var barnamynd sem ég fór á meö barnabörnunum og ég náöi aö sofa allan tímann í öllum hávaöanum. Sif Kristinsdóttir: Ég fór á myndina Tomb Raider, hún er spenna frá A-Ö. Vilhjálmur Þorgeirsson veggfóðrari: Ég sá myndina Along Came a Spider meö Morgan Freeman, þaö var heil- mikil spenna. Olíuborun í Fær- eyjum - ekki hér? * í Flatey á Skjálfanda Örkan streymir upp á yfirboröiö (myndin er frá rannsóknarborun Orkustofnunar fyrir um áratug). Gísli Ölafsson skrifar:__________________________ Nýlega mátti lesa frétt í blöðum hér að nú mætti kanna orku með borun á tvöfalt meira dýpi en hing- að til hefur þekkst. Fréttin varð til þess að ég fór að hugsa til frænda okkar, Færeyinga, sem nú eru að láta bora hjá sér á landgrunninu til að kanna hvort olía leynist þar. Áður var búið að staðfesta að olíu væri þar að finna og nú eru erlend- ir aðilar farnir af stað með borun og innan nokkurra vikna, í mesta lagi örfárra mánaða, verður ljóst hvort Færeyingar detta í lukkupottinn til jafns við Norðmenn að þessu leyti og geta þar með státað af því að verða eitt olíuríkja heimsins. Hér á íslandi hafa líka fundist set- lög sem eru neðansjávar út af Skjálf- andaflóa, í Flatey, og hugsanlega víðar á þessum slóðum. Bráða- birgðakönnun erlendra aðila stað- festir að þama séu setlög rík af gasi og megi hugsanlega ætla að í setlög- unum reynist olía, þótt þessi lög séu eitthvaö yngri en víðast hvar þarf til að olía sé til staðar. - Fyrir nokkrum árum skrifuðu einhverjir aðilar á Orkustofnun greinar um þetta mál í DV en ég á ekki lengur þau blöð, enda orðið eitthvað um 10 ár síðan. Með djúpborun þeirri sem skýrt var frá í fréttinni sem vitnað er í hér í byrjun mætti hugsanlega kanna betur hvort olía finnst hér líkt og í Færeyjum. Á háhitasvæð- unum hér á landi má nú bora allt niður á 5000 metra dýpi. Hvort það er nægilegt dýpi til að kanna setlög á hafsbotni hér við land veit ég ekki. Mér finnst ekki nema sjálfsagt „Svo vél þekki ég landa mína að þeim stœði ekki á sama um olíufund Fcerey- inga. Þess vegna er ég þeirr- ar skoðunar að þegar og ef olía finnst í fœreyskri lög- sögu þá munum við ekki bíða boðanna heldur láta kanna setlögin sem hér eru sannanlega til staðar. “ að Orkustofnun taki nú við og láti kanna allar aðstæður upp á nýtt. Svo mikið er víst að finnist vinn- anleg olía við eða í Færeyjum þá þarf ekki að fara i grafgötur um það hver áhrifin yrðu á efnahagslíf Fær- eyinga. Svo vel þekki ég landa mína að þeim stæði ekki á sama um ol- íufund Færeyinga. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að þegar og ef olía finnst í færeyskri lögsögu þá mun- um við ekki bíða boðanna heldur láta kanna setlögin sem hér eru sannanlega til staðar. Djúpborun hér á landi ætti að geta hleypt nýju lífi í þessar rannsóknir. Olía sem einn aðalorkugjafmn mun verða notuð um mörg ókomin ár svo málið er jafnbrýnt fyrir okkur ís- lendinga og aðrar þjóðir. írafárið og norsku loðnuskipin Árni Árnason s krifar:_________________________ Fjögur norsk loðnuskip voru tek- in og færð til hafnar á ísafirði vegna meints misræmis í aflatölum skip- anna og þeim tölum sem gefnar voru upp til stjómstöðvar Landhelg- isgæslunnar hér. Á Seyðisfirði liggja svo önnur norsk skip sem tek- in voru vegna meintra ólöglegra veiða i íslenskri landhelgi. Það sem vekur eftirtekt mina er hve búið er að tönnlast á þessu. Alla helgina og allt fram til dagsins í dag, þriðjudag, þegar þetta er skrifað. Og þaö er ekki bara eins og frétta- leysið hjá íslenskum íjölmiðlum, að- allega ljósvakamiðlunum, verði til þess að hamast með þessar „fréttir“ „Já, við íslendingar erum ekki heilagir í leik okkar á Landhelgisgœslu, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnun. Það er algjör óþarfi að blása upp meint brot Norð- manna, a.m.k. á meðan ekkert er sannað.“ sem segja í raun ekkert sérstakt, heldur skín líka hræsnin út úr allri umfjölluninni. Og þá einkum vegna þess að hálfur íslenski flotinn, þ.e. við íslendingar, er sjálfur sakaður um að falsa aflatölur í gríð og erg og koma með því m.a. öllum fiskirann- sóknum okkar um stofnstærð á helj- arþröm. Já, við íslendingar erum ekki heilagir í leik okkar á Landhelgis- gæslu, Fiskistofu og Hafrannsókna- stofnun. Það er algjör óþarfi að blása upp meint brot Norðmanna, a.m.k. á meðan ekkert er sannað. Svona írafár líkist engu meira en hræsni og yfirdrepsskap sem við erum alltof rík af. - Að svona frétt- um er hlegið af þeim áhugamönnum erlendum sem fylgjast náið með sjávarútvegsmálum hér á landi. - Skýrslutaka af hinum norsku loðnu- skipstjórum er svo enn einn fars- inn, a.m.k. eins og fréttastofa Bylgj- unnar greinir frá í hádegisfréttum sl. þriðjudag. Ekkert má nú! Það eru mikil tíðindi að gerast í íslenska við- skiptaspilinu sem stundum er er raunar líka kallað íslenski fjármála- og hlutabréfamarkaður- inn. Garri hefur verið að fylgjast með þessu spili síðustu misserin og horft á þátttakendur ýmist gráta eða hlæja eftir því hvernig þeim hefur gengið. Raunar virtust allir vera að vinna lengi framan af en eftir því sem liöið hefur á spilið hefur velgengni þátttakenda orðið misjafnari. Áberandi hefur verið aö þeim sem eru fljótir að tileinka sér reglumar í spilinu og ná að hafa á hraöbergi ýmsar túlkanir á því hvað þær þýða hefur gengið langbest. Þetta stafar af því að leið- beiningamar sem fylgdu spilinu þegar það kom til íslands voru eithvað fátæklegar og því hefur mikið oltið á því hvernig þessar fáu og óskýru reglur hafa verið túlkaðar. Hraðvirkir og hug- myndaríkir spilendur hafa þannig náð að skapa sér góða stöðu á spilaboröinu, rakað saman fé og eignum en eins og í gamla góða Matadorinu er það er einmitt höfuðtilgangur spilsins. Djarfir drengir Það hefur sett svip sinn á spilamennskuna hér á íslandi að snöggu og túlkunarglöðu spilararnir eru famir að líta á það sem sjáfsagðan hlut að þeirra túlkun gildi og því hafa margir leikir þeirra verið djarfir og óvæntir. Og þessir djörfu leikir þeirra hafa líka ótrúlega oft gengið upp því þeir hafa jú alltaf haft þann möguleika í bak- höndinni að liðka til með því að túlka reglur spilsins þannig að henti þeirra hagsmunum. En nú virðist sem breyting kunni að verða á allri spilamennsku í kjölfar mikilla sviptinga í kring- um Lyfjaverslun ríkisins. Þar eru allt í einu komnar nýjar reglur sem eru miklu skýrari og afdráttarlausari en menn hafa átt að venjast, engu líkara en búið sé að þýða yfir á íslensku spjaldið með leikreglunum sem notaðar eru í þessu spili annars staðar í hinum vestræna heimi! Þvi miður óttast Garri að þetta verði til þess að spilla mjög fyrir áhorfsgildi Viðskipta- spilsins, okkur öllum, sem erum í hlutverki áhofandans, til mikillar mæðu. Viðskiptaspilið verður ekki nærri eins dramatískt eins og það var - miklu minna um blóð og tár. Bannað, bannaö Sem kunnugt er ætlaði Jóhann Óli Guðmunds- son, einn aðaleigandi Lyfjaverslunar, í sakleysi sínu að selja Lyljaversluninni fyrirtæki sem hann átti og fá fyrir það hlutabréf í Lyfjaversl- uninni. Þar með hefði hann orðið risahluthafi í Lyfjaversluninni og hefði ekki þurft að hlusta á pípið í hinum eigendum Lyfjaverslunar sem töldu að fyrirtæki Jóhanns Öla hefði verið keypt á yfirverði. Þannig hefði hann náð virkilega flottri stöðu í spilinu með gott tak á þessu spenn- andi fyrirtæki sem Lyfjaverslunin er. í handbolt- anum hefði þetta verið kallað sirkusmark og í myllu héti svona nokkuð svikamylla. En Hæsti- réttur hefur nú sett nýjar reglur og bannað svona tilþrif. Á vakningarsamkomu, þar sem nær allir hluthafar Lyfjaversunar voru mættir, tókst endanlega að koma i veg fyrir þessi glæsitilþrif. Það sem meira er, nú má búast við því að litlir hluthafar hér og hyar í félögum fái þá tilfinningu að þeir skipti máli, og það mun enn trufla fléttur djarfra leikmanna Viðskipta- spilsins. Eftir verður flatneskjan ein og Garri hlýtur að taka undir með unglingnum sem bann- að var að brjóta rúður„Ekkert má nú!“ Garri Valdir öldungar í Sóltúnið? Bjarni Halldðrsson hringdi: Maður hefur verið að fylgjast með hinu afar ein- kennilega máli sem varðar Lyfja- verslun ríkisins og hugsanleg kaup á Frumafli í eigu Jóhanns Óla Guð- mundssonar. Ég spyr nú bara: Er eigandi Frumafls að tapa einhverj- um fjármunum þótt því hafi verið hafnað að kaupa af honum? Hann á sinn hlut eftir óskertan engu að síður en hefur engu tapað í sjálfu sér. Hann verður bara af hinum mikla gróða. En enginn spyr þeirrar spurningar fyr- ir hverja er verið að byggja hjúkr- unarheimilið Öldung í Sóltúni. Er þetta bara ekki eins konar plott sem framsóknarmenn eru að stússa í fyrir útvalinn hóp úr finu íbúðum aldraðra og sem nú krefjast sér- stakrar umönnunar hjá borginni? Jóhann Öli Guðmundsson athafnamaöur. Tapar engu en græöir heldur ekkert. Frjálslyndi flokkurinn - ekkert prófkjör Runólfur skrifar: Nú vill Frjálslyndi flokkurinn líka í framboð í Reykjavik og er bú- inn að ráða nokkra „málsmetandi" menn til að gefa kost á sér í borg- inni. En Frjálslyndi flokkurinn set- ur eitt skilyrði, það er mikilvægt, segir talsmaður hans, það má ekki viðhafa prófkjör, bara stilla upp mönnum. Allt í samráði við mið- stjórn og forsvarsmenn. Og hverjir skyldu nú verða á þeim lista? Sverr- isdóttirin auðvitað, hvað annað? Og svo ætlar flokkurinn að komast í oddaaðstöðu! - Ég á ekki orð yfir bjartsýni þessa flokkskrílis sem varð til upp úr spillingarbroti innan eins stærsta banka þjóðarinnar. Menn muna bankastjórann fyrrver- andi sem gekk út úr bankanum með plastpokana í höndum, ekki satt? Er þetta liður í framtiðarmús- ík Reykjavíkur? Malbikinu sturtað á Hringbrautina Svikin vara? Malbikið út og inn ðskar Sigurðsson skrifar: Ég las í þessum dálkum DV 3. júlí sl. fyrirspurn frá ökumanni sem ræddi malbiksframkvæmdir þær og fræsun sem nú eiga sér stað á veg- um borgarinnar í umsjá verktaka. Ökumaðurinn taldi að aö hér væri um offramkvæmdir að ræða, sumar götur væru fræstar upp að þarf- lausu o.s.frv. Hann spurði líka hvort malbikið sem fræst er af göt- unum væri endurunnið og svo skellt á göturnar aftur, og réði það af því að malbikið væri svo gróft að líktist mest olíumöl eftir lögnina. Þvi var hins vegar ekki svarað í bréfi ökumannsins. Þessi spurning stendur því enn: Hvað verður um gamla malbikið? -1 eftirgrennslan umsjónarmanns lesendasíðu hjá Hlaðbæ Colas, sem sér um þennan þátt gatnaviðhalds- ins, kemur fram að það malbik sem íjarlægt er af götum borgarinnar er í raun endurunnið til notkunar á ný, oftast í hlutfóllunum 40 (gamalt)/60% (nýtt). - Þannig fer gamla malbikið út og inn aftur að stórum hluta. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.