Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 DV 29 Tilvera Púlaö í tækja- salnum Rene Zellweger leikur hina hrjáðu Bridget Jones. Dagbók Bridget Jones frumsýnd á íslandi: Aukakílóin og ástleysið Bridget og Mark Annar af tveimur mönnum sem Bridget sveiflast á milli. Dagbók Bridget Jones var í upphafi aðeins dálkur í einu af breskum dag- blöðunum. {dag er Bridget Jones, sem sköpuð var af rithöfundinum Helen Fielding, hins vegar þekkt um allan heim enda hafa bækurnar um hana selst í milljónum eintaka og nú er hún komin á hvita tjaldið með dagbókina sína í gamanmyndinni Bridget Jo- nes’s diary sem frumsýnd verður á morgun í Sambíóunum og Háskóla- bíó. Bridget, sem er einhleyp kona um þrítugt, trúir því að öllum gangi vel nema henni. Markmið hennar í lífinu eru ekki mörg, hún vill gjarnan léttast og finna hina einu sönnu ást en það gengur erfiðlega að ná settu marki. Brigdet ákveður á nýársdag að ná stjóm á lífi sinu og byrjar þess vegna að skrifa dagbók. Og á meðan vinir hennar eru enda- laust aö gefa henni vonlaus ráð sveifl- ast Bridge á milli tveggja manna, hins kynþokkafulla og spennandi Daniel Cleaver og Mark Darcy sem í fyrstu virðist vera hálfgerður leiðindapúki en annað á eftir að koma í ljós. Bridget uppgötvar hins vegar að hún hefur óstöðvandi hæfileika til að takast við óreiðuna í lífi sínu. Þrátt fyrir að Bridget sé ekta Breti varð það leikkonan Renee Zellweger sem varð fyrir valinu til að fara með hlutverk hennar og segja aðstandend- ur myndarinnar að valið hafi ekki veriö erfitt þar sem Renee búi yfir sömu kostum og Bridget, einlægni og góðmennsku. Þeir þurfa heldur ekki að sjá eftir því þar sem Renee hefur fengið mikið lof hjá gagnrýnendum fyrir frammistöðu slna. Renee undir- bjó sig lika vel fyrir myndina þvi hún flutti til London i nokkra mánuði og vann þar á skrifstofu alveg eins og Bridget án þess að nokkur vissi hver hún væri i raun og veru. Einnig þurfti hún að fita sig og það tókst með því að borða pitsur, skyndibitamat og með því að drekka bjór nokkrum sinnum í viku. Mennirnir í lífi Bridget eru leiknir af þeim Hugh Grant og Colin Firth sem koma einmitt báðir við sögu í bókunum um Bridget. Framleiðendur myndarinnar eru þeir sömu og fram- leiddu hinar vinsælu myndir Nott- hing Hill og Four Weddings and a Funeral. -MA Dýrið: 1 • f, M--‘ SL.-A' Undir áhrifum úr dýraríkinu Á morgun verður frumsýnd gaman- myndin The Animal. í aðalhlutverki er Rob Schneider sem gerði garðinn frægan í Deuce Bigalow: Male Gigalo. Leikur hann ungan mann, Marvin Mange, sem á sér þann draum heitast- an að verða lögreglumaður. Hann hef- ur hingað til ekki haft burði til þess og vinnur því á skjalasafni lögregl- unnar. Þegar hann lendir í bílslysi eru græddir í hann í tilraunaskyni líkamshlutar dýra. Þegar Marvin vaknar til lífsins hefur hann tekið stökkbreytingum til hins betra að hans mati og ekki líður á löngu þar til hann er oröinn súperlögga. Gamanið fer að kárna þegar líkamshlutamir úr dýraríkinu fara að hafa áhrif á gerðir hans... Rob Schneider er Kaliforníubúi í húð og hár, fæddur og uppalinn í San Francisco. Fljótt komu í ljós eftir- hermuhæfileikar hjá honum og fimmtán ára gamall var hann farinn að koma fram sem „standup" grínisti á hinum ýmsu klúbbum í San Francisco. Eftir að hafa slegið í gegn í árlegum sjónvarpsþætti árið 1990 þar sem ungir og hæfileikamiklir grínist- ar koma fram bauð framleiðandi sjón- varpsþáttanna Saturday Night Live, Lome Michael, honum starf sem brandarahöfundur. Þar með var Schneider kominn inn á gafl þar sem allir þekktustu gamanleikarar dags- ins í dag í Bandaríkjunum höfðu kom- ið við á leið sinni í kvikmyndirnar. Schneider leiddist þófið á bak við tjöldin og sótti fast að fá að koma fram og fékk hann ósk sína uppfyllta og var hann í fjögur ár einn meðlima Satur- day Night Live-hópsins áður en hann fór að reyna fyrir sér í kvikmyndum. The Animal verður frumsýnd í Laugarásbíói, Regnboganum, Stjörnu- bíói og Borgarbiói, Akureyri. -HK m IHPMáMNtNÉS^:''r *ssS*'' mmm "s '**'*»,, * *' — „Höfrungur" aö leik Rob Schneider í hlutverki Marvin Mange sem telur sig vera úr dýraríkinu. Félagar Marvin meö einum félaga sínum úr dýraríkinu. Plymouth Voyager V6, árg. '97, ek. 79 þús. km, rennihurðir beggja megin. Verð 1.880 þús., allt að 100% lán. Plymouth Voyager V6, árg. '97, ek. 130 þús. km, rennihurðir beggja megin. Verð 1.450 þús., allt að 100% bflalán. Nissan Terrano II, 2,7, dísil, '96, ek. 116 þús. km. Verð 1.480 þús. * Daihatsu Charade 1,31, árg. '95, ek. 56 þús. km, ssk. Verð 590 þús., allt að 100% lán. Ford Econoline 4,9,6 cyl., árg. '89, 4x4, ek. 101 þús. km. Verð 790 þús. MMC L-200 dísil, árg. '92, ek. 170 þús. km, lengd skúffa. Verð 750 þús., allt að 100% lán. Mazda 323 4x4, árg. '95,ek. 105 þús. km. Verð 570 þús., allt að 100% lán. Ford Escort '97, ssk., ek. 60 þús. km. Verð 740 þús., allt að 100% lán. * MATTHÍASAR V/MIKIATORG S. 562 1717 • Fax 511 4460 Opið á laugardögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.