Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 Norðurland DV Nemendur Norðurlands eystra á toppnum í samræmdum prófum 4. bekkjar: Bestur námsárangur í Brekkuskóla - skordýrin duga ekki til að hamla gegn góðu skólastarfi Björn Þórleifsson, skólastjóri í Brekkuskóla, segir vísbendingar uppi um aö kennaraliðið á Akureyri sé stöðugra og betra síðari misseri en verið hefur um nokkurt skeið. Hann þakkar kennurum og aukinni vitund foreldra í námi grunnskóla- bama góðan árangur í samræmdu prófunum. Eins og fram hefur komið náðu grunnskólabörn í 4. bekk bestum ár- angri í samræmdum prófum i haust en reykvísk börn standa enn best í 7. bekk skv. samræmdum prófum. Brekkuskóli hefur náð einna best- um árangri grunnskólanna á Akur- eyri undanfarið ef litið er til ein- kunna. Þannig hefur 10. bekkur ver- iö í stöðugri sókn og má nefna að meðaleinkunn hefur hækkað úr 4,75 vorið 1998 úr öllum samræmdu prófunum í 5,53 í fyrravor. I 4. og 7. bekk hafa einkunnir verið svipaðar. Hvað varðar samræmdu prófin hjá 4. og 7. bekk nú, var Brekku- skóli með meðaltal svæðiseinkunn- ar í stærðfræði í 4. bekk. En stærð- fræöingar 7. bekkjar og báðir ís- lenskuhóparnir skara fram úr mið- að við aðra grunnskóla á Akureyri. Athyglisvert er að skólinn nái þessum árangri í ljósi umræðu um aðbúnaö. Frægasta dæmið er að skordýr tóku sér búsetu í veggjum skólans nýverið og var einni kennslustofunni lokað vegna þess. Þá hafa þrengsli verið mikil og seg- ir Bjöm að árangurinn sýni að hægt sé að reka gott skólastarf þótt að- búnaður sé misjafn. Hann telur hins vegar að enn betri árangur gæti náðst ef skikk yrði komið á þau mál. Sem dæmi hafi komið fyrir að aðfluttir kennarar hafi fremur kosið hina grunnskólana vegna betri að- búnaðar þar. -BÞ Norðlensk bókaútgáfa: Risi, limrur og Ijúfar sögur „Bækur okkar að þessu sinni tengj- ast ekkert fremur Akureyri eða Norð- urlandi, við eram með allt landið und- ir. Jóhann Svarfdælingur var þó mik- ið norðlenskur. En við erum með þrjá norðlenska rithöfunda á okkar snær- um, þaö eru Björn Þorláksson blaða- maður með smásögur og þetta er hans fyrsta bók og það telst alltaf til tíðinda þegar nýir menn kveðja sér hljóðs. Svo er Gísli Jónsson með limrabókina sem er eina bókin sem til er um limr- ur á íslandi. Ég skrifa svo sjálfur bók- ina um Jóhann risa,“ segir Jón Hjalta- son hjá Bókaútgáfunni Hólum á Akur- eyri, en Hólar gefa út 12 bækur nú fyr- ir jólin. Af bókum Hóla sem nú eru komnar út má nefna „Bestu brandararnir - al- gjört æði“, sem er 80 blaðsíður. „Gilitrutt" sem myndskreytt er af Kristni G. Jóhannssyni, þá er það smásagnabókin „Við“ sem er eftir Björn Þorláksson blaðamann. „Grát- brosleg, meinleg, fyndin, sorgleg. Bjöm skrifar um nútímann og honum er ekkert heilagt. Beinskeyttur, ófeim- inn, jafnvel djarfur umfram það sem getur talist hollt. Lesandinn er neydd- ur til að taka afstöðu. Frábærlega vel skrifaðar smásögur sem láta engan ósnortinn," segir Jón Hjaltason um bók Björns. Bjöm mun vera eini Ak- ureyringurinn sem gefur út skáldverk um þessi jól og hefur bók hans þegar fengið miklar og góðar viðtökur. Ásdís ívarsdóttir þýddi bókina „Konu flugmannsins" eftir Anitu Shreve og Kristinn R. Ólafsson þýddi bókina „Mannkynið og munúðin - kynlífssaga mannsins" eftir Reay Tannahill. „Nýja limrubókin" heitir bók Gísla Jónssonar, bókin sem alla ljóðavini hefur vantaö að sögn Jóns Hjaltasonar. Efni hennar skiptist í tvennt, fyrst er ítarleg ritgerð um lim- rur, þær útskýrðar með dæmum og saga þeirra rakin. Seinni hlutinn geymir limrar eftir Hlymrek handan og fleiri. Þá má nefna bókina „Undir fjalls- hlíðum" eftir Jón Bjarman. „Með lífið í lúkunum - gamansögur af íslensk- um læknum“ er í umsjón Jóns Hjalta- Jólabækur á Akureyri Jón Hjaltason, bókaútgefandi hjá Hólum. Smásagnahöfundur Björn Þorláksson, sá eini á Akureyri meö frumsamiö skáldverk um þessi jól. sonar og Guðjóns Inga Eiríkssonar, en bókina segir Jón barmafulla af gleð- skap sem lengir lífið en styttir stund- irnar. Þá er ógetið um „Rauða herinn - sögu Liverpool 1892-2001“ eftir Agn- ar Frey Helgason og Guðjón Inga Ei- ríksson. „Úr fóram þular“ heitir bók Péturs Péturssonar, fyrrum útvarpsþular, en í bókinni fer Pétur á kostum í bráð- skemmtilegum frásögnum af horfnum tíma. Síðast en ekki síst er svo bókin „Of stór fyrir ísland" sem er ævisaga Jóhanns risa eftir Jón Hjaltason. í bókinni segir frá ævintýrcdegum lífs- ferli, barnæsku í Svarfaðardal, þrautalífi í Danmörku, betra lífi í Frakklandi og putalífi í Þýskalandi. Árið 1945 fluttist Jóhann heim en þeg- ar íslendingar brugðust honum hrökklaðist hann til Bandaríkjanna þar sem hann starfaði í stærsta og frægasta sirkus heims. Mikill fjöldi ljósmynda frá einstæðri og ævintýra- legri ævi Jóhanns prýðir bókina. -gk Bæjaryfirvöld á Akureyri áhyggjufull vegna reynslusveitarfélagsverkefna: Hundrað milljóna halli - ríkið hefur ekki viljað mæta þessum halla með auknum framlögum Um 100 milljóna króna halli er fyrstu níu mánuði ársins á rekstri reynslusveitarfélagsverkefnanna sem Akureyrarbær hefur með höndum frá ríkinu og hafa forsvarsmenn bæjarfé- lagsins ekki fengið nein skýr svör um það hvernig þessum halla verður mætt. Málið hefur verið rætt bæði í félagsmálaráði og bæjarráði og kemur fram í bókun félagsmálaráðs að ráðið hefur þungar áhyggjur af stöðu mála hvað varðar rekstrarhalla þessa árs. „Leita verður ailra leiöa til að fá ráðu- neytin til að bæta þennan halla með því að viðurkenna þá samninga sem launanefnd sveitafélaga hefur gert og greitt er að mestu eftir í þessum mála- flokkum," segir í bókuninni. Oktavia Jóhann- esdóttir, formaður félagsmálaráðs, segir að mestur hallinn sé til kom- inn vegna reksturs öldrunarstofnana og vegna málefna fatlaðra. Lítill hluti hans stafi hins veg- ar af rekstri heilsugæslunnar. Samn- ingar bæjarins við ríkið um reynslu- sveitarfélagsverkefnin era lausir um áramót og ljóst er að ef ekki næst sam- komulag um þessi mál verður ekki framhald á þeim. Oktavía segir að rekstur öldrunarþjónustunnar hafi verið á hendi bæjarins áður og muni væntanlega verða þaö áfram en hins vegar færu málefni fatlaðra og heilsu- gæslan þá aftur yfir til ríkisins miðað við þessa niöurstöðu. Hún kveðst þó halda i þá von að samningar náist og að til þess þurfi ekki að koma að þessi verkefni fari frá sveitarfélaginu. í fjárlagafrumvarpi virðist ekki vera gert ráð fyrir þeim raunkostnaði sem þarf til að reka þetta áfram, en Oktavía segir þó ljóst að bæði heil- brigðis- og félagsmálaráðherrar hafi skilning á málinu og séu áhugasamir um að koma því í höfn. Peningahliðin sé hins vegar óklár og á því strandi núna - sem sé sérkennilegt þvi það verður ekki ódýrara fyrir rikið að reka þessi verkefni. Ljóst er að þessi óvissa er farin að hafa skaðleg áhrif á þá starfsemi sem verið er að vinna í þessum málaflokk- um. „Þetta er afleitt fyrir starfsfólkið, sem veit ekkert hvorum megin hryggjar það kemur til með að liggja. Þetta er afleitt fyrir alla stjórnun á starfseminni - við vitum ekki hvort við eigum að slíta þetta sundur eða halda áfram því þróunarstarfi sem verið hefur í vinnslu. Óvissan sem fylgir þessu leiðir af sér bæöi leiðindi og óöryggi," segir Oktavía. Gaukarnir gefnir Lionsmenn afhenda páfagaukana góöu. Lionsmenn á Akureyri: Gefa gauka - á sambýli aldraðra Félagar í Lionsklúbbnum Hæng á Akureyri komu færandi hendi á dög- unum á sambýli aldraðra í Bakkahlíð 39 á Akureyri. Þeir höfðu spurnir af því að í búsældarlega Bakkahlíðina vantaði gæludýr og því varð úr að þeir komu og gáfu heimilisfólki og starfsmönnum tvo páfagauka. Það var Ólafur Kristjánsson, heimilismaður á sambýlinu, sem veitti gjöfinni viðtöku frá Stefáni Vilhjálmssyni, formanni Hængs, sem afhenti þá með eftirfar- andi vísu. Lions-gaukar gala vel, glaóir alltaf sperra stél. Drjúgt má gleöjast dœgrin löng viö dœgilegan fuglasöng. -sbs Æsifréttir og skítkast „Flestir sem þekkja til vinnu á sjó eru sannfærðir um að myndskot þau sem Ríkissjón- varpið sýndi í síð- ustu viku hafi ver- ið sviðsett atriði af Magnúsi Þór Haf- steinssyni og óá- byrgum sjómönn- um. Mér finnst það mjög miður hvernig búið er að draga þessa umræðu niður í svað æsifrétta- mennsku og skítkasts," segir Guð- brandur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf„ á vefsíðu félagsins. „Flestir sem ég þekki stunda sjó- mennsku af ábyrgð og líta brottkast hornauga. Við þekkjum vel þann vanda sem fylgir því að ná ekki í rétta stærð af fiski en frekar en að gefast upp og brjóta lögin höfum við fundið leiðir til að búa til ásættanleg verö- mæti úr þeim fiski sem er að koma af togurum ÚA. Það er von mín að hægt verði að lyfta umræðunni um brott- kast á „hærra plan“ og að stjórnvöld taki á þessu máli af festu," segir Guð- brandur. -BÞ Þjóðlegar heföir Laufás verður vettvangur stofnunar hins nýja félags. Félag um varð- veislu hefða Fólk sem búsett er við Eyjafjörð og starfar að því leynt og ljóst að viðhalda þekkingu á fornum vinnu- brögðum, islensku handverki og öðrum þjóðlegum hefðum í verk- menningu, söng, dansi og sagnahefð hyggst nú stofna með sér félags- skap. Fyrr i mánuðinum var hald- inn undirbúningsfundur í Minja- safninu á Akureyri og komu margir á fundinn og var samkvæmt upplýs- ingum aðstandenda félagsstofnunar- innar mikill hugur í mönnum að stofna formlegt félag fyrir jól. Nú hefur verið blásið til stofnfundar Félags um varðveislu íslenskra hefða á sviði verkmenningar og al- þýðulistar og verður fundurinn haldinn í Laufási annað kvöld kl. 20. Guöbrandur Sigurösson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.