Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 16
16 Menning MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 DV Hundur í líki Hundurinn sem þráði að verða frægur er önnur barnabðk Guðbergs Bergssonar í röð en í fyrra kom út bókin Allir með strætó. Þessi saga er gerólík þeirri fyrri og segir frá hundi á sveitabæ sem upp- götvar einn daginn að hann sé merkilegri en aðrir hundar og ákveður að verða sérlega skemmtilegur hundur svo að húsbændur hans taki eftir því líka að hann sé öðrum hundum fremri. Þessar tilraunir takast þó ekki betur en svo að húsbændum hans finnst hann leiðinlegri en nokkru sinni fyrr og stugga stöðugt við honum og skamma hann. Hundurinn gefst þó ekki upp en veitir því eftir- tekt að lömbin á bænum virðast vinsælli en hann. Hann ákveður því að dulbúa sig sem lamb með því að setja á sig sauðskinnsgrímu og fara í ullarsokka og vettlinga. Hin dýrin á bænum aðstoða hann við dulargervið og spretta upp miklar umræður um til- vistina og vandamálin sem fylgja því að vera til. Áberandi eru kindin og lambið en kindin þykist allt vita en veit í raun ekkert meira en lambið sem sér í gegnum allt með sakleysi sínu. Þá er músin sann- færandi persóna en kindin veit að músin er eitt þeirra dýra sem bregðast „ókvæða við ef einhver biður þau um eitthvað en tala sig síðan með málæði til þess að vinna verkið“. (68) Hundurinn vill gjarnan trúa því að hann sé í raun lamb eða eins og hann segir sjálfur. „Mig grunar að ég hafi alltaf verið lamb í líkama hunds og í fæðingunni fengið skott fyrir dindil, sagði hundurinn. Satt að segja hef ég aldrei kunnað við mig í hundslíkamanum eða þolað að þurfa að gelta Káputeikning Halldórs Baldurssonar Myndir hans við sögu Guðbergs eru harmrænar og skoplegar í senn. Bókmenntir lambs en fá ekki að jarma.“ (74) Þannig snýst sagan um hver við erum og hvernig hægt er að sætta sig við tilvistina. Og boðskapurinn er kannski sá að grím- ur og dulargervi séu ekki lifandi þvi að þau hafa enga sál. Það sem þau fela er það sem skiptir máli. Gervimennskan, hversu vel gerð sem hún er, er þegar á botninn er hvolft ekkert annað en gervi. Kindin sem þykist vera djúpvitur hittir reyndar naglann á höfuðið: „Þegar okkur leiðist að vera það sem við erum þá fórum við að þykjast og látum á okkur grímu.“ (73) Þessi bók Guðbergs er margslungin saga um mannlegt og dýrslegt eðli þar sem hugsanirnar spretta fram og vekja óteljandi spurningar um mennskuna og margt sem fylgir henni, t.d. um tungumálið. Lambið og hundurinn eiga samtal þar sem lambið segist bæði tala kindamál og mannamál en þá vill hundurinn vera merkilegri og segist tala bæði hunda- og mannamál en kindamál að auki. Þá segir lambið (sem er fjögurra klukkutíma gamalt): „Mér flnnst ekki lengur merkilegt að kunna að jarma og mér mun aldrei þykja það sérstakt." (21) Hundurinn sjálfur sprettur ekki aðeins ljóslif- andi fram í textanum heldur einnig í myndum Hall- dórs Baldurssonar sem eru harmrænar og skopleg- ar í senn, eins og sagan sjálf. Hundurinn sem þráði að verða frægur er feikigóð saga, fyrir börn og ekki síður fullorðna. Katrin Jakobsdóttir Guöbergur Bergsson: Hundurinn sem þráöi aö veröa frægur. Halldór Baldursson myndskreytti. JPV útgáfa 2001. Furðuheimur Suðurríkjasögur eiga sér langa hefð í bandarísk- um bókmenntum. Oftar en ekki er þar verið að lýsa frumstæðu samfélagi og undarlegu fólki í bland við hjátrú, horfinn glæsileika, flókin ijölskyldubönd og flókið samspil kynþátta. Úr þessum efniviði hafa mörg af þekktustu sagnaskáldum Bandaríkjanna unnið og nægir þar að nefna William Faulkner, Flannery O’Connor og Carson McCullers. Nú er komin i íslenskri þýðingu Atla Magnússonar ein slík saga, fyrsta skáldsaga rithöfundarins Trumans Capote sem viðurkenningu hlaut, Aðrar raddir, aðr- ir staðir, eða Other Voices, Other Rooms eins og hún heitir á frummálinu. Truman Capote er reyndar þekktari fyrir New York-sögur og heimildaskáldsöguna Með köldu blóði, sem einnig hefur komið út á íslensku, en fyr- ir Suðurríkjasögur, en hann er þó ættaður af þeim slóðum, fæddur í New Orleans og kunnugur þar líkt og kemur fram í fróðlegum formála hans. Aðrar raddir, aðrir staðir er saga Joels Knox, 13 ára drengs sem fer að leita fóður síns eftir lát móð- urinnar. Eftir viðburðaríkt ferðalag kemur hann til smábæjarins Noon City en þar í grennd býr faðir hans á niðurníddri plantekru. Og þó að Jóel hafi á leiðinni kynnst mörgu undarlegu fólki tekur fyrst steininn úr þegar á leiðarenda er komið því þar fyr- irfmnst hver einstaklingurinn öðrum afkáralegri og brjóstumkennanlegri þó að „frændinn" Randolph sé sýnu furðulegastur. Það kemur einnig brátt í ljós að þetta fólk má muna sinn flfil fegri og á að baki átak- anlega og viðburðaríka fortíð. í þessu undarlega umhverfi þroskast Jóel, kveður bernsku sína og öðlast nýja sýn á lifið. Stíllinn er þrunginn og orðmargur og minnir um margt á aðra Suðurríkjahöfunda, ekki síst Carson McCullers, og áhrif Edgars Allan Poe og hryllingssagna hans eru einnig augljós. Mér fmnst Atla Magnússyni hafa tekist vel að koma þessum stíl til skila og mun bet- ur en í Capoteþýðingu sinni frá fyrra ári. Atli hefur unnið ötul- lega að þýðingum enskra og amerískra skáldsagna undanfar- in ár en einna best þótti mér honum takast upp við Joseph Conrad, og vonandi snýr hann sér aftur að þeim jöfri því þótt Truman Capote sé góðra gjalda verður væri ekki ónýtt að fá á íslensku eitthvað enn bitastæðara. Geirlaugur Magnússon Truman Capote: Aðrar raddir, aðrir staöir. Atli Magnús- son íslenskaði. Muninn, bókaútgáfa 2001. I dulargervi Bjarni Bjarnason hlaut Bókmenntaverðlaun Hall- dórs Laxness í haust fyrir sögu sína Mannætukonan og er vel að þeim kominn. Ekki skortir frumleikann hér, frekar en í eldri bók- um höfundar sem nú slær þó á alveg nýja strengi. í fyrri skáldsögunum er textinn þungur og dramat- ískur en hér spriklandi af fjöri og fyndni. Sagan segir frá leynilöggunni Huga Hugasyni sem i upphafi bókar fær það erfiða verkefni að hafa uppi á Helenu fögru, sem í undirheimum gengur undir viðurnefninu Mannætukonan. Hugi leitar Helenu í fimm löndum uns hann fmnur hana í klóm glæpaforingja í Beirút. Sá fellst á að spila upp á stúlkuna, tapar og afhend- ir hana með semingi. Á flóttanum láta skötu- hjúin pússa sig saman en þá fyrst hefst píslar- ganga Huga fyrir alvöru. Helena gefur dauðann og djöfulinn í allar hjónabandsskyldur og sting- ur af um leið og tækifæri gefst því hún nennir ekki að hanga með löghlýðnum prinsippmanni sem er svo gamaldags að trúa á ástina. Mannætu- nafnið ber Helena með rentu, enda hið mesta hörkutól sem hatar væmni og rómantík og unir sér hvergi betur en í lífsháskanum miðjum þar sem vopnin tala. Leynilögguna djörfu gleypir Helena einnig með húð og hári, ærir hann og særir með fegurð sinni, kynþokka og töffara- gangi og alla bókina er hann að leita hennar í von um uppfyllingu drauma sinna. Um leið flæk- ist hann 1 undarleg sakamál sem hann reynir Bjarni Bjarnason rithöfundur / sögu hans er teflt fram nýstárlegri og vel dulbúinni samfélagsgagnrýni sem ólgar af fjöri - og óhugnaði. með aðstoðarmanninum Skugga að leysa sam- hliða leitinni að eiginkonunni. Sem passar reyndar undarlega vel, þvi Helena virðist alltaf tengjast sakamálunum á einn eða annan hátt! Mannætukonan og maður hennar er sérkenni- leg blanda af sakamálasögu, ástarsögu, visinda- skáldsögu, ævintýri og horror eða öllu heldur allsherjar útúrsnúningur allra þessara bók- menntagreina. í textanum úir og grúir af vísun- um í allar áttir, jafnt í teiknimyndasögur sem klassísk verk, og úr samkrullinu verður til splunkunýr heimur, í senn kunnuglegur og framandi. Fram á sjónarsviðið stíga þekktar stereótýpur, s.s. dagsfarsprúða, heiðarlega og klára löggan andspænis þeirri heimsku og spilltu; hin lostafulla og hættulega „femme fatale"; úrræðagóður aðstoðarmaður og karakt- erlausar aukapersónur sem hver um sig sýna aðeins eina hlið, ýmist góða eða vonda. Persón- urnar kljúfa sig hins vegar frá hefðbundinni meðhöndlun stereótýpanna, því veröldin sem þær lifa í er afkáraleg og tími og umhverfi eng- um skynsamlegum mörkum háð. Því eru þær enn absúrdískari en gengur og gerist með týpur af slíku tagi og snúa út úr hlutverki sínu ef því er að skipta. Nema Hugi. Hann er sá maður í sögunni sem er alltaf eins hvað sem á dynur og tekst á við hvert furðufyrirbærið á fætur öðru án þess að láta sér bregða. Sem slíkur er hann hugsanleg fyrirmynd þess manns sem mögulega getur lifað af í firrtum (póstmódernískum?) heimi á meðan aðrar persónur sögunnar geta hvergi staðsett sig í vitskertri veröld, gufa jafn- vel upp og hverfa. í Mannætukonunni og manni hennar er teflt fram nýstárlegri og vel dulbúinni samfélags- gagnrýni sem ólgar af lífi, botnlausu fjöri - og óhugnaði. Vel má vera að einhverjum ofbjóði risavaxinn táknheimurinn, en af því textinn er svo skondinn og skemmtilegur er líklegt að les- andi sætti sig möglunarlaust við alla útúrdúra og lesi sleitulaust uns yfir lýkur. Og þá fyrst verður hann hissa! Sigríður Albertsdóttir Bjarni Bjarnason: Mannætukonan og maöur hennar. Vaka-Helgafell 2001. QUfy/<a/n Jónas og Þorgeir Þorgeir J. Andrésson tenór og Jónas Ingimundarson píanóleikari hafa gefið út hljómdisk með 21 ís- lensku lagi og fjórum aríum úr óper- um Wagners. Þetta er fyrsta ein- söngsplata Þorgeirs en hann hefur áður sungið inn á fjölmargar plötur sem einsöngvari með kórum. Meðal kunnra snilldarverka á plötunni má nefna „Áfram“ eftir Hannes Hafstein og Árna Thor- steinsson, „Draumalandið“ eftir Guðmund Magnússon og Sigfús Ein- arsson, „í fjarlægð" eftir Cæsar og Karl 0. Runólfsson, „Bikarinn" eftir Jóhann Sigurjónsson og Eyþór Stef- ánsson og „Hamraborgina" eftir Davíð Stefánsson og Sigvalda Kalda- lóns. Útgefandi er Fermata, en Edda dreifir. Konur og alþýðumenning Á morgun kl. 16 heldur dr. Ellen Gunnarsdóttir sagnfræðingur fyrir- lestur í Norræna húsinu á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum. Hann ber heitið „Konur og alþýðu- menning í barokk Mexíkó - Lífs- hlaup Franciscu de los Ángeles, 1674-1744“. í Evrópu á miðöldum nutu konur sem ræktuðu dulúðugt samband við Guð ofi orðstírs og velgengni og urðu jafnvel ráðgjafar kirkjulegra og veraldlegra leiðtoga. Þegar leið á miðaldir urðu slíkar konur fyrir sí- vaxandi áreitni kaþólsku kirkjunnar en henni var í mun að styrkja stöðu sina sem eini milliliðurinn milli guðs og manna. Á Spáni voru frægar helgar konur ofsóttar af Rannsókn- arréttinum, en í nýlendum spænska heimsveldisins sköpuðust aðstæður fyrir slíkar konur til að athafna sig. Sagnfræðingar hafa rannsakað lífs- hlaup og skrif slíkra kvenna í Perú, Kólumbíu og Mexíkó, einkum frægra nunna. Minna er vitað um „millistétt“ slíkra kvenna, hinar svokölluðu beötur sem voru ekki innilokaðar og lifðu og hrærðust í al- þýðumenningu barokksins. í fyrirlestrinum verður sagt frá lífi og störfum Franciscu de los Áng- eles sem uppi var í mexíkósku ný- lenduborginni Querétaro 1674-1744. Francisca varð fræg í heimaborg sinni og víðar fyrir hið sérstaka sambandi sitt við guð og störf sín fyrir sálir í hreinsunareldinum. Að lokum stofnaði hún eina stærstu kirkjustofnun nýlendunnar fyrir konur, E1 beaterio de Santa Rosa de Viterbo, sem hýsti konur sem ekki höfðu efni á heimamundinum sem til þurfti til að gerast nunna. Skuldaskil í víti Nýja bókafélag- ið hefur sent frá sér bókina Skuldaskil í víti eftir Jack Higg- ins, meistara spennusagnanna. Þar segir frá Clay Fitzgerald, ofursta í her Suð- urríkjanna, sem flýr til írlands að vitja óðalsins sem hann erfði eftir afa sinn, eftir lok bandaríska borgarastríðsins. En á írlandi ríkir líka uppreisnarástand. Nýkominn úr grimmilegri styrjöld og í sárum eftir ósigurinn óskar Clay einskis fremur en að leiða hjá sér yfirvofandi hildarleik. En eftir að hafa orðið vitni að óhæfuverkum landsdrottnaranna, getur Clay ekki setið með hendur í skauti. Hann býr sig í gervi þjóðsagnakappa, útilegu- riddara sem ríður um að næturlagi, og rís upp gegn ofureflinu ... Þýðandi er Gissur Ó. Erlingsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.