Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 23
27 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 DV Tilvera Afmælisbarníð fl Flmmtugur Bill Cosby 64 ára Bill Cosby á afmæli í dag. Cosby þarf vart að kynna íslenskum sjón- varpsáhorfendum. Þættirnir um Huxta- ble-Qölskylduna voru eitt vinsælasta sjón- varpsefnið í mörg ár. Á áttunda áratugnum gerði Cosby sér lítið fyrir og fór aftur í háskóla og lauk námi með doktorsprófi í kennslufræðum. í framhaldi hefur hann skrifað fjölda bóka fyrir börn. Cosby er giftur Camille Hanks og eiga þau fjögur börn, Eriku, Erinn, Ensa og Evin. Fimmta barnið, sonurinn Ennis var myrtur í janúar 1997. Gildir fyrlr föstudaginn 13. júli Vatnsberinn 120. ian.-18. febr.l: , Þú hefur fyrirfram gert þér mynd af ákveðnum einstaklingi en gætir orðið fyrir vonbrigðum. Viðskipti lofa góðu í dag. Fiskarnir (.19. febr.-20. mars): Fjölskyldan er áberandi Iþessa dagana. Þú þyrftir að sýna ákveðnum fjöl- skyldumeðlim meiri at- hygli þar sem hann er ekki alls kost- ar sáttur við lífið og tilveruna. Hrúturinn (?1. mars-19. anriir . Þér finnst ef til vill I sem fólk ætlist til mik- ils af þér. Þú hefur í mörg hom að líta og timaskoríur hrjáir þig. Happatölur þínar era 2, 18 og 36. Nautlð (20. april-20. maíl: / Þú kynnist nýjum hug- myndum og það ýtir þér kannski út í fram- kvæmdir. Þú ert fullur af orku í dag og ættir að geta afkastað miklu. Tvíburarnlr (21. maí-21. iúni>: V Þú færð fréttir sem þú hefur beðið eftir í _ / / nokkum tima. Þær eru mun betri en þú attir von á og kæta þig mik- ið. Krabblnn (22. iúní-22. íúitu Þú átt auðvelt með að I ná til fólks i dag og ' færð það til að hlusta á þig. Núna er tilvalið rai að brydda upp á nýj- Liónlð (23. iúlí- 22. áeúst): Þú ættir að hvíla þig í dag ef tími gefst til og reyna að hafa frið og ró í kringum þig. Ein- hver streita hefur gert vart við sig að undanfornu. Mevian (23. áeúst-22. sept.): Þú þarft liklega á hjálp að halda við eitt- 'thvað og ættir að leita ^ r til þinna nánustu sem allra fyrst. Happatölur þinar eru 9, 11 og 25. Vogin (23. sept.-23. okt.): J Viðskipti ættu að heppnast vel í dag og V f núna er tækifæri til að f Æ fjárfesta. Farðu þó að öllu með gát. Happatölur þínar eru 7,12 og 26. Soorðdreki (24. okt.-2i, nðv.): ■ Fyrri hluti dagsins ein- kennist af tilfmninga- finálum, aðallega í sam- bandi við vandamál ann- arra. Þú verður hklega orðinn þreytt- ur i kvöld og ættir að slappa af. Bogamaður (22. nóv-21. des.l: |í kringum þig er óþol- rinmótt fólk sem ætlast til mikils af þér. Ferða- lag gæti verið framundan. Happatölur þínar eru 1, 16 og 29. Steingeltin í?2. des.-19. ian.): Þér bjóðast ný tæki- færi í dag og hittir mikið af áhugaverðu __ og skemmtilegu fólki. Akveðin persóna kemur þér á óvart. Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson skólastjóri Kristinn Breiðfjörð Guð- munds-son skólastjóri, Urðarvegi 20, ísafirði er fimmtugur í dag. Starfsferill Kristinn er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi. Hann lauk kennaraprófi 1973, stjórnunarnámi við KHÍ 1991 og mastersgráðu (M.Ed.) í skólastjórnun frá háskólanum í Bristol á Englandi 1994. Kristinn kenndi við Héraðsskólann að Reykj- um 1973-1980, var skólastjóri Barna- skóla Staðarhrepps í Hrútafirði 1980-1995 og hefur verið skólastjóri Grunnskólans á Isafirði frá 1995. Fjölskylda Þann 14.9. 1974 giftist Kristinn Elisabetu Kristjánsdóttur, umsjón- arm. vinnustofu aldraöra á ísafirði, f. 14.8.1949 í Bolungarvík. Foreldrar hennar voru Sigurður Kristján Sig- urðsson sjómaður í Bolungarvík, f. 25.10. 1919, d. 1.8. 1997, og Lóa Fann- Sextugur ey Valdemarsdóttir, hús- frú, f. 6.11. 1919, d. 10.9. 1995. Börn Kristins og Elísa- betar eru: 1) Þór Breið- 5örð, f. 20.6. 1971, söngv- ari og leikari, bús. í London, sambýliskona Hugrún Sigurðardóttir og þeirra sonur er, Krist- inn Breiðfjörð; 2) Örn, f. 17.11.1973, kerfisfræðing- ur, bús. í Reykjavík, sambýliskona Unnur Björk Guðmundsdóttir og er þeirra barn Elísa Rún, barn Arnar og Söndru Hjálmarsdóttur er Andri Fannar; 3) Atli, f. 3.1. 1982, bús. á ísafirði, framhaldskólanemi: 4) Ýr, f. 3.1. 1982, bús. á ísafirði, fram- haldsskólanemi. Barn Kristins utan hjónabands er Margrét f. 4.10. 1971, húsmóðir í Kópavogi, maki Eiríkur Sigfússon og þeirra barn er Sædís. Systkini Kristins eru: 1) Her- mann, f. 10.6. 1942 rafvirki og starfsm. Rarik, í Stykkishólmi; 2) Bæring Jón, f. 9.1. 1945 umsjónar- maður Fiskmarkaðs. Breiðafj. í Stykkishólmi: 3) Sigurþór, 12.2. 1946 rafvirki í Stykkishólmi; 4) Ólöf Guð- rún, f. 17.6. 1953, húsfrú með meiru í Stykkishólmi; 5) Ágústína Ingi- björg, f. 18.5. 1955, kennari í Stykk- ishólmi. Foreldrar Kristins eru Guðmund- ur Ólafur Bæringsson, verslunar- maður, f. 30.8. 1917, búsettur í Stykkishólmi og Kristbjörg Her- mannsdóttir húsfrú, f. 22.1. 1922. Ætt Foreldrar Guðmundar voru Bær- ing Níelsson Breiðfjörð frá Sellátri f. 29.7. 1892, d. 23.8. 1976, og Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir frá Brennu á Hellissandi, f. 15.3.1892, d. 5.12. 1980. Foreldrar Kristbjargar voru Hermann Hermannsson, f. 29.7. 1893, d. 7.11. 1979 og Ágústina Kristjánsdóttir f. 5.8. 1892, d. 17.2. 1979. Kristinn og Elísabet verða með opið hús á veitingastaðnum Fimm fiskar í Stykkishólmi frá kl. 20 til 23 að kvöldi afmælisdagsins 12. júlí. Sævar Helgason málarmeistari og handverksmaöur Sævar Helgason, málarameistari og handverksmaður, Suðurgötu 9, Keflavík er sextugur í dag. Starfsferill Sævar fæddist Vík í Mýrdal og ólst þar upp til 1953 er hann flutti til Ytri-Njarðvíkur. Sævar útskrifaðist sem leikari frá leiklistarskóla Þjóðleikhússins vor- ið 1962 og starfaði sem leikari og leikstjóri til ársins 1970. Hann lauk námi í málaraiðn og skiltagerð hjá Birgi Guðnasyni. Hann stofnaði skiltagerðina Veghús árið 1973, sem starfar enn sem skiltagerð og versl- un með minjagripi og handverk úr náttúrefnum. Fjölskylda Þann 15.9. 1962 giftist Sævar, Ragnheiði Skúla- dóttur, píanóleikara og tónlistarkennara, f. 12. mars 1943. Foreldrar hennar eru Skúli Odd- leifsson, húsvörður við Barnaskóla Keflavíkur og Sigríður Ágústsdóttir, húsmóðir. Börn Sævars og Ragnheiðar eru: 1) Sigurður, f. 14.2. 1963, tónskáld og söngvari; 2) Jóhann Smári, f. 2.10. 1966, óperusöngvari; 3) Sigrún, f. 3.6. 1974, básúnuleikari og tónlistar- kennari. Systkini Sævars eru: 1) Halldór Hörður Arason, f. 14.1.1930; 2) Helgi Grétar Helgason f. 31.1. 1935, sjómaður; 3) Val- geir Ólafur Helgason, f. 13.1. 1937, málarameist- ari; 4) Bára Helgadóttir, f. 17.9. 1938, húsmóðir; 5) Guðjón, f. 21.9. 1942, húsa- og skipasmiður; 6) Jón Bjarni, f. 8.2. 1949, verslunar- stjóri. Foreldrar Sævars voru Helgi Helgason, smiður, f. 30.6. 1911, d. 6.10.1985 og Jóhanna Halldórsdóttir, húsmóðir, f. 24.8. 1909, d. 15.2. 1969. Þau bjuggu í Vík í Mýrdal 1953 og síðan í Ytri-Njarðvík. Stykkishólmur: Uppsveifla í golfinu DV, STYKKISHÓLMI: í vetur keyptu félagar i Golf- klúbbnum Mostra hús sem áður var bráðabirgðakennslustofa við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi og hafa þeir unnið í allan vetur og vor við að koma skálanum fyrir og - kennslustofu breytt í golfskála innrétta hann. Félágar i Golfklúbbn- um Mostra vígðu nýjan golfskála sinn með „pomp og pragt“ sl. föstu- dagskvöld. Fjölmenntu félagar á vígsluna auk þess sem bæjarstjórn Stykkishólms og fleiri góðir gestir mættu. Við athöfnina þakkaði formaður klúbbsins félagsmönnum fyrir mikla og góða vinnu en þeir eiga að baki ríflega 1500 vinnustundir. Margar gjafir hafa borist til skálans og rétt að geta þess að mikil upp- sveifla er í golfinu núna og félögum hefur fjölgað mikið síðustu vikur. Veitingarekstur er nú hafinn í skál- anum þar sem golfarar og aðrir geta keypt einfaldar veitingar, s.s súpu, samlokur o.fl. DVÓ/KB Hræðist staf- rænar stjörnur Tom Hanks er ekki í rónni þessa dagana, sjálfsagt ásamt öðrum leikur- um. Ástæðan fyrir taugatitringi Toms er frumsýning myndarinnar Final Fantasy. Myndin er tölvuteiknuð frá A til Ö, þ. á m. allar sögupersónurnar eins og Aki Ross. Það sem hræðir Tom er sjálfsagt hversu eðlilegar þær per- sónur eru. Hann óttast að það komi sá tími að leikarar verði óþarfír með öllu. Leikstjórinn George Lucas notar tölvuteiknaðar persónur i nýju Star Wars myndirnar sinar en segir þær aldrei koma í stað leikara. Einnig er bent á að tölvuleikarar þurfi enn al- vöru leikara til að tala fyrir sig þannig að Tom er ekki atvinnulaus enn. Einbýlishúsbíll á tökustað Þegar Tom Cruise vinnur við upp- tökur á bíómyndum þarf hann mikið pláss til að slappa af á milli taka. Það lítur alla vega svoleiðis út ef eitthvað er að marka húsbilinn sem Tom geym- ir á tökustað. Húsbíllinn er að sögn þeirra sem séð hafa hálfgert einbýlishús með skrifstofu, svefnherbergi, fundaher- bergi og risastórum sjónvarpsskjá, því Tom þarf víst að horfa á íþróttir í góðri upplausn. Sjónarvottar segja að húsbill Steven Spielberg, sem um þess- ar mundir leikstýrir Tom í myndinni Minority, sé dvergvaxinn við hlið ris- ans hans Tom. wift 1,3 6LS • Ný aflmikil vél Meðaleyðsla 5,6 I 1.080.000^ DV MYND KRISTlN BENEDIKTSDÖTTIR. Golfskálinn Golfarar í nýja golfskálanum sem áöur var kennslustofa. Rýmingasala Antikhlutir á frábæru verði! Vegna flutnings verður allt selt með 40% afslaetti. Langholtsvegi 130 • Reykjavík antik2000@simnet.is 8 5 3333 90 i*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.