Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 9
9 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001_ PV__________________________ útiönd Hækkandi hitastig á tvöföldum hraða Alþjóðleg nefnd á vegum Samein- uðu þjóðanna, sem fjallar um loft- lagsbreytingar á jörðinni, sendi í gær frá sér sína nýja skýrslu um stöðu mála í loftslagsmálum. Nið- urstaða skýrslunnar er að hækkun loftlagshita, oft kölluð gróðurhúsa- áhrif, sé helmingi hraðari en áður var talið. Talið er að hitastig jarðar muni hækka um allt að 5,8 gráður á næstu hundrað árum. Það er helmingi hærra en talið var fyrir fimm árum. Fjölmargar rannsóknir sem gerð- ar hafa verið undanfarið hafa sýnt fram á geigvænlegar afleiðingar hækkandi loftlagshita jarðar. Nið- urstaða skýrslunnar er þess vegna miður upplifgandi. Skýrsla sem flestir virtustu veðurfræðingar lögðu til vinnu sína í. Samkvæmt rannsóknum mun hækkandi hitastig valda miklum uppskerubresti þar sem öll matar- framleiðsla fátækari landa heims- ins myndi minnka um allt að fjórð- ung. Auk þess yrði veðurfar á jörð- inni afar óstöðugt. Einnig er bent á það í skýrslunni að mengun af manna völdum sé ástæða fyrir þessum öru loftlags- breytingum, s.s. frá iðnaði og öðru umstangi manna. Niðurstaða skýrslunnar er því vatn á myllu Evrópusambandsins og þeirra landa sem vilja staðfesta Kyoto- samkomulagið. Hún gerir í leið lít- ið úr helstu ástæðunni fyrir því að George W. Bush Bandaríkjaforseti ákvað að staðfesta ekki samkomu- lagið. Hann dregur í efa tengslin milli hækkandi hitastigs og mengunar. Því fmnst honum og mörgum öðr- um Bandaríkjamönnum það órétt- látt að láta Bandaríkin og önnur iðnríki axla ábyrgðina vegna vandamálsins. Útkoma skýrslunnar er vel tíma- sett. í næstu viku hittast stjórn- málamenn frá meira en 150 löndum þar sem reynt verður að bjarga Kyoto-samkomulaginu. Þar verður reynt að fá Bandarík- in til að endurskoða afstöðu sína og staðfesta samkomulagið. Það er af- ar mikilvægt þar sem sú staða er komin upp að mörg lönd, s.s. Japan og Ástralía, hafa sagt að samkomu- lagið sé dautt án þátttöku Banda- ríkjanna, sem eru stærsta iðnríkið og standa á bak við fjórðung loft- mengunar heimsins. Saddam Hussein Mótfallinn friöarsamkomulagi viö ísraelsmenn. Saddam hótar ísraelsmönnum Saddam Hussein, forseti íraks, hót- aði því 1 gær að Arabar myndu grípa til vopna gegn ísrael ef Palestína yrði ekki frelsuð öðruvísi. „Það væri okk- ur gleðiefni ef gyðinglegu innflytj- endurnir yfirgæfu palestínskt land án vopnaskaks til þess þá að bjarga lífum,“ sagði Saddam. Samkvæmt op- inberum tölum hafa 7 milljónir íraka boðið sig fram til að berjast við hlið Palestínumanna gegn ísraelum. Saddam er mótfallinn hvers kyns friðarsamkomulagi við ísrael. Handagangur í öskjunni Wða um heim eru menn uggandi um aiþjóöa efnahagsmái eftir aö tilkynnt var um efnahagssamdrátt i Singapore. Skiptar skoðanir eru á málum, sumir spá dómsdag, aörirgóöu. Viöskipti á veröbréfamörkuöum ganga þó eins og venjulega, sama hvaö hagfræöisérfræöingar heimsins blaðra sín á milli. Viðurkennir glæpi Rússahers í Tsjetsjeníu Yfirmaður í rússneska hernum viðurkennir að sveit hans hafi framið víðtæka glæpi í Tsjetsjeníu. Itar-Tass fréttastofan hefur eftir Vla- dimir Moltenskoi að rússneskir her- menn hafi stundað lögleysu þegar þeir framkvæmdu leitir á heimilum Tsjetsjena. Þeir lögðu oft heimilin í rúst og þóttust síðan ekkert vita um athæfið. Auk þess voru allir karl- kyns íbúar ákveðins þorps færðir yf- ir á akur í nágrenninu og barðir af hermönnum. Margir þeirra fengu ekki að sleppa fyrr en þeir borguðu hermönnunum lausnargjald. Moltenskoi sagði herinn nú reyna að endurvinna traust Tsjetsjena. Talsmaður Kremlar lýsti því yfir í kjölfarið að stefnubreytingar væri þörf fyrir aðgerðir Rússa í héraðinu. Hlutabréfarabb - í Gardheimum Mjódd o1 GARÐHEIMAR I kvöld kl. 20-21 heldur hlutabréfarabb Islandsbanka - Eignastýringar áfram. Yfir rjúkandi kaffibolla og smákökum njóta gestir líflegrar fræðslu og taka þátt í umræðum um hlutabréfamarkaðinn í þægilegu umhverfi. Umræðuefni fundarins verður til umfjöllunar í DV. Létt djasssveifla frá kl. 19.30. Árni Heiðar Karlsson (píanó) og Tómas R. Einarsson (kontrabassi). Umræðuefni: Heimslistinn - nokkur frábær fyrirtæki á ffnu verði. Friðrik Magnússon deildarstjóri Eignastýringar Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. GARÐHEIMAR VIB ber nú heitið íslandsbanki - Eignastýring og mun framvegis verða kynnt undir nýju merki bankans. ISLANDSBANKI EIGNASTYRING www.isb.is Sumargiaðningur fylgir öllum Brallarabrauðum í júlí Boðsmiði í Fjölskyldu- oghúsdýmgarðinn Brauðbömin eru í sumarskapi. Nú fylar boðsmiði Halli og Brauðbörnin bjóða þér að koma og íFjöIskyidu-oghúsdýragarðinnmeðöllumBrallara- skemmta þér í frábærum leikcækjum og heilsa upp ýffapik brauðum:Pyslu-hamboigara-ogsamlokubrauðum. áölldýrinígarðinum.Láttusjáþigfélagi! f -kgjSzbé T'uirl*pTí*IIiÍTiTl■ hfli]<]|iiiVn F:MiFml

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.