Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 24
28 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 ► Tilvera DV Deiglunni Tríó Reynis Sigurössonar leikur á heitum fimmtudegi í Deiglunni í kvöld. Reynir er slagverksleikari en í kvöld ætlar hann aö leika á hiö djassvæna hljóðfæri víbrafón. Ásamt honum leika þeir Eðvarð Lárusson á gitar og Birgir Bragason á kontrabassa. Leikhús ■ UNGÍR MÉNN Á UPPÚEÍP. leikrit Stúdentaleikhússins, veröur s>;nt klukkan 20 í kvöld í Kaffileik- húslnu. Miöaverö er 1500 kall en 2.800 krónur meö mat. ■ WAKE ME UP BEFORE YOU GO GO Söngleikurinn Wake me up before you go go eftir Hallgrím Helgason verður sýndur í kvöld klukkan 20 í Borgarlelkhúslnu. Tónleikar ■ KINPUR OG ÓKINDUR Á I Síglufjaröarkirkju er í kvöld kl. 20 dagskrá sem nefnist Kindur og ■“ ókindur - þjóölög í sparlfötum. Þar eru þjóðlagaútsetningar eftir Jórunni Viöar og fleiri. Flytjendur eru þau Þórunn Guömundsdóttir sópran, Hallfríöur Ólafsdóttir á flautu, Ármann Helgason á klarinett, Lovísa Fjelsted á selló og Örn Magnússon á píanó. Þau skipa Sláttukvintettinn. ■ DJASS Á SIGLUFIRÐI í Nýja bíói á Siglufiröi eru djasstónleikar í kvöld sem hefjast kl. 21.30. Þar kemur fram djasstríóið Rís. Söngkona er Hildur Halldóra Bjarnadóttfr. Göngur ■ SKÓGARGANGA VK> SELVATN Skógarganga veröur í kvöld í umsjón Skógræktarfélags Mosfellsbæjar. Hún hefst kl. 20.30. - Mæting er viö Dal, hestamiöstöö Dallandi. Gengiö veröur um sumarbústaðalönd ofan Miödals og við Selvatn, auk þess sem ræktunin I Dallandi veröur skoöuö. Boöiö er upp á rútuferð frá húsi Feröafélags Islands kl. 20.00. ■ KVÖLPGANGA Á MNGVÓLLUM Kvöldganga veröur á vegum þjóögarösins á Þingvöllum í kvöld kl. 20.00. Fariö verður frá bílastæöi í Vantsvirki viö norðausturhorn Þingvallavatns og gengiö meöfram vatninu. Skúli Skúlason, skólastjóri Hólaskóla, mun fjalla um lífríki Þingvallavatns. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund og er ókeyþis. Sýningar A ■ ALDA ARMANN I LOGAFOLD Alda Armann opnar sýningu á verkum sínum kl. 18 í dag. Sýningin er í vinnustofu hennar aö Logafold 46. Þar eru konu- og helgimyndir málaöar meö olíu og landslag meö vatnslitum. Skáldkonan Anna S. Björnsdóttir les óbirt Ijóö sín viö opnunina. Sýningin er opin föstudag laugardag og sunnudag kl. 11 til 16. Krár ■ HEIÐINGJAR A GAÚKNUM Heiöa og Heiöingjarnlr leika lögin af Svarinu og fleira flott á Gauki a Stöng. >r ■ RAGNHEHHJR Á VÍDALÍN Djasssöngkonan Ragnheiöur Guöjónsdóttir skemmtir í kvöld á Vídalín I Aöalstræti. Þeir sem leika undir hjá henni eru Ómar Guöjónsson, Hjörleifur Jónsson og Þorgrímur Jónsson. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is 'éí£ h&.' mBnm■. Memento ★★★★ Sumar myndir eru svo góöar aö þær fara meö manni út úr kvikmyndahúsinu. Góð dans- mynd gerir mann léttan í spori, góð gamanmynd getur spriklað í manni heilan dag og góðir þrillerar skilja mann eftir óöruggan og spenntan og Memento gerir það svo um munar. Pálminn fer til leik- stjórans og handritshöfundarins Christophers Nolans sem vefur sögu áreynslulaust úr nútíö í fortíð í nútíð þannig að allt gengur upp og enginn laus endi sem situr eftir eins og vont bragð í munni. -SG Spy Kids ★★★ Robert Rodriguez er held- ur betur búinn að skipta um gír í Spy Kids, laufléttri og skemmtilegri fjölskyldumynd þar sem honum j tekst aö skemmta öllum fjölskyldu- I meðlimum á hvaða aldri sem þeir I eru. Spy Kids er alveg laus við I sykursætan söguþráð sem oftar en ekki einkennir fjölskylduvænar kvikmyndir Myndin er stórfenglegt sjónarspil tæknibrellna og fyndinna atriöa í samanþjappaðri atburðarás sem svíkur engan. -HK Tillsammans Leikstjórinn og engillinn Gilles Tasse leikstjóri og Arnbjörg Hlíf Marelsdóttir sem leikur Lóu í samnefndri kvikmynd sem Kristlaug Siguröardóttir framleiöir. Frönsk-íslensk kvikmynd: Lóa - draumar um engil Það var hæglát stemning hjá þeim Gilles Tasse og Arnbjörgu Hlif Valsdóttur á Prikinu í gær þegar DV bar aö. Fransmaðurinn Gilles er hér á landi í þeim tilgangi að taka upp einn hluta af sjö í kvikmynd sem hann er að gera í samvinnu viö Kristlaugu Sigurðardóttur, rithöf- und í Keflavík. Ambjörg Hlíf leik- listarnemi leikur aðalhlutverkið. Englll eöa Ijósvera Arnbjörg segir að Gilles sé hand- ritshöfundur og leikstjóri myndar- innar sem heiti Lóa. „Ég kem til meö að leika Lóu.“ Aðspurður segir Gilles, sem er mjög stillilegur maður, að myndin sé ætluð ungu fólki á öllum aldri. „Lóa er dularfull ljósvera eða engifl sem birtist og hverfur á víxl. í gróf- um dráttum fjallar sagan um fimm börn sem fara á sýningu í fjölleika- hús á sama tíma og horfa á konu sem er línudansari falla til jarðar og deyja. Eftir sýninguna fara þau öll hvert í sína áttina en mörgum árum seinna hittast þau aftur fyrir tilvilj- un í fjölleikahúsi í Mílanó og kom- ast að því að Lóa hefur birst þeim öllum í draumi.“ Tökur á Kirkjubæjarklaustri „Myndin er í sjö þáttum, fyrsti þátturinn gerist í fjölleikahúsi og svo er einn um hvert barn. Við ætl- um að taka upp 13 mínútna draum um Lóu á Kirkjubæjarklaustri." Að sögn Gilles kemur Arnbjörg fram í öllum þáttunum sem verða teknir upp á fimm mismunandi stöðum í Evrópu. Arnbjörg, sem er búin með þrjú ár í Leiklistarskólanum, segir að hún hafi hitt Kristlaugu Sigurðar- dóttur, eiganda Ismedia sem fram- leiðir myndina, fyrir tilviljun. „Stuttu seinna hringdi hún í mig og bað mig um að koma og hitta sig og Gilles. Við smullum vel saman og ég varð strax mjög hrifin af handritinu sem er bæði falleg og mistískt. Þau báðu mig að leika Lóu og ég sló til.“ Gilles segir að það komi sér á óvart hvað allt hefur gengið hratt fyrir sig síðan hann kom til lands- ins. „Kristlaug var ótrúlega fljót að ná saman hæfileikaríkum leikurum og góðu tökuliði þannig að ég reikna með að þessar tökur eigi eft- ir að ganga hratt og vel fyrir sig.“ -Kip Bíógagnrýni ■.rnwagnfc. ■« n h«ji im—■—c——iinn m iii Regnboginn - Ríddu mér Blanda ofbeldis og kynlífs ★★★ Lukas Moodysson leik- stýröi Fucking Ámál. Tillsammans er ekki eins áhrifamikil eöa eins þétt kvikmynd og Fucking Ámál án þess hún valdi vonbrigöum. Um er aö ræöa skemmtilega úttekt á frjálslyndi í lok hippatímabilsins á áttunda áratugnum og hvaöa áhrif skoöanir og gerðir foreldra hafa á börnin sem þau ala uþp í umhverfi sem þau eru ekkert sérlega hrifin af. -HK Vegurinn heim ★★★ í nýjustu kvikmynd Zhang Yimou er engin Gong Li, heldur hefur Yimou fundiö unga leikkonu, Zhang Ziyi, til aö leika aöalhlut- verkið, unga stúlku sem finnur hina einu sönnu ást, Ziyi er hjarta myndarinnar, einstaklega gefandi í öllu sem hún gerir og er eftirminni- legust í annars frekar látlausri kvik- mynd frá Yimou. Vegurinn heim er ekki í hóþi bestu kvikmynda Zhang Yimou en er samt sem áöur falleg og Ijúf kvikmynd. -HK ★ Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Einhver fáránlegasta afsökun sem leikstjóri hefur orðað um eigin kvikmynd kom frá Virginie Despentes, leikstjóra Baise moi (Ríddu mér), þegar hún, eftir að Frakkar höfðu bannað mynd henn- ar, sagði aö áhorfendur hefðu ekki náö húmomum í myndinni. Það að hafa þessi orð um kvikmynd þar sem farið er út á ystu nöf í ofbeldi, hvort sem það er líkamlegt eða and- legt, sýnir fyrst og fremst hversu langt Despentes er frá hinum al- menna áhorfanda. Húmorinn hefur kannski verið einhver í bók hennar sem myndin er gerð eftir en eins og myndin er sýnd í Regnboganum, óklippt (víðast annars staðar í heim- inum hefur hún verið klippt og sjálfsagt skánað við það), þá er löng leit að einhverjum húmor, hversu svartur sem hann kann aö vera. Það eina sem réttlætir subbuskapinn er að Baise moi sýnir á áhrifamikinn hátt að þegar komið er að neðstu þrepum þjóðfélagsins þá eru konur í mikilli vörn. í Baise moi er dæminu snúið við. Tvær konur fara i hlut- verk karlanna, beita ofbeldi. Þær hata karlmenn og hafa ástæðu til. Á móti kemur að þær njóta þess að eiga kynlíf með karlmönnum. Þessi tvískinnungur, ásamt dópi og stans- lausri viskídrykkju, gerir þær rugl- aðar og veruleikafirrtar. Konumar tvær, Nadine (Karen Bach) og Manu (Raffaefla Anderson), hittast fyrir tilviljun. önnur er vændiskona sem hefur gengið frá síkvartandi vin- konu sinni dauðri og hin hefur ný- verið orðið fyrir hópnauögun og drepið bróður sinn. Þegar þessar tvær konur hittast eru þær búnar að gefast upp á lífinu, tilbúnar að láta slag standa. Styrk til að halda áfram flnna þær hvor hjá annarri. Þessi styrkur eflir einnig hatrið í þeim gagnvart karimönnum og sam- an fara þær i ferð sem er blóði drif- in svo ekki sé meira sagt. Þær finna fórnarlömbin á krám, bensínstöðv- um, næturklúbbum og spilasölum, karlmenn sem til eru í villt kynlif. Ef þeim líkar ekki við þá eru þeir umsvifalaust drepnir. Þær drepa vegna þess að þær hafa ánægju af að sýna yfirburði gagnvart „sterkara kyninu" sem hingað til hefur ráðið lífi þeirra. Um leið og of- beldið verður grófara eykst kynþörf- in og því villtara sem kynlífið er því betra er það. Baise moi er áreitin kvikmynd. Spurningin er hvort hún þurfi að vera jafnáreitin og opinská til að ná tilganginum, að sýna fram á þann harðneskjulega heim sem konur í neðstu þrepunum búa við. Persónu- lega tel ég það ekki vegna þess að það eina sem Baise moi skilur eftir sig er ofbeldisfullur subbuskapur, spurningu um hvort hún sé klám- mynd og hvort með öllu bersöglinu í kynlífsatriðum sé verið að tæla áhorfendur í bíó. Markaðssetningin hér á landi segir okkur að svo sé. Leikstjórar og handritshöfundar: Virginia Despentes og Coralie Thrin Thi. Kvik- myndataka: Benoit Chamillard. Tónlist: Varou Jan. Aöalleikarar: Raffaella Ander- son, Karen Bach, Delphine MacCarthy og Lisa Marshall.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.